Þjóðólfur - 29.08.1890, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.08.1890, Blaðsíða 2
158 segja sjálfir, að hann þekki Ameríku bet- ur en nokkur Ameríkumaður. I desbr. 1888 kom út hið mikla rit, er mun halda minningu hans lengst á lopti, „The Ame- rican Commonwealth“, þ. e. hið amerík- anska lýðveldi, í 3 bindum. Ollum, sem ritað hafa um þessa bók, ber sam- an um, að það sje oflítið að segja að hún sje besta bók um Bandarikin; hún sje betri en allar aðrar bækur um Banda- ríkin samanlagðar. Hún er eins og speg- ill af lífi Bandarikjanna í stóru og'smáu, pólitík og sveitalífi. Bryce er hægur, kurteis og lítillátur maður, en ákaflega einbeittur, þegar því er að skipta. Hann ferðast í haust um Canada með konu sinni og ætlar að heimsækja Islendinga í Manitoba. Hann er nýkvongaður, en er þó ekki hættur ferðalaginu enn. Bryce er allra manna fróðastur og Grladstone sjálfur skagar ekki upp í hann, þó hanu sje margfróður, enda hefur Bryce verið honum hægri hönd í vanda- málum, t. d. Home Rule. Hann er mest hneigður fyrir sögu, lög og heimspeki, enda er hann Njáll þeirra Gladstoninga og opt leitað til hans, þegar um laga- staf er að ræða. Gladstone um Island. Jeg hitti Gladstone í þinghúsinu og talaði við hann stundarkorn. Hann kvaðst hafa verið í Noregi og aldrei sjeð fólk jafnlikt Englendingum og Norð- menn. Bryce hefði sagt sjer frá stjórn- arbaráttu íslendinga, og hann óskaði og árnaði þeim rjettlætis og sanngirni. Hann kvaðst vera hálf-Kelti sjálfur eins og Is- lendingar, enda mundu íslendingar, ept- ir þvi sem hann kæmist næst, vera enn líkari Englendingum en Norðmenn, þó þeir væru orðnir nokkuð aptur úr, vegna þess að þeir væru svo afskekktir. Það væri sama seiglan í íslendingum og Eng- lendingum í stjórnarbaráttu. Það væri óvíst, að hann lifði þann dag, að Island og Irland fengi sjálfsforræði að því skapi er þau vildu, en það væri þó ekki ó- mögulegt. íslendingadagur. Nokkrir íslending- ar í Winnipeg hafa komið sjer saman um, að stofna til almenns hátíðahalds 2. ágúst með skrúðgöngu um bæinn, söngvum og ræðuhöldum. Ætlast er til að sá dagur verði eptirleiðis almennur hátíðisdagur meðal íslendinga i Ameríku og heiti Islendingadagnr. Til þessa hafa þeir valið 2. ágúst, af því að þá var ís- landi veitt hin fyrsta byrjun til sjálfs- forræðis, stjórnarskrá sú, er vjer höfum nú. Eyrarbakkakirkja. „Kirkja er reist á Eyrarbakkau, hefur oss nýlega verið skrifað úr Árnessýslu, „og vonast eptir, að hún verði jafnvel messufær í vetur; hún er byggð fyrir tóm samskot og gjafir og hefur það ekki gengið stríð- laust af fyrir helsta forgöngumanninum, sjera Jóni Björnssyni, er þó hefur verið veill á heilsu; mikið mun þó enn vanta til að kirkjan verði byggð skuldlaust“. Ölvesárbrúin. Um vinnuna við brú- arstöplana er oss skrifað nú nýlega að austan: „Flestir verkamenn við Olves- árbrúna hættir vinnu; bjuggust við vinn- unni miklu lengur; stóð á ýmsu úr brúnni sjálfri o. fl. Sænskur steinsmiður (Cl. Svendsen), er þar hefur verið einn út- lendra manna í sumar, farinn með for- stöðumanninum Tryggva Gunnarssyni; einn steinsmiður íslenskur eptir; er árs- maður við brúna. Yfir 20 manns höfðu þar vinnu þessa 2 mánuði auk hússmið- anna; munu nokkrir af hjeraðsmönnum hafa komist vel upp á að höggva eða laga steina, og vonandi, að framför verði af því með tímanum. Brúarstöplarnir sinn hvoru megin á árbakkanum fullgerðir, en endastöplarnir á landi ekki, vegna akkera, sem þarf í þá og eru ókomin“. Pústskipið Laura fór hjeðan til Kaup- mannahafnar aðfaranótt hins 24. þ. m., og með því allmargir farþegar, þar á meðal 7 stúdentar, sem útskrifuðust frá lærða skólanum í sumar; það voru Aage Schierbeck, Árni Thorsteinsson, Gunnar Hafstein, Haraldur Níelsson, Helgi Jóns- son, Kristján Kristjánsson og Sæmundur Bjarnhjeðinsson; enn fremur Jón Helga- son cand. philos., er kom hingað snögga ferð frá Höfn í sumar, Gísli Pjetursson læknaskólakand., kaupmaður H. Th. A. Thomsen, faktor ó. Norðfjörd frá Kefla- vik, amtmannsfrú R. Christiansson með fósturdóttur sinni frk. Elínu Tómasdótt- ur, frk. Sigríður Jónassen, frk. Solveig Thorgrimsen, nokkrir skipbrotsmenn af „Ásta“ í Keflavík o. fl. Enn fremur Kruger lyfsali alfarinn til K.hafnar. Strandferðaskipið l'hyra fór einnig aðfaranótt hins 24. þ. m. vestur og norð- ur um land með Qölda farþegja, þar á meðal Tryggva Gunnarsson, Jón Yídalín með frú sinni í kaupfjelagserindum til Norður- og Austurlands. Grufuskipið Mount Park fór hjeðan 23. þ. m. til Englands með nálægt 300 hross og talsvert af íslenskum vörum. Brauð veitt. Breiðibólstaður 18. þ. m- sjera Jósepi Kr. Hjörleifssyni í Otrar- dal. Miltisbruni drap í vikunni fyrir síð- ustu helgi 9 nautgripi í Arnarbæli í Olvesi; hrundi niður hver nautgripurinn af öðrum, en síðast drepnir 7, sem eptir voru, til þess að hægt væri þó að nota þá. Á Auðsholtshjáleigu í sömu sveit hafði rjett áður drepist kýr úr miltis- bruna. Hvalveiðaskip norskt, „ísafold“, kom hingað 24. ágúst. Hafís, óvanalega mikill, kvað vera i hafinu milli Grænlands og Islands. Brukknun. Um miðjan þ. m. drukkn- aði vinnumaður frá Æðey í Ísafjarðar- sýslu, Tómas að nafni, á ferð milli lands og eyjar, einn á bát. Kíghósti á börnum hefur um nokkurn tím gengið hjer í bænum, og fjöldi ungbarna dáið úr honum. Póstar komu að norðan og vestan 26. þ. m. Þeir sögðu „inflúenzu“ að mestu um garð gengna, góða tíð yfir höfuð; annars tíðindalítið. ý Jón Sveinsson. Hinn 8. þ. m. andaðist uppgjafaprestur sjera Jón Sveinsson á Nautabúi í Mælifellssókn. Hann var fæddur á Vik í Mýrdal í Skaptafellssýslu 20. nóv. 1815. Foreldrar hans voru Sveinn læknir Pálsson og Þórunu dóttir Bjarna Pálssonar land- læknis. Hann var skikkaður prestur til Grímseyjar 1841 og vígður sama ár, fjekk Hvanneyri í Siglufirði 1844 og síðan Mælifell í Skagafirði 1866; þjónaði hann því, unz honum var veitt lausn frá prests- embætti 1887, og fór svo um vorið 1888 til tengda- sonar síns Árna Eirikssonar á Nautabúi og dvaldi þar það sem eptir var æfinnar. Hinn 8. maí 1845 gekk hann að eiga yugisfrú Hólmfriði Jónsdóttur preats Þorsteinssonar i Keykja- hlíð. Hún lifir eptir og er hjá dóttur sinni á Nautabúi. Þeim varð 8 barna auðið, 5 dætra og 3 sona. 3 af dæ'trunum dóu í æsku, en synirnir dóu fullorðnir, Stefán, er var prestur á Þóroddstað, Eggert og Jón. Nú liía að eins 2 dætur þeirra, Steinunn kona Árna Eiríkssonar, sem áður er neínd- ur, og Valgerður kona Þorgríms bónda á Starra- stöðum í Skagafirði. Sjera Jón heitinn var skarpur gáfumaður, söng- maður góður, skáldmæltur vel og andrikur kenni- maður, vinfastur og tryggur í lund; enda ávann haun sjer hvervetná vinsæld og virðing hjá öDum, er hann þekktu. i

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.