Þjóðólfur - 29.08.1890, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.08.1890, Blaðsíða 4
160 AUGLÝSING AR 1 samfeldH máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orö 15 stafa frekast; meö öðru letri eöa setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Skósmíðaverkstofa, Vesturgötu 4. Eptir þessu sýnishorni aettu þeir, sem panta vilja stígvjel hji mjer, að taka mál af fætin- um utan yíir 1 sokk, með mjðum brjefræmum eða mælibandi. Nákvæmlega verður að taka lengdarmálið eptir því, sem sýnis- hornið hendir til. Björn Kristjánsson. 425 Munntóbak á 1 kr. 60 a. pd. og ódýr- ara, ef mikið er keypt; sömuleiðis rjól- tóbak, nýkomið í verslun Sturlu Jóns- sonar. 426 V ottorð. Eptir að jeg hefi nú yfir tæpan eins árs tíma viðhaft handa sjálfum mjer og öðrum nokkuð af hinum hingaðflutta til Eyjafjarðar Kína-lífs-élixír hr. Valdemars Petersens, sem hr. kaupm. J. V. Havsteen á Oddeyri hefur útsölu á, lýsi jeg því hjer með yfir, að jeg álít hann áreiðanlega gott matar-lyf, einkum móti meltingarveiklun og af henni leiðandi vindlopti í þörmun- um, brjóstsviða, ógleði og óhægð fyrir bringspölum. Líka yfir það heila styrkj- andi, og vil jeg því óska þess að fleiri reyni bitter þennan, sem finna á sjer lík- an heilsulasleik eins og kannske margvís- lega sem stafar af magnleysi í vissum pörtum líkamans. Hamri 5. apríl 1890. Árni Árnason. Kína-lifs-elíxírinn fæst ekta hjá: Hr. E. Felixsyni. Reykjavík. — Helga Jónssyni. Reykjavík. — Helga Helgasyni. Reykjavík. — Magnúsi Th. S. Blöndahi. Hafnarfirði. — Jóni Jasonssyni, Borðeyri. — J. V. Havsteen. Oddeyri pr. Akureyri, aðalútsölumanni á norður- og austurlandi. Á þeim verslunarstöðum, þar sem eng- in útsala er, eru þeir, sem vilja gerast út- sölumenn, beðnir að snúa sjer til undir- skrifaðs, sem býr til bitterinn. Valdemar Petersen, er hýr til hinn eina ekta Kína-lífs-elixír. Frederiksliavn. 427 Danmark. Við verslunarstarfa getur maður um tvitugs-aldur fengið að- göngu nú þegar. Til að fá aðgöngu þarf sjerstaklega þessi meðmœli: 1. Að starfbeiðandi sje við sjálfan sig strangur Goodtemplari. 2. Að hann treysti sjer til að þola án möglunar aðfinnslusaman húsbónda. 3. Að hafa lært að hlýða, og kunna það vel. Upplýsingar viðvíkjandi ofangreindum starfa fást hjá 428 verslun W. Ó. Breiðfjörðs. Til verslunar W. Ó. Breiðfjörðs komu nú með skipunum ýmsar vörur: kramvara, allavega lampar, steinolía og margt fleira. Nákvæmar auglýst í næsta biaði. 429 Skrifstofa fyrir almenning. 10 Kirkjustræti 10 opiu livern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. 430 Eigandi og ábyrgíarmaður: ÞORLEIFUR JÓNSSON, mnd. phil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. FjelagsprentsmiÖjan. — Sigm. Guömundsson. 122 inum. Það var nokkru fyr en hann var vanur að gera það, því að hann var nálega of skyldurækinn. En hjeð- an af gat stýrimaðurinn komist af án hans. Maxvell hitti skipstjórann á þilfarinu og tók hann á eintal dálítið til hliðar. „Hafið þjer fundið undarlega lykt síðustu mínút- urnar?“ spurði hann. Skipstjórinn horfði alvörugefinn á Maxvell ogsagði: „Já, það er kviknað í skipinu11. „Guð Hjálpi okkur, mig gruriaði það líka, en hvar er eldurinn ?“ „Það er nú einmitt það, sem við þurfum að vita; en við skulum ekki láta farþegjana vita neitt um það. því það er ekki ómögulegt. að okkur skjátiist. Við skulum rólega og stillilega gæta að. hvar eldurinn muni vera“. Þeir skildu og gengu sinn á hvern stað, til að gá að eldinum, en í sama bili þaut einn af farþegjunum, sem var vanur sjóferðum, skyndilega til skijistjórans. tekur í handlegginn á honum og spurði: „Hvaða lykt er þetta? Hafið þjer ekki tekið ept- ir henni. Það er undarlegt,; nú hveríur hún aptur. Fyrir einu augnabliki hefði jeg þorað að veðja um það, að eldur væri kominn upp í skipinu“. Skipstjórinn sneri sjer snarlega að honum og sagði 123 fljótt en lágt: „Hafið þjer hægt um yður; jeg hef einn- ig tekið eptir því, en í öllum guðanna bænum, verið þjer rólegur. Jeg ætla nú einmitt niður í skipið, til að rannsaka þetta; ef nokkur hætta er á ferðum, er nógur tími að láta aðra vita það“. Farþeginn, sem var hygginn maður, fjellst á þetta, hneigði sig og fór frá skipstjóranum. Þessi undarlega lykt var líka horfin í bráðina; en samt sem áður gekk Maxvell og Turner — það var nafn skipstjórans — nið- ur í skipið, en hvorugur þeirra varð nokkurs var. Svo leið og beið til miðnættis, er Maxvell kom aptur upp á þilfarið og settist við stýrið; hann var apt- ur orðinn rólegri, og farþeginn. sem áður er nefndur, var einnig orðinn grunlaus og liafði farið að sofa. I næturkyrðinni skreið skipið áfram í áttina til írlands. En allt í einu kom skipstjórinn upp til Maxvells; við ljósið af luktinni sá hann, að skipstjórinn var fölur sem nár. „Nú er ekki um neitt að villast; það er eldur í skip- inu fyrir aptan maskínuklefann; þar eru eintómir eld- fimir hlutir og ómögulegt að slökkva eldinn“, hvíslaði skipstjórinn. Maxveli liugsaði sig stundarkorn um og sagði síðan rólega: „Eigum við að snúa við?“

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.