Þjóðólfur - 12.09.1890, Side 2

Þjóðólfur - 12.09.1890, Side 2
166 Fluttir 7 utanlands og hafa 2 þeirra embætti á hendi (Klemens Jónsson og Yaltýr Guðmunds- son); af þessum 7 hafa 2 tekið próf í lögfræði, 4 í mag. confer. og 1 (Sig. Briem) í stjórnfæði). b. þeir sem hingað hafa komið embættispróflausir .... 10 (3 þeirra hafa síðan gengið í prestaskólann og eru 2 þeirra útskrifaðir þaðan, enn embætt- islausir; af hinum 7 er 1 rit- stjóri, 1 gagnfræðaskólakenn- ari, 1 kaupmaður, 1 búandi og 3 munu vera hjá feðrum eða aðstoðarmönnum). c. þeir, sem farið hafa frá há- skólanum beint til Ameríku (embættispróflausir) .... 6* d. þeir, sem dáið hafa (drukknað) 3 e. einn (Svb. Sveinbjarnarson), sem fengið hefur stöðu í Dan- mörku (embættispróflaus) . . 1 27 2. Frá prestaskólanum hafa farið: a. þeir, sem tekið hafa embættis- próf......................... (Af þeim hafa 52 nú þegar orðið prestar (2 þeirra eru dánir), 2 (Jóh. Sigfússon ai- þýðuskólakennari og Halldór Jónsson bankagjaldkeri) hafa fengið aðra stöðu, 1 dáinn sem kandídat (Þorst. Bergs- son), en 5 eru embættislausir sem stendur, allir hjer á landi). b. einn, sem hætt hefur námi (Svb. Egilsson) ..... 3. Frá læknaskólanum hafa farið: þeir, sem tekið hafa embættispróf . 11 Samtals 99 (Af þeim hafa 8 þegar orðið læknar hjer, 1 hefur siglt til Kh.-háskóla og les þar einnig læknisfræði (Tómas Helgason), 1 er skipslæknir utanlands (Kristján Jónsson) og 1 er hjer embættislaus). Af þessum 55 stúdentum fiá þessum árum við háskólann í árslok 1889 gáfu sig við læknisfræði..................14 (og að auki 1 útskr. 1879 og 1 út- skrifaður af læknaskólanum hjer); við lögfræði.......................22 — verkfræði (ingenieurvidenskab) . 2 — guðfræði.........................7 — magisterconference .................2 Flyt 47 *) 1 þeirra (Hafseinn Pjetursson) hafði þó tekið embættispróf við prestaskólann. Fluttir 47 við skólakennslufræðum................8 55 (Auk þeirra var 1 íslendingur, Nikulás Runólfsson, sem útskrifast hefur úr lærð- um skóla erlendis, svo að alls voru ís- lenskir námsmenn við háskólann í árslok 1889 58). * * * Þessar tölur, sem teknar eru eptir áreið- anlegum skýrslum, geta gefið margvísleg hugleiðingaefni, þótt jeg að þessu sinni noti fátt. Vissulega er straumurinn til háskólans ár- lega eptirtektaverður; það getur verið gleði- efni annars vegar, hversu margir fara til að leita sjer sem frekastrar menntunar, en hins vegar er það athugavert, hversu margir af hinum efnilegri námsmönnum eyða þar sínum bestu æfiárum á kostnað foreldra og annara hjer og koma hingað svo seint og síðar meir eða, sem opt ber við, aldrei aptur. Það væri ef til vill ekki með öllu rjett að telja alla þá tap- aða íslandi, sem sigla og koma aldrei aptur: verða annaðhvort kyrrir í Dan- mörku eða fara til Ameríku, en um flesta gildir það, að þýðing þeirra fyrir landið verður sáralítil alloptast í samanburði við tilkostnaðinn hjeðan að heiman gagnvart þýðingu hinna, sem heima læra. Þeir eru margfalt dýrari landinu, sem sigla, heldur en hinir; úr þeim, sem heima læra, verður allt það, sem mögulegt er að úr þeim verði nokkurn tíma; þeir koma fljótt til að gera landinu allt það gagn, er þeir geta, og sárfáir þeirra tapast móts við hina, sem siglt hafa. Af því skýrslan nær yfir síðasta áratuginn, þá sýnir hún ekki fullgjörla mismuninn eða tapið að lokum. Hvað marga ætli við fáum af þessum 55 stúdentum aptur frá Khöfn ? Af stúdent- unum 1881 voru í árslok 1889 2 enn þá við háskólann, frá 1882 voru 5, frá 1883 voru 4, frá 1884 5 og frá 1885 6. En hvernig sem á allt er litið, þá sýnist brýn nauðsyn fyrir oss að fjölga hjer á landi hinum æðri menntastofnunum, t. d. setja á stofn lagaskóla. eins og opt hefur verið talað um, umbæta presta- og læknaskól- ann; það þarf að hæna stúdenta að inn- lendum menntastofnunum og koma á þeim rekspöi, að menn að eins sigli 1—2 ár til að menntast frekara eptir að þeir hafa tekið próf hjer. Þó að hlunnindi íslend- inga við Kh.-háskóla þyki mörgum dýr- mæt, þá verð jeg að taka undir með þeim, sem telja þau allt eins mikið oss til bölv- unar; æðri menntun vor er bundin á 1 61 danskan klafa. Slíkt má ekki lengi uppi haldast hjeðan af. Jeg sleppi svo frekarj hugleiðingum að sinni. Ritað 6. ágúst 1890. 1 af 181. Útlendar frjettir. Með kaupskipinu Ragnlieiði, sem kom hingað í gær frá Englandi eptir 11 daga ferð með salt til G. Zoéga & Co. og kol og steinolíu til verslunar W. Christen- seus, bárust hingað dönsk blöð til 24. f. m. og eru þetta helstu frjettir eptir þeim. Norræni kennarafundurinn var sett- ur í Höfn 5. ágúst, eins og til stóð, og hafði þangað sótt fjöldi kennara af öllum Norðurlöndum. Með því að vantar í blöð- in, verður eigi sjeð, hvað þar fram fór, nema annan fundardaginn. Þá hjelt há- skólakennari Krómann fyrirlestur um œtlunarverk skólanna, þingmaður Trier um handvinnu í skólum (slöid), Törngreen há- skólakennari í Stokkhólmi um kröfur lik- amans til uppeldisins; umræður á eptir um leikfimi í skólum; Jóh. Bergmann dr. phil. frá Stokkhólmi hjelt síðan fyrirlest- ur um nýja að/erð við kennslu tungumála, rektor Dahl um bindindi, Yoss skólastjóri frá Kristjaníu um samkennslu pilta og stúlkna, skólastjóri Budde um munaðar- laus börn. Um öll þessi mál urðu meiri og minni umræður. Eyjan Helgóland var afhent Þjóðverj- um 10. ágúst. Þýskalandskeisari kom til Helgólands daginn eptir, hinn 11. ág., þar sem hon- um var tekið með mikilli viðhöfn. Eyjar- skeggjar voru í fyrstu óánægðir með að verða að ganga undan Englandi, en láta sjer nú lynda húsbóndaslciptin. — Keisar- inn heldur ekki kyrru fyrir, því skömmu síðar fór hann til Rússlands að hitta Rússakeisara. Hann kom til Narva 17. ágúst um kveldið; Caprivi var með hon- um. Rússakeisari tók þar á móti honum með mikilli viðhöfn; 22. ágúst voru þeir keisararnir við stórkostlega hersýningu. Það er mælt, að Þýskalandskeisari ætli í septbr. að hitta Austurríkiskeisara í Rolin- stock í Slesíu. Verkfall mikið var í f. m. í Wales meðal járnbrautarverkmanna, um 200,000 að tölu, en það lyktaði með því, að verk- menn höfðu sitt fram: 60 stunda vinnu á viku. Kólera geysar allskæð á Spáni og drep-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.