Þjóðólfur - 24.10.1890, Page 2

Þjóðólfur - 24.10.1890, Page 2
194 o. s. írv. — Mikið af vörum þessum býr fjelagið sjálft til. í sambandi við aðal- vörubirgðastaðinn eru fatagjörðar- og skó- smíðaverkstofur og með öðrum verk- mannafjelögum á það stóra gufumyllnu og vefnaðarverksmiðju, sem báðar eru stofnaðar af því. Vörur þær, sem fjelagið býr ekki til, kaupir það ekki af stór- kaupmönnum; nei, því fer fjarri, því að menn eru nú farnir að beita í stórkaupa- versluninni sömu reglum, sem liggja til grundvallar fyrir kaupfjelagsversluninni í smákaupum. Fjelagið er hluthafi í stór- kostlegri stórkaupaverslun, sem er eign kaupfjelaganna á Englandi og selur vörur fyrir hjer um bil 63 milljónir króna ár hvert; þar kaupir fjelagið vörur sínar og vinnur tvennt við það: svo áreiðanleg og góð við- skipti, sem frekast er unnt, og auk þess allan þann hag, sem ella gengi í vasa stórkaupmannanna. í sölubúðum fjelagsins getur hver sem vill fengið vörur keyptar, hvort sem hann er fjelagsmaður eða ekki. Verðið er hið sama sem hjá áreiðanlegum kaupmönnum. En aldrei er lánað, ekki einu sinni eyris- virði. í hvert skipti sem einhver fjelags- maður kaupir eitthvað, fær hann pjátur- merki, sem sýnir þá upphæð, sem hann hefur keypt fyrir; hafi liann t. d. keypt fyrir 1 shilling (90 aura), þá er honum afhent pjáturmerki, sem á er markaður 1 shilling, o. s. frv. Þegar hann svo í lok hvers ársfjórðungs kemur með öll pjáturmerki, sem hann hefur fengið þann ársfjórðung- inn, fær hann borgaðan sinn hluta af ágóðanum, þ. e. af þeirri upphæð, sem hann hefur keypt fyrir. Á síðustu árum hefur ágóðinn verið 12—13 aurar af hverri krónu. Því fer fjarri, að þessi peningaágóði sje hinn eini hagnaður, sem fjelagsmeun hafa af fjelaginu. Það hefur jafnan gætt vand- lega grundvallarreglu sinnar, að selja að eins ósviknar vörur og verðið er auðvitað fast, en breytist ekki daglega, eins og hjá sumum kaupmönnum. Þess vegna getur hver húsmóðir sent barnið sitt í búð þess, því að hún veit, að það fær jafngóðar vörur sem hún sjálf. Einn af vinum fjelagsins hefur sagt um þetta efni: „Þegar einhver húsmóðir sendir barn sitt í búð fjelagsins, leggur hún því ekki sömu lífsreglurnar, sem vant er, þegar það er sent í aðrar búðir, þær nefnih: farðu barn- ið mitt gott til gráskeggjaða mannsins og segðu honum, að faðir þinn sje þessi og þessi og að hann verði nú að láta þig fá reglidega gott smjör. — Nei, í búð fjelags- ins eru allir gráskeggjaðir. Barnið getur ekki farið búðavillt. Og allir, bæði ungir og gamlir, fá gott smjör, án þess að þeir þurfi að biðja um það — og það af þeirri ástæðu, að ekkert annað en gott er til“. Auk síns upphaflega tilgangs, að bæta verslunina, hefur fjelagið smámsaman fengið ýms önnur augnamið. Það er þann- ig orðið sparisjóður í stórum stýl fyrir fjelagsmenn. Til þess að hafa atkvæðis- rjett, verða menn að hafa borgað 90 kr. til fjelagsins. Við inntökuna borgar hver maður 90 aura. En hitt er borgað smám- saman með 25 aururn á viku hverri; þar við bætast rentur af innlögðum tillögum og ágóðinn, þangað til þessar 90 kr. eru komnar. Þær standa síðan á vöxtum, 5°/0 á ári, sem eru talsvert hærri vextir en vanalega fást í sparisjóðum á Englandi. Þeir, sem þess óska, geta látið ágóða sinn standa kyrran á vöstum í sparisjóði fje- lagsins, þangað til þeir hafa eignast 1800 krónur; meira má enginn eiga inni í spari- sjóðnum. Rentan er, eins og þegar er getið, 5 °/0 árlega. Enn fremur stendur húsagjörðarfjelag í sambandi við verkmannafjelagið, sem var- ið hefur um 200,000 kr. til að kaupa fyr- ir húslóðir og veitir þeim fjelagsmönnum, sem óska að byggja liús handa sjer, lán til þess. Rentur og afborganir af þessum lánum borgar lántakandi af ágóða sínum af fjelaginu á hverjum ársfjórðungi, og á þennan hátt getur hver fjelagsmaður smámsaman „jetið sig inn í“ lítið og lag- legt hús, sem er hans eigin eign. Orsök- in til þess, að fjelagið fór að gefa sig við þessu, er allmerkileg. Ríkur kaupmaður einn í Rochdale átti mörg hús, sem fje- lagar verkmannafjelagsins bjuggu í. Hon- um gramdist mjög, hve mikla verslun fje- lagið dró frá honum og hjet í reiði sinni yfir þessu, að fjelagsmenn skyldu þó ekki njóta alls ágóðans sjálfir, nú skyldi liann hækka húsaleiguna um 1 kr. á mánuði. En til allrar ógæfu fyrir kaupmanninn, lifði enn andi stofnendanna i fjelaginu í allt of miklu fjöri til þess að fjelagsmenn ljetu bjóða sjer slíkt og þvílíkt. Þeir fóru að byggja hús handa sjer sjálfir á þann hátt, sem þegar er getið, og hin sífjölg- andi hús þeirra, sem bæði eru lagleg og hreinleg, er ágætur vitnisburður um, að þetta fyrirtæki fjelagsins hefur einnig náð tilgangi sínum. Á líkan hátt stendur fjelagið í sambandi við sjúkrasjóði, greptrunarsjóði og bruna- bótafjelag. Enn fremur er fjelagið eins konar lánsstofnun fyrir fjelagsmenn, auk þess sem þeir geta tekið út allt, sem þeir eiga inni í fjelaginu, nema einar 18 kr., er atvinnuleysi, sjúkdómar eða þess konar ber að höndum, og sást best, að hve miklu liði þetta varð fjelagsmönnnm í baðmullar- eklunni, sem áður er á minnst. í afskiptum sínum af menntun fjelags- manna kemur þó fjelagið fram í sinni fegurstu mynd. Fyrir löngu var það lög- tekið lijá því, að 21/;,0/0 af ágóðanum skyldi verja fjelagsmönnum til menntunar og menningar, og á síðari árum nemur þetta um 15,000 kr. árlega. í sambandi við alla sölustaði þess eru stofnaðar lestr- arstofur, þar sem eru helstu blöð, timarit og undirstöðubækur í ýmsum vísindagrein- um. Þær eru opnar fyrir fjelagsmenn frá kl. 8 á morgnana til kl. 91/,; á kveldin. í aðalbyggingu fjelagsins eru mörg her- bergi að eins notuð í þessum tilgangi. Þar eru, eins og áður er getið, lestrar- salir með blöðum, tímaritum o. s. frv. og bókasafn með um 14000 bindum; það er opið til útlána lianda fjelagsmönnum nokkr- ar stundir daglega. Þar eru og vísinda- leg verkfæri (t. d. sjónpípur ýmis konar 0. s. frv.), er fjelagsmenn geta notað; leik- húss- og ferðasjónauka má fá þar lánaða fyrir nokkra aura, sem menn nota sjer mjög opt. Loks hefur verið stofnaður skóli, þar sem fjelagsmenn og börn þeirra geta fengíð — fyrir mjög litla borgun — tilsögn í þessum námsgreinum: Stærðfræði, mælingarfræði, aflfræði, eðiisfræði, efnafræði, uppdráttarlist,landfræði,grasfræði,jarðfræði og frakknesku. Þessi kennsla er vel notuð, og hafa mörg hundruð nemendur fengið á þennan hátt nauðsynlegan undirbúniug til prófs í ýmsum greinum, sem þeir hafa tekið með góðum vitnisburði. Þau áhrif, sem það hefur á mann, að umgangast fjelagsmenn, eru holl og ágæt í alla staði. Hvílíka stillingu og sjálfs- tilfinning, lipurleik og menntun sýna þeir ekki i allri framgöngu! Á aðalfundum fjelagsins og í ýmsum nefndum, sem sett- ar eru, venjast þeir við að fást við margt, sem hefði ella aldrei komist inn fyrir starfsvið þeirra eða sjóndeildarhring. Frjáls- lyndi er einkenni á öllum menntunar- störfum þeirra. Meun eru ekki hræddir við, að láta þessar eða hinar skoðanir komast inn hjá fjelagsmönnum. Öllum andlegum hreyfingum nútímans er leyft að komast að hindrunarlaust og liver lát- inn sem frjáls og þroskaður maður mynda sjer sína eigin skoðun af sjálfsdáðum. Meðal þeirra 70 blaða og tímarita, sem eru lialdin á lestrarsal aðalbyggiugarinnar,

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.