Þjóðólfur - 24.10.1890, Page 4

Þjóðólfur - 24.10.1890, Page 4
196 r land er að mörgu leyti komið langt um lengra í löggjöf en vjer hjer heima (o: í Danmörku). Ymsar endurbætur, sem vjer getum að eins haft von um að muni kom- ast hjer á einhvern tíma seinna, eru komn- ar á og reyndar á íslandi, þótt eigi verði sagt enn, að þær sjeu reyndar til fulls. Ef menn ekki vissu betur, mætti ætla, að danska stjórnin hefði, að því er snertir ýmsar, meir eða minna byltingasamar, endurbótakröfur vorra tíma, t. d. kosning- arrjett kvenna o. s. frv., aðhyllst þá hug- mynd Bísmarks gagnvart sósíalistunum, að fá þeim einn eða annan landshluta, til þess að gera þar tilraunir með því að inn- leiða þar þær endurbætur, sem þeir fara fram á. Þessu er þó ekki þannig farið, en merkilegt er að kynna sjer þær end- urbætur, sem komnar eru á á íslandi, jafn- framt og þess er gætt, að hjer heima heppnast ekki að koma á svo mikið sem einni lítilfjörlegri endurbót undir sömu stjórn, sem af sumum er kennt um þetta — en með öðru löggjafarþingi". Síðan talar blaðið um lögin um styrktarsjóði handa alþýðufólki, sem það tekur efnið úr og þykir mikið í varið. Skagafjarðarsýslu 26. sept.: „Sumarið má nú heita að sje liðið, og verður ekki annað sagt, en að það hafi verið vel í meðallagi, að því er heyskap og tíðarfar snerti. Töður urðu með mesta móti, líkar og í fyrra; útheyskapur ekki nærri eins, einkum sökum sneggju víða og fremur ó- hagstæðrar tíðar (óþurka), einkum seinni part sláttarins. Svo gjörði það og tals- verðan hnekki á heyskap margra, að hjer kom ofsastormur hinn 8. þ. m. og fauk þá mikið af heyi, sem úti var, og fólk tafð- ist mjög frá heyskap við það, að hafa saman fokdreifarnar. Margir misstu alveg þetta frá 30 og allt upp að 100 hestum af heyi, svo skaðinn hefur mátt heita stór- kostlegur alls yfir. Hey þau, sem tíl eru, munu þó vera með meira móti, sökum þess að flestir áttu gömul hey til muna. Fjársalan til kaupmanna er nú að mestu um garð gengin. Hafa Sauðárkrókskaup- menn haldið markaði hingað og þangað, og CoghiII karlinn verið í og með. Hann hefur gefið heldur lægra fyrir fje en kaup- menn, og er það þó nokkuð kynlegt, þar sem sú venja er þó komin á, að kaup- menn selja honum flest það fje, sem þeir kaupa. En það getur bæði komið af því, að hann mun gefa kaupmönnum heldur hærra verð fyrir fjeð en bændum, þó illt sje til þess að vita, og svo taka kaup- menn fjeð líka að miklu leyti upp í skuld- ir, o: fyrir varning sinn, þarflegan og ó- þarfan, en allan afardýran. Yerð á fjenu var hjer um bii þetta: Sauðir 2 vetra og eldri 17—18 kr., v.eturgamalt fje 13—15 kr., geldar ær 14—16 kr., mylkar ær 10 — 12kr., Einstaka afbragðs-kind úr hverjum flokki kann að hafa farið fyrir Iítið eitt meira, en þetta ofantalda. Hjer á eptir er von á að Thordahl haldi markaði, en bæði má í hann gefa vel fyrir og borga þegar í stað, ef hann á að fá fje til muna. Pað er bú- ið að reita það svo til kaupmanna; þeir hafa verið mjög ljúfir á að lána síðan um síðastl. nýár, t. d. skrifað verslunarmönnum sínum, fátækum, sem ríkum, og spurt þá, hvort þeir þyrftu nú ekki neins með. Þetta er heldur notalega gjört, en skamm- góður vermir verður það flestum. „Kaupfjelag Skagfirðinga“ er nú að senda fje sitt af stað, úrvalskindur frá hverjum [ einum eptir því sem kostur er á; betur að vörurnar útlendu væru eins vei valdar á móti. Það væri óskandi, að fjelag þetta, eins og önnur kaupfjelög vor, gæti tekið sem mestum viðgangi, en til þess þarf 1 meiri áhuga meðal okkar bændanna en á sjer stað, og svo áreiðanlega og trúa milli- göngumenn. Hjeraðsfundur var haldinn 3. sept. fyr- ir prófastsdæmi þetta af settum prófasti, sjera Zóf. Halldórssyni. Fundur sá var vel sóttur. Það helsta og besta, sem þar var gjört, var það, að samþykkt var, að í hverri sókn í prófastsdæminu skyldi að vorinu halda próf yfir öllum börnum 12—14 ára gömlum í kristindómsþekkingu, lestri, skript og reikningi; á prestur að halda prófið, en safnaðafulltrúinn og einn sókn- arnefndarmaður að vera prófdómendur, og senda þeir síðan skýrslu um prófið til prófasts. Það eru líkindi til, að þessi á- kvörðun fundarins geti mjög orðið til þess, að hvetja bæði presta til að gegna vel skyldu sinni, að því er uppfræðing barna snertir, og ekki síður foreldra og hús- bændur barnanna og börnin sjálf til þess, að leita þessarar fyrstu og nauðsynlegu menntunar eptir því, sem kostur er á. Annað aðalmál fundar þessa var um nið- urlagning nokkurra kirkna, (Sjávarborgar, Höfða og Miklabæjar í Óslandshlíð). Þar voru deildar meiningar manna, því sumir af fundarmönnum vildu ekki að kirkjur þessar, sem allar eru bændakirkjur, væru lagðar niður, nema því að eins, að sjóðir þeirra yrðu þá lagðir til þeirra kirkna, sem sóknirnar eiga að leggjast til. Aptur voru aðrir á því, að rjett mundi vera, að kirkjueigendurnir, sem kallaðir eru, haldi sjóðunum, ef þeir vilja ekki góðfúslega láta þá af hendi; og að svo skyldi verða, að því er þessar kirkjur snerti, var sam- þykkt með meiri hluta atkvæða. Þó var samþykkt, viðvíkjandi Sjávarborgarkirkju, að „heppilegt“ eða „æskilegt“ (jeg vissi ekki, hvort varð ofan á) væri, að sjóður hennar legðist til kirkju þeirrar, sem byggja skal í hennar stað á Sauðárkrók. Þar sem bændakirkjur hafa verið lagðar niður að undanförnu, hafa eigendur verið illa flekaðir, sje þessi skagfirska regla rjett“. Rang'árvallasýslu 14. okt. Hjer helst hin mesta ótíð. Rigningar og slagveður nálæga á hverjum degi, svo að fólk getur ekki verið við nein útiverk. Hey eru enn þá úti síðan í ágúst. Nokkuð náðist illa þurt og illa útleikið um rjettirnar, en nokkuð er úti enn og má telja það alveg tapað. Það er rignt niður og orðið að for sumstaðar. Heimtur á fje þykja slæmar hvar sem frjettist. í göngum var hið versta veður og illt að sjá íje fyrir snjó, enda líkindi til, að lömb hafi fennt á fjöll- um uppi. Húnavatnssýslu 1. okt.: Coghill og umboðsm. Benidikt Blöndal fyrir Thordahl eru nú að halda hjer fjármarkaði; þeir borga 18—19 kr. fyrir tvævetra sauði, 14—15 kr. fyrir veturg. og jafnvel meira. Yfir höfuð var sá markaður, sem jeg var á, einhver besti fjármarkaður, sem lijer hefur verið haldinn í nokkur ár. Uni vatnsveitingar heitir fyrirlestur, sem sjera Jón Bjarnason hefur flutt á kirkju- þingi íslendinga í Ameríku 28. júní í sum- ar. Fyrirlestur þessi, sem oss hef'ur ný- lega verið sendur frá höfundinum, er ekki um vatnsveitingar í venjulegum eða bók- staflegum skilningi, heldur um „andlegar vatnsveitingar“ í íslenska þjóðlífinu, þar sem hann segist hafa tekið eptir „andleg- um stöðupollum“, sem veita þarf burt, þjóðlífstraumum, sem þarf að þurka upp, og aptur öðrum straumum „augsýnilega með heilsusamlegu lífsins vatni í, sem þarf að hleypa vexti í, svo miklum vexti, að þeir næðu að flóa út yfir undir- lendið og framleiða þar nýjan og aukinn andlegan gróður“. Það er vert að geta þess, að í fyrirlestri þessum er sjera Jón Bjarnason farinn að viðurkenna — og þykist reyndar jafnan hafa viðurkennt — að margt

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.