Þjóðólfur - 24.10.1890, Síða 8
200
Allir kaupendur ÞJÓÐÓLFS næsta ár (1891)
fá ókeypis og kostnaðarlaust sent
r
bókmenntasögu Islands (fyrri part)
eptir háskölakennara dr. Finn Jönsson.
Bók þessi verður stærri en svo, að hún geti öll fylgt með einum árgangi
blaðsins; verður henni því skipt í 2 hepti, hvort 5—6 arkir að stærð. Fyrra
heptið fylgir Þjóðólfi næsta ár, en hitt síðar.
Bókin verður eigi til sölu, og geta því engir eignast hana, nema kaup-
endur Þjóðólfs.
Nýir kaupendur aö 43. árg. Þjóöólfs (áriö 1891)
fá ókeypis og kostnaðarlaust sent:
bókmenntasögu íslands (fyrri part) 80—100 bls.
Sögusafn Þjóðólfs II. (1889) með 14 sögum, um 200 bls.
Sögusafn Þjóðólfs III. (1890) með 10—12 sögum, um 200 bls.
eða alls ókeypis hátt upp í 500 blaðsíður.
Enn fremur fá nýir kaupendur ókeypis 10 síðustu blöðin af yfirstandandi
árg. Þjóðólfs, meðan upplag blaðsins hrekkur. Þeir fá þannig ókeypis fullt eins
mikils virði, eins og einn árgangur af blaðinu kostar, þar á meðal nýja, fróðlega
bók, sem þeir geta ekki eignast á annan hátt, og sögusafnið, tvo árg. með 20—30
sögum og fræðigreinum.
Yissara er fyrir nýja kaupendur að panta blaðið í tíma, því að öðrum kosti
mega þeir búast við, að sögusafnið 1889 þrjóti, svo að þeir geti ekki fengið það.
Nýir kaupendur gefi sig því fram sem allra fyrst. 523
Fjelagsprentsmiðjan
á Laugavegi nr. 4, verkstjóri Sigmundur Guðmunds-
son, tekur að sjer alls konar prentun. Öll prent-
un sjerlega vel vönduð. Þeir, sem eitthvað vilja
fá prentað, geta snúið sjer til prentsmiðjunnar eða
til ritstjðra Þorleifs Jónssonar og samið um prent-
unina. ko.
Leiðarvísir til iífsábyrgðar fæst ókeypis
hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem
einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar
nauðsynlegar upplýsingar. 525
Yfirlýsing.
Hjer með yiirlýsi jeg undirritaður, að
upp frá þessum degi, þann 19. sept.br.
1890, neyti jeg ei neins áfengis vínanda,
hverju nafni er nefnist, utan ef svo bæri,
að læknisráði þyrfti að fylgja.
Undir eiðstaf er nafn raitt til staðfestu.
Merki, 19. septbr. 1890.
Gfuðmundur Þorsteinsson.
Eptir beiðni Guðmundar Þorsteinssonar á
Merki, undirritum vjer eptirfylgjandi nöfn
okkar sem vottar:
Þörölfur Vigfússon.
526 Einar Sigurðsson.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
ÞORLEIFUR JÓNSSON, mnd. phil.
Skrifstofa: i Bankastræti nr. 3.
Fjelagsprentsmiðjan. — Sigm. Guðmundsson.
154
Axel Dal læddist á eptir þeim með stafinn á lopti
og áður en þeir voru komnir niður að bryggjunni, laust
hann stafnum í höfuð annars þeirra með svo miklu afli,
að hann hnje þegar niður og lá sem örendur. Hinn
sem var stærri, skaust til hliðar og hljóp út í myrkrið’
Axel Dal þaut á eptir honum og nú byrjaði í nátt.
mykrinu kapphlaup milli þeirra hringinn í kring um
húsið; þeir voru komnir einu sinni kring um það og voru
að byrja aðra umferðina, er Axel Dal skaut af annari
skammbyssunni upp á von og óvon eptir „tigrisdýrinu“
sem var að flýja undan honnm. Flóttamaðurinn fjeli
við skotið og rak upp hljóð mikið. Axel Dal gekk að
honum og laut niður að honum, til þess að vita, hvar
skotið hefði komið í hann, en í sama bili þrífur flótta.
maðurinn skyndilega utan um fætur Axels Dals, til þess
að fella hann. Skotið hafði ekki hitt hann ; af bragð_
vísi sinni og slægð hafði hann látist falla og hljóðað^
til þess að geta svikist að Axel Dal; ef það hefði heppn-
ast, mundi það hafa kostað Axel Dal iífið. En til allr-
ar hamingju, gat hann, áður en hann fjell, náð hinni
skammbyssunni og skotið úr henni á mótstöðumann sinn.
í þetta sinn kom skotið í öxlina á honum. En samt
sem áður var hann ekki af baki dottinn og gat fellt
Axel Dal. Báðir kútveltust þeir nú stundarkorn, en
155
„tígrisdýrið“ varð innan skamms máttvana af blóð-
missi og „tígrisdýrsveiðin“ var á enda kljáð.
Þegar Axel Dal hafði þannig sigrast á báðum þeim
fjelögum, vakti hann fylgdarmann sinn og þröngvaði
honum til að hjálpa sjer til að koma þeim inn í húsið
og loka þá þar inni. Að þvi búnu tók hann allt þýfið,
gull, silfur og peningana, heim með sjer og sagði frá
för sinni.
Hinum auðuga ölgerðarmanni, sem fjekk því nær
allt aptur, er frá honum hafði verið stolið, fannst svo
mikið til um þetta þrekvirki Axels Dals, að hann ætt-
leiddi hann og gerði hann að einkaerfingja sínum. Axel
Dal sótti um lausn úr þjónustu kirkjunnar og fjekk
síðan tækifæri til að gefa sig eingöngu við dýraveiðum,
sem seint og snemma höfðu verið lians líf og yndi og
hann stundaði, án þess að honum vildi nokkurn tíma
til nokkurt stórkostlegt glappaskot.
Domarinn og vitnið. Dómarinn settist með miklum em-
hættissvip í dómarasætið, til þess að yflrheyra vitnið, gamlan og
gráhærðan karlræfil.
„Hvað heitið þjer?“ spurði dómarinn með miklum alvörusvip.
„Ha! Hvað segið þjer herra dómari? Þjer vitið eins vel, hvað
jeg heiti, eins og jeg veit, hvað þjer heitið".