Þjóðólfur - 02.01.1891, Side 3

Þjóðólfur - 02.01.1891, Side 3
3 löglegan hátt, sem menn verða að hlýða. Ef eitthvað er, sem þykir óhafandi eða miður hagfellt, er ekki annar vandinn en fá því breytt, og það ætti ekki að þurfa að vera miklum erflðleikum bundið, ef það er almennings vilji. Bæjarstjórnarkosning á að fram fara hjer í bænum á mánudaginn kemur. Kjósa á 5 menn í bæjarstjórnina til 6 ára. Munið að mæta við kosninguna! Auðugasti maður lieimsins verður fyr eða seinna Belgrave, enskur greifasonur, sonarsonur hertogans af Westminister. Hann á allar húslóðir á þeim stað í Luud- únaborg, sem heitir Belgravia, þar sem eru mörg skrauthýsi og staðurinn einhver hinn skemmtilegasti í borginni. Húslóð- irnar voru leigðar til 99 ára, en nú er sá tími bráðum liðinn, og um sama leyti verður lóðareigandinn fullveðja. Er ómögu- legt að segja, hve mikið eptirgjaldið verð- ur þá hækkað, en víst er, að það verður mikið. Nú er eptirgjaldið eptir húslóðirn- ar 18,000 kr. á dag; eptir nokkur ár verður það líklegast tífalt eða tuttugu sinnum meira. Þýskur læknir einn kvað hafa fundið upp eins konar glóðarlampa til að rann- saka með innri hluta höfuðsins, svo að minnstu skemmdir eða meinsemdir innan í höfðinu geta sjest við þennan lampa. Sjúklingurinn lætur lampann, sem er mjög lítill, upp í sig og lætur síðan munninn aptur; lampinn er hafður innan í tvöföldu gleriláti, og má leiða vatnsstraum í gegn um það, til að draga úr hitanum, ef leng- ur slendur á rannsókninni en eina mínútu. Við þetta lampaljós uppljómast innri hlutar höfuðsins, svo að í gegn um húðina má sjá beinin í höfðinu; augasteinarnir leiptra með eldlegum ljóma og gómurinn og nas- irnar uppljómast mjög mikið. Haldið er, að þetta verði mjög þýðingarmikið fyrir læknisfræðina. Skrítið er margt, sem hagfræðingarnir í öðrum löndum reikna út og safna um skýrslum; þar á meðal er þetta eitt: í Bandafylkjunum er tannpína mjög almenn og þar er eiginlega hið fyrirheitna land tannlæknanna. E>að telst svo til, að þeir eyði þar 1600 pd. af gulli á ári til aðgerð- ar á skemmdum tönuum. Þetta er í pen- ingum 1,800,000 kr. Allt þetta gull fer auðvitað í jörðina, er lilutaðeigandi menn deyja og eru jarðaðir. Ef þessu fer fram í 300 ár enn, hefur hagfræðingur einn reikn- að út, að eptir þann tíma verði í kirkju- görðunum í Bandafylkjunum gull er nemi 540 milljónum króna. Ógryuni fjár eru það, sem blöðin í Ameriku f4 inn á ári. Þannig liafði New York Herald 5 milj- ónir króna í hreinan ágóða árið 1889. Að eins sunnudagsútgáfa þess nægði til að borga allan útgáfukostnaðinn. Enda eru auglýsingarnar í blöðunum þar bæði ákaflega miklar og feikna dýr- ar. Svar á móti skamma- og illkvittnis- grein Sigmundar Guðmundssonar í ísafold, 102. tbl. f. á., kemur í næsta blaði Fjall- konunnar. Iteykj avík 2. janúar 1891. W. Ó. Breiðfjörð. AUGLÝSINGAR 1 samfeldu máli meO smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a. hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setuing, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. JxLjer undirskrifuðum var í haust dregið lamb með minu marki, heilhamrað hægra og gagnfjaðr- að vinstra, en lamb þetta á jeg ekki; er því hj er með skorað á eiganda þess að gefa sig sem fyrst fram og semja við mig um markið. Bústöðum 31. des. 1890. 1 Jón Ólaísson. 16 því. En á hinn bóginn var mjög ísjárvert að fara frá fljótinu meðan það beygðist ekki því lengra til norðurs, vegna sjúklinganna og þess, hve erfitt var að bera bátinn og farangurinn gegn um skóginn. Sá var og einn kostur við að fara upp eptir fljótinu, að þar gátum vjer verið vissir um að hitta fjölbyggð þorp með nægum matvæl- um, en vistirnar urðum vjer að fá, annaðhvort með góðu eða illu. Aruwimi var víðast 1500 til 2700 fet á breidd. Nálega i hverjum krika við fljótið er þorp af keilumynduðum kofum með bröttum og uppmjóum þökum. Sumstaðar er hvert þorpið við annað með þús- undum íbúa, sem lifa sumpart af fiskveiðum í fljótinu, sumpart af bananávöxtum og maniok, sem er trjerót með mjólkurvökva og ein af hinum mikilvægustu fæðuteg- undum í lieitu löndunum. Yið og við varð straumurinn í ánni svo harður, að ómögulegt var að róa á móti honum; varð þá að bera farangurinn á landi, en draga bátana í köðlum upp eptir ánni. Hinn 22. júlí misstum vjer tvo af mönnum vorum; þeir struku frá oss, og 1. ágúst dó fyrsti maðurinn; liann dó úr blóðsótt, sem margir sýktust af. Mannflokkar þeir, sem búa með fram fljótinu, hafa skrítna aðferð, til að tákna frið og vináttu. Þeir ausa vatni með lúkum sínum upp úr ánni og hella því yfir 13 þangað og sækja mennina og farangurinn. Stanley vildi ekki bíða eptir því, heldur afrjeð að lialda sjálfur áfram með um 400 manna, en skilja 250— 300 manns eptir, til að bíða eptir Troup, með því líka, að liann hugði, að ferðin mnndi ganga seinna, ef allir væru á ferðinni í einni þvögu. í Yambuya voru því búnar til herhúðir handa þeim, sem eptir urðu. Yfir þá setti Stanley mann þann, sem Barttelot hjet, og næstan hon- um Jameson; hjá þeim urðu og eptir sem fyrirliðar Bonny, Ward og Troup, sem þá var ókominn. Tippu- Tib, sem var kominn þangað sem hann átti að vera landsstjóri þar eigi alliangtfrá, hafði lofað að útvega 600 burðarmenn; þá skyldi Barttellot taka með sjer. Áður en Stanley fór af stað, gaf hann Barttelot ýmsar fyrir- skipanir og bað hann síðastra orða að leggja þegar af stað eptir sjer, er farangurinn og mennirnir frá Leopold- ville væru komnir. Það var lífsskilyrði fyrir Stanley og lians förunauta, að Barttelot kæmi á eptir, því að ella mundi Stanley bresta skotfæri til að verjast árás- um villimanna og varning, til að láta fyrir matvæli, og gefa, til þess að komast í vinfengi við villimennina. Stanley ætlaði að svíða greinar á trjánum og setja merki á trjen, til þess að Barttelot fyndi þá leið, sem liaun færi. Hinn 28. júní 1887 lagði Stanley af stað frá Yam-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.