Þjóðólfur - 09.01.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.01.1891, Blaðsíða 1
Keraur út á. föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. Benedikt Pálsson1. Það var á æskunnar árum jeg ættarlands sigldi frá strönd. Og hugurinn hló þá við öllu; jeg hjelt í fjarlæg Iönd. Þá hertók mia: Hundtyrkinn leiður og hörmunga byrjaði tíð; þá alls konar þrautir og þrældóm jeg þoldi langa hríð. En loks sá jeg landið mitl aptur, jeg losnaði úr Hundtyrkjans klóm; rnjer fannst eins og aptur þá yngdist mitt æsku fölnað blóm. En ekki hjá Tyrkjanum einum er áþján og hörmung og neyð. í ættlandsins ástkæru byggðum min ánauð þyngri beið. Þá Sigríði störráðu sá jeg, hún sigraði hjarta mitt brátt; jeg fann það, jeg fjekk eigi staðist þann fríðleiks töframátt. Mig færðí’ hún í hjúskaparfjötra, það fláráða, gullhærða víf. Og hamingjan hvarf, en að nýju þá hófst mitt þrældóms líf. Jeg veit það, að Tyrkinn er vondur, og vistin þar kvalafull er, en samt er hún Sigríður verri, það sýnir reynslan mjer. Hið ytra skýn ásýndin fagra, og augun svo djúp og svo blá; hið innra býr ótryggð og lausung, og illska’ und hýrri brá. Og bros er á blómfögrum vörum, og barmurinn ljúflega rís; en innra býr liatrið og heiptin, og hjartað kalt sem ís. Svo inndælt er málið hið milda, svo mjúklega’ og sætlega’ hún lilær, 1) Benedikt Pálsson (f 1604) var sonur Páls Guðbrandssonar biskups. Kona hans var Sigriður stórráða Magnúsdðttir frá Sjávarborg. Sigríður var allra kvenna fríðust sýnum, en talin blendin mjög, drottnunargjörn og enda fjölkunnug, og margt var henni fundið til ámœlis (sjá J. Bsp. Árb. og Sýslu- mannaæflr I, 536). Reykjavík, föstudagiun 9. janúar 1891. að finnst mjer sem Ijúflega líði svo Ijettur aptan blær. En ijúflegi hláturinn hylur svo hjartgróna lævísi’ og tál, og falseiða, fláttskap og hatur hið fagra, blíða mál. Sem hafgýgur limsk, er sjer leynir í lognöldu sólroðnum straum, hún greiðir sitt glóhár og hverfur í gullinn bylgju-flaum. Svo fögur er engin hið ytra af ísalands blómmeyja fjöld, en engin svo ferleg hið innra, svo alspiilt, dauð og köld. Ef Hundtyrkjann hingað nú bæri, jeg hlypi’ honum fagnandi mót; hann mundi mig fjötra’ og frelsa frá flárri’ og vondri snót. Já, ill var mín æfi með Tyrkjum, — það aldrei úr huga mjer fer, og feginn allt gull mitt og gripi jeg gaf til lausnar mjer. En nú er mín ánauð svo aumleg, — jeg andvarpa’ í hlekkjunum þeim — að feginn til lausnar mjer ljet’ eg mitt líf, — og kveddi heim. Sœm. Eyjölfsson. Hin kirkjulega löggjöf alþingis. Hið síðasta alþingi hefur gefið út tvenn lög, er snerta kirkjuleg málefni vor. Það eru 1. lögin „um innheimtu og meðferð á kirknafje", sem gjöra umráðendum ljens- kirknanna að skyldu að ávaxta kirkju- sjóðina, og 2. „viðaukalögin við lög um stjórn safnaðarmála“, sem liljóða um söng- inn í kirkjunum og skylda söfnuðina til að kosta liann. Það er þó sannast að segja, að þegar litið er á liina kirkjulegu löggjöf yora á síðustu tímum, þá er hún hálfgert kák, scm kastar nýjum miður fullkomnum bótum á hið götótta fat kirkju- laganna siðan um siðabót. Lögin um innheimtu og meðferð á kirknafjenu eru að vísu góð þ'að sem þau Jír. 2. ná, en einhver sjerleg samviskusemi hefur komið þingmönnum til að láta þau eigi ná til bændakirknanna. Það eru því lík- indi til, að þar sem bændakirkjur kunna að vera komnar í hendur safnaðanna að fjárhaldi, þurfi sóknarnefndirnar eigi að setja kirkjusjóðinn á vöxtu með því að leggja hann i hinn almenna kirkjusjóð, og því síður þar sem fjárhaldið er enn í höndum eigendanna getur um þetta verið að tala, sem þann hlut, er fái almenna framkvæmd í verkinu. Þetta getur verið skaðlegt, því að vegna þessa hlýtur sem áður mikið fje, er kirkjur eiga, að liggja rentulaust og stundum tapast, þó víst eig- endunum optastnær tillítilsgagns. Að sumu leyti standa lög þessi í mótsögn við lögin „um umsjón og fjárhald kirkna“ frá 12. maí 1882. Þar segir, að þegar sóknar- nefndin hafi tekið við stjórn kirkjufjárins, skuli yfirskoðunarlaun kirkjureikninga falla niður. Eptir því má elcki sóknarnefndin borga starfa þennan, en í lögunum frá í sumar þar á móti segir, að borga megi 2 kr. af kirkjufje fyrir rannsókn reikn- ingsins. Þetta finnst mjer hvað á móti öðru, hið fyrra er hvergi sagt að sje úr lögum tekið með liinu síðara En úr því jeg fór að tala um lögin frá 1882 „um umsjón og fjárhald kirkna“, þá vil jeg taka það fram, að það er mjög óheppilega takmarkað frelsi safnaðanna, að mega eigi taka að sjer kirkju sina, nema eigandi eða umráðamaður sje því samþykkur; hann ætti að sjer skaðlausum að vera skyldur til að sleppa kirkjunni, þegar söfnuðurinn vill. Yið það að sókn- arnefndin tæki kirkjuna til umráða og legði fje hennar á vöxtu, gæti kirkjusjóð- urinn með tímanum orðið svo mikill, að engin kirkjugjöld þyrft-i framar henni til viðhalds. Það er óeðlilegt að söfnuðirnir, sem gjalda kirkjunum og lialda þeim við fyrir sína eigin peninga, megi ekkert segja viðvíkjandi sinni eigin kirkju, nje sjóði þeim, er hún á afgangs. Söinuleiðis er hitt ákvæðið, sem þessu er gagnstætt, einnig óhafandi, það er, að þegar eigandi eða umráðamaður kirkju vill selja af hendi umsjón hennar og fjárráð, þá getur hann það eigi, nema söfnuðurinn vilji taka við, en söfnuðurinn ætti ávallt að vera skyldur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.