Þjóðólfur - 09.01.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.01.1891, Blaðsíða 2
4 til að taka að sjer kirkju sína, auðvitað eptir sanngjörnu mati óvilhallra manna, svo að báðir væri skaðlausir. Það er hart fyrir eiganda eða umráðamann, að þurfa að hera einn aila ábyrgð á kirkjunni sjer nauðugt í þaríir allra sóknarmanna. Jeg veit um kirkjuumráðendur og eigendur, sem fegnir vilja koma af sjer kirkjunni á söín- uðinn, og vilja talsvert til vinna, af því að þeir kenna sig eigi menn til að stjórna eigum þeirra svo að vel sje. En þetta straudar á mótþróa safnaðanna, svo allt situr í sama farinu. Þetta allt saman þarf bráðrar lagfæringar. (Framh.). Þorn. ísafold og blaöiö Reykvíkingur. Mánudaginn 5. þ. m. kom út hjer í bæn- um 1. númer af blaði, sem nefnist Beylc- mkingur, með ábyrgðarmanni Jóni Er- lendssyni dómkirkjuhringjara. Tveim dög- um síðar lýsir ritstjóri ísafoldar yfir því í blaði sínu, að nafn JónsErlendssonar sem á- byrgðarmanns á líeylcvílcingi sje „stolið“, lætur íylgja vottorð frá Jóni sama efnis og úthúðar eigi að eins þeim, sem kostað hefur útgáfu blaðs þessa, heldur einnig Fjelags- prentsmiðjunni, sem hefur prentað það! Sem meðeigandi prentsmiðju þessarar skulum vjer geta þess, að kostnaðarmað- ur Reylcvíhmgs, sem samdi um prentun- ina, afhenti prentsmiðjunni skýlausa skuld- bindingu frá Jóni Erlendssyni um, að hann tæki að sjer alla ábyrgð á blaðinu, undir- skrifaða af 2 vottum; þessi ábyrgðar-yfir- lýsing er svohljóðandi: Jeg undirskrifaður Jón Erlendsson hringjari í Reykjavík tek hjer moð að mjer að ábyrgjast gagn- vart prentfrelsislögunum blaðið Reykvíking, sem út kemur í dag og framvegis og stendur mitt nafn á því sem ábyrgðarmanns. Reykjavík ð. jau. 1891. Jón Erlendsson bringari (handsalað) Vottar: Þ. Jóelsson Quðmundur Qíslason. * * * Að þetta sje rjett ritað eptir mjer sýndu frum- riti af ofanskráðu skjali, það vottast hjermeð notarialiter eptir nákvæman samanburð. — Notarius publicus í Reykjavík, 8. jan. 1891. Hcdldór Daníelsson. Með því að kostnaðarmaður Reyhvíkings er ekki þekktur að nokkurri óráðvendni, var engin ástæða til að efast um, að Jón Erlendsson liefði gefið ábyrgðaryfirlýsingu þessa, og er enda enn ekki ástæða til þess 6 þrátt fyrir vottorð lians í ísafold, sem hanu auðvitað liefur verið fenginn til að gefa eptir að blaðið kom út; hann hefur síðan blaðið kom út ekki einu sinni minnst með einu orði á þetta við eigendur prent- smiðjunnar, sem hefði þó legið næst, ef yfirlýsing lians hefði verið fölsuð. Prentsmiðjan er að öllu leyti vitalaus, þótt hún vefengdi ekki yfirlýsingu Jóns Erlendssonar, enda er það ekki reiðiefni ísafoldar, heldur liitt, að prentsmiðjan skjddi taka biaðið til prentunar. Ritstjór- inn fer um það mörgum orðum. Það lít- ur svo út, sem hann vilji láta prentsmiðj- ur viðhafa ritshoðun, og neita að prenta annað en það, sem stjórnendur þeirra eru samþykkir. Ritskoðun var algeng áður í ílestum löndum; sjerstakir embættismenn stjórnarinnar voru settir til að skoða allt, sem prenta átti; strykuðu þeir út og jafn- vel bönnuðu að prenta það, sem þeim lík- aði ekki. Þetta var eitthvert hið mesta og skaðlegasta ófrelsi. Nú er slíkt af- numið í öllum löndurn Evrópu, nema Rúss- landi, og í stjórnarskrá vorri er svo að orði komist: „Ritskoðun og aðrar tálm- anir fyrir prentfrelsið má aldrei innleiða". Menn skyldu því ætla, að enginn gæti verið þekktur fyrir að láta það sjást, að hann vildi vekja upp jafnúreltar og skað- legar ófrelsisskoðanir, eins og ritskoðunin er, þótt í nýrri mynd sje. Ritskoðun, sem prentsmiðjur viðhefðu, gæti orðið ströng höpt á prentfrelsinu ekki síður en ritskoð- unin í fyrri daga. Það er ekki prentsmiðjunnar verk, sem prentsmiðju, að athuga eða skipta sjer af efni þess, sem preutað er. Ef hún gerir það, er hún komin út í ritskoðun. En þess verður hún að gæta, að þeir, sem beiðast prentunar á einhverju, sjái um á- byrgðiua, nema hún vilji sjálf taka liana að sjer. Prentsmiðjunni er óviðkom- andi, hvort það, sem hún prentar, er eptir þann, sem gefur sig fram, sem ábyrgð- armaður eða ekki, og getur enda opt verið ómögulegt fyrir hana að vita það. TJmmæli ísafoldar um, „að kaupa þjófa ogbófa eða að fleka fábjána eðaumkomu- lausa aumingja og fáráðlinga til að taka að sjer ábyrgð á æruleysis-árásum“ og önnur ummæli blaðsins um kostnaðarmann Reyk- víkings, skulum vjer láta eiga sig; þau snerta ekki oss eða prentsmiðju tora og hún eða eigendur hennar hafa aldrei tekið þátt í neinu slíku. En væri svo, sem ísafold segir, að ábyrgðarmaður Reykvík- ings liafi verið flekaður til að taka að sjer ábyrgðina, þá væri því engin bót mælandi, en ábyrgðin fyrir það hlyti þá að lenda á þeim, sem það liefði gjört; það getur ekki verið hlutverk prentsmiðjunnar að rann- saka það. Án þess að fara frekara út í þetta mál að sinni, finnst oss vel eiga við að end- ingu að taka hjer upp dálitla grein um Málfrelsl og prentfrelsi. Grein þessi er eptir sænskan prest, Per Nymannsson, sem er að minnsta kosti eins mikill siðfræðingur og ritstjóri ísa- foldar og þeir af bæjarmönnum, sem ætla að ganga af göflunum þessa dagana út af blaðinu Reyhvíkingi. Ekki muudi prestur þessi haf'a álasað prentsmiðjunni fyrir að prenta Reyhvíking. Gfrein hans hljóðar svo: Hvað er fyrsta skilyrði fyrir hamingju hverrar þjóðar? Er það hár tollur? Nei. Algjörlega frjáls verslun ? Nei. Að hætta við allan herbúnað? Nei. Bann á móti öllum áfengum drykkjum? Nei. Al- mennur atkvæðisrjettur? Nei. Allt þetta getur eins vel og ýmislegt anuað, hvert á sinn hátt, aukið hamiugju sjerhverrar þjóðar, þegar svo og svo stendur á, en ekkert af þessu nje þetta allt til samans er helsta skilyrðið. Hið fyrsta, helsta og göfugasta skilyrði fyrir hamingju hverrar þjóðar er hið frjálsa orð í ræðu og riti, fullkomið málfrelsi. Gef Rússlaudi fullkomið málfrelsi, og það mun taka stakkaskiptum af sjálfu sjer byltingalaust. En tak frá Ameríku funda- frelsi, málfrelsi og prentfrelsi hennar, og hún mun þá eigi eptir á vera Ameríka, nema að nafninu. Það er málfrelsið, sem hefur gjört þjóð Ameríku að hinni vold- ugustu þjóð í heimi. Hið frjálsa orð er hið sama og liinn frjálsi sanuleikur og prentfrelsi er frelsi sannleikans. Og sannleikurinn sigrar á- vallt og frelsar frá lygi, ófrelsi og kúgun. En með fullkomnu prentfrelsi fylgir einnig fullt frelsi til þess að útbreiða lygi og vantrú og guðsafneitun, segja menn. Jú, rjett; því að án frelsis til þess mundi prentfrelsið eigi vera fullkomið. En svo hljóðar það enn fremur: Það frelsi hlýtur þó að vera mjög hættulegt fyrir hverja þjóð, því að vantrú og guðs- afneituu grefur ræturuar undan velferð hverrar þjóðar og býr lienni glötun. Vesliugsmaðurinn, sem hefur svoua litla trú á sannleikanum! Láttu guðsafneitara koma fram og bera vitni svo vel sem hann getur, um trú sína, og láttu kristinn mann í nafni drottins síns koma fram og bera vitni svo kröptuglega

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.