Þjóðólfur - 03.04.1891, Blaðsíða 1
Kemur út 4 föstudög-
um — Verf) árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bundin
viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLIII. árg.
Skipun efri deildar alþingis.
Eptir Halldór Briem.
Eitthvað hið athugaverðasta við stjórnar-
skrárfrumvarp efri deildar frá síðasta þingi
má vafalaust telja ákvæðið um hina œ/t-
löngu setu þingmanna í efri deild, enda hafa
víða um land komið fram raddir um það,
að sú tilhögun muni næsta ísjárverð, auk
þess sem ísafold liefur talsvert rætt það
mál. í neðri deildinni var á síðasta þingi
samþykkt, áður en til efri deildar kom,
að þingmenn efri deildar skyldu eiga sæti
í deildinni til sjötíu ára aldurs, en þessu
var breytt í efri deild á þá leið, sem áður
er sagt, nefnilega að þeir skyldu sitja æfi-
langt á þingi. Hvað kosningaraðferðina
snertir, var jafnframt ákveðið í efri deild,
að amtsráðin skyldu kjósa tvo þriðju þing-
manna deildarinnar, en konungur eða jarl
einn þriðjung.
Hvað þetta siðara atriði snertir, má
telja ákvæði efri deildar mjög heppilegt.
Báðar deildirnar lúta þjóðinni, báðar eiga
að standa þjóðinni reikningsskap ráðs-
mennsku sinnar; eðlilegast er því, að þær
standi í sem beinustu sambandi við þjóðina,
en sjeu á hinn bóginn sem óháðastar hvor
annari, nema að því leyti sem þær vinna
sameiginlegt verk fyrir sameiginlegan hús-
bónda, það er að segja, þjóðina. Þessu
síðara atriði verður best fullnægt með því,
að hvor deildin fyrir sig hafi sem minnst
áhrif' á kosningu hinnar, og þess vegna
mun varla alls kostar heppilegt, að önnur
deildin kjósi i hina, eins og nú á sjer
stað. Eins og þegar er tekið fram, er
þjóðin sameiginlegur húsbóndi beggja deild-
anna, báðar eiga eingöngu að hafa fyrir
augum gagn, velferð og viðgang þjóðar-
innar. Ekkert getur því verið eðlilegra,
en að þjóðin sjálf ráði kosningu til beggja,
sumpart beinlínis eins og til neðri deildar,
en sumpart með millilið, og þá þeim æðsta
eða veglegasta millilið, er hún sjálf mynd-
ar með eigin kosningu. Slíkur milliliður
eru nú einmitt amtsráðin orðin, þar eð sú
skipun er komin á, að amtsráðin verða
fjögur alls og í þeim sitja jafnmargir
fulltrúar og sýslufjelögin eru og sinn úr
hverju.
Vjer sjáum því ekki betur en að greind
Reykjavík, föstudaginn 3. apríl 1891.
tilhögun sje einhver hin heppilegasta við
kosningar til efri deildar.
Þar á móti er öðru máli að gegna um
hið annað atriði, nefnilega um ákvæðið
um hina æfilöngu þingsetu. Þótt báðar
deildir þingsins hafi á hendi löggjöf eða
lagasamningu, þá er þó ætlunarverk beggia
ekki alveg hið sama. Ætlunarverk neðri
deildar er sjerstaklega að hefja máls á
nýmælum, bera fram uppástungur tii nýrra
laga, eptir því sem hættir manna og at-
vinnuvegir breytast, og nýjar þarfir krefja
o. s. frv., en hins vegar má það sjerstak-
lega teljast ætlunarverk efri deildar, að
íhuga sem vandlegast, laga og bæta hvert
það nýmæli í lagasetning, sem upp kynni
að koma, en væri, ef til vill, fljótfærnis-
lega hugsað, enda ætti það ekki hvað síst
að vera ætlunarverk efri deildar, að hafa
vakanda auga á, að hvert það lagaboð, er
frá þinginu færi, væri þannig úr garði
búið, að velviljuð, skynsöm og frjálslynd
landsstjórn gæti samþykkt það orðalaust.
Eins og það er eðli neðri deildar að vera
fjörug og framgjörn, eins er eðli efri deildar
að vera ráðsett og gætin og þá um leið íhald-
söm, en þó svo, að hún gangi ekki lengra í
því efni en góðu hófi gegnir. Skipun henn-
ar verður því að haga á þann hátt, að
hæfilegu íhaldi sje sem best borgið, en
ekki gengið frekar. Tilgangurinn með því
að ákveða, að limir hennar skuli sitja
æfilangt, er vitanlega sá, að gjöra þá sem
óháðasta í starfi sínu, og það verði þeir
sjerílagi, ef þeir þurfi ekki að vera að
hugsa um að ná endurkosning, ef kosið
væri að eins fyrir vissan árafjölda. En
bæði er það, að ætla má, að amtsráðin
verði í flestum tilfellum svo ráðsett og
hyggin, að þau kjósi bestu menn, sem völ
er á, og það er aðalatriðið, enn fremur er
hætt við, að þegar þingmaðurinn fer að
verða hniginn á efra aldur, fari hann að
eiga erfitt með að fylgjast með, verði sem
kallað er á eptir tímanum, og kunni þar
af leiðandi þrátt fyrir besta vilja að verða
til tafar og hindrunar nauðsynlegum mál-
um, er þarfir tímans kalla eindregið eptir.
Auk þess má jaínan gjöra ráð fyrir, að
kosning geti tekist óheppilega i fyrstu, og
þarf þá ekki að leiða rök að, hve hollt
eða heilladrjúgt það væri, að verða að
Nr. 16.
sitja með hlutaðeiganda, ef til vill svo
tugum ára skipti. Að síðustu má geta
þess, að meðan þingmaður, sem setu hef-
ur æfilangt, situr á þingi, getur ný kyn-
slóð verið komin upp með nýjum háttum
í atvinnubrögðum og öðrum verknaði og
með nýjum hugsunarhætti, sem þingmaður-
inn, ef til vill, fyrir elli sakir alls ekki
getur skilið, og þá er þessi nýja kynslóð
— þegar ef til vill allt er orðið breytt,
svo nýjum vopnum þarf að beita, nýja að-
ferð að hafa í svo mörgum greinum —
skyldug að hafa fyrir umráðanda í lög-
gjafarmálum sínum þingmann, sem ekki
hún sjálf, heldur fyrverandi kynslóð hefur
kosið, og sem þá ef til vill er orðinn aptur
úr öllu, hversu snjall sem hann kann að
hafa verið, þegar hann var í broddi lífs-
ins og með fullu fjöri. Meir að segja, þó
vjer gjörum ráð fyrir því, sem þó sjaldan
mun að bera, að þingmaðurinn verði sí og
æ ungur í anda, meðan hann stendur uppi,
þá er samt næsta óeðlilegt, að ein lcyn-
slóð kjósi fulltrúa annarar (hinnar næstu),
en það er einmitt það, sem ofangreint á-
kvæði gjörir að verkum. Þegar þess enn
fremur er gætt, að meiri hluti hvorrar
deildarinnar getur fellt hvert það frum-
varp, sem borið er upp á þingi, þá má af
þessu ráða, hve skaðlegt það getur orðið,
að þingmenn sitji æfilangt í hvorri deild-
inni sem væri.
«
Þá er næst að íhuga, hve lengi hagan-
legast væri að þingmenn efri deildar sætu
á þingi, það er að segja fyrir hve langan
tíma (hve mörg þing) þeir skuli kosnir í
hvert skipti. Þar eð efri deild á eptir
eðli sínu að vera fremur íhaldsöm en breyt-
ingagjörn, þá sjáum vjer ekki betur en
rjett sje, að þingmenn hennar sjeu kosnir
til lengri tima en þingmenn neðri deildar.
Nú er svo til hagað, að í efri deild sitja
helmingi færri en í neðri deild. Látum
þá svo vera, að þetta hlutfall sje tekið til
greina og það á þá leið, að efri deild sitji
helmingi lengur að völdum en neðri deild.
Nú er ráð fyrir gjört, að þingmenn neðri
deildar verði kosnir til 6 ára, eins og nú
er; eptir því ættu þá þingmenn efri deild-
ar að vera kosnir til 12 ára. Vjer vild-
um þá jafnframt leggja það til, að helm-
ingurinn gengi úr deildinni á hverjum 6