Þjóðólfur - 03.04.1891, Blaðsíða 3
63
verður að scœja þess konar reglur en framkvæma
þær, en þ6 er mál þetta svo mikilsvarðandi, að
ekki verður leitt hjá sjer að reyna það, sem mögu-
legt er, til þess að koma í veg fyrir hina voðalegu
sullaveiki bæði á mönuum og skepnum11.
Skagaílrði 2, mars: Tíðarfarið hefur verið eink-
ar gott í vetur. Sífeldar hlákur, að vísu opt rosa-
fengnar. Vötn og ár hafa leyst, svo að Skagfirð-
ingar, sem eru á vetrum vanir, að láta fáka sína
fljfiga fram og aptur eptir ísunum í lágsveitinni,
hafa nfi upp á síðkastið orðið að sætta sig við sum-
arvegina, og eru þeir þó opt ógreiðfærir. Eigi að
síður saf'naðist múgur og margmenni saman á Sauð-
árkrók næstliðna viku. Enda var þar þá haldinn
sýslufundur, er stóð yfir i 5 daga, og leiknir sjóu-
leikir 6 kvöld i röð. Um framkvæmdir sýslufund-
arins leiði jeg hjá mjer að tala frekar. En um
sjónleikina vildi jeg fara nokkrum orðura. Leik-
ið var: „Æfintýri á gönguför11 eptir Hostrup ; hafði
séra Eggert Ó. Briem á Gili þýtt það allt nema
kvæðin, er til voru prentuð í þýðingu eptir Jónas
prest Jónasson. Enn frernur var leikið á víxlmeð
„Æfintýriágönguför“ „Abekatten11 eptir frú Hejberg
og „Et Uhyre“, hvortveggja á dönsku. Dómar manna
um leiki þessa fjellu allir í þá átt, aö þeir færu
að öllu prýðisvel fram. Dönsku stykkin ljek „fam-
ilía“ kaupmanns L. Popps og Krisján Blöndal
Öllum þótti skemmtun góð á leiki þessa að horfa.
En hitt er þó meira um vert, að i leikjunum var
hið gagnlega samfara hinu skemmtilega, þvi að
peningar þeir (hjerumbil 250 kr.), er innkomufyr-
ir sjónleikina tileinkuðust hinni væntanlegu kirkju
á Sauðárkrók. Leikendurnir eiga allar þakkir skyl-
ið fyrir það, hve þeir hafa varið miklum tíma og
kröptum til sjónleikja þessara, og lagt þannig drjúg-
an skerf til hins ákaflega þarfa fyrirtækis, kirkju-
byggingar á Sauðárkrók. Annars er vert að geta
þess, að hvorirtveggja Pagraness- og Sjávarborg-
arsöfnuðir í heild sinni sýna hina vírðingarverð-
ustu eindrægni og áhuga í kirkjusameiningarmáli
sínu, sem hefur átt hinni megnustu mótspyrnu að
mæta bjá eigendnm Sjávarborgar. Að öllu sjálf-
ráðu mun saga sameiuingarmáls Pagraness- og Sjáv-
arborgarsafnaða verða birt almenningi um sama
leyti, sem þvi máli verður lokið; en allir kunnugir
og óvilhallir menn óska og vona, að þess verði sem
skemmst að bíða, að ein kirkja verði byggðáSauð-
árkrók i stað Pagraness- og Sjávarborgarkirkna.
Mörgum finnst sem ýms lög, er kirkjumálefni
snerta, sjeu svo teiganleg og óglögg, að full þörf
væri, að þingið tæki þau til meðferðar og endur-
bótar. P.
Norðuiiuúlasýslu 1. mars.’ „Hjeðan er að
frjetta ágæta vetrartíð fram til þessa. Mun þessi
vetur einstakur jafnvel um fleiri tugi ára, sökum
þess, hve raildur hann hefur verið, frostalitill og
snjólaus. Jörð alauð upp í fjallabrúnir. Komu að
vísu nokkrir frostdagar um þorrakomu (12—14° R.)
toest, og svo aptur um miðþorra snjóaði einn dag,
þó litið, og næsta dag snarpt frost 11. febr., síðan
brá aptur til suðvestanáttar og blíðu, sem hefur
haldist síðan. í dag er þó norðanátt og frost.
Efri hluti Lagarfljóts skændi með þunnum ís 12.
febr. en rauf brátt ísinn aptur eptir tvo daga.
Heilsufar hefur ekki verið gott í vetur hjer aust-
anlands fremur en annarstaðar á landinu. Veikinda-
samt lengst af; hafa allmargir dáið fullorðnir, og
barnadauöi verið mjög mikill einkum í Pjörðum og
á Úthjeraði af kíghósta og veikindum er honum
fylgja; likl. önnur un.ferð af „Influenza11. Veikindi
þessi munu hafa verið rjenandi siðan um miðvetur,
og vonandi, að þau sjeu að rjúka í burtu. Nýdá-
inn er Sölfi Jónsson bóndi á Vikingsstöðum á Völl-
um, þjóðhaga smiður; mun hann hafa verið hinn
fremsti völundur í þeirri list hjer á Austurlandi.
Má þvi hjeraðið eðlilega sakna hans úr maunfjelag-
inu sem gjörfilegs og heiðvirðs borgara. Mikið er
talað um þá fyrirætlun Otto Wathnes kaupm. og
sjóhetjunnar norsku, að reyna til að sigla upp í
Lagarfijótsós í vor; yrði þá stofnuð verslun þar
nærri; væri mikið hagræði að því fyrir Hjeraðið,
ef fyrirtæki þetta heppnaðist11.
Heybirgðir munu víða vera allmiklar, og lítur
út fyrir að fyrningar verði miklar, ef vortíðin
verður eigi hörð. Lítið verið gefið fullorðnu fje
Kvillasamt hefir sauðfje verið í vetur. Hinn illi
vogestur bráðafárið stungið sjer víða niður og ban-
að talsv. mörgu fje hjer i sveit. Á einum bæ,
Vnlþjófsstað, þar sem það hefur verið skæðast
hefur það drepið um 80 fjár. Þess væri óskandi, að
innan skammsyrði fundið öruggt varnarmeðal gegn
þessari skaðlegu sýki.
Norðurmúlasýslu 19. febr.: „Uppsveitamenn,
einkura Pljötsdælingar, hafa í hyggju að kaupa
gufubát á Lagarfljót, til þess að flytja vörur á
upp og niður Fljótið og spara þannig hesta. Búið
að lofa 2000 kr. til þess úr Fljótsdal og 700 kr.
úr Fellum. Lengra er þetta ekki komið, en von-
andi er, að fleiri ljái hjálparhönd og komi fyrir-
tækinu fram“.
móli góöur afli víðast. í Þykkvabænum
var mokafli í vikunni fyrir páskana. Á
Stokkseyri og Eyrarbakka komnir 200 til
300 hlutir, mest ýsa; í Þorlákshöfn yfir
500 hæst og í Herdísarvík og Selvogi liæst
600, sömuleiðis mest ýsa.
Skipskaði. Miðvikudaginn næstan f'yrir
skírdag fórst skip frá Stokkseyri á heim-
leið úr fiskiróðri; hafði lent í brimgarðin-
um þar fyrir utan, og drukknuðu allir
mennirnir, 9 að tölu, formaður Sigurður
Grrímsson, bóndi á Bergi, sem lætur eptir
sig konu og börn, og 2 vinnumenn hans,
enn fremur Sveinbjörn Filippusson, bóndi
á Stekkum í Sandvíkurhreppi. Hinir voru
allir einhleypir menn, vinnumenn eða lausa-
menn, úr Árnessýslu, uema 1 austan af
Landi í Rangárvallasýslu.
Dáin á föstudaginn langa Ingibjörg
Sæmundsdóttir á Barkarstöðum í Fljóts-
hlíð, á áttræðisaldri, kona Sigurðar ísleifs-
sonar á Barkarstöðum, systir próf. Tómasar
Sæmundssonar, mesta merkiskona, engu
síður i sinni röð en sjera Tómas var í
sinni að atgervi og mannkostum.
Þingmennska lögð niður. Ánnar þing-
maður Rangvellinga, Þorvaldur Bjarnar-
son, hefur nýlega lagt niður þingmennsku;
í júní á að kjósa þingmann i lians stað
til þessa eina þings, sem eptir er af kjör-
tímanum.
Rangvellingar ættu nú að kjósa á þing
kand. Sigurð Briem, sem nú er settur
sýslumaður Árnesinga, ef liann skyldi gefa
kost. á sjer, sem oss þykir líklegt, eink-
um ef hann fengi áskorun um það. Það
er hin mesta nauðsyn að fá á þing hag-
fræðing og stjórnfræðing, eins og Sigurður
Briem er, auk þess sem hann er einnig
að öðru Leyti mikill hæfilegleikamaður og
drengur góður. Það er óhætt að segja,
að eigi mundu Rangvellingar eiga kost á
álitlegra þingmannsefni en liann er.
Norskt gufuskip, Anna, frá Bergen,
kom á páskadaginn í Borgarnes með vör-
ur til Langes verslunar; fer þaðan aptur
beina leið til Khafnar.
Brauð veitt: 22. f. m. Húsavík sjera
Jóni Árasyni á Þóroddstað eptir kosningu
safnaðarins.
Áflahrögð. Hjer gefur nú varla nokk-
urn tíma á sjó og aflalaust, þá sjaldan er
gefur.
í veiðistöðunum austanfjalls aptur á
Á Reykjavíkur Apóteki fæst:
Slierry fl. 1,50
Portvín hvítt fl. 2,00
do. rautt fl. 1,65
Rauðvín fl. 1,25
Malaga fl. 2,00
Madeira fl. 2,00
Cognac fl. 1,25. Rinarvín 2,00. Vindl-
ar: Brazil. Flower 100 st. 7,40. Douna
Maria 6,50. Havanna Uitschot 7,50. Nord-
enskiöld 5,50. Reaommé 4,00.
Hollenskt reyktóbak, ýmsar sortir, í st.
frá 0,12—2,25. 104
Öll þessi vin eru
aðflutt beina ieið
t'rá hiuu nafn-
fræga verslunar-
fjelagi Gompania
Holandesak Spáni
Maður, sem vanur er g-rjótvinnu og- trje-
smíðí svo, að liann treystist að byggja steinbæ
eða lítið hús, með öðrum óæfðari, getur fengið at-
vinnu í vor og sumar, Snúi sjer til ritstj. Þjóð-
ólfs fyrir 20. þ. m. 105
Kista og skilpur með kvennfatnaði og fl., sem
sent var frá Reykjavík til Sauðárkróks með siðustu
ferð Tliyru haustið 1888, hefur hvergi komið fram.
Kistan og skápurinn var merkt Petrea G. Gisla-
dóttir, Dœli pr. Sauðárkrók. Hver sem kynui að
geta gefið upplýsingar um sendigóss þetta, er beð-
inn að láta ofannefnda Petreu G. Gísladóttur sem
nú er á Litlu Ásgeirsá í Húnavatussýslu vita
það. ^106
58. númer
af síðastliðnum árgangi Þjóðólfs verður keypt á af-
greiðslustofu blaðsins. Hafi einhverjuin verið of-
sent þetta númer, eru þeir vinsamlega beðnir að
endursenda það til ritstjórans. 107