Þjóðólfur - 03.04.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.04.1891, Blaðsíða 2
62 árum, 2 jarlkjörnir og 4 amtsráðskjörnir, og væru þá kosnir 6 nýir í staðinn, nfl. 2 af jarli og 1 af lxverju hinna fjögra amtsráða, en sömu mætti nátturlega end- urkjósa. Með því að haga kosningunum þannig, að 6 nýir komi í deildina á 6 ára fresti, mundi deildinni bætast nýtt lífsfjör og nýir kraptar jafnframt því, sem hinir 6, er fyrir eru, veita henni festu, afl og samkvæmni við sjálfa sig. Slík tilhögun mun því miklum mun heppilegri, en að allir væru kosnir á 12 ára fresti. Hvað sem öðru líður, verðum vjer að hafa hugfast, að efri deild verði skipuð þannig, að hún hafi sem mest fjör — eða að minnsta kosti fullt fjör — til starfanna samfara festu og hæfilegu íhaldi, hvernig sem mönnum að öðru leyti kunna að líka tillögur vorar. Minnismark yfir Jón sál. Sigurðsson frá Gautlöndum. Vjer verðum að að afsaka það, að vjer höfum ekki fyrri en nú auglýst samskot þau, er til vor eru komin, til minnisvarða yfir Jón sál. frá Gautlöndum. Orsökin er sú, að skömmu síðar en vjer hreyfðum þessu málefni urðum vjer þess varir, að allmargir voru á þeirri skoðun, að minnis- varðann skyldi reisa í Reykjavík eður við alþingishúsið, en eigi á leiði hins látna. Mundu þá samskotin verða bæði meiri og almennari. Aptur vildu aðrir hjálpa til að koma upp minnisvarða hjer. Vjer höfðum í upphafi eigi hugsað svo hátt, að almenn samskot yrðu að því, að koma upp því minnismarki í Reykjavík, sem sæmilegt væri, því til þess myndi þurfa allmikið fje. Vildum og eigi þá þegar, upp á okkar eindæmij ráða því, þótt vjer teljum það æskilegt og loflegt, ef svo rnargir vildu leggja hendur að því, að það yrði hinum látna og þjóðinni til sóma. Þess vegna rjeðum vjer það af að bíða við og sjá, hvað safnaðist og hvaða bendingar kynnu um leið að koma fram um það, hvar menn óskuðu að minnis- varðinn skyldi standa. Plestir, er sam- skot hafa sent, hafa eigi talað neitt um það; nokkrir hafa tekið fram að þeir gæfu til minningarmarks á leiðið, að eins einn hefur sett það skilyrði, að bautasteinn yrði reistur í Reykjavík. Eins og sjá má af auglýsingu síðar í þessu blaði yfir samskot þau, er til vor eru komin í þessu skini (utan Suður-Þing- ♦ eyjarsýslu), þá er auðsætt, að þau eru engan veginn' svo almenn, sem vænta mætti, og verðum vjer að ætla, að það komi mest af því, að menn hafi eigi vilj- að gefa sig fram, fyrri en þeir fengi vissu fyrir því, að minnismarkið yrði í Reykja- vík. Enda er það eðlilegt, að þeir sem voru samþingismenn Jóns sál. og margir þeir, sem honum voru kunnugir í hinum fjarlægari hjeruðum, vilji helst heiðra minn- ingu hans á þann hátt. Aptur kunna menn hjer eigi við í þessu kjördæmi, sem hann starfaði mest fyrir og ól i allan aldur sinn, að láta leiði hans hverfa þegar og gleymast. Fyrir því hefur oss í samráði við ýmsa aðra komið til hugar, að reyna að gera hvorumtveggja til geðs þannig, að Suður- Þingeyingar og þeir einir, sem sjerstak- lega hafa tekið það fram, leggi til þess að koma upp minnisvarða hjer, sem vjer ætl- um á að muni kosta 4—500 kr. og sem þegar er búið að vinna nokkuð að. En hitt annað, sem komið er af samskotum og það, sem framvegis er væntanlegt utan Suður-Þingeyjarsýslu, gangi til þess að koma upp minningarmarki í Reykjavík á þann hátt, sem menn síðar álíta sem veg- legast og best viðeigandi. En fáist nú samt eigi svo almenn samvinna eða fjár- framlög, að því verði viðkomið, þá hefur oss þó hugkvæmst að leggja það, sem safn- ast kann, í sjerstakan sjóð, sem, þótt smár yrði, geti haldið minningu hins látna á lopti. Felum vjer svo málefni þetta enn á ný þjóðinni, um leið og vjer getum þess, að vjer munum framvegis veita samskot- um viðtöku og koma þeiin á vöxtu fyrst um sinn. (Sömuleiðis má senda þau til ritstjóra Þorleifs Jónssonar í Reykjavík, er mun auglýsa þau). Árni Jónsson. Haraldur Sigurjónsson. Steinþór Björnsson. Strandasýslu 11. mars: „Vetrartíðin fram að G6u var hin besta, 1>6 lengst af væri óstöðugt og umhleypingasamt. Sífeldar þíður og jörð alauð optastnær. Síðan Góa kom hefur aptur verið vetrarhragur á veðráttu, og nú allt að hálfsmán- aðar tíma hafa gengið norðangarðar hver ofan í annan, svo varla hefur rofað upp nema dagsstund i einu. Frost 10—13° K. Sem stendur er útlitið harðindalegt og, því miður, líkt því, að hafís sje nærri; þokur og hrímfall með fannkomunni, sem er mikil. Þó hart verði það sem eptir er vetrar, er vonandi, að öllu sje borgið, hvað skepnuhöldin snert- ir. Hey eru allstaðar mikil, þó sumt, einkum ný hey, hafi reynst með lakara móti sakir slæmrar verkunar. Hagar munu alstaðar vera enn, og er það nýlunda hjer, að hross ganga enn á fjalli vestanmegin Hrútafjarðar og munu vel haldin. Fyrri hluta vetrar var hjer í Strandasýslu og 3 vestustu hreppum Húnavatnssýslu safnað samlags- loforðum til kaupfjelags. Var haldinn fundur i Skálholtsvík 20. des. f, á., og varð það ofan á að leggja loforð þessi, er námu allt að 40,000 kr., i verslunarfjelag Dalamanna. Hefur það því helm- ingi meira um sig á komanda sumri, en i sumar er leið, og sendir vörur upp á 2 staði við Breiða- fjörð og 3 eða jafnvel 4 við Húnaflóa vestanverðan. Innlend vara að sumrinu, ull, dúnn o. fi. verður afhent á öllum komustöðum kanpskipanna, en fje að haustinu fiutt út úr Hrútafirði, enda liggur það best við fyrir allan þorra fjelagsmanna. Annar kaupmaðuriun á Borðeyri gaf sig þegar fram og bauð að útvega fjelagi, er myndast kynni hjer um pláss, annan viðskiptamann erlendis, en þann er Dalafjelag skiptir við, en því boði var að litlu sinnt; munu margir hafa litið svo á sem boð þetta væri gjört, til að tvískipta kröptum manna, og mundi þvi verða tíl að eyða fyrirtækiuu öllu, ef til vildi. Hvernig i þessu liggur, er óljóst, því engin skilriki voru framlögð. Að eins einn hrepp- ur úr Húnavatnssýslu og fáir menn úr nokkrum hreppum öðrum mynduðu þó „fjelag“ á fundi á Borðeyri 3. jan., til þess að reyna að útvega þess- um nýju viðskiptamönnum loforð um verslun, fjár- verslun að hausti, en um framkvæmdir þeirra, sem að þessu fjelagi standa, hefur ekki heyrst enn. Framkvæmdarstjóri þess er Y. Bryde kaupmaður. Krankfellt hefur verið lengst af í vetur af kíg- liósta og kvefi og eru þau veikindi ekki um garð gengin. — Aflabrögð svo sem engin. Hákarlsafli mjög litill sumstaðar, en sumstaðar enginn, enda hafa ekki verið gæftir. — Skepnuhöld góð. Dó munu lömb viðast í lakara standi en í fyrra. — Yörubirgðir góðar á Borðeyri, en á B.eykjarfirði litlar eða engar. — Af tilraunum til framfaraefl- ingar má geta þess, að í janúarmán. var stofnaður sparisjóður í miðsýslunni, Kollafirði og Tungusveit, og er það mjög lofsvert fyrirtæki". Húnavatnssýslu 5. mars: „Hjer hefur verið hin besta tíð í vetur og frostalaust mjög, en nokkuð skakviðrasamt. Bn siðan viku af Góu hefur brugð- ið til norðanáttar og meiri frosta og hriða, samt hefur ekki frostið stigið yfir 12° B. Fjöldi hrossa ganga enn þá alveg úti, og nærfellt öll í útigangs- sveitum. Þau eru, þó jörð liafi aldrei brostið, far- in að missa hold sökum skakviðra og rigninga. Sýslunefndarfundur okkar var haldinn 3.—5. febr. Mörg mál komu þar fyrir ýmislegs eðlis, eins og vant er, þar á meðal með þeim helstu Hólaskóla- málið. Sýslunefndiuni fannst þörf á breytingu þeirri á Beglugjörð skólans, að framvegis yrði aðskilin bústjórnin frá bóklegri kennslu, svo að aðalkennari eða skólastjóri hefði engin eða litil af- skipti af bústjórninni, heldur sjerstakur bústjóri, sem um leið kenndi alit hið verklega. Þetta mál var einnig borið undir sýslunefnd Skagfirðinga (fundur þeirra var 24.-28. s. m.). —• Ef byggt verður skólahús á næsta sumri, þá má búast við talsverðri fjölgun nemenda; því síður er að vænta, að einn og saini maður geti sinnt öllu, og hljóta að aukast kennslukraptar. — Sýslunefnd vorri þótti þörf á, að nota sjer leyfi eða heimild þá, sem hunda- lögin 22. maí 1890 gefa í 6. gr., að semja reglur um lækning á hundum af bandormum m. ii., og kaus í þvi skini nefnd úr sinum ilokki í samráði við hjeraðslækuinn. Það er sjálfsagt, að hægra *

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.