Þjóðólfur - 25.04.1891, Síða 1
Kemur út á föstudöí;*
um — Verö árg. (60 arku)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg, bundin
viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
# október.
XLIII. árg.
Ileykjayík, laugardaginn 25. apríl 1891.
Nr. 19.
Húsabótamál.
Sumurin 1881—83 var jeg í þjónustu
„búnaðarfjelags suðuramfiins“ við jarð-,
}Trkjustörf um Borgarfjarðarsýslu. Meðal
annara freistandi spurninga (— meiningin
er of sjaldan sú að taka svörin til greina—)
var jeg opt spurður um, hvernig ætti að
gjöra við hinum eyðileggjandi lekum á
bæjarhúsum. Varð mjer það þá að svör-
um, að ráðið til þess mundi væra, „að
hafa þökin vatnsheld“. — Jú, það var nú
dágóð kenning! — „Það er nú einmitt
meinið hjer, að torfristan (veltan) er svo
ill“. „Þá verður að útvega annað efni,
t. d. járnþynnu“. „Ætli það yrði ekki
kalt?!“ Ekki ef það væri haft utan yíir
þekjunni eða öðru álíka þykku troði“.
„Skyldi nokkur hafa reynt það?“. „Ekki
veit jeg til þess, en jeg þykist viss um,
að það mundi gefast vel“. — Þessu líkar
samræður átti jeg þá opt við bændur.
Um þær mundir ritaði jeg blaðagrein
um bæjabyggingar, eu fór þá eigi lengra
en að benda á laglegra bæjaform og var-
anlegri veggjahleðslu en almennt gjörist;
þótti eigi ráðlegt að taka lengra stökk í
þuð sinn. Hef jeg síðan með athygli fyigt
rás viðburðanna í þessu efni eptir atvik-
um. Einkum þótti mjer vænt um, þcgar
jeg sá, að þessi hugmynd mín var komin
til Iramkvæmda og opinberuð af öðrum.
Sjálfur hafði jeg eigi ástæðu haft til að
framkvæma hana. Og jeg þekkti vel, hve
árangurslítið er að koma upp með það ný-
mæli, sem engin reynsla er fyrir.
Síðan í sumar hefur töluvert verið rit-
að um húsabætur og húsagjörð í ísafold.
Hafa það einkum gjört káupmenn og trje-
smiðir. Liggur því beint við, að það
kunni að verða skoðað sem atvinnu-ginu-
ingar. (Tortryggnin er einn af eðlilegum
þjóðlöstum vorum; er því ætíð fyrst spurt
um höfundinn og þar næst, hvern aukatil-
gang hann muni hafa — fyrir sjálfau sig —
með því, er hann ritar!). En þvi fer nú bet-
ur, að allir eru eigi slíkir nýbreytnis-for-
dæmendur. Þó að höfundarnir komist allir
að likri niðurstöðu, að best sje að hætta
við torf- og moldarbyggingarnar, en taka
upp troðin timburhús, álít jeg ritgjörðirn-
ar aliar þarfar til að vekja athygli á mál-
etninu — þó að fæstir bændur geti t'arið
beint eptir ráðum höfundanna.
Þeir eru nefnilega, að mjer virðist, — þó
ólíku sje saman að jafna — í þessu efni
komnir á líkt stig og mýsnar, þegar þær
ályktuðu að hengja bjölluna á köttinn:
hafa fundið, hvað gjöra þarf, en ekki,
hvernig það verði framkvæmt. JBMtæktin,
vöntun „afls hlutanna, sem gjöra skal“,
er einmitt raáttarþráðurinn í tauginni, sem
öllu lieldur aptur hjá oss. Vanþekkingin
þar næst. — Jafnframt og oss er kennt,
hvernig vjer eigum að smíða suoturt, hlýtt
og traust bæjarhús, þarf að benda oss á
ráð til að koma því til framkvæmda.
í því efni lield jeg væri eigi fjarri að
benda á landsdrottnana. Allur fjöldi bænda
eru leiguliðar, sem vantar allt: krapta,
þekkingu, vilja, til þess að geta byggt
sæmilegan bæ á ábýli sínu. En hvað væri
á raóti því jafnvel að gjöra landsdrottnum
að skyldu, að hafa mönnum boðlegt íbúðcir-
hús á jörðum þeim, er þeir leigðu öðrum?
Eða hverjum jarðeiganda að uppfylla bein-
ustu skUyrði fyrir heilsuvernd og vellíðan
manna og dijra, að hýsingunni til, í hús-
um þeim, sem ákveðið er að jörðinni skuli
fylgja ?
Það er svo margt í þessu efni, sem
skoða þarf og ræða nákvæmar. Hjá oss
er það alveg eins og ný vísindagrein; því
sjerstakir landshættir og aðrar kringum-
stæður valda því, að vjer getum eigi far-
ið beint eptir dæmi annara þjóða í liúsa-
byggingum til sveita, fremur en í mörgu
öðru. í búnaðarlegu tilliti. Og hver einstakur
maður getur auðveldlega vilst í röksemda-
færslum sínum. í torfbæjarbyggingarkostn-
aðarreikningnum tiaskar t. d. einn höfund-
urinn í ísaf. á því, að hann gjörir ráð
fyrir bænum öllum byggðum í einu úr nýju
efni; en vitanlega er mjög sjaldan byggt
heilt bæjarhús í sveit alveg úr nýju efni,
því síður öll. Eitt, í senn eða liluti úr
kofa, það er algengara víða — og einmitt
það, að þessu verður við komið með torf-
byggingar, og að vinnu og efni til þeirra
þarf' litið út að borga, er það, scin lieldur
þeim við, þar sem efnin ekki leyfa að fær-
ast, neitt verulegt í fang.
En flesta bœndur vantar þekkingu orj
efni til að byggja að nyju allt í einu hiyj-
an og traustan bœ, sem rítmi ötl nauðsyn-
leg bœjarhús undir einu þaki.
Skoðanir manna eru einnig mjög á reiki
um það, hvaða bæjarform og byggingar-
efni muni hagkvæmast. Um það hef jeg
margt hugsað; en nægilega reynslu vant-
ar t. d. fyrir því, hvers konar troð: torf,
hey, mosi, eða hvers konar þakefni: járn,
pappi, dúkur, muni vera best. — Á Kar-
staðts-dúkinn, sem hr. Björn Kristjánsson
hefur á boðstólum, líst mjer fremur vel.
Út af þessu vil jeg leyfa mjer að leggja
það til, að þeir menn, scm hafa áhuga á
máli þessu — en það verðskuldar almennan
áhuga — og geta komið því við, eigi með
sjer fund á komandi sumvi í Reykja-
vík, til að ræða um mál þetta og koma
fram mcð tiliögur um, livaða form og efni
muui hentugast fyrir bæjarbyggingar í
sveit, og livernig umbótunum muni greið-
ast komið á. Leyfi jeg mjer að skora á
stjórn „búnaðarfjelags suðuramtsins“ og
þá menn, sem ritað hafa um þetta mál í
ísaf., að gangast fyrir fundarboðuninni.
Eeykjakoti 15. mars 1891.
• Björn Bjarnarson.
Stórisjór og Litlisjór.
Af ferð Þ. Thoroddsens til Veiðivatna
sumarið 1S89 sýnist vera komin vissa
fyrir, að hinn svokallaði Stórisjór sje
ekki til, og að vatn það, sem kallað hef-
ur verið Liilisjór, muni vera hinn rjetti
Stórisjór.
Þegar faðir minn sál. bjó í Skarfanosi
(el'sta bæ á landi), bjtiggu þrír bræður í
koti þar skammt frá, scm kallað var Skóg-
arkot, Jón, Bergur og Brandur. Jón og
Bergur fóru á liverju sumri inn til Veiði-
vatna, og stundum á haustin, þegar vel
viðraði.
Eitt sumar seint í ágústmánuði, nálægt
1820, fóru þeir cpti-r vanda til Veiðivatna,
sióst þá faðir minn í för þeirra, því ó-
þurkur haf'ði gengið um tíma, cn lítið opt-
ir óslegið. Þcgar þeir voru búnir að vera
þar og afla upp á hcstana, ráðgjörðu þeir
að fara inn að Stórasjó, því að bræðurnir
höfðu opt sagt honum um Iiann ýmislegt,