Þjóðólfur - 25.04.1891, Side 2

Þjóðólfur - 25.04.1891, Side 2
74 og Iangaði hann því mjög til að sjá hann með eigin augum; og var þá ráðin ferðin að morgni, en þá var kominn vindur á norðan og góður heyþerrir, en faðir minn, sem var ómagamaður og einyrki, varð því nauðugur að yíirgefa þá ferð, en langur og vondur vegur inn eptir, pg mundi sú ferð tefja þá um 2 daga eptir því sem bræðurnir sögðu honum. Jeg heyrði föður minn opt tala um Stórasjó, og kvað sig yðraði þess að yilr- gefa ferð þá, þótt svoua hefði staðið á fyrir sjer, þvi fáir eða engir af þálifandi mönnum liefðu sjeð hann, nema þeir bræð- ur, sem farið höfðu þar um allar auðnir, til að leita að nýjum fiskivötnum. Til Veiðivatna fór hann ekki nema í það sinn. Lýsing þeirra bræðra á Stórasjó, sem fað- ir minn sagði frá, var sú, að hann lægi í norðaustur af Litlasjó upp í jökli, umgirt- ur háum jökulhömrum, næstum á þrjá vegu, og ákaflega stór jökulstykki á fioti um liann, og miklu stærri en Litlisjór. Svo liefur Snorri Jónsson frá Hörgsholti, sem allir þekkja að er sannorður og áreið- anlegur, sagt frá, að eitt sinn, er hann var til grasa í Arnarfelli, gekk liann upp á jökulinn í heiðskýru veðri; sá hann þá í vatn austur við Vatnajökul, þaðan að sjá talsvert norðar en Pórisvatn. Það mun nú vera í þeirri afstöðu sem Stóri- sjór ætti að vera eptir sögn bræðranna. Ekki efaðist faðir minn um, að sögn bræðr- anna væri rjett, því hann þekkfi þá svo vel að sannsögli og ráðvendni. Því taldi hann áreiðanlegt, að Stórisjór væri til og eptir lians fyrirsögn setti B. Grunnlaugssou hann á Qppdrátt íslands. Það er að sjá á ferðasögu Thoroddsens, að hann hafi ekki farið nógu langt í þá átt, og ætlað hann vera uær Veiðivötnum (sjá ferðasögu hans, bls. 62). Það liaf'a allar sagnir sagt bæði næði nýjar og gamlar, að Litlisjór væri efstur af Veiðivötnum, og það er hann líka á uppdrættinum; er því ólíklegt, að liann hafi áður verið kallaður Stórisjór, en týnt því nafni og kallaður síðan Litli- sjór; því Landmenn, sem þangað hafa far- ið ár eptir ár hafa haldið við gömlum nöfnum á vötnunum, og hafa þau því ekki getað týnst eða breytst að mun. Að endingu vil jeg segja litla sögu af þeim Skógarkotsbræðrum. Eitt haust, sem þeir fóru til Veiðivatna og voru búnir að vera þar nokkra stund, fór veður að harðna; fóru þeir þá að hafa sig til vegs og komust klakklaust fram yfir Tungnaá. Veðrið fór síversnandi, uns þeir treystu sjer ekki að rata lengur íýrir byl; settust þeir þá að undir klettahömrum nokkrum, en bundu hestana. Þar voru þeir í 6 dægur, þangað til upprofaði og þeir gátu haldið áfram. Heim komust þeir óskemmdir, en taldir voru þeir af í byggð. Þeir höfðu sagt, að verst hefði sjer þótt af öilu að halda sjer vakandi, en þá var dauðinn vís, hefðu þeir sofnað, því frost var mikið. — Svo hafði Bergur sagt einhvern tíma síð- ar, þegar minnst var á þetta: „Jeg vil sjá þann bylinn, sem drepur okkur Jón bróður minn“. Og mun hann liafa haft satt að mæia, eptir því þreki og hörku, sem þeir höfðu sýnt. Hlíð 23. febrúar 1891. Lýður Guðmundbson. ílr Flóanum 13. apríl. Nýlunda: horfellislögunum beitt. — Heyskortur í ár- gœösku. — Fiskileysi í gœftaleysi. — Allir bjóöa betur. Sigurður sýslumaður Briem skoðaði fjár- liöld á einum bæ lijer í Flóanum hjá 3 bænd- um 11. þ. m.; urðu þeir allir sektaðir fyrir fóðurskort og langvarandi horkvalir á fjen- aði sínum; gemlingar voru t. d. svo mátt- dregnir að sögn, að ekki mátti taka á þeim, þá duttu þeir um. Þetta, að horfellislög- unum væri beitt, þótti hjer mesta nýlunda; frjettin gekk- mann frá manni á svip- stundu, en jafnframt fylgdi spurningin fyrst hjá sökudólgunum sjálfum og siðan hjá öðrum náungum: „Hver skyldi hafa kært?“ Af liinu hafa auðvitað ekki farið sögur, að neinn hafi hugsað, er hann heyrði þessa frjett: „Er jeg nú sjálfur nokkru betri en þessir (Galílear)?11 Og víst er þó um það, að fjölmargir hefðu bæði nú og áður átt að verða fyrir sektum sem þessir fyrir kvalir á fjenaði og fóðurskort. Þó tekur líklega út yfir í þetta sinn, hvað vitleysislega menn hafa sett á vetur, þrátt fyrir hina miklu fjárfækkun hjer í fyrra haust; þá eru margir farnir að búast við, að burt hefði verið selt úr þessu plássi fleira sauðfje en tíundað er; en of margt varð samt eptir til þess að jeta upp hey- in; auðvitað tapaðist hjer alstaðar mikið hey i haust, varð úti í rigningunum miklu og hey drap og skemmdist ýmsa vega í görðum; en sumpart vissu menn þetta þeg- ar í haust og sumpart grunaði rnenn það, svo þetta mælir ekki bót hinni vitleysis- legu heyásetningu. En þeir eru alit of margir lijer sem annarstaðar, sem engu skeyta, þótt þeir traðki guðs og manna lögum með þrælslegri meðferð á skepnun- um; það er regla allt of margra, að verða heylausir á hverjum vetri og forðast eins og heitan eldinn, að eiga nokkrar fyrn- ingar; þeim, sem kynni að verða það á að eiga tuggu afgangs, helst heldur aldrei á henni fyrir nauð úr heyleysingjunum, er þannig gera aðra sem sig sjálfa; þar við bætist, að heylán eru opt mjög óskilvís- lega borguð. Allt þetta, er jeg nú hef minnst á, mun ekki vera eingöngu mein þessa hjeraðs, heldur vera landsmein, þjóð- mein, — Nú, en hvað ætli hefði orðið úr- ræða fyrir mönnum og skepnum í þessu plássi nú, hefði ekki forsjónin gefið liina hagstæðustu veðráttu til landsins síðan á páskum: jörð alauð og í'remur vatnslítil; fje sumstaðar ekki byrgt lengur. Til sjávarins stirðar gæftir mjög og fisk- lítið að menn ætla; þorskur hefur sárlítill fengist í vetur og hlutarhæð með lang- minnsta móti móts við undanfarnar ver- tíðir, minnst þó í Loptsstaðaveiðistöð: al- menningur með liðugt 100 til hlutar (af ýsu). Nú ganga sífeldir landsynningar og haf- átt, og í nótt var ofsastormur, af land- suðri, sem liætt er við, að gert hafi skaða, einkum á heyjum. Uppboð hef'ur verið haldið á glys- og kramvarningi hjá Gruðm. kaupm. á Háeyri vikuna 6.—11. þ. m.; var það fjölsótt einkum af sjómönnum; voru einn daginn talin 500 manns inn í uppboðs (Gloodtempl- ara-) húsið; verð liátt að sögn; allir hafa nóga peninga á uppboðum sem kunnugt er. íslendingur með Nausen. íslending- ur einn hef'ur boðið sig fram við Nansen, til að vera með honum í för hans til norð- urheimskautsins. Maður þessi heitir Gluð- mundur Hávarðsson og er ættaður úr Múlasýslum. Hann skrifaði Nansen um þetta í fyrra og fjekk líklegt svar frá honum. í vetur fór liann að finna Nansen, og vitum vjer eigi, hvernig þeim hefur samist, en norskt blað eitt (Verdens Gaug) talar um Guðmund þennan og er þess mjög fýsandi, að Nansen ráði hann til far- arinnar. „Það er hvatlegur og harðgjör maður að sjá“, segir blaðið, „með öll skil- yrði til að fara slíka för, að því er oss virðist, og hefur brennandi áliuga á för- inui. Hann kvaðst hafa verið póstur á íslandi á veturna og farið þar á skíðum yfir fjöll og óbyggðir; hann hafi verið sjó- maður og marga liildi háð við hafísinn við ísland. Hann hafði brennandi löngun til að komast í för þessa. Hann langaði svo mikið til, að land sitt fengi einhvern

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.