Þjóðólfur - 01.05.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.05.1891, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin vift árainót, ögild nema komi til útgefanda íyrir 1. október. XLIII. arg. Rejkjayík, iostudaglnn 1. maí 1891. Nr. 20. Pingmálafundur. Laugardaginn 13. júnímánaðar næstkom- andi höldum við undirskrifaðir að öllu for- fallalausu fund með kjósendum okkar á Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu, til að ræða um alþingismál. Fundurinn byrjar kl. 12 á hádegi. Reykjavík 1. maí 1891. Eiríkur Briem. Horleifur Jónsson. Þingvallafundarboð frá þeim þrem þingmönnum, sem eiga heima í ísafjarðarsýslu, meðtókum vjer nú með pósti og birtum það þegar í blaðinu eptir áskorun þeirra. Þegar Þingvallafundir liafa verið haldn- ir að undanförnu, hafa þeir verið undir- búnir löngu á undan bæði með rit- gjörðum í blöðunum og brjefaviðskiptum milli fundarboðendanna og þingmanna og ýmsra fleiri manna; nægur tími hefur jafnan verið til kosninga til fundarins og annars undirbúnings undir hann. Þannig var Þingvallafundurinn 1885 boðaður í janúar og áður en Þingvallafundurinn 1888 var boðaður, sendu fundarboðendurnir norð- an úr Þingeyjarsýslu mann gagngjört suð- ur og vestur um land til þingmanna og ýmsra annara, til þess að fundurinn yrði haldinn eptir samráði við þá og kosning- ar gætu farið fram og annar undirbúning- ur í tæka tíð. En nú hefur ekkert blaðanna hreyft Þingvallafundi, ekki einu sinni Þjóðviljinn, og enginn nefnt. hann á nafn, fyr en nú, að þessir þrír þingmenn boða til lians, þegar allt er komið í ótíma og auðsætt er, að hvorki kosningar til hans nje undir- búningsfundir undir hann í sveitunum geta, nema sumstaðar, farið svo reglulega fram og orðið svo almennar sem vera þyrfti og venjulegt er. Þetta, að tíminn er orðinn svona naumur, er því eitt út af fyrir sig nægileg ástæða til að sinna ekkert. þessu fundarboði. Það er auðsætt, að því verð- ur, tímans vegna, ekki sinnt í allmörgum hjeruðum, og þá er betra að hafa engan fund, heldur en að hann verði ómynd, þar sem fulltrúar ekki mæta nærri úr öllum kjördæmum. Þvílikur fundur er þýðingar- laus og verri en ekki neitt. í sjálfu sjer höfum vjer auðvitað ekkert á móti almennum þjóðfundi og meira að segja teljum vjer heppilegt að ýmsu leyti, að Þingvallafundur liefði verið haldinn nú á milli þinga annaðhvort í fyrra sum- ar, eða fyrir þing í sumar, ef nægilegur undirbúningur hefði verið- hafður undir hann og fundurinn hefði getað fengið al- mennt fylgi landsmanna, en fundarboðið ekki komið eins og fj.........úr sauðar- leggnum, þegar allt er orðið um seinan, eins og nú á sjer stað. En það eru ekki miklar líkur til, að fundurinu hefði fengið mikið fylgi, enda þótt liann hefði verið fyr boðaður, eða að hann sje mikið áhugamál þjóðarinnar, þar sem engin rödd hefur heyrst um hann fyr en nú frá þessum þrem mönnum, er kom- ið er fram á sumar. Það er jafnvel fyllsta ástæða til að ætla, að fundarboðendunum sjálfum gangi eitt- hvað annað til en að fá almennan þjöð- fund, því að eina ástæðan, sem þeir til- færa fyrir nauðsyn fundarins, er ágrein- ingur sá, sem varð í stjórnarskrármálinu á síðasta þingi, en um þennan ágreining vissu þeir fyr en nú og liefðu því getað boðað fundinn fyr, ef þeim hefði verið mjög umhngað um, að hann yrði liald- inn. Það er og hálfundarlegt, að einmitt þeir menn boða til fundarins, sem bafa stöðugt haldið því fram, að enginn vafi væri um það, livoru megin þjóðin væri í stjórnar- skrármálinu og sagt, að hún væri eindregið móti meiri hlutanum á síðasta þingi, því að frá þeirra sjónarmiði ætti þá fundurinn að vera óþarfur, til að sýna skoðun þjóð- arinnar í þessu máli. Frá voru sjónar- miði er fundurinn einnig óþarfur í þessu tilliti, því að vjer treystum því, að það sje aldrei nema örlítill hluti þjóðarinnar, er liafi látið blekkjast af rógi Þjóðviljans um meiri hlutann og skoðanir hans í stjórnarskrármálinu. Hvernig sem þetta er skoðað og hversu æskilegt sem sumum kynni að þykja í sjálfu sjer, að haldinn yrði Þingvallafund- ur, þá getur hann ekki með jafnstuttum undirbúningi orðið í því lagi, sem vera þyrfti, til þess að geta heitið almennur þjóðfundur og haft þá þýðingu, sem al- mennir þjóðfundir hafa. Hjeðan af getur ekki Þingvallafundur fyrir þing orðið í því lagi, að á honum geti vilji þjóðarinnar komið eins almennt og ljóslega fram, eins og á þingmálafundum, sem haldnir verða fyrir þing í hverju kjördæmi, og ættu menn því, úr því sem komið er, að hugsa ekkert um Þingvallafund í þetta sinn, en sækja þeim mun betur þingmálafundi, hver í sínu kjördæmi, og þar ættu að geta komið Ijóslega fram skoðanir þjóðarinnar á stjórnarskrármálinu eins og öðrum lands- málum. Útlendar frjettir. Khöfn 18. apríl 1891. Bismarck. Heð vorinu er Bismarck farinn að láta brydda á sjer meir en góðu hófi gegnir,segjamótstöðumenn hans. Hann varð 76 ára 1. apríl; þann dagkomu 14,000 manns á bústað hans Friedrichsruhe, en brjefum- og hraðskeytum rigndi eins og skæðadrífu og karlinn varð að standa á skotspónum allan daginn. En keisari sendi honum engar hamingjuóskir. Og þó fór hann um þær slóðir einmitt þá dagana á leiðinni til Kiel. í Lubeck hjelt keisari ræðu 1. apríl, en minntist ekki á Bismarck. í Kiel hjelt hann ræðu og bað flotann að sæta fremur sókn en vörn í ófriði fram- vegis. Tvennt bar til að keisari gekk fram hjá Bismarck svo bersýnilega. Árið 1886 tók Prússastjórn undir sig fje Hannóverskonnngs, um 40 milljónir króna, og varði Bismarck rentunum af þessum sjóði, sem var kallaður Welfasjóður (Welfaættin sat að völdum í Hannóver), til leynilegra útgjalda ríkisins. Nú hefur því veríð lostið upp í blöðunum, að Böt- ticher ráðgjafi, sem nú er hægri hönd keis- ara, hafi fengið 350,000 úr sjóðnum af Bismarck. Kenna menn Bismarck þann uppljóstur. Meir hefur þó keisari reiðst þvi, að Bismarck hefur boðið sig fram til þings í Geestemunde, sem er kjördæmi norð- an til í Hannóver, milli Elben og Weser. Hinir „nationalliberölu“ studdu hann þar, en einn sósíalisti, einn af framfaraflokkn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.