Þjóðólfur - 01.05.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.05.1891, Blaðsíða 2
78 um og einn af Welfaflokknum buðu sig fram. Ótal kjörfundir voru haldnir, en Bismarck kom hvergi nærri. Var borinn ót margur óhróður um hann. Meðal ann- ars var honum borið á brýn, að hann væri nískur. Haun hafði gefið 24 trje, sem áttu að gróðursetjast í lundi og kalla eptir Vilhjálmi fyrsta keisara, og borgaði ekki undir þau og kostaði það 24 mörk, en trjen voru 10 marka virði. Hinn 15. apríl fór fram kosningin, Bismarck fjekk 7558 atkvæði, sósíalistinn 3928 og hinir tveir, hvor um sig, 2—3000. Verður að fám dögum liðnum kosið aptur milli Bis- marcks og sósíalistans. Hinn 15. apríl kom nefndfrá helstu verkstjórum á Þýska- landi og færði konum lieiðursgjöf, borð- búnað úr silfri, listasmíði. Bismarck hjelt ræðu og kvaðst ekki geta setið hjá, þeg- ar ríkinu væri hætta búin, og illt væri að kenna gömlum hundi að sitja. Afblöð- um hans má ráða, að hann ætlar að berj- ast fyrst á þingi móti tolllækkuu þeirri, sem Þýskaland er að semja um við Aust- urríki. Bandafylki istralíu, (The Common- wealth of Australia). Nýtt ríki er komið á fót, lýðveldi Ástralíu. Nýlendur Engla hafa verið að þinga um þetta í Sidney. Var þar samþykkt stjórnarskipun fyrir hið nýja ríki, sem sníður sjer stakk eptir Banda- ríkjunum, og kallast hvert fylkiríki- (state). Englandsdrottning skipar jarl yfir lýðveld- ið' með 10,000 punda í laun, en að öðru leyti er hið nýjaríki óháð Englandi. Stjórn- arskipunin verður nú samþykkt á hverju ríkisþingi í Ástralíu fyrir sig. Með tím- anum verður lýðveldi þetta voldugt. Maimavíg .Fyrir nokkru var veginn lög- reglustjóri í New Orleans í Bandaríkjunum af ítölskum ribböldum; 11 ítalir voru tekn- ir fastir, en kviðdómur dæmdi þá sýkna af ótta fyrir fjelögum þeirra. Bæjarbúar ruddust þá inn í fangelsið og drápu band- ingjana. ítalastjórn reiddist og kallaði sendiherra sinn burt úr Washington. Er nú verið að rannsaka málið og láta bæjar- búar borginmannlega. Ófriðarliorfur. Kússakeisari hefur gefið Carnot „orðu“ hins helga Andrjesax-, Rússar auka lið sitt á landamærum og í Búlgaríu hefur verið skotið á Stambúlofí. Hann sakaði ekki, en ráðgafi hans Belt- sjeíf fjeli. Kenna menn þetta Rússum. Þýsku blöðin taka þvert fyrir að þetta viti á ó- frið. Morðingjarnir hafa ekki náðst. Ýmisleg-t. Rússakeisari hefur rekið bræðrung sinn úr Rússaher fyrir þá sök, að liann hefur kvongast í óleyfi hans suð- ur á Ítalíu rússneskri stúlku, dótturdótt- ur Púsjkins, skáldsins míkla. Manntal hefur verið tekið á Þýskalandi og voru íbúar 49,422,000. í Berlín eru 1,588,000 íbúar. Margir hafa misst allt traust á meðali Kocks, en ýmsir ágætir læknar halda því enn á Iopti. Kolumbusturninn á sýningunni í Chicago verður 1500 fet á hæð, Ættingi Kol- umbusar á að opna sýninguna. Parnell hefur aptur beðið ósigur í auka- kosningu til þings, en lætur þó sem sjer sjeu allir vegir færir enn þá. Nokkrir enskir herforingjar og nokkur hundruð af indversku herliði, sem var með þeim, hafa verið drepin norðaustan til á Indlandi í smáríki, sem er undir vernd 1 Englands. Verður þess nú hefnt. Tveir enskir þingmenn eru ákærðir fyr- ir brot á siðferði og eru þeir báðir utan- lands; annar þeirra ætlar heim til að verja _sig. Á Ítalíu er fyrir rjetti mikið mál, sem er risið út af því, að ítalskir lögreglumenn í nýlendu þeirra við rauða hafið hafa myrt menn til fjár, óvíst hve marga; ganga ljótar sögur af þeim. Hjeðinn þingmaður í Stokkhólmi, hefur borið upp uppástungu um að liöfða mál gegn ráðaneyti Svíakonungs útafembætt- ismeðferð sjómálaráðgjafans. Innanlandsóeirðum í Chili heldur áfram og þykjast hvorir um sig stjórnin og upp- reistarmenn hafa betur og er engum frjett- um trúandi. Manntal var tekið í Bretaveldi 5. apríl. Enn hefur ekki frjetst af því annað eu að á Euglandi, írlandi og Skotlandi munu vera um 40 miljónir manns og áludlandi rúmlega 285 miljónir. 19. apríl. Daginn eptir kosninguna lijelt Bismarck ræðu á Friedricksruhe fýrir apturhalds- mannafjelagi frá Kiel. Apturlialdsmenn þyrftu ekki að vera stjórnarsinnar. Að breyta til þess að breyta og gera þeim greiða, sem ekki hefðu beðist þess, væri ráðleysa, þess hefur verið krafist af mjer, að jeg gæfi mig ekki meir við pólitik og og stjórnmálum. Jafnmikla heimsku hef jeg aldrei heyrt. Þeir, sem best hafa vit á málunum, hafa líka mestan rjettinn og skylduna til að láta sitt uppi. Að láta í ljósi álit mitt um það, er mjer þykir skað- vænlegt, það hvorki mun nje skal nokkur geta bannað mjer. Kvaðst hann vona, að apturhaldinu á Þýskalandi mundi ekki liraka, þá er hann væri liðinn undir lok. Hinir tveir vinstriflokkar í Danmörk eru að hnakkrífast út um land ogervan- sjeð, hvorum betur vegnar. Er haldið á- fram að víggirða Höfn og verður því ekki lokið fyr en hjer um bil 1895. Póstskipið Laura kom liingað frá Khöfn seint í gær og með því þessir farþegar frá útlöndum hingað til bæjarins; kaupmenn- irnir D. Thomsen, Eyþór Felixson með konu sinni og Ásgeir sonur hans, W. Ó. Breið- fjörð með kouu sinni, Þorlákur Ó. Johnson með 2 börnum sínum, cand. theol. Friðrik Jónsson, Jul. Jörgensen og Jón Jónsson frá Ökrum. Til annara staða: Jón Norð- mann í Hafnarfirði, cand. med. & chir. G-uðmundur Magnússou frá Höfn snöggva ferð til Vestur- og Norðurlands, ThorJen- sen í Borgarnesi með konu sinni, Holg. Clausen til Stykkishólms, S. Sæmundsen, Thejl með dóttur sinni til Ólafsvíkur, Björn Sigurðsson í Flatey, kaupmennirnir Gram, R. Riis, Markús Snæbjörnsson með konu sinni, Magnús Jochumsson og tann- læknir Páll Þorkelsson; enn fremur frá Vestmannaeyjum sjera Oddgéir Guðmund- seu og Aagaard sýslumaður. Með skipinu voru og um 30 Færeyingar, sem fara með því til Vestfjarða. Cog'liill, sem vanur er að koma með þessari ferð, var veikur, svo að liann gat ekki komið með Lauru í þetta sinn. Heiðursmerki. Landshöfðingi er orð- inn kommandör af dannebr., biskup denne- brogsmaður og sýslumaður Lárus Blöudal riddari af dannebr. Fyrirlestur um ísland og myndasýn- ingu (panorama) hjelt kaupmaður Þorlákur Ó. Johnson 14. f. m. í Newca3tle á Eng- landi fyrir fjölda áheyrenda (1000 manns), sem gerðu góðan róm að fyrirlestrinum. Hann drap á helstu atriði í sögu landsins, stjórnarskipun, hið merkilegasta í náttúru landsins, landsháttum og landsvenju m. m., og blöðin gátu fyrirlestursins með lofsorð- um. Hanska herskipið íngólfur kom hing- að í morgun. Tíðarfar. Á laugardaginn fyrsta í sumri (25. f. m.) gerði hjer norðangarð með talsverðu frosti, sem stóð þangað til í fyrra kveld að gerði aptur kyrrt og gott veður, en er þó við norður enn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.