Þjóðólfur - 01.05.1891, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.05.1891, Blaðsíða 4
80 Þingvallafundarboð. Það er öllum kunnugt um ágreining Jiann, er á síðasta alþingi varð meðal alþingismanna í Btjðrn- arsbipunarmáli lands vors, og þótt sá ágreiningur muni að vísu, sem betur fer, lítt hafa fest rætur hjá landsmönnum, þá er auðsætt, hve afarnauðsyn- legt það er, að vilji þjóðarinnar í því máli sje sem ðtvíræðastur. Það er sannfæring vor, að almennur þjóðfundur að Þingvelli við Öxará, muni enn sem fyr, verða besti vegurinn í þessu efni, og þess vegna leyfum vjer, undirritaðir þingmenn, oss hjer með, eptir samráði við ýmsa samþingismenn vora, að boða al- mennan fund að Þingvelli við Öxará mánudaginn 29. júníraánaðar næstkomandi, til þess að ræða stjórnarskipunarmálið og önnur landsmál. Skorum vjer á kjósendur í kjördæmi hveiju að senda á fundinn 1—2 kosna fulltrúa, ept.ir þing- mannatölu hvers kjördæmis, og þykir oss best hlýða, að þeir sjeu ekki úr þingmannatölu. Gjört í aprílmánuði 1891. Sigurður Stefánsson Skúli Thoroddsen (1. þm. ísfirðinga). (1. ]>m. Eyfirðinga). Qunnar Halldórsson (2. pm. ísfiröinga). 146 Hestur lipur til reiðar og duglegur óskast til láns eða kaups til ferðar í fyrri hluta júnímánaðar. Menn snúi sjer til ritstjóra Þjóðólfs. 147 Af yatnsstígvjcl aá burði mínum eru nú sem fyrri nægar birgðir til hjá mjer. 148 Rafn Sigurðsson. Hjer með tilkynnist mínum háttvirtu löndum og skiptavinum, að jeg er nú heim kominn úr minni utanferð, með mínar stóru, marghreyttu og miklu vörubirgð- ir, og er allt með hinu óvanalega góða verði. Vörulistinn kemur út við fyrstu hentugleika eptir að búið er að taka upp vörurnar. Eeykjavík 30. apríl 1891. 149 W. Ö. Breiðfjörð. Ágæt fugla-hissa er til sölu. Ritstj. vísar á. 150 Þrjú eða 4 herhergi með eldhúsi ósk- ast til leigu. Semja má við ritstjóra Þjóð- Ólfs. 151 Til athugunar. Pjer undirskrifaðir álitum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum af Brama-lífs-elixír hr. Mansfeld-Búllner & Lassens, sem ijöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem marg- ir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á ékta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Mansféld-Búllner & Lassens Brama-lífs-élixír, og reynst hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margs konar maga- veikindi, og getum því mælt með honum sem sannarlega heilsusömum hitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óckta ept- irlíkingar eigi lof það skilið, sem frum- semjendurnir veita þeim, úr því þeir verða að prýða þær með nafni og einkennis- miða alþekktrar vöru, til þess að þær gangi út. Harhoöre ved Lemvig. Jens Chr. Knopper. Tomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Itönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard. Kokkensherg. N. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr, Sörensen. 152 N. B. Nielsen. N. E. Nörhy. Þjóðólfur kemur næst út á mánudag- inn eða þriðjudaginn kemur. Eigandi og ábyrgöarmaönr: ÞORLEIFDR JÓNSSON, mnd. phil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3 Fjelagsprentsmiöjan. 70 sjáið mjög mikið eptir, og að þjer hafið verið lokuð inni í kirkjugarðinum. En jeg get útvegað lykilinn að ein- hverju kirkjugarðshliðinu . . . leyfið þjer mjer að fylgja yður heim til yðar“. „Æ! hjer er heimili mitt.. . hjer býr móðir mín .. . látið þjer mig vera hjá henni“. „Að jarða móður sína, er þung sorg, sem er svo hrein, að það má bera liana með innilegustu guðrækni . . . lofið þjer mjer að fylgja yður heim til yðar“. „Jeg á ekkert heimili“, svaraði hún, „fósturforeldr- ar mínir hafa rekið mig burtu“. Það var eins og komið væri með hníf við hjartað í sjera Jöhannesi, er hann heyrði þessi orð; liann grun- aði, að henni hefði orðið á meir en lítil yfirsjón, en hann ásetti sjer þó að yfirgefa hana ekki þannig á sig komna. „Hvernig sem ástatt er fyrir yður“, sagði hann, „þá dugir ekki, að þjer sjeuð hjer lengur. Ef þjer viljið ekki þegar snúa aptur til fósturforeldra yðar, skal jeg sjá yður fyrir verustað fyrstu dagana og skal á meðan gera það, sem jeg get, til að koma á sætt milli yðar og fósturforeldra yðar“. Af því að hún hafði opt verið við messu hjá hon- nm, fjekk hún þegar traust á lionum og tók hiklaust 71 við boði hans; hann fór með hana til ekkju einnar, sem var honum eins og móðir. Seinna um daginn flýtti liann sjer að finna hana til þess að fá nákvæmari upplýsingar um ástæður henn- ar. Hún var þá rólegri, en þó mjög döpur í bragði og fálát. Eptir langa mæðu sagði hún, hverjir fósturforeldr- ar sinir væru og gat þess um leið, að hún bæri til þeirra innilega velvild og*þakklátsemi; ekki vildi hún samt fara til þeirra aptur, en kvaðst vera sjera Jó- hannesi mjög þakklát, ef hann gæti útvegað sjer at- vinnu einhverstaðar, þó ekki í höfuðborginni. Að end- ingu gaf hún honum leyfi til áð tala um þetta við fóst- urforeldra sína. Að vörmu spori fór hann til fóstra hennar, sem hjet Fríðmann. Hann gekk rakleiðis inn í sal einn, þar sem allt var skrautlaust, en leit mjög snoturlega út, reglulega og hreinlega. Enginn var staddur í salnum, er hann kom þar inn. Hann hóstaði nokkrum sinnum til að gera vart við sig og að vörmu spori kom gráhærður maður úr herbergi við hliðina; andlit hans var tíguglegt, en með miklum sorgarsvip; á eptir honurn kom lítil, fremur gild kona með hvöss augu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.