Þjóðólfur - 05.05.1891, Síða 1

Þjóðólfur - 05.05.1891, Síða 1
Kemur 4t & töBtudög- um — Verfl árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Oppsögn skriíleg, bundin vifl áxamót, ðgild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLIII. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 5. maí 1891. Nr. 21. íslandssöngur Norðmanna.1 („Yderst mod Norden“). Bptir A. Munck. Lýsir af eyju við ísþoku slóð úti við Dumbs hafið kalda, þar sem við berglogans leiptrandi glóð ieika sjer fornmyndir alda, þaðan í svanaham sagndísin fróð svegir falda. Út til hins kynlega, logfrána lands leitaði fornhetju skarinn, öndvegissúlur frá hásætum hans helguðu leið yfir marinn, norðurheims tungan liins norræna manns nam þar arinn. Meðan hin nátengdu norðurheims lönd nornin í sundur rjeð draga, lagðir þú, ísland, með letrandi hönd lífsfræin komandi daga; þar ertu að festa vor frændsemisbönd, fræga saga! Ættbræðra fólk þó þín örlaga norn útlendu valdboði hlýði, heyrir þó Noregur helgur og forn hróp þitt í forlaga stríði; dunar nú, ísland, sem dimmviðarhorn djúpt úr víði! * * * Þótt síðasta versið þyki, ef til vill, eiga miður við nú— kvæðið er ort fyrirl874! — þá álítum vjer alveg rangt að sleppa því. Þetta fagra kvæði er þess vel maklegt, að allir íslendingar kynni- það og syngi. Því miður mun skáldið hafa farið alveg á mis í lífi sínu við þakkir eða viðurkenningu af vors lands hálfu fyrir það; en víst ætti það lengi að geyma Munchs minning. Kvæðið er torvelt að þýða sakir þeirrar skáldlegu og sctywlegu angurblíðu, sem þess 1) Af kvseði Jiessu voru prentuð 3 fyrstu versin i 14. tbl. bjóðólfs þ. á., en þar hefur misprentast eitt orð (lifsfrseðin fyrir Ufsfrœin) i 3. versinu, og þá vantaði 4. versið. Danir sleppa pví ætið og finnst pað því ekki nema i norskum átgáfum. Ný- lega hefur þýðandinn sent oss þetta vers til prent- unar í blaðinu, og þykir oss þá best eiga við að prenta allt kvæðið í einni heild, þótt 3 versin sjeu áður komin í 14. tbl. Ritstj. orð, „kveðandi og fallandi“, bera með S^6r' Matth. Jocliumsson. Eitt atriði í prestkosningarlögunum, Herra ritstjóri. Jeg er einn af þeim, sem lesa stjórnartíðindin og veiti því ept- irtekt öllu því, jsem þeir háu herrar stjórn- arvaldarnir segja til skýringar lögunum. En nýlega hefur borið fyrir mig brjef landshöfðingja, þar sem jeg get, því mið- ur, ómögulega verið honum samdóma í skýringu hans og skilningi á þeirri laga- grein, er þar er átt við. Raunar veit jeg það, að skilningur hins hæstvirta Iands- liöfðingja má sín meira en minn skilning- ur ; en vinur minn sagði nú samt við mig hjerna um daginn, að eigi væri víst, að min skoðun væri rangari en landshöfðingja fyrir það; hann sagði, að það vantaði að eins dóm fyrir þvi, hver málstaðurinn væri rjettari, til að skera úr þessari þrætu, en því miður hefði enginn enn farið í mál út af þessu, enda þótt sumum þeirra hefði líklega fundist rjettur sinn fyrir borð bor- inn. Það sem jeg hjer á við er: „Brjef landshöfðingja til biskups um galla á kjör- skrám við prestkosningar, dags. 10. nóv. f. á.“ Þessir gallar eru það, að við kosn- ingar presta i haust í tveim brauðum í Dalaprófastsdæmi (Suðurdalaþingum og Hvammsprestakalli) liafa lausamenn 0g vinnumenn verið teknir upp á kjörskrárn- ar og greitt atkvæði; biskupinn á því að brýna fyrir prófasti, að slíkt sje ólöglegt. Þessir svokölluðu gallar koma auðvitað af því, að sóknarnefndirnar og prófastur hafa eins og jeg skilið 3. gr. í lögum 8. jan. 1886 „um hluttöku safnaða. í veit- ingu brauða“, borna saman við 4. gr. í Iögum 27. febr. 1880 „um stjórn safnaðar- mála“, þannig, að hver sólmarmaður sje hver maður, er heima á í sókninni, sem geldur til prests og kirkju, hafi rjett til að kjósa prestinn, í hverri stöðu sem hann er. En herra landshöfðingjanum virðist nú annað; liann vill líklega láta orðið lú- settur, í lögunum um prestakosningar, draga Úr því, sem sagt er í lögunum um stjórn safnaðarmála. Eptir hans skilningi eru það að eins þeir, sem standa fyrir búi (eða atvinnuvegi), sem mega kjósa prest, það eru því allir bændur, og eins þótt þeir þiggi af sveit, ef þeir einungis gjalda eitt- hvað til prests og kirkju; þetta er líka sjálfsagt; en aptur á móti mega; hvorki lausamenn nje vinnumenn kjósa, hversu efnaðir sem þeir eru, og þótt þeir gjaldi þessi lögboðnu gjöld. En þegar jeg fer að hugsa um orðin: að lúa og bú, og þau orð, sem af þeim eru dregin: búi og bú- settur, þá veit jeg vel, að búi var til forna einungis. haft um bœndur, en nú á dögum hefur þetta orð fengið miklu yfirgripsmeiri merkingu; þegar t. d. er sagt sýslubúar, þá þýðir það eigi einungis sýslubœndur, heldur íbúa sýslunnar, eða þegar vjer segj- um: landsbúar, þá þýðir það ekki lands- bændur, heldur hreint og beint landsmenn, þá sem eiga heima í landinu, eða íbúa landsins almennt tekið án tillits til stöð- unnar; sömu merkingu finnst mjer einmitt að orðið búsettur hafi líka, það þýði blátt áfram: að eiga heima, að vera til heimilis. Þessu til stuðnings hef jeg það, að í lög- um frá 14. desbr. 1877, „um tekjuskatt", 8. gr., er sagt hyklaust: að „hver búsettur maður á lslandi“, er skattskyldar tekjur hafi, skuli tekjuskatt greiða, og það án tillits til þess, hverrar stjettar hann er. Þar er því búsettur liaft líka um vinnuhjú 0g meira að .segja um börn, ef þotta fólk á tekjur, sem skattskyldar eru; og þess vegna geta orðin: að vera búsettur á Is- landi, á þessum stað eigi þýtt annað en: að eiga heima á Islandi, nema svo sje að menn vilji nú fara að finna upp á því, að engir aðrir en bændur sjeu í tekjuskatti, en slík fásinna kemur víst eigi til mála. Og fyrst svo er, hví skyldi þá eigi sama orðið þýða sama í prestakosningarlögun- um, eða búsettur í prestakallinu vera sama, sem eiga ]>ar heima? Það er eigi hægt að skilja í því. Mjer getur því eigi fund- ist neitt ólöglegt við það, þótt lausamenn og vinnumenn kjósi prestinn, þegar þeir gjalda presti og kirkju, lieldur verð jeg að álíta það miklu nær anda laganna og líka bókstafnum. Prófasturinn í Dalapróf- astsdæmi getur því naumlega skoðast mjög vítaverður fyrir að líða þetta, og það því síður, ef mönnum virðast lögin miður ljós-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.