Þjóðólfur - 05.05.1891, Síða 3
fædd 31. des. 1845, merkiskona, vinsæl og
virt af ölluin, sem hana þekktu.
Hinn 31. mars andaðist að Heydalsá í
Strandasýslu Sakarías Jóhannesson, 90 ára
að aldri, merkur maður og atkvæðamikill
á yngri árum; bjó lengi rausnarbúi á Hey-
dalsá.
Hinn 20. f. m. andaðist að Löndum í Stöðvar-
firði merkiskonan Guðbjörg Jónsdðttir, fædd á
Kelduskógum á jíerufjarðarsti'önd vorið 1826. Por-
eldrar hennar voru merkishjónin Jón bóndi Guð-
mundsson og Guðrún, dóttir Guðmundar prests
Skaptasonar í Berufirði. Systkini henuar eru 8 á
lífi, 7 af þeim fyrir nokkru komin til Vesturheims.
Hinn 18. sept. 1851 giptist hún Þorsteini Sigurðs-
syni frá Skála á Berufjarðarströnd, sem enn lifir.
Á Heyklifi í Stððvarfirði bjuggu þau hjón meiri
hluta samvistarára sinna, frá 1857—1878, góðu og
auðsælu búi. Hinir 3 synir þeirra lifa allir: Kristj-
án bóndi á Löndum^ og Erlendur bóndi á Kirkju-
bóli í Stöðvarfirði ^og Antonins, ungur maður, ó-
kvæntur, á Löndum. — Guðsótti og alvörugefni,
barnslegt hreinlyndi, vandlæti um alla ósiðsemi,
vorkunusemi og nærgætni við bágstadda, og hin
aðdáanlcgasta umgengni, þrifnaður og reglusemi
innanhúss prýddu konu þessa. — Jarðarför hennar
fór fram við Stöðvarkirkju 31. jan. þ. á.
Stöð 17. febr. 1891. G. V.
Flutningur Fróöárkirkju.
Herra ritstjóri. Það verður úrræði vort, inn-
sóknarmanna Fróðárkirkju, að biðja yður að ljá
eptirfylgjandi línum rúm í blaði yðar. Það er litil
saga, sem þarf að komast fyrir almenningssjóuir,
um tilraunir prests vors til að fá Próðárkirkju
færða til Ólafsvikur. Það cru einkum fundarhöld -
in, scm oss finnast athugaverð, og ekki laus við
kreddur.
1 fyrra sumar lýsti prófastur yfir því, við skoð-
unargjörð að Fróðá, að kirkjan væri ekki messu-
fær, ksakir hrörleika. Kirkjan er byggð að eins
fyrir 10 árum, og um bygging hennar vituaði liann
sjálfur, í lofræðu, sem hann hjelt eiganda kirkjunn-
ar og kom ailmjúklega inn í vigsluræðu kirkjunn-
ar. Hrörleikinn er einkuin í Jivi fólginn, að hún
hallast á aðra hliðiua 2—4 þuml. og lekur í kring
um turninn. Eptir þessa ályktuu prófasts, fór að
skjóta bólum upp hjá presti vorum, af andlegum
hita. ;Attu þær að sannfæra oss um, aðbest væri að
færa kirkjuna í Ólafsvík, og að söfnuðuriun tæki
við kenni. Vjer vildum litt sannfærast um þetta.
Fyrst og fremst þótti oss ekki við það komandi,
sem búum innst á sóknarenda, að vjer fylgdum því
máli, að kirkjan væri flutt algjörlega á annan enda
sóknarinnar, og í annan máta þótti oss ísjárvert,
að taka kirkjuna upp á fátæka Bókn, sem var i
stórri skultí, þar eð ekki var fáanlegt ofanáiag á
kirkjuna, ekki einu sinni helmingur af því, sem
stungið var upp á. Prestur var ekki af baki dott-
inn. Hann boðaði oss á fund i Úlafsvík i fyrra
vetur tiltekinn dag, og komum vjer þar nær því
allir kirkjugjaldendur fýrir innan Fróðá kl. 12—1
og biðuin þar til kl. 6—7 um kvöldið, að myrkt
var orðið. Enginn fundur var [haldinn. Prestur
kom að sönnu á fundarstaðiun, og tveir eða þrír
83
menn aðrir úr Ólafsvík. „Svo fór um sjóferð þá“.
Siðan tók prestur sig upp i góðu veðri, i vor, og
boðaði safnaðarfund að Fróðá. Menu fóru almennt
úr innsókninni, og jeptir messugjörð setti prestur
fundinn með ræðu, og hafði fyrir inntak, að sjer
væri ekki kappsmál að kirkjan yrði færð. Hann
hvatti Ólsa til að lialda ræðu, en enginn tók til
máls. Hann hafði safnað skrillegum atkvæðum og
lagði fram nafnaskrána til skoðunar eins og gild-
andi.
Vjer Innsóknarmenn höfðum haldið fund með oss
til að ræða mál þetta, og urðum eindregið á það
sáttir, að taka ekki kirkjuna í umsjón. Að eigandi
hennar ljeti gjöra sómasamlega við hana, og að
hún skyldi vera á sama stað. Svo var kosinn mað-
ur úr vorum flokki, sem einn skyidi tala á fund-
inum fyrir okkar hönd, og rökstyðja mál vort á
undan atkvæðagreiðslu. Hann gjörði skyldu sína, og
eptir að hann lauk ræðu sinni, fór prestur að telja
hjörðina. Varð hann þess þá vís, að vant var svo
margra sauða úr Ólafsvík, að hann kvað ekki fund-
arfært. Sagði því fundi slitið. (Niðurl.).
Grímúlfur Ólafsson. Sturla Björnsson.
Arkir for nordisk iilologi; rilstjóri
A. Kock. VH. B. 2. b.
Hepti þetta hefur inni að lialda „Krapt-
ur hörpunnaru eptir 8. Bugqe. í ritgerð
þessari leitast B. við að sýna uppruna
þessa gamla þjóðkvæðis, sem er til á öll-
um norðurlandamálum og þar á meðal á
íslensku. Kemst hann að þeirri niðurstöðu
að upprunalega eigi kvæði þetta rót sína
að rekja til hinna grisku munnmæla um
Orfevs og Eurydike, sem fyrst hafi kom-
ist inn í bókmenntir Rómverja og fræg
rómversk skáld liafi kveðið um; þaðan
hafi sagan flutst til vesturhluta norðurálf-
unnar, og megi finna kvæði um það efni
bæði á frakknesku og ensku. Frá Eng-
landi hafi svo þessi saga flutst til Norður-
landa, líklega fyrst til Danmerkur. Þó
er ekki svo að skilja að sagan eða kvæð-
ið liafi alltaf verið í sömu mynd, heldur
tekið ótalbreytingum, svo að hið norræna
kvæði má heita nokkurn veginn sjálfstætt,
þótt liin gríska hugmynd liggi til grund-
vallar fyrir því. Þá koma nokkrir þættir
norrænnar orðmyndunarfræði eptir E. Hell-
qvist og um uppruna nokkurra orða eptir
A. Kock. Þar næst eru minningarorð yfir
Theodor Möbius og lielstu æfiatriði hans
eptir K. Maurer, og að endingu tveir rit-
dómar, annar eptir E. Ljunggren um bók
0. Jespersens um framburðartáknanir, og
liinn eptir O. Cederschiöld um útgáfu Hol-
lendingsins R. C. Boer’s af Örvar-Odds-
sögu.
Barnum hinn heimsfrægi konungur
humbugsins, sem svo var kallaður, er
nýlega dáinn í Ameríku. Hann var að
ýmsu leyti merkilegur maður. Hann var
fæddur í fátækt, en dó sem milljóner.
Auð sinn hafði hann mestan eða allan af
sýningum sjaldgætra dýra og manna og
auglýsingagumi um það, er hann liafði
til sýnis. Auð fjár græddi liann á söng-
um Jenny, Lind, söngkonunnar miklu (sjá
Sögusafn Þjóðólfs 1890 bls. 157—64).
Hann græddi og stórfje á heimsins minnsta
manui, dvergnum Tom Thumb. Einu
sinni ljet hann þá sögu ganga út um
sig, að liann væri dauður, ljet sýna lík
sitt smurt og græddi á því marga tugi
þúsunda. í öðru sinui ferðaðist hann um
og sýndi gamla kerlingu af svertingja
þjóðflókki, sagði, að hún veri fóstra Was-
hingtons og græddi einnig á henni marg-
ar þúsundir. Annars hafði hann fengist
við margt um dagana, þar á íueðal verið
bæði blaðamaður og rithöfundur.
. Edison kvað nú vera að reyna að búa.
til flugvjel. Aliar tilraunir, sem gerðar
hafa verið í þá átt á undan lionum, hafa
misheppnast, svo að það hefur hingað til
verið talið ómögulegt. En Edison hefur
j fundið upp svo margt, sem fyrir einum
i mannsaldri hefði verið talið ómögulegt,
að það er ekki að vita, nema hann geti "
nú einnig gert möunurn mögulegt að
fljúga.
Iíljóðritiiin sem arfleiðsluskrá. Auð-
maðurinn Stephen Anderson í New York
sem átti yfir 100 miljónir dollara, dó fyrir
skömmu. Þegar hann lá á banasænginni,.
gat hann ekki skrifað arfleiðsluskrá sína,
af því að haun var máttlaus, en hann gat
talað. Hann bað þess vegna um hljóðrita
og talaði inn í hann arfleiðsluskrá sína;
var síðan hljóðritinn innsigiaður með rjett-
arins innsigli. Þegar Anderson var dauð-
ur, var hljóðritinn hátíðlega opnaður í
viðurvist erfingjanna; hljóðritinn mælti þá
fram arfleiðsluskrá hins látna með lians
eigin málrómi.
Eina miljón kostaði dansleikur, sem
auðmaður einn í Pjetursborg hefur nýlega
haldið. Klæðnaður margra kvennanna á
dansleiknum kostaði 20,000 rúblur hverr-
ar fyrir sig. Bæði karlar og konur fengu
dýrðlegar gjaflr, gimsteina og aðra kost-
gripi.
58. númer
af síðastliðuum árgangi Þjóðöll's verður keypt á af-
greiðslustoíu blaðsins. Hafi einliverjuin veriö of-
sent Jietta númer, eru Jieir vinsamlega beðnir að
endursenda það til ritstjórans. 153