Þjóðólfur - 05.05.1891, Side 4
84
Nýtt rit.
Þegar menn lesa auglýsingu þessa, verð-
ur komin út í Kaupmannahöfn bæklingur,
er heitir:
Framtíöarmál.
Verslunarfrelsi eða einokuu A Eyrarbakka.
Frjettaþráður til íslands*.
Eptir
Boga Th. Melsteð.
Bæklingur þessi er í 9 þáttum og má sjá
efni hans af yfirliti þessu:
I. Eyrarbakkahöfn. Málið út af höfninni. Þýð-
ing þessa máls.
II. Hafa aðrir kaupmenn en landeigandi að lög-
um rjett til að Betja niður festar á Eyrarbakka-
höfn? Ákvæði Grágásar. Um 70 alþjóðlegar hafn-
ir á Þjóðveldistímanum. Ákvæði Jónsbókar, sem
málið er dæmt eptir. Eignarrjetturinn er takmark-
aður, þegar um velferð almennings er að ræða.
Árið 1545 dæma lögmenn, sýslumenn allir og lög-
rjettumenn, að hafuir sjeu alþjóðlegar og eigi megi
banna höfn. Breytingar á versluninni á árunum
1264—1602, en ekki á því, hvernig menn mættu
nota hafnirnar. Frá 1602—1787 hefur konungur
æðsta vald. Ekkert bendir á, að eigendur Eyrar-
bakkaverslunar hafi fengið sjerstakan ijett yfir
höfuinni nje skerjunum eptir 1787, en ýmislegt
sannar hið gagnstæða. Hvað kennir þett-a mál?
III. Ádam Smith. Vinnan aðaluppspretta vel-
megunarinnar. ísland land framtíðarinnar. Fram-
taksleysi og dáðleysi. Höfuðskömm Reykjavíkur.
Árangurslítil vinna og óhagsýni. Lýsing á Eyrar-
bakkaverslun. Brennivínslind. Verslun Vestmanna-
eyja. Beikningar frá Eyrarbakkaverslun.
IV. Einar Jónsson og versluu hans. Guðmund-
ur ísleifsson sem sjómaður og kaupmaður. Miklar
framfarir á Eyrarbakka. Eyrarbakki þarf að verða
kaupstaður og höfnin frjáls. Aðalvegir í Árnes- og
Rangárvallaýslu. Kaupmenu flytja vörur til bænda.
Magnús á Grund í Eyjafirði. Stórkostlegur hagur.
Hvað Árnesingar, Rangæingar og Skaptfellingar
eiga að gera nú fyrir þing.
V. Lýsing Tómasar Sæmundssonar á kaupmönn-
um. Orð dr. Hallgríms Schevings og Jóns Sigurðs-
sonar. Guðm. Scheving. Guðm. ísleifsson. Þorleif-
ur Kolbeinsson. Nesbrúin. Lefolii. Afskiptaleysi
vort Austanvjera. Grein í Þjóðtiðiudunum.
VI. Tilgangur stjórnarinnar 1787. Kaupmenn
níddu Magnús Stephensen o. fi. 111 áhrif kaup-
manna. Háukadalsbót. Gram. Fcumvarp stjórn-
arinnar. Grein í Samkundutiðindunum. Bæuar-
skrá kaupmanna. Lefelii í fararbroddi. 24 undir-
ritaðir. Alþingi fyrirlitið. Ósvífinn sleggjudómur
um embættismennina. Bryde. Mótmæli. Lögin
samþykkt. Sneypuför.
VII. Hvernig liugsa kaupmenn? Vald pening-
anna. Vald þekkingarinnar. Peningaburgeys. Lefolii
og Árnesingar, Rangæingar og Skaptfellingar.
Fylgifiskar Lefoliis. V. Fischer, Ágúst Thomsen
og Ásg. Ásgeirsson. Engin ástæða var fyrir kanp-
menn að fjargviðrast. Kaupfjelögin. Kaupmenn
erlendis og hjá oss.
VIII. Stórborgir landanna hjartastaðir verslun-
arinnar, samgöngnrnar æðar hennar. Greið við-
skipti. Jens Pálsson og gufuskipafjelag. Hljóð-
berar eða talþræðir. Hvað er athugavert við tal-
þræðina. Verslunin við útlönd aðalverslun vor.
Eigi verslun vor að umskapast, er frjettaþráður
nauðsynlegur milli landa. Landssjóður og stjórnin.
Shaffner. Englendingar. Hoffineyer. íslendingar
sjálfir. Hvað kostar frjettaþráður? Hverjir kosta
hann? •Frjettaþráður nær norður til Hjaltlands.
Ríkissjóður, landssjóður, og ef til vill enska stjórn-
in og hlutabrjef. Landar i Vesturheimi. Hvert
kjördæmi biðji alþingi, að það skori á stjórnina að
komast eptir, hvað frjettaþráður kosti o. s. frv.
Nytsemi frjettaþráðarins fyrir vísindi, siglingar,
stjórnina, verslunina o. fl. Reykjavík á að verða
höfuðstaður islenskrar verslunar. Hugsunarháttur-
inn.
IX. Á 5. tug 20. áldar á íslandi. Hýbýlaprýði.
Reykjavik. Árnessýsla. Eyrarbakki og 50 ára
kaupstaðarhátíð hans.
Bæklingur þessi verður yflr 100 blað-
síður og kostar hann að eins 50 aura til
1. ágústmán. þ. á., en eptir þann dag verð-
ur hann kannske seldur hálfu dýrari. 17.
maí verður hann sendur hjeðan til Sigurðar
Kristjánssonar í Keykjavík, verslunar Guð-
mundar ísleifssonar og Guðmundar bók-
bindara á Eyrarbakka, kennara Lárusar
Tómassonar á Seyðisfirði, Friðbjarnar Steins-
sonar á Akureyri, Stefáns Stefánssonar
kennara á Möðruvöllum, Magnúsar Sig-
urðssonar á Grund, til ísafjarðar og mun
þess getið í Þjóðviljanum, livar hann fæst
þar.
Þær 4 arkir, sem nú eru hreinprentað-
ar, eru sendar innheptar nú með Lauru
til Reykjavíkur, Eyrarbakka og ísafjarðar.
Þeir, sem kaupa þær, f'á síðari hlutann
hjá hlutaðeigandi út^ölumönnum ritsins,
er næsta póstskip er komið.
Kaupmannahöfn, Marstrandsgata 26, Ö., 18/4 ’91.
154 Bogi Tli. Melsteð.
P -'standi eptirfylgjandi einkenni.
„Sameiningin“ fæst hjá Sig. Kristj-
ánssyni í Reykjavík fyrir 2 kr. árg. Hið
eina kirkjulega tímarit á íslensku. í átta
blaða broti. Sjeriega vandað að öllum frá-
gangi. i56
3É*eir sem tryggja vilja lif sitt, geta fengið allar
nauðsynlegar upplýsingar hjá Dr. Jónassen. Lög-
mœtt aldursskýrteini verður að fylgja hverri beiðni
um lífsábyrgð. 157
Pingmálafundur.
Laugardaginn 13. júnímánaðar næstkom-
andi höldum við undirskrifaðir að öllu for-
fallalausu fund með kjósendum okkar á
Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu, til að ræða
um alþingismál. Fundurinn byrjar kl. 12
á hádegi.
Reykjavik 1. maí 1891.
Eiríkur Briem. Þorleifur Jónsson.
Kvennaskóli.
Næstkomandi október verður stofnaður
kvennaskóli í „Vina Minni“ í.Reykjavík.
Auglýsing um fyrirkomulag skólans verð-
ur gefln út seinna.
Cambridge, 20. april 1891.
158 Sigríður Einarsdóttir.
Samtíningur handa börnum eptir
Jöhannes Sigfússon, annað hepti, 96 bls.,
kostar óinnbundinn 50 aura, bundinn 70
aura; fæst hjá bóksölumönnum i Reykja-
vík, og verður sendur út um land með
næstu ferðum. 159
Jeg undirritaður hefl næstundanfarin 2
ár reynt „Kína-lífs-elixir“ Valdemars Pet-
ersens, sem herra H. Jónsson og M. S.
Blöndahl kaupmenn hafa til sölu, og hefl
jeg alls enga magabittera fundið að vera
jafngóða, sem áminnstan Kína-bitter Valde-
mars Petersens, og skal því af eigin reynslu
og sannfæringu ráða íslendingum til að
kaupa og brúka þennan bitter við öll-
um magaveikindum og slæmri meltingu
(dyspepsia), af hverri helst orsök sem þau
eru sprottin, því það er sannleiki, að „sæld
manna, ungra sem gamalla, er komin und-
ir góðri meltingu“. En jeg, sem hef reynt
marga fleiri svokallaða magabittera(arcana),
tek þennan optnefnda bitter langt fram yfir
þá alla.
Sjónarhól 18. febr. 1891.
L. Pálsson,
prakt. læknir.
Kina-lífs-elexirinn fæst á öllum verslun-
arstöðum á íslandi. Nýir útsölumenn eru
teknir, ef menn snúa sjer beint til undir-
skrifaðs, er býr til bitterinn.
Valdemar Petersen,
160 Frederikshavn, Danmörku.
Eigandi og ákyrgðarmaónr:
ÞORLEIFUE JÓNSSON, mnd. pliil.
Skrifstofa: i Bankastræti nr. 3.
Fjelagsprentsmiðjan.