Þjóðólfur - 08.05.1891, Síða 2

Þjóðólfur - 08.05.1891, Síða 2
86 þess á leit við amtsráðið, að hlutast til um að „nýtt markasystem“ verði innleitt um land allt, en amtsráðið sinnti því ekki, með því að því „virtist slík ráðstöfun, sem stungið er upp á, koma í bága við Jóns bókar landsleigubálk 48“, (Stjórnartíð. 1886, B. bls. 109), og mun það rjett vera, ef þessu ætti að koma á um land allt, með nokkurri samkvæmni, og þyrftu því lög til þess. Að minni ætlun ætti í lögunum að tiltaka sýslumark hverrar sýslu, eitt- hvert særingariítið yfirmark á hægra eyra, en fela sýsluuefndunum að tiltaka hreppa- mörkin hverri í sinni sýslu, þó með þeim takmörkunum, að lireppamörkin skuli vera undirben á liægra eyra, en láta síðan hvern fjáreigeuda ráða, hvaða mark hann hefði á vinstra eyra auk sýslu- og hreppsmarks- ins á hœgra eyranu; en hver hreppsnefnd ætti að vera skyldug til að sjá um, að enginn ætti sammerkt í hreppnum. Hver fjáreigandi ætti að vera skyld- ugur til að hafa sýslumarkið og hrepps- markið á liægra eyranu, og ekki liafa þar annað mark. Sýslubrennimörk teljum vjer rjettast að væru bókstaflr, en hreppsbrenni- mörk tölustaflr, eins og nú er víða farið að tíðkast. Enn fremur þyrfti að vera í lögunum einhver ákvæði um það, er menn flytja sýslna eða hreppa á milli, og dettur mjer ekki annað betra í hug en það, sem Mið- firðingarnir stungu upp á, að ef fjáreig- eigaudi flytur sýslna á milli, þá skuli hann láta mark öbreytt á hægra eyra, en brenni- merki fje sitt með brennimarki þeirrar sýslu og lirepps, sem liann flytur í. Eng- inn ætti að mega taka upp mark hans í næstu 6 ár í sýslu þeirri, sem hann flytti úr. Kollóttu fje ætti hann lielst að farga í þeirri sýslu, sem hann flytur úr. Flytji fjáreigandi hreppa á milli innansýslu, haldi hann óbreyttu marki á liægra eyra, en taki upp brennimark þess lirepps, sem hann flytur í, en ekki má taka upp mark hans í þeim hreppi, sem hann flutti úr, fyr en eptir 6 ár. Jeg skoða það svo mikið nauðsynjamál, að koma á fjármarkaskipun um land allt í þessa stefnu, sem að framau er bent á, að þingið ætti að taka þetta mál fyrir í sumar. Jeg veit til þess, að í einu kjör- dæmi mun verða skorað á þingmanninn, að flytja þetta raál á þingiuu, svo að jeg tel víst, að það komi inn á næsta þing. Það er því áríðandi, að þessu máli sje hreyft á þingmálafundum í vor, bæði til þess, að vita um skoðanir landsmanna á því, og til að undirbúa það undir þing- ið. Hrauntúni í Þingvallasveit, 25. apríl 1891. Jönas Haíldörsson. ísland. Vort elskaða land, sem úr leginum blá þjcr lyptir á föstum bjarga-stoðum, sem jökul-fald teygir mót himninum há, en hjúpar þinn fót í báru-voðum; þar eldfjallið gnæfir með ísþakinn tind, þar iðar nið’rum daliun hin tæra, lireina lind, 0, ísland! Þig elskar hver þinn sonur. Þú fóstraðir hetjanna frjálsbornu sveit á frelsisins sögu-ríku tíðum, er dörinn við skildina dreir-roðinu hneit og dafnaði hreysti’ og fjör hjá lýðum. Þeir hjuggust á velli svo bogaði blóð, við brjóst á mennta-dísunum kváðu margan óð og heimsfrægar sömdu kappa-sögur. Þótt Iangvinnar þrautir þinn lömuðu mátt, þótt liðirðu’ um aldir kúgun stríða. þá berðu samt enn þá við heiðloptið hátt þitt höfuð með svipnum bjarta, friða Ó, ástkæra móðir! Ó, elskaða land! hver alda blá, sem kyssir þin sker og dökkan sand hún fiytji þjer frelsi nýtt og gæfu. Ó, feðraland! vefji þig farsældar gnægð frá fjalltindi nið’rað sjávar-bugum, og vegur þinn aukist og vaxi þín frægð! — Hún vex og blómgast, ef vjer sjálfir dugum, ef að eins með kappi vjer vinnum vor verk, þá víst er það, að tíðin er nógu rík og sterk, að veita þjer vegsemd, auð og frama. Þótt eigi vjer berjumst með brandi og rönd og burtu sje hetju-öldin forna, þá tökum vjer nútímans hjör í hönd mót hlekkjárnuin öllum til að sporna. Þú fjekkst oss með eldinum funa í barm, með frosti þínu djörfung og þol, og krapt í arm: Vjer helgum þjer hugsun, líf og krapta. Þorst. V. Gíslason. Heitstrenging Hólasveina. Vjer undirritaðir, núverandi lærisveinar Hólaskóla, bindumst hjer með því heiti, að mæta á fundi á Hólum í Hjaltadal þriðju- daginn í 9. viku sumars árið 1900, efvjer verðum á lifl og innan lands og engin sjerleg forföll banna. En verðum vjerer- lendis eður forföll hindra oss frá aðsækja fundinn, strengjum vjer þess heit, að skrifa fundinum og skýra honum frá helstu bún- aðarframkvæmdum vorum og senda yfir- lit yfir fjárhag vorn. Tilgangur fundarins er: 1. Að skoða búpeniuginn og kynna sjer allarframkvæmdir búnaðarskólans frá þessu ári. 2. Skýra fundarmenn frá búnaðarfram- kvæmdum sínum og ræða um almenn bún- aðarmál. 2. Skýra þeir af fundarmönnum, er heitið hafa unnið, frá efnahag sínum, og hafa þá ekki aðrir en þeir setu á fundi. Fundurinn stendur ekki skemur en 3 daga. Vjer leyfum oss að skora á alla, sem stuuda nám við Hólaskóla frá þesssu ári og til 1900, að bindast þessu sama heiti. Einnig óskum vjer, að sem flestir búfræð- ingar og búendur sæki fund þennan, til að taka þátt í umræðum um almenn búnað- armálefni. Enn fremur leyfum vjer oss að skora á hina þáverandi stjórn búnaðarskólans á Hólum, að hún lilutist til um, að þáver- andi skólastjóri leyfl fundarstað, veiti fund- armönnum nauðsynlegan beina gegn sann- gjarnri borgun. og auglýsi í tæka tíð, að hún hafi gjört nauðsynlegar ráðstafanir í þessu efni. Þar á móti eru allirþeir, er fundinn ætla að sækja, skyldir að gjöra skólastjóra aðvart um koinu sína að minnsta kosti mánuði áður en fundur verður haídinn. Hólum í Hjaltadal, 19. inars 1891. Ásmundur Kristjánsson. Eiríkur Jóliannesson. Gisli Bjarnarson. Guðmundur Jónsson. Helgi Jóliannesson. Jón Guðmundsson. Jón Marteinsson. Jónas Asmundsson. Kolbeinn Þorleifsson. Kristinn Guðlaugsson. Kristján Kristjánsson. Stefán Kristjánsson. Tómas Pálsson. Þorsteinn Jónsson. * * * Heitstrenging þessi er allmerkileg og getur haft allmikla þýðingu. Það er mjög líklegt, að piltarnir hafi hana jafnan í liuga, reyni því að komast áfrain og láta eitt- hvað eptir sig liggja tit gagns og sjer til sóma, hver þeirra keppist við að verða ekki eptirbátar hinna og geta sýnt það, er fundurinn verður síðar haldinn. Það er og líklegt, að fundurinn sjálfur geti haft nokkra þýðingu, bæði fyrir skólann og piltana sjálfa og aðra úti frá. Það er margt, sem mælir með því, að þeir sem samtíða eru við eitthvert nám, t. d. skóla- lærisveinar í sama bekk, komi sjer sam- an um að finnast t. d. 10—20 árum eptir að þeir skilja, til að rifja upp fornan kunn- ingsskap og sjá, hvernig þeim hefur geng- ið, og hvað þeir hafa gert, sjer til særnd- ar og ættjörðinni eða því hjeraði, sem þeir dvelja í, til gagns og framfara. Það er því vonandi, að lærisveinar á Hólum framvegis verði við áskoruninni, að bindast sams konar heiti, sem þessir hafa bundist.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.