Þjóðólfur - 15.05.1891, Blaðsíða 2
90
ins, að ráða bót á þessu það fyrsta. Jeg,
sem þetta rita, vona, að þeir, sem betur
hafa vit á, láti nú til sín taka, og komi
með tillögur um, hvernig hægast muni
verða að koma því til leiðar, að aukin
verði þekking á dýralækningum í land-
inu.
Það væri stórmikill munur að því, þó
ekki væri nema einn dýralæknir, ef hann
væri góðum hæfileikum búinn, svo hann
gæti kennt fleirum, og einnig ritað leið-
beiningar fyrir almenning, það kynni marg-
ur að verða til þess að færa sjer það í
nyt, og gera ýmsar tiiraunir, ef til væru
góðar leiðbeiningar að fara eptir. Æski-
legast væri að dýrlæknisfræði yrði kennd
á búnaðarskólunum, en þess mun varla
kostur fyrst um sinn. Það fyrsta, sem
hægt er að gera, er að fá einhvern hæf-
an mann til að læra dýralæknisfræði er-
lendis, og ætti þingið að veita fje til þess,
að minnsta kosti að nokkru leyti, og úr því
er vonandi, að áfram yrði haldið smátt og
smátt, þangað til einn maður yrði í hverri
sveit, sem dálitla þekkingu hefði á dýra-
lækningum, því fyrri verða ekki fullkomin
not af þvi. En þó það yrði nú aidrei, þá
er talsvert fengið, ef fenginn er einn góð-
ur og starfsamur dýraiæknir, því þá er
meiri von til að fleiri muni á eptir
koma.
Þ. B.
Framtíðarmál. Verslunarfrélsi eða ein-
okun á Eyrarbakha. Frjettaþráður til Is-
lands. Eptir Boga Th. Melsteð. Khöfn
1891.
Mörg hvetjandi rödd hefur hljómað frá
íslendingum í Khöfn heim til landa sinna
á Fróni og nægir að nefna Ármann á al-
þingi, Fjölni, Ný fjelagsrit og Launalög
og launaviðbætur, sem allt hefur, sitt á
hvern hátt, reynt að vekja íslendinga til
meiri framtaksemi og þjóðmenningar og
frætt þá um margt og inikið, sem miður
hefur farið og hvað gera skuli til við-
reisnar landi og lýð. Rit það, sem sagn-
fræðingurinn Bogi Th. Melsteð hefur nú
sent löndum sínum og hann nefnir Fram-
tíðarmál, er sprottið af sama anda, sama
áhuga fyrir velferð og framförum ættjarð-
innar, sem rit þessi, er vjer nefndum, er
prýðisvel skrifað og mjög fræðandi um
verslunarmál vor og margt fleira.
Ritið byrjar á hinu alkunna máli út af
Eyrarbakkahöfn, er Lefolii kaupmaður
höfðaði gegu keppinautum sínum, kaup-
mönnunum Guðmundi ísleifssyni og Eínari
Jónssyni, til að bægja þeim frá afnotum af
höfninni og þannig drepa alla samkeppni
við sig. Höfundurinn rekur hafnalöggjöf
vora frá því á þjóðveldistímanum fram á
vora daga og Ieiðir, að oss virðist, ómót-
mælanleg rök að því, að enginn einn kaup-
maður hafi nokkuru tíma öðlast rjett til
að nota einii höfnina eða til að bægja
öðrum frá afnotum af henni.
Síðan lýsir höf. versluninni á Eyrar-
bakka og sýnir fram á, hve mikil nanð-
syn er, að þar sje ekki einokun. „Einokunar-
verslunin á Eyrarbakka“, segir höfundur-
inn, „hefur síðan 1787 að öllum líkindum
unnið oss meira tjón en öll Heklugos frá
byggingu landsins, og höfum vjer þó marga
skráveifuna af þeim fengið.
Það var ekki að eins um þann tíma,
sem Tómas heitinn Sæmundsson mundi,
að matur á Eyrarbakka var „að jafnaði
ekki fáanlegur lengur en tvo eða þrjá
mánuði á ári hverju og stundum skemur“,
heldur hefur það verið svo frá því ein-
okunin var afnumin og það fram á daga
þeirra manna, sem enn eru ungir. Jeg
man eptir því sem barn frá árunum um
1870 og síðar, að menn sögðu upp í Gríms-
nesið, að þar væri engan mat að fá. . . ,
Ein vara var það þó, sem ávallt fjekkst
á Eyrarbakka, en það var brennivín. Eyr-
arbakkaverslunin hefur jafuan verið ótæm-
andi brennivínslind, og það er eins og
hún hafi verið það með lífi og sál og
gjört sjer meira far um að vanda brenni-
vínið til verslunarinnar en aðrar vörur,
því á þessa vöru eina þaðan hafa allir
lokið lofsyrði. . . .
Svo var nú verðið á öllu eptir þessu,
svo afarillt, að nálega enginn verslaði þar,
ef annars var kostur.
Vegna alls þessa sóttu þeir Árnesingar
og Rangæingar, sem gátu, um langar og
erfiðar leiðir til Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar, til þess að versla þar. Á Eyrar-
bakka versluðu einkum fátæklingarnir á
Bakkanum og úr Flóanum, sem skuldirnar
höfðu bundið fasta við verslunina, og hef-
nr eflaust hin óþrjótandi brennivínslind
verslunarinnar opt lagt þessi bönd á menn“.
Á reikninga verslunarinnar hefur verið
prentað: „Það, sem jeg kynni að hafa
ástæður til að bæta npp í þessum
reikningi, verður einungis tekið til greina,
þegar hanu verður framvísaður (!) i við-
skiptum við Eyrarbakkaverslun í næstu
kauptíð. — Það, sem stendur inni, borgast
einungis í vörum og eptir hentugleikum
verslunarinnar“. Menn voru eptir þessu
neyddir til að versla þar framvegis, ef
menn áttu að ná nokkurri leiðrjettingu á
reikningnum.
„Hafa menn nú nokkurn tíma“, segir
höf., „þekkt meiri ósvífni og ójöfnuð hjá
nokkrum kaupmanni en þetta? Hvílík
fyrirlitning fyrir viðskiptamönnunum ligg-
ur í þessu! . . . Ekki þyrði Lefolii, ef
hann ræki verslun í Danmörk, að bjóða
hinum fátækasta vinnumanni annað eins
og þetta. . . . Af öilu þessu má sjá, að
hafl Eyrarbakkaverslun verið ótæmandi
brennivínslind, þá hefur hún nú um 100
ár verið óþrjótandi adaluppspretta eða föst og
stöðug orsök til eymdarskapar, framtaks-
leysis og dáðleysis í Árnessýslu og Rang-
árvallasýsluu.
Þetta er harður dómur, en því eptir-
tektaverðari, sem hann kemur frá gagn-
kunnugum manni. kandídat í söguvísind-
um, sem sjerstaklega hefur rannsakað
verslunarsögu landsins. (Niðurl.).
Rangárvallasýslu 5. maí: „Helstu frjett-
ir hjeðan eru um sýslufundinn, sem Rang-
æingar hjeldu hinn 29. og 30. f. m., og
voru það ýmsar nýjungar, sem þar komu
til umræðu. Nú í vor á að halda 4 fjen-
aðarsýningar í sýslunni, og nefnd manna,
sem á að liafa umsjón með þeim. Búuað-
arfjelag Suðuramtsins veitir styrk til þess-
ara sýninga. Vonaudi er, að sýningarnar
verði vel sóttar, enda væri full þörf á, ef
einhver ráð væru til, að vekja framfara-
hug hjá bændum, að þvi er fjárræktina
snertir. Menntunarástandið lijer í sýslu
kvað sýsluraanni þykja bágborið, og vildi
láta verja fje úr sýslusjóði til að ráða bót
á menntunarskorti Eyjafjallamanna og
Þykkbæinga. Þó að menn væru eigi all-
ir á eitt sáttir í fyrstu, ætlar samt sýslu-
nefndin að veita. allt að 200 kr. úr sýslu-
sjóði til að efla menntun í sýsluuni, hvern-
ig sem því kann að verða hagað; ber
það vott um, að menn eru að fá tiltínning
fyrir því, hve slíku er ábótavant, enda
hafa í vetur verið 4 sveitakennarar
lijer í sýslunni, er allir sóttu um styrk til
barnakennslu. Margar sveitir eru þó
kennaralausar enn sem komið er. Nokk-
ur búnaðarfjelög eru hjer í sýslunni, og
hafa sum þeirra hingað til verið smálát í
framkvæmdunum, en líklegt er að þau
fari nú að verða atkvæðameiri, þar sem
þau sækja um styrk úr Iandssjóði og sýslu-
nefndin ber þau fram á bænarörmunum
við landshöfðingja. Um vegagjörðir var
sýslunefndin á þeirri skoðun, að fylgja
ekki gamla mátanum í því að káka við
alla vegina í einu, heldur taka sjerstaka