Þjóðólfur - 29.05.1891, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.05.1891, Blaðsíða 3
103 ijós, sem er rjett fyrir sunnan Gilsneið- ing (póstleiðina upp á Yatnsskarð), á- gætis vað; þar rjett hjá er lygn hylur, sem engum efa er bundið, að sje góður ferjuhylur, og sem opt er á ís, þó áin sje auð annarstaðar. Ef nú póstur eða ferðamenn einhvern tima skyldu teppast við Svartá utar, sýnist enginn ógjörn- ingur, en örlítill krókur að fara yfir hana þarna; já ólíklegt að menn kysu það ekki heldur, en að klöngrast Hlíðarskriðu með lífshættu fyrir sig og hesta, og þá eiga eptir Hlíðará, sem sannast sagt er æði mikið hættulegra vatnsfall þó minni sje en Svartá. Það má reiða sig á, að sje Svartá ófær fyrir vorleysingar, er Hlíðará það einnig; og við Hlíðará teppt- ist opt bæði jeg ogmessufólk; við Hlið- ará tepptist póstur að mjer ásjáandi, en aldrei við Svartá. Eigi póstleiðin að liggja utan Langadal, verður brú nauð- synieg á Hlíðará, en getur sparast fyrst um sinn á Svartá. Enda hafá Bólstaðar- hlíðarhreppsmenn opt sótt um fje af sýsluvegasjóði til að brúa Hiíðará, og var eitt sinn byrjað á að efna tii hennar en við það situr, því að fjeð fjekkst þá ekki. Hjá Hlíðará er hægt að komast ef fremsta ieiðin væri tekin, að eins yrði þá að flytja brjefhirðinguna að Botna- stöðum, þar sem hún var, eða Gili. — Þess er vert að geta, að fyrir utan mig og 2 menn aðra í sýslunefndinni, sem vel að merkja báðir eru Langdælir, eru allir aðrir ókunnugir Svartá og Hlíðará, margir þeirra hafa aldrei litið þær aug- nni, og jafnvel eigi Blöndu heldur, sum- ir hafa örsjaldan, sumir aldrei komið að henni. Svona er nú þessi aðalsnagi tryggur. En hvað gjöra nú þessir ystuleiðar- menn úr Laxá (ytri)? Svar; Ekkert, og þó er hún í sannleika engu minni torfæra en Svartá. Hún kemur úr Lax- árvatni, og liggur leiðin yfir hana neð- arlega nálægt sjó, á svo grýttu og vondu vaði, að annað eins vað þekkijeg hvergi á Svartá, önnur vaðnefna er nokkuð neð- ar, djúpt með kaststreng í; enda meðan Laxárvatn er að leysa á vorin, er hún tíðum ófær, þar er ekki um marga vegi að velja til yfirferðar, nema að setja á hana brú, nýja brú, þriðju nauðsynlegu brúna til að geta notað ystu leiðina nokkurn veginn hættulaust, og auka kostnaðinn enn um nokkrar þús. króna, nei, enn betur, brú sjálfsagt nauðsynleg yfir Gunnsteinsstaða sikið (þ. e. kvísl af Blöndu, sem liggur á veginum, djúp Og tíðum ófær) það er fjórða brúin, og i fimmta iagi muudi vera opt þörf á brú yfir Auðólfsstaðaá, sem kemur ofan á þveran veginn ofan af Laxárdal. Um þessa ystu leið hefur herra Siwer- son eðliiega talað minnsti skýrslu sinni, af þeirri ástæðu, að honum hefur ekki komið til hugar, að vjer yrðum þau börn að kjósa hana, þegar vegamunur- inn og aðrir ókostir hennar væru oss kunnir. Enda er þessi ysta leið þannig til komin í fyrstu, að uppástungumaður hennar 1888 ætlaði eins og að ganga fram af mönnum með fjarstæðu sinni, hafandi ekki minnstu von um ? að nokkur yrði með sjer, en honum sjálfúm var hún persónulega þægilegust. A fremstu 'leiðinni er einnig Laxá (fremri), sem kemur úr Svínavatni, segja mótstöðumennirnir. Það er satt, en vaðið á henni er við ós hennar, áður en nokkur sitra rennur í hana, vaðið er lygnt sem poilur, grunnt með sljettum malarbotni; að tala þar um brú er hlægi- legt fyrir Islendinga enn sem stendur. Annar hattasnagi mótstöðumannanna er. að mig minnir, mismunurinn á brú- arkostnaðinum yfir Blöndu útfrá og fram- frá. Jú, eptir áætlun Siwersons, er brú- in framfrá rúmum 8000 kr. dýrari en út- frá, en skyldu ekki þær 8000 kr. nást optar en einu sinni af mismun vega- kostnaðarins?1 Þá á vegfræðingurinn ekki að hafa reiknað neitt út. hversu miklu dýrara væri að koma brúarefninu fram eptir en uppá klifinn. Þetta er auðvitað sagt út í hött; en hafi hann gjört áætlun um hvað kostaði að koma brúarefninu fram á klif, þá hefir hann án efa gjörb áætl- un um kostnaðinn að koma því lengra á leið. Hvorugt er ástæða til að tortryggja — Af Blönduós á að vera i flestum vetrum ómögulegt að aka þungu æki fram í Blöndudal; en sannleikurinn er, að af Ósnum er opt örðugt að aka ein- mitt upp að klifjum, en úr því þangað er komið, kemur víst enginn sá vetur fyrir, að eigi sje alhægt að aka fram í 1) Bf maður einblínir í þessu máli að eins á brú yfir Blöndu, og álítur ])að einu og fyrstu nauð- synina, sem að mínu álíti er alls ekki fyrsta skil- yrðið, par sem 3 lögferjur eru á ánni, ])á á maður að einblína á hana ]>ar, sem hún nær best tilgangi sínum, jafnvel pó hún yrði ]iar nokkuð dýrari, eins og með veginn yflr höfuð, hvað ])á pegar gagn- seminni sameinast afarmikill peningasparnaður í heild sinni. Blöndudal — og Svartárdal, annaðhvort eptir Blöndu sjálfri, eða flóunum og vötnunum á Asunum. Reyndar hefir hengibrúarefni aldrei verið ekið þessa leið, en sjálfur hefi jeg látið aka þessa leið 1000 pundum korns í einu hingað á heimili mitt, á einum hesti, og gekk það ágætlega vel. Oðru sinni ljet jeg aka af Ósnum brúartrjánum í hina fyrirhuguðu Hlíðarárbrú. Efninu í Svinavatnskirkju var ekið þessa leið, og fjöldanum af stærstu trjánum í Bólstaðarhlíðarkirkju var ekið af Ósnum. Þetta finnst mjer vera fremur til greina takandi, en blá- ber reynslulaus orð hinna móthverfu. Þá er einn kostur enn á fremstuleið- inni, sem hvorug hinna á til, en það er Svínavatn, sem er stór hluti leiðarinnar að Blöndu. Flesta vetra liggur það megin- ið af vetrinum undir ís, og vanalega glærir ísar frá báðum endum þess. Er nú ann- að eðlilegra, en að bæði póstur og ferða- menn milli íjórðunga, fári Svínavatn að vetrinum, hvar svo sem aðalpóstleiðin liggur um sýsluna? Jeg segi nei; enda hefir núverandi póstur sagt, að hann ó- neyddur færi eigi aðra leið; en að fleygja mörgum tugum þúsunda í veg, sem ekki er farinn af þeim, sem hann er ætlaður, er ekki við vort hæfi. — Enn- fremur má geta þess, er um kostnaðinn er að ræða, að 1888 var sú hugsun sýsiu- nefndarinnar, að láta veginn víða liggja eptir fjallshlídunum i Langadal. Siwer- son vegfræðing kom eigi einu sinni til hugar að mæla þar, heldur mældi hann niðri i dalnum á lágieudinu. Og með því að nú minnast þessir menn ekkert á fjallshliðaveg framar, er að sjá, sem þeir álíti þetta þó eigi öðru jafnvitlaust hjá vegfræðingnum, en við þetta eykst kostnaðurinn að stórum mun, því veg- urinn liggur þá viða yfir blómleg flæði- engi, sem landssjóður verður fyrst að kaupa samkvæmt lögunum undir veginn, og jeg efast ekki um, að Langdælumr þyki hver faðmurinn úr þessum engjum sinum mikilsvirði sem von er. A fremstu leiðinni eru að visu engjar sumstaðar, en þær eru lítilsvirði í samanburði við Langadalsflæðin, og viða eru á þeirri leið að eins óræktar móar, mýrar, holt og melar, sem ekkert verð er i. Þegar mótstöðumenn mínir i máii þessu í sýslunefndinni eru gjörtæmdir að senni- legum (ekki sönnum) ástæðum fyrir á- liti sínu, snúa þeir að iögunum sjálfum,. að sýna, hversu óhæfilegt sje að hugsa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.