Þjóðólfur


Þjóðólfur - 19.06.1891, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 19.06.1891, Qupperneq 3
115 áður nær hún yiir 6 kafla reikningskennsluunar. Eigi er þess að vænta að börn geti lært allar þess- ar greinar á einum vetri, það geta ekki nema þroskaðir menn, eða þeir, sem vel eru lagaðir fyrir reikning, en bðkin er sjerstaklega ætluð alþýðuskól- um, en þar eiga börn að nema og þau eru óþrosk- uð. Til þesB að læra vel svo mikinn reikuing, sem þessi bók nær yíir, þurfa börn að minnsta kosti 3—4 ár. Fyrst að svo er, mundi margur segja að bókin væri oflítil, það væri of fá dæmi í henni. Þessi viðbára er að nokkru leyti á rökum byggð, ef svo ætti að skilja, að engin dæmi ætti að gefa börnunum önnur en þau, sem standa í bókinni, þá yrði æfingarnar offáar, til þess þyrfti mjög stóra reikningsbók, svo stóra, að einstökum mönnum væri lítt mögulegt að gefa hana út á íslensku. Það verður að vera kennaranna verk að gefa nemend- um sínum dæmi, þegar dæmi þau, sem eru i bók- inni, þrjóta, ef þeim þá sýnist þess þuría, bókin gefur kennurunuin líka góðar bendingar í þessu skyni, þar sem húu þyngist stig af stigi, svo kenn- arinn getur gefið lærisveinura sínum hæfileg dæmi eptir því á hvaða stigi þeir eru i reikningnum, án þess að kennsla þuríi að verða á reiki. Þessi reikn- ingsbók er því besti leiðarvisir fyrir kennarana. Á íslandi má hvert einasta heimili álítast sem skóli, þar sem hin fyrstu uudirstöðuatriði almennrar fræðslu eru kennd; margir þurfa leiðbeiningar við til þess að kenna vel þessi frumatriöi fræðslunnar og einna helst i reikninguum. Það er mín sannfæring, sem byggð er á reynslu, að sje þessi bók almennt not- uð við reikningskenusluna í skólum og á heimilum, þá leiðrjetti hún og bœti yfir liöfuð reikningskennsl- una á þessu landi, og ætti þvi að vera á hverju heimili. Ögmwndur Sigurðsson. Thyra lagði af stað hjeðan áðfaranótt 13. þ. m. vestur og norður fyrir land með fjölda af farþegj- um. Laura fór hjeðan 15. þ. m. suðnr og austur fyr- ir land. Með henni fóru um 400 farþegjar, þar á meðal sjera Oddur Gíslason til Yestmanneyja i bjargráðaerindum. Af Hðlaskóla útskrifuðust í vor 5 piltar. Slysfarir. Maður af nafni Oddur Jónsson frá Eyjaseli í Múlasýslu varð úti á svonefndri Hellis- heiði 2. maí. Aðfaranótt 5. maí varð maður að nafni Jón Jónsson frá Hólum í Öxnadal úti á hálsi fyrir ofan Auðni. Aðfaranótt 10. mai drukkn- aði Norðmaður að nafni Thorkel á Eyjafirði einn á bát. í vor fórst maður í snjóflóði i Hjeðinsfirði. Dáinn. Hiun 7. maí ljest sjera Bergur Jónsson prófastur i Vallauesi, 66 ára. l’iski- og síldarafli nokkur á Eyjafirði frá því snemma í maí. Fólkstala ií íslandi 1890. Eptir fólkstölu- skýrslum frá I. nóv. síðastl. er fólkstala á landinu rúmar 70,000 og er það rúmlega 2000 færra en var 1880. Landsreikninguriun 1890. Tekjur landsins 1890 hafa verið rúmlega 585,000 kr. en útgjöld 483,000, tekjuauki er því 102,000 kr.; eru það gleðitiðindi fyrir land allt. Kaffi- og sykurtollur hefur á árinu gefið af sjer rúml. 120,000 kr. Ölfusárbrúin. Slys. Danskur verkfræðingur að nafni Kipperda, er kom með „Lauru“ og annar enskur að nafni Vaughan frá Newcastle, er brúna hefur smíðað og koin með Magnetic, eru austur við Ölfusá ásamt Tryggva Gunnarssyni og starfa að því að koma brúnni á ána. Að kveldi 15. þ. m. vildi það slys til að flutningsbátur klaðinn járni, er draga átti yfir um á streng, sökk á miðri áuni, og enskur unglingspiltur drukknaði, er af unggæðis- leguin gáska og þrátt fyrir viðvaranir anuara, er við voru staddir, ætlaði að fara yfir um í bátnum. Óvíst er, hvort tekst að ná bátnum upp með kleðsl- unni og tefur það þá eigi lítið fyrir að koma brúnni á. Tíðarfar. Seinustu daga hefur rignt endrum og sinnum en jafnframt verið hlýindi, og er því gras- veður besta. Gæftir góðar, en lítið vill aflast. Yert að lesa! Allar bátaviðgjörðir bestar og ódýrastar bjá und- irskrifuðum. 222 B. H. Bjarnason. Vatnsstígvjel, lítið brúkuð, ern til sölu. Ritstjóri vísar á. 223 Munið eptifr að enginn hjer hefur lært eins ýtarlega þilskipasmíði sem undirskrifaðnr, og getið þið því beðið haun fyrir hverja þá helst að- gjörð sem vera skal, t. d. ef þið þurfið að láta byrða skip upp að nýju, láta iunviði í skip, láta dekk eður bita í skip. Af þvi til eru ýmsir sjervitringar, sem opt á tíðum álíta sig hafa betur vit á verkinu en liand- iðnamaðurinn sjálfur, þá kýs jeg lielst skriflega samninga, þanuig lagaða, að verkið sje í alla staði svo vel af hendi leyst, að það geti staðið fyrir dómi útlendra og innlendra skynberandi manua. 224 H. B. Bjarnason. 92 beggja vegna, en á honum miðjum er gosbrunnur mik- ill af marmara, er gýs vatni silfurtæru í líáalopt. Síðan gengum við til gistihúss, og sváfum þar af til morguns. Morgunkaffið fengum við kl. 5, og ruk- um svo óðara á fætur aptur; við ætluðum þar upp í hálsana til þess að skjóta fugla okkur til skemmtunar. Við liöfðum feugið strák til fylgdar, sem Pedrilló lijet, og vildi gestgjafinn ábyrgjast piltinn upp á æru og trú. Svo lijeldum við af stað. Pedrilló var um 12 ára gamall. En liann var hert- ur og skerptur af skorti og örbyrgð, og vitrari mörgum fullorðnum manni. Andlit hans var gulgrátt á lit, og fremur dýrslegt en mannlegt. Augun voru kolsvört og tindrandi og vel greindarleg. Allur fatnaðurinn á lion- um var gauðrifinn skyrturæfill og stuttbuxnagarmar og hetta á höfði. Hann hafði zinkhringa í eyrunum, og var í öllu nauðalíkur ítölskum Lazzaróna. Greindur var hann vel, og það runnu upp úr hon- um skrýtlur og smásögur, og urðu þær þvi voðalegri, sem við fleygðum optar í hann einum peseta (spænskur smápeningur). En mest sagði liann okkur frá stórvirkjum einhvers Júan Róa, sem optast var nefndur de Ante- 'iuera, sem þá var á vakki þar um fjöllin; hann sagði hann skryppi stuudum ofan úr fjöllunum, stundum einn, en stundum raeð marga menn, til þess að ræna hjá frið- 89 sjera Jóhannes fjekk einn góðan veðurdag bendingu frá veitingarvaldinu um að sækja um feitt prestakall eittr sem þá var laust. Hann sótti um það og fjekk það; allir furðuðu sig á því, þótt enginn væri, sem ekki taldi liann þess maklegan. Sjera Jóhannes komst brátt á snoðir um, að þetta var Vogna greifa að þakka, sem liafði vakið eptirtekt konungsins á honum og mælt með honum við liann. Hann fór þess vegna til greifans og þakkaði honum með mörgum fögrum orðum velvilja þann, sem hann hafði sýnt honum. „Það er allt of mikið þakklæti, kæri prestur. Vjer stjórnbragðamenn komum svo margri ógæfunni af stað hjer í heimi, að vjer rnegum skoða oss sjerstaklega hamingjusama, þá sjaldan vjer getum gert dálítið gott . . . En hvernig líður hinni ungu ágætu frú yðar? . . . jeg hef sjaldan sjeð svo fallegar hendur og fætur, sem hún hefur . . . jeg hef gott vit á öllu þess kouar; það er sannarlega heldur ekki vegna vetrarríkisius bjer í Svía- ríki, að jeg kann svo vel við mig hjer . . . En lofið þjer mjer, að láta engan vita af því, að jeg eigi nokkurn þátt í því, að þjer fenguð þetta góða prestakall, því að þá gæti vel komið fyrir, að jeg væri beðiun um slíkt hið sama af ótal eins fögrum lconum, sem jeg væri miklu skuldbundnari, og það skuluð þjer vita, að öll presta-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.