Þjóðólfur - 26.06.1891, Blaðsíða 2
118
spænska og franska) og að nokkru leyti
enska; latínan verður þannig eins konar
samtengingarliður milli hins forna og nýja;
vísindaleg nöfn á hinu og þessu, plöhtum,
steinum, vjelum o. s. frv. eru öll með
latínskum blæ, enn fremur er þess að gæta,
að í ritum nútíðarhöfunda koma einmitt
fyrir latínsk orð og klausur, sem manni
með æðri menntun er nauðsyn á að geta
skilið. Vjer sjáum því ekki betur en að
kunnátta í latínu sje alsendis ómissandi
scm einn liður æðri menntunar. Að síðustu
má geta þess, að það yrði einmitt efiing
fyrir látínu námið, að gríska væri aftekin,
því, eins og liggur í augum uppi, er huga
nemandans hægra að meðtaka, melta og
halda fastri þekking á einu örðugu máli
heldur en tveimur, einkum þegar það málið,
sem lausn er veitt frá, er talsvert örðugra
en hitt, sem haldið er.
Pá er að snúa sjer að því, scm er aðal-
efni þessa máls, gagufræðaskólanum. Við
það að grískan yrði afnumin, gæti gengið
talsvert mtfiri timi en nú er til latínu-
náms i efri bekkjunum, en þá mætti apt-
ur byrja að kenna latínu nokkru seinna
en nú er gjört; þannig mætti afnema
latínunám í tvemur neðstu bekkjunum en
verja þeim tíma, er þar með ynnist, til
að nema hin svonefndu gagnvísindi. Bæði
er það, að í sjálfu sjer er eðlilegast og
mannseðlinu samþýðanlegast, að byrjað sje
á því, sem ljettara er, og síðan tekið fyrir
hið þyngra, eptir því sem þroskinn verð-
ur meiri til sálar og líkama. Ekkert get-
ur því verið eðlilegra í námslegu tilliti,
en að kenna nemendanum fyrst hin Ijett-
ari fræði, gagnvísindi, nýju málin o. s. frv.,
siðan þegar nokkurn veginn góð undir-
staða er fengin í hinu almenna, þroskinn
orðinn meiri, þrekið styrkvara, að slá sjer
á latínuna, hærri stærðafræði, og yfir höf-
uð að veita kennslunni vísindalegra snið.
Með þessu móti er það fengið, er vjer í upp-
hafi þessarar greinar minntumst á, nefni-
lega góður og gildur gagnfræðaskóli, og
samanstæði liann þá af tveimur neðstu
bekkjum latínuskólans. Með þessari til-
högun mundi það sannast, að einnig hið
vísindalegra nám, nefnilega námið í hinum
fjórum efri bekkjum, yrði ávaxtarsamara
og menntunarríkara þeim, sem þess njóta,
en ella.
H. B.
Þingmálafundur Ilúnvetnlnga var
haldinn á Sveinsstöðum 13. þ. m., þar sem
mættir voru um 90 mauns auk beggja
þingmanna sýsluunar. Sýsium. Lárus Þ.
Blöndal var fundarstjóri, en sjera Jón Þor-
láksson á Tjörn skrifari. -- 1. í stjórnar-
skránnálinu vaT samþykkt í einu liljóði
svofelld ályktun: „Fundurinn aðliyllist
stefnu nefndarinnar í neðri deild 1889 í
stjórnarskrármálinu yfir höfuð, en leggur
sjestaklega áhersiu á, að fyrir „getur lát-
ið“ í 6. gr. efridoildarfrumvarpsins komi
lœtur, í 7. gr. komi löggjöf og stjorn fýrir
„stjórn“, og að efri deiidar menn verði
kosnir af sýslunefndum að eins lil 12
ára“. — 2. Afnám vistarskyldunnar var
fellt með 40 atkv. móti 28, en aptur á
móti samþ. að Iækka allt að helmingi
lausamennskugjaldið. — 3. Að koma á sjer-
stökum sýslu- og hreppamörkum um land
allt var fellt. — 4. Sú breyting á tíundar-
lögunum samþ., að allar vanmetalausar ær,
sem bornar væru í fardögum, teldust loigu-
færar, og þær ær, sem þá væru óbornar,
teldust sem geldar ær. —'5. Samþ., að
200 kr. árgjald í landssjóð af Höskulds-
stöðum verði afnumið og að fá greidd úr
landssjóði eptirlaun uppgjafaprests sjera
Eggerts Ó. Briem, sem nú hvíla öll á
Höskuldsstaðaprestakalli. — 6. Eptirlaun
presta af brauðum vildi fundurinn miða
við meðaltal af tekjum brauðanna síðustu
5 ár, en ekki við síðasta brauðamat, eins
og ákveðið er i lögum 27. febr. 1880. — 7.
Samþ. sú breyting á safnaðarlögunum, að
safnaðarfundir sjeu haldnir í maí, en hjer-
aðsfuudir í júni. — 8. Beiðni um auka-
lækni í austanverðri Húnavutnssýslu samþ.
— 9. Samþ. með litlum atkvæðamun, að
sameina hreppstjóra- og oddvitasýslanir,
og í einu hljóði samþ. að launa þoim
manni, sem hefði þessi sameinuðu störf á
hendi, með 4 kr. fyrir hvern búanda í
hreppnum, er byggi á 5 lmdr. að minnsta
kosti, og skyldu launin greiðast að fjórð-
ungi úr sveitasjóði, en að þrem þjórðung-
um úr landssjóði. — 10. Samþ. í einu hlj.
áskorun til alþingis um, að auka styrkinn
til kvennaskólans á Ytriey. — 11. Söinul.
styrkinn til sveitakeunara og setja svo
góða trygging, sem unnt er, fyrir því,
að sem hæfastir menu sjeu fengnir fýrir
sveitakcnnara. — 12. Samþ. áskorun til
alþingis, að hlutast til um, að strandferða-
skipið komi við á Borðeyri í liverri ferð
meðfram ströndum landsins. — 13. Samþ.
að fá aukapósta upp í sveitirnar frá við-
komustöðum strandferðaskipanna. — 14.
Samþ. áskorun til þingsins um að hlutast
til um, að nefud verði sett milli þinga
til að íhuga nýtt skipulag á tekjum presta
og kirkna og hina kirkjulegu löggjöf yfir
höfuð og undirbúa þessi mál uudir næsta
þing á eptir.
%
Stjórnarfrumvörp, sem leggjast eiga
fyrir þingið í sumar, eru þessi:
1. Frnmvarp til fjárlaga fyrir árin 1892
—93. (Tekjur áætlaðar 1,059.800 og út-
gjöld rúml. 946,000 á fjárhagstímabilinu).
2. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1888
—89.
3. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1890
— 91.
4. Um samþykkt á landsreikningnum
1888—89.
5. Uni þóknun til þeirra, er bera vitni
í opinberum málum.
6. Um að íslcnsk lög verði eptirleiðis
að eins gefln út á íslensku.
7. Um skipun dýralækna á íslandi (2
dýralæknar á landinu),
8. Um skaðabætur þeiin til handa, er
að ósekju liafa verið hafðir í gæsluvarð-
haldi eða sætt hegningu eptir dómi, svo
og um málskostnað í sumum opinberum
sakamálum.
9. Um líkskoðun.
10. Um að stjórninni veitist heimild til
að afhenda nokkrar þjóðjaröir (á Vest-
mannaeyjum) í skiptum fyrir aðrar jarðir
11. Um nokkrar ákvarðanir, er snerta
opinbcr lögreglumál.
12. Um sölu silfurbergsnámanna í Helga-
staðafjalli.
13. Um viðauka við útflutningslögin 14.
janúar 1876.
14. Um iðnaðarnám.
15. Um eptirstæling frímerkja og ann-
ara póstgjaldsmiða.
16. Um að selja þjóðjörðina Miðskóga
í Miðdalahrcppi.
17. Um almannafrið á helgidögum þjóð-
kirkjunuar.
18. Um breyting á 1. gr. í lögum 19_
sept. 1879 um kirkjugjald af húsum.
19. Um lækkun á fjárgreiðslum þeim, er
hvíla á Höskuidsstaðaprestakalli í Húna-
vatnsprófastsdæmi. (Hið sama, sein farið er
fram á á þiugmálafundi Húnvetninga, sjá
fundarskýrsluna framar í blaðinu).
20. Um breyting á safnaðarlögunum
27. febr. 1880. (Sama breyting á, hvenær
hjeraðsfundir og s;ifnaðarfundir skuli haldn-
ir, sem þingmálafundur Húnavatnssýslu
leggur til).
21. Um breyting á prestakallalögunum
27. febr. 1880 (um Borgar-, Staðarhrauns-,
Hítarness- og Miklaholts prestaköll).
Ýms af frumvörpum þessum eru að vísu
smámál, en suin af þeim allmerkileg, og