Þjóðólfur - 10.07.1891, Page 3

Þjóðólfur - 10.07.1891, Page 3
127 Brauð yeitt. Bjarnanes sjera Þorsteini Benediktssyni á Bafnseyri eptir kosningu safnaðarins. Fyrirlestur um rjettindi kvenna hjelt alþingism. sjera Ólafur Ólafsson hjer í bænum 5. þ. m. Hann líkti kveuníólkinu við olnbogabörnin, hagur og kjör þess væri ekki betri í samanburði við kjör karlmannanna en kjör olnbogabarnanna í samanburði við kjör eptirlætisbarnanna. Aðalatriðið, sem hann viltli fá, var, að veita konum algjört jafnrjetti við karl- menn, gefa t. d. konum jafiian aðgang að öllum menntastofnunum, öllum embættum o. s. frv., og að þessu leyti var fyrirlest- uriun sannlega orð í tíma töluð. íltskriiaður úr lærða skólanum 4. þ. m. Björn Blöndal með 2. eink. 69 stigum. Crufuskip Slimons Magnetic kom hing- að 4. þ. m. um kvöldið og með því 2 út- lendir ferðameun; það fór aptur eptir 2 daga til Skotlands með 521 hross frá þeim Coghill og Jóni Vídalín. Kptir eru hjer á annað hundrað hross, sem það gat ekki tekið í þetta sinn. Embættispróf í lögfræði við háskólann hafa tekið auk þeirra þriggja, sem áður er getið: Ólafur Pálsson frá Akri og Páll Einarsson frá Hraunum, báðir með 1. eink. Mannalát. 3. þ. m. andaðist fyrv. sýslu- maður Stefán Bjarnarson í Gerðiskoti 65 ára að aldri. Hann varð stúdent 1851, kand. juris 1858 með 2. eink., var sýslu- maður í ísafjarðarsýslu 1859—1878, í Ár- nessýslu 1878—1890. Af börnum hans er Björn sýslum. í Dalasýslu elstur. Hinn 28. f. m. andaðist hjer í bænum Jóhannes T. Zoega stýrimaður.. Hinn 18. maí þ. á. ljest í Chicago í Aiflfc- ríku Páll Eggerz, sonur Pjeturs Eggerz í Akureyjum. Landsyfirjettur dæmdi 6. þ. m. Þorvald Björnsson lögregluþjón í 120 kr. sekt og málskostnað fyrir að hafa vaðið inn í liús, tekið þar saklausan mann og sett í liegn- ingarhúsið og hleypt honum þaðan út apt- ur upp á sitt eindæmi. í hjeraði var Þor- valdur dæmdur í 40 kr. sekt. Stanley skrifaði kaupm. Þorláki Ó. Jolni- son nú með Magnetic mjög vingjarnlegt brjef og sendi honum mynd af sjer. Þor- lákur hafði áður sent honum kvæði á ensku um hann, skrautritað með nótum af Ben. Grröndal, og þakkar Stanley honum í brjef- inu þetta kvæði með fögrum orðum. Ycrslunarfrjettir frá Khöfn 18. júní: Haustull í lægra verði, seinast seld á 48 a. pundið. — Á Englandi hefur nýlega verið seldur íslenskur saltfiskur (ýsa) á 12 pd. sterl. smálestin, færeyskur fiskur smár 151/2: pd. sterl., ýsa 12 pd. sterl., í Kaupm,- höfn liefur færeyskur fiskur stór selst 61 kr., miðlungsfiskur 44 kr., löngur 48 kr. Nýkominn íslenskur saltfiskur norð- lenskur hefur selst 54 kr., smár 40^2 kr., ýsa 32 kr. — Ly'si ljóst gufubrætt 37— 38 kr., ljóst, pottbrætt hákarlslýsi 36— 37 kr. tunnan (210 pd.). — Kindakjöt 55 —56 kr. tunnan (224 pd.). — Tölg 30 a. pundið. -— Oœrur 5^/g—51/, kr. vöndullinn (tvær gærur). Alþingi. n. Þingfundir á hverjum degi, í neðri deild kl. 12, í efri deild kl. 1. — Þingmanna- frumv. komin 16, frumv. alls með stjórn- arfrumv. 37, þingsályktunartill. 2. Helstu störf hingað til nefndarkosningar og störf í nefndum. Fjárlagauefnd: Eirikur Briem (kos- inn með 18 atkv.), Sigurður Jensson (15), Indriði Einarsson (15), Sigurður Gunnars- son (15), Skúli Thoroddsen (15), Jón Jóns- son þm. N.-M. (14) og Jón Þórarinsson ’(14). Landsreikninganefnd: Ólafur Briem (19), Lárus Halldórsson (16), Olafur Ólafs- son (10). Þingmannafrumvorpin eru þessi: 1. um lausamenn (flutningsmenn Þorlákur Guðmundsson og Páll Briem). 2. um af- nám Maríu- og Pjeturslamba (flutningsm. Jón Jónsson þm. N.-M. og Jón Jónsson þm. N.-Þ.). 3. um sölu þjóðjarða (fim. Þ. Kjerúlf og Árni Jónsson). 4. um breyting á tilsk. um lausamenn og húsmenn á ís- iandi (Jón Jónsson þm. N.-Þ. og Þ. Kjerúlf). 5. um þókuun handa hreppsnefndarmönu- um (flm. sömu). 6. um breyting á kon- ungsúrskurðí 25. ág. 1853 viðvíkjandi Ás- mundarstaðakirkju í Presthólaprestakalli (Jón Jónsson þm. N.-Þ.). 7. um breyting- ai: á lögum um kosningar til alþingis 14. sept. 1877 (Jón A. Hjaltalín). 8. um breyt- ing á sveitarstjórnarlögunum 4. maí 1872 (Jón Jónsson þm. N.-M.). 9. um breyting á lögum 8. jan. 1886 um hluttöku safn- aða í veitingu brauða (Jón Jónsson þm. N.-M. og Jón Jónsson þm. N.-Þ.). 10. um skyldur embættism. að safna sjer ellistyrk eða útvega sjer lífeyri eptir 70 ára aldur (Árni Jónsson, Jón Jónsson þm. N.-Þ., Jón Jónsson þm. N.-M. og Ólafur Briem). 11. um lækkun eptirlauna (sömu flutningsm.). 12. um friðun á skógum, hrísi, mosa og lyngi (Jón Þórarinsson). 13. um breyting á far- maunalögunum 22. mars 1890 (sami). 14. um að nema dómsvald hæstarjettar í Khöfn sem æðsta dóms í ísl. málum úr lögum (B. Sveinsson og Skúli Thoroddsen). 15. um þingfararkaup (Jón Hjaltalín, Sighv. Árnason og Friðrik Stefánsson). 16. um hækkun á launum bókara og fjehirðis við landsbaukann. LausamannaíTumv. fara fram á, aun- að að afnema vistarskylduna frá 21 árs aldri og að öðru leyti með líkum skilyrð- um og í frumv. síðasta þiugs, en liitt, að hver sem er 25 ára geti keypt sjer lausa- meunskuleyfi fyrir að eins 10 kr. karl- maður, en 5 kr. kvennmaður. Nefnd í þeim málurn Þorlákur, Gunnar, sjera Jens, Páll Briem, Skúli Thoroddsen. Þókuun lianda hreppsiiefndarmöiin- um. Prumv. um það efni ákveður, að með samþykki meiri hiuta kosningarbærra gjaldenda megi veita úr sveitarsjóði gjald- heimtumanni hans 4°/0 af hinu innheimta og þeim nefndarmanni, sem hefur bók- færslu og brjefagerð fyrir hreppsnefndina, allt að 50 kr. árlega sömul. úr sveitarsjóði. Frumv. um breyting á svcitarstjórn- arlögunum frá Jóni Jónss. þm. N.-M. fer fram á, að kosningarrjett og kjörgengi til hreppsnefnda og sýslunefnda hafi hver oá (karlm. og kvennfólk), sem er 21 árs, og verða eptir því bændur, sem mest leggja til sveitarþarfa, í miklum minni hluta, en vinnufólk í meiri hluta. Sömul. fer frumv. fram á að veita hreppsnefndum og sýslu- nefndum því nær ótakmarkað vald til fjárveitinga úr sveitarsjóði og sýslusjóði, án þess að nokkur trygging sje fyrir gjald- endur gegn gjörræði og óskynsamlegum fjárveitingum; er óliklegt, að f'rumv. fái í þessari mynd fylgi á þinginu. Nefnd í því máli og næsta máli á undan: Jón Jónsson þm. N.-M., Sig. Stefánsson og Eirík- ur Briem. Þingfararkaup á eptir frumv. um það efni að vera fastákveðið handa öllum þing- mönnum, miðað við fjarlægð þeirrar sýslu, þar sem þeir eiga heimili. Fjárveitingar til búnaðarfjelaga. Til þess að semja og korna fram með ákveðn- ar reglur fyrir útbýting þess fjár, sem veitt er úr Iandssjóði til búuaðarfjelaga, kaus neðri deild í gær í nefnd þessa 5 menn: Sig. St., Gunnar, B. Sveinss., Pál Ólafsson, Sv. Eiríksson.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.