Þjóðólfur - 21.08.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.08.1891, Blaðsíða 1
Kemur út & föstudög- um — Vero árg. (60 arka) 4 lir. Krlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. jUll. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn akrilleg, bundin vift áramót, ógild uema komi til útgefanda fyrir 3. ® október. XLIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 31. ágúst 1891. Nr. 39. Kosningarrjettur kvenna. (Frá frjettaritara Þjóðólfs). Sósíalistar á Þýskalandi hafa nýlega gefið út skjal með öllutn kröfum sínum og óskum. Heimta þeir í því kosningarrjett, jafnt fyrir kvennmenn sem karlmenn. Á Englandi hefur lorð Salisbury, foringi í- haldsmanna, sagt í ræðu, sem hann hjelt nýlega í Lundúnum, að hann væri með- mæitur því, að kvennmenn fengju kosn- ingarrjett og mundi bráðlega bera upp frumvarp þaraðlútandi. Hjer er óiíklegt saman að jafna, en hvor um sig hyggst að efla sinn flokk með þessu móti. Kvennfólkið á Þýskalandi og Englandi stendur ekki á sama stigi. Kvennmenn hafa stýrt Englandi eins vel og konungar eða betur, og áunnið sjer mikinn orðstír. Á Þýskalandi hefur eng- inn kvennmaður haft sljórntauma nema Maria Theresia og hún sat að völdum í Austurríki. Kvennmenn hafa haft atkvæð- isrjett og setu í stjórn hins mikla ind- verska verslunarfjelags, meðan það stýrði Indlandi, og stundum liaft tögl og hagldir þar. Á vorri öld hafa enskir kvennmenn unnið ýms karlmannleg stórvirki fyrir Þjóðfjelag sitt og fyrir Evrópu. Florence Nightingale umsteypti og bætti alla að- hjúkrun sjúkra og öll sjúkrahús i heimin- um. Hin afarauðuga frú Burdett-Coutts í Lundúnum liefur gert meir fyrir fátæka í þeirri borg en nokkur einstaklingur á þess- ari öld, látið reisa torg handa þeim o. s. frv. Octavia Hill hefur varið allri æfi sinni til að bæta híbýli og hús fátæklinga og orðið mikið ágengt. Tveir kvennmenn eru i bæjarstjórninni (Connty Council) í Lundúnum, og eru þeir látnir sitja, því engin lög hanna það, þó enginn lagastaf- ur sje fyrir því. Kvennfólk má vera í hreppsnefndum og því er jafnvel skipað í kviði (jury) í einstaka málum, er varða kvennmenn. John Stuart Mill bar fyrstur upp frumvarp um kosningarrjett kvenna til þings. Það var árið 1867. Síðan hefur frumvarp þetta verið borið upp nærri því á hverju ári og hefur stundum vantað lít- ið á, að það hefði með sjer helming at- kvæða í neðri málstofunni í Bandaríkjunum hafa kvennmenn kosn- ingarrjett til þinga í Washington, Wyo- ming og Utah. í stjórnarskipunum Colora- dos og Wisconsins er svo kveðið á, að kvennmenn skuli fá kosningarrjett til þings, svo framarlega sem meiri hluti kjós- enda við almennar kosningar láti í ljósi, að hann vilji svo vera láta. Við suma háskóla í Bandaríkjunum standa kvenn- menn að öllu jafnfætis karlmönnum. í sumum ríkjum mega þær taka að sjer öll embætti nema hermannaembætti. Á Englandi mega kvennmenn, samkvæmt lögum frá dögum Hinriks sjötta, eiga setu í efri málstofunni, en þó ekki tala eða greiða atkvæði í lienni. En þess er eptir að geta, scm mikils er um vert: Mön heitir ey í írlandshafi. í- búar hennar eru milli 50 og 60 þúsund að tölu. Mön hefur í 7—800 ár haft þing ! sjer. Það kallast „House of Keys“, og sitja á því 24 mcnn. Á Mön hafa kvenn- menn um langan aidur haft kosningarrjett. Árið 1882 setti Manarþing þau lög, að ó- giptir kvennmenn, sem gyldu jafnháa skatta og karlmenn, skyldu hafa kosningarrjett til þings, og var það þegar samþykkt af Lundúnastjórninni. Alþingi. x. Lög afgreidd frá alþingi. XXI. Lög um breytingu á lögum um lcosningar til alþingis 14. sept. 1877. 1. gr. Kjörskrárnar skulu samdar einu sinni á ári hverju; skulu þær kjörskrár lagðar til grundval’ar, sem þá eru í gildi, en þeir kjósendur úr felldir, sem síðan eru dánir eða hafa flutst burtu eða misst kosningarrjett sinn (sbr. 2., 4. og 5. gr. laga um kosningar til alþingis 14. septbr. 1877) og þeim bætt við, sem síðan hafa öðlast kosningarrjett eða fyrir 6. júnímán- aðar fullnægja þeim skilyrðum, sem sett eru um aldur og heimili. Enn fremur skulu þeir, sem að vísu enn þá eigi hafa fullnægt þeim skilyrðum, er síðast var getið, en vænta má að muni fullnægja þeim einhvern tíma á því ári, er kjör- skrárnar skulu gilda fyrir, teknir upp á skrá sjer, og skal um leið tilgreina þann dag í árinu, er þeir annaðhvort verða fullra 25 ára að aldri, eða hafa verið heimilisfastir í kjördæminu eitt ár. 2. gr. Kjörskrárnar skulu leiðrjettar í febrúarmánuði ár hvert. Efasemdum þeim, sem þá kunna að koma fram, skal hlut- aðeigandi hreppsnefnd eða bæjarstjórn skera úr, þá er búið er að fá skýringar um málið. 3. gr. Frá 1. til 21. mars, að báðum þess- um dögum með töldum, skulu kjörskrárn- ar liggja öllum til sýnis á þeim stað, sem er heutugur fyrir hreppsbúa, eða eptir at- vikum á fleiri slíkum stöðum. Staðfest eptirrit af skránum má hafa til þess að leggja fram. Hvenær og hvar skrárnar verða lagðar fram, skal hirta að minnsta kosti með 14 daga fyrirvara við kirkju- fund eða á annan hátt, sem vant er að birta almennar auglýsingar þar á staðn- um. 4. gr. Kjörskrárnar gilda frá 6. júní til 5. júní árið eptir. Samkvæmt þessum skrám skulu allar kosningar til alþingis framfara á því ári, þó þannig, að þess verði gætt, að þeir menn, sem á auka- skránni eru (1. gr.), að eins hafi rjett til þess að greiða atkvæði, ef þeir fyrir kosn- ingardaginn hafa fullnægt þeim skilyrðum, sem sett eru um aldur og heimili. Ef kosning kemur fyrir fleirum sinnum á ár- inu, skal eptirrit af skránum, sem stað- fest sje af hlutaðeigandi sveitar- eða bæjar- stjórn, vera til taks til afnota við hina nýju kosningu. 5. gr. Með lögum þessum eru úr gildi felldar 9., 10., 11. og 17. gr. i lögum um kosningar til alþingis 14. sept. 1877. 6. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. dag janúarmánaðar 1892. XXII. Löq um breyting á lögum um stofnun laudsbanka, dags. 18. sept. 1885, 25. gr. 1. gr. Framkvæmdarstjóri landsbanknsa hefur í árslaun 5000 kr. Framkvæmdar- stjóri landshankans má aldrei hafa em- bættisstörf eða önnur atvinnustörf á hendi. Bókarinn hefur 2400 kr. í árslaun. Fjehirðir hefur 2400 kr. í árslaun. Enn fremur hefur fjehirðir x/& °/00 af

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.