Þjóðólfur


Þjóðólfur - 21.08.1891, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 21.08.1891, Qupperneq 4
164 skapanna segir, að 1 af uppástungumönnum megi taka til máls, en það tóku margir til máls þang- að til jeg lýsti því yfir, að tímans vegna gætu ekki orðið meiri umræður um þetta, af því að fjár- lögin þyrftu að komast sem allrafyrst í prentsmiðj- una. Jeg lýsti því og yfir, að þingmenn gætu komið með tillögu þessa í rjettu formi við næstu uinræðu. Það gjörðu þeir, og hafði jeg að sjálf- sögðu ekki hið minnsta á móti því, að atkvæða- greiðsla færi þannig fram, af því að formið var þá rjett. Jeg mótmæli því þess vegna sem tilhæfulausu, að jeg hafi misbeitt valdi forseta í þessu efni. Jeg hef þá meðvitnnd, að jeg hef viljað gjöra rjett og gjört rjett, samkvæmt þeim reglum, sem um þetta eru set.tar, og hef jeg heyrt ýmsa hina bestu lög- fræðinga segja, að svo hafi verið. Jeg vil, að þjer sjeuð áhyggjulaus um vinpældir mínar eins í neðri deild sem annarsstaðar. Annari grein út af sama efni í sama tölublaði vil jeg engu svara að þessu sinni. Þó vil jeg Iýsa því yfir, að það er m. fl. tilhæfulaus ósannindi, að jeg hafi breytt um skipulag Flensborgarskólans, til þess að útvega nokkrum þar atvinnu. p. t. Reykjavik, 17. ágúst 1891. Þórarinn Böðvarsson. Til ritstjóra Þjóðólfs. með þjósti, og það var þetta sem vjer eink- um áttum við, er vjer sögðum, að forsetavaldi hefði misbeitt verið. Bitstj. Embættispróíi við prestaskólann luku í gær: Sæmundur Eyjólísson með I. eiuk. 45 st. Sigurður Magnússon — I. — 43 Jón Pálsson — II. — 37 — Ingvar Nikulásson — II. — 29 — Emil G. Guðmundsson *— III. — 19 — Verkefni í skriflega prófinu voru þessi: Biflíuþýðing: Tit. 8, 1.—8. Trúfrœði: Hver munur er á evangelskri og kat- ólskri kenningu um eðli og einkenni kinnar sáluhjálplegu trúar? Siðfrœði: Að útlista eðli og tilgang hjónabandsins og mismunandi skoðanir katólskra og próte- stanta um hjónabandið og dæma um þær. Rœðutexti: Sálm. 103, 10.—14. KEIKNINGSIÍÓK handa alþýðu- skólum eptir Morten Hansen á 75 a. og Svör við sömu bók á 15 a. fást hjá útgefanda (höf.) og öðrum bóksölum. 285 brúkuð frímerki kaupir og skiptir frímerkjum C. G. Vogel, 286 Poessneck, Þýskalandi. ýprentaður leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst nú ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. Jónassen, sem einnig gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um lífsábyrgð. 287 Forngripasafnið. Með því að ákveðið er, að jeg fari í rannsóknarferð og til að útvega forngripi vestur í Breiðafjarðardali, i hinn syðri hluta Þórsnessþings og nyrðri hluta Þverárþings, auglýsist hjer með, að þeir herrar Stein- grímur Thorsteinsson og G. Zoega adjunkt sýna forngripasafnið á meðan jeg er burtu, en ritstj. Þorl. Jónsson tekur á móti þeim 1 forngripum, sem kunna að koma á meðan. Reykjavík 18. ágúst 1891. 288 Sigurður Yigfússon. Framtíðarmál, rit Boga Th. Melsteðs um verslun vora og fleiri mál, verður framvegis selt fyrir 50 aura eða hálfvirði. Það fæst hjá Sigurði Kristjánssyni og Sigfúsi Eymundssyni í Reykjavík, Guðmundi ísleifssyni á Eyrar- bakka, Lárusi Tómassyni á Seyðisfirði, Friðbirni Steinssyni á Akureyri, Stefáni Stefánssyni á Möðruvöllum, Magnúsi Sig- urðssyni á Grund, í prentsmiðju Þjóðvilj- ans á ísafirði. Sigurður bóksali Kristjáns- son er aðalútsölumaður þess og má panta það hjá honuin. 289 Eigandi og ábyrgöarmaöur • ÞORLEIFUR JÓNSSON, cand. phil. Skrifstofa: I Bankastrœti nr. 3. FjelaKsprentsmitjan. 130 Einar í Fjósakoti eða Bjarna á Helgastöðum til að gera það; þeir láta varla ganga eins lengi eptir sjer“. „Nei, nei, jeg skal fara, og það strax í kvöld, upp á helminginn að skipta“. • „Jeg vissi það, drengur minn, að þú mundir ekki vera sú heimótt, að sleppa svona góðu færi; en best • verður fyrir þig að fara í kvöld“. „Ef ekki dimmir veðrið“. En hvað sem þeir töluðu um þetta lengur eða skemur, þá varð sú niðurstaðan, að Jón staðlofaði því uð fara, og fremja húsbrot á Hrísum um nóttina. Jón í Sveinshúsum hjelt heimleiðis. II. Á þessum árum bjuggu í Kálfagerði hjón, sem hjetu Sigurður og Ólöf. Þau voru bláfátæk, en annað var þó verra, að þau og hyski þeirra hafði hið versta orð á sjer. Þrír synir þeirra eru nefndir til sögu þess- arar; hjet hinn elsti Jón, og var haun um tvítugt; það var sá, er talaði við Jón í Sveinshúsum um kveldið. Næsti sonurinn hjet líka Jón, og var 18 vetra; hinn yngsti hjet Helgi og var 17 vetra. Allir voru þeir bræður mjög illa upp aldir, ósiðaðir, og höfðu engir getað 131 við þá tætt. Fyrir því voru þeir allir hjá foreldrum sínum, þó að það væri kotinu ofviða. Jón Guðmundsson hjet bóndinn í Sveinshúsura við Möðruvöllu; sú jörð er nú fyrir löngu komin í eyði. Hla var hann ræmdur af flestum og fáir nema hans líkar vildu mikið við hann eiga. En svo var hann sjeður, að hann komst aldrei undir manna hendur, enda beitti hann stundum allóvöndum ráðum, til þess að koma sjer úr skömminni, þegar í hana var komið. Hann var mikill vin þeirra Kálfagerðishjóna, og hafði það hyski í sameiningu mörgu óþokkaverki til leiðar komið. En að jafnaði hafði Jón búið svo um hnútana, að hann gæti sloppið, ef illa færi. En síðan þeir piltar í Kálfagerði komu upp, urðu þeir honum all-óþjálir, og ljetu hann ekki liafa sig til alls án þess að hafa meira hluta af þýfi þeirra og fengjum en áður var. Einkum hafði 'Jón eldri fengið það tangarhald á honum, að hann átti ekkifgott með að sanna sig sak- lausan, ef til þess hefði komið. Hinir yngri bræðurnir þorðu sjaldan að vera öðruvísi, en hann sagði þeim. Yfir höfuð má svo segja, að Jón í Sveinshúsum var einráður húsbóndi yfir öllu Kálfagerðishyskinu eins og þá var. Jón þessi var kallaður Jón bisi, en ekki er kunnugt, af hverju hann fjekk það kenningarnafn. — Jón eldri kom inn í kotið eptir dagsetur um

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.