Þjóðólfur - 28.08.1891, Side 2

Þjóðólfur - 28.08.1891, Side 2
166 veðrjetti, þangað til jarðarverðið er greitt að öllu. Geí'ur kaupandi út skuldarjef fyrir þeim hluta jarðarverðsins, sem ekki er greiddur, um leið og kaupin eru gjörð, og skal það samið eins og skuldabrjef, er gefin eru út fyrir ómyndugra fje. 4. gr. Stjórninni veitist og heiraild til þess að selja spítalaeignina Kaldað irnes í Árnessýslu með hjáleigum: a. Höskulds- stöðum, b. Mosastöðum, c. Magnúsfjósum, d. Valdastöðum, e. Móakoti, f. Ilreiðurborg og g. Miðhúsum, og með Kaldaðarnes- kirkjujörðunum: a. Kálfliaga og b. Lamba- stöðum, fyrir að minnsta kosti 10,000 kr. með sömu borgunarskilmálum, sem nefnd- ir eru í 3. gr. þessa frumvarps. 5. gr. Heimild sú, er til sölu þessarar er veítt, gildir að eins til 31. des. 1894. XXVII. Fjárlöff fyrir árin 1892 og 1893. Hjer skulu nefndar helstu fjárveitingar, eins og þær urðu að lyktum. Til búnað- arskólans í Ólafsdal 2500 kr., á Hólum 3500, Eiðum 2000, Hvanneyri 2000, til búnaðarfjelaga 12000, til Hermanns Jónas" sonar til að gefa út búnaðarrit allt að 240 kr., til sjera Odds Gíslasonar til að halda áfram að leiðbeina mönnum í ýmsu, sem lítur að sjósóknum og fiskiveiðum 300 kr., til að gefa út kennslubækur fyrir búnaðarskóla 300, til laxaklaks í Dala- sýslu 200, til sýslunefndar ísafjarðarsýslu til að koma á fastan fót ábyrgð áþilskip- um á Vestfjörðum fyrra árið 4000, fjeð til póstfiutninga aukið upp í 34000, til veg- fræðings síðara árið 3000, til að bæta vegi á aðalpóstleiðum 30000, til fjallvega 3500, til að koma tveim svifferjum á Hjeraðs- vatnaósana í Skagafirði fyrra árið 2400 með því skilyrði, að sýslufjelagið leggi til það fje, er vantar til þessa fyrirtækis- Til strandferða allt að 21000 kr. með þess- um skilyrðum: „1. Að strandferðunum verði hagað ann- aðhvort svo: a. að póstskip fari um miðjan mars frá Reykjavík til ísafjarðar og þaðan aptur til Reykjavikur; b. að póstskip fari 5 ferð- ir norðan um land til Reykjavíkur og 5 ferð- ir norður um land frá Reykjavík um sama leyti sem yfirstandandi ár og, auk þeirra staða, er póstskipin á yfirstandandi ári koma við á, komi það þá í 1. ferðinni til og frá Reykjavík við á Húsavik og Stykkis- hólmi eða Flatey, í 2. ferðinni til og frá Reykjavík við á Fáskrúðsfirði, Hofsós og Borðeyri; í 3. ferðinni, er gengnr frá Rvík sunnan um land til Berufjarðar í júnímán- uði, komi skipið við, ef veður leyfir, inn- an við Garðsskaga; á leiðinni frá Beruíirði norður um Iand í sömu ferðinni á Eski- firði, Vopnafirði, Húsavík og Ólafsvík; og á leiðinni frá Reykjavik á Ólafsvík, Borð- eyri og Húsavík; í 4. ferðinni til og frá Reykjavík komi það við á Fáskrúðsfirði, Hofsós, Borðeyri og Flatey, og í 5. ferð- inni til Reykjavíkur komi það við á Borð- eyri; en í sömu ferð frá Reykjavík komi það við á Flatey, Sauðárkrók og Fáskrúðs- flrði, og haldi þaðan til Reykjavíkur um miðjan október; c. að póstskip fari suemrna í mai frá Reykjavík til ísafjarðar og það- an aptur til Reykjavíkur og komi í báð- um leiðum við á Breiðafirði; d. að póst- skip fari um miðjan maí frá Rcykjavik til Austfjarða; e. að póstskip fari síðari lilut júlímánaðar frá Reykjavik til ísafjarðar og þaðan aptur til Reykjavíkur og komi á báðum leiðum við á Breiðafirði; f. að póst- skip fari í júlímánuði frá Austfjörðum til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Austfjarða sunnan um land; g. að póstskip komi við á Soyðisfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði og ef veður leyfir innan við Garðskaga á leið til Reykjavíkur seint í september; eða svo: а. að póstskip fari 3 ferðir norðan um land til Reykjavíkur og 3 ferðir norður um land frá Reykjavík um sama leyti sem 1., 3. og 5. strandferð yfirstandandi ár, og með sömu viðkomustöðum; b. að póstskip fari 6 ferðir fram og aptur milli Reykja- víkur og ísafjarðar sem næst samkvæmt áællun á þingskjali 461; c. að póstskip fari 6 ferðir fram og aptur austur og norður um land milli Reykjavíkur og Borð- eyrar, sem næst samkvæmt áætlun á þing- skjali 462. — Til ferðanna í staflið a. og 1., 2., 3. og 5. ferðar í staflið b. sje varið 9000 kr., en til ferðanna í staflið c. og til 4. og 6. ferðar í staflið b. 12000 kr. 2. Að strandferðaskipin hafi tvenn far- þegarúm, hið æðra fyrir eigi færri en 30 farþega og hið óæðra fyrir um 50 far- þega. 3. Að milli haf'na hjer á landi megi farþegar á þilfari og liinu óæðra farþega- rúmi liafa fæði með sjer. 4. Að farþegagjald og flutningsgjald milli hafna hjer á landi verði eigi sett hærra, en verið hefur að undanförnu. 5. Að fargjald hafna á milli á íslandi sje ódýrara, ef borgað er í einu fyrir að fara með skipinu fram og aptur í sömu ferð. б. Að útgjörðarmenn skipanna taki á móti lögsókn í Reykjavík i öllum þeim málum, er rísa út aí póstskipsferðunum og flutningum með þeim“. Til 5 gufubáta (á Yestfjörðum, Breiða- firði, Bbtxaflóa, Austfjörðum og með suður- ströud landsins) 3000 til hvers með því skilyrði, að lilutaðeigandi sýslufjelög og bæjaríjelög leggi til gufubátsferðanna J/* á móti 8/4 úr landssjóði. Einum aukalækni við bætt, í Ólafsvik. Til kvennaskólans í Rvík 1800, á Ytriey 2000, á Laugalandi 1200, og auk þess til skólanna á Ytriey og Laugalandi 2000 til skipta milli þeirra eptir nemendafjölda 0. fl. Til barnaskóla 4000, til sveitakennara 4000, til kennara- fræðslu við I’Iensborgarskólann 500, til skólaiðnaðar 1100 fyrra árið, 500 síðara árið, til sundkennslu alls 1500 fyrra árið, 1000 síðara árið. Til Þorvaldar Thoroddsens 1000. Til 2 manna til að búa sig undir að verða dýralæknar á íslandi 1200, ferða- styrkur til læknis Ásgeirs Blöndals 1200 fyrra árið, ferðastyrkur til cand. med. Guð- mundar Magnússonar 1200 fyrra árið, ferðastyrkur til cand. polyt. Sigurðar Tlior- oddsen 1200 fyrra árið, til cand. tlieol. Hannesar Þorsteinssonar til að koma skipu- lagi á landsskjalasafnið og lialda áfraui skrásetning yfir það 600, til cand. mag. Boga Melsteð til að safua til sögu íslands 600, til tannlæknis 0. Nickulins 500 til að halda áfram tannlækningum hjer á landi, til Björns Ólafssonar læknis á Skipa- skaga 500 til að halda hjer áfram augna- lækningum, til kennara Halldórs Briems 300 kr. fyrra árið til að gefa út kennslu- bók í þykkvamálsfræði, til Torfhildar Holm til ritstarfa 500, til sjera Matthíasar Joch- umssonar 600. — Allar upphæðirnar bæði árin, nema annars sje getið. Alþingi slitið í fyrra dag kl. 4. Lög frá þinginu eru 31. Felld lagafrumvörp eða tekin aptur 41; ekki útrædd 14. Þings- ályktanir samþykkfcar 19, en 5 felldar og 1 óútrædd. Fyrirspurnir hafa tvær komið fram. Fallin frumvðrp. Þessi frumv. liafa fallið eða verið tekin aptur auk þeirra, sem áður er getið: 35. um að sclja jörð- ina Miðskóga i Miðdalahreppi, tekið aptur. 36. um lausamenn, tekið aptur. 37. um þingfararkaup alþingismanna, fellt í neðri deild. 38. um breyting á lögum 19. febr. 1886 um utanþjóðkirkjumenn. 39. um stotuun háskóla á íslandi. 40. um bruna- bótatrygging á islenskuin kaupstöðum, verslunarstöðum 0. fl.; þessi 3 síðasttöldu felld í efri d. 41. um afnám opins brjefs

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.