Þjóðólfur - 11.09.1891, Qupperneq 2
174
sem hafði þá náttúru, að níundu hverja
nótt drupu af honum 8 hringir jafnhöfgir
og óskaði, að á líkan liátt drypi af þessari
brú innan skamms álíka margar brýr yf-
ir þær ár landsins, er valda mestum farar-
tálma.
Eptir það fór liann nokkrum blessunar-
og bænarorðum um brúna og framtið þjóð-
arinnar og lýsti að lyktum yíir að brúin
væri opin og heimil til umferðar hverjum
sem vildi.
Prósessían.
Þegar landshöfðingi hafði lokið ræðu
sinni, gengu menn í prósessíu yfir brúna.
Fór hornleikendaflokkur Helga kaupmanns
Helgasonar fyrir og ljek á horn. Þá kom
landshöfðingi, frú hans, Tr.Gfunnarson og síð-
an hver af öðrum. Fjórir menn tóku að sjer
að telja þá, sem færu yfir brúna, og voru
þeir rúmlega 1500 að töiu; tilætlunin var,
að allir, sem viðstaddir voru, gengju í
prósessíunni yfir brúna, en það varð þó
ekki. Margir voru, sem eigi gerðu það,
og giskuðu menn á, að þeir hefðu verið
að minnsta kosti 200 til 300, og sumir
hjeldu enda, að þeir hefðu verið fleiri, svo
að það má fullyrða, að alls hafi verið við-
staddir um 1800 manna.
Lýsing á brúnni.
Brúin er hengibrú, sem hangir neðan í
snúnum, margþættum og digrum járn-
strengjum, sem þandir eru yfir ána, þrír
á hvora hlið. Járnstrengir þessir hvíla á
stöplum beggja megin árinuar; eru þeir
að neðan hlaðnir úr grjóti og múraðir, en
ofan á grjótstöplunum eru ll]/2 al. háir járn-
stólpar eða stólpagrindur, og á þeim hvíla
uppihaldsstrengirnir. Að vestanverðu er
hamar, sem hærra ber á en að austaiiverðu;
vestan megin er grjótstöpullinn því lægri,
um 2 áln. á hæð, að lengd 12 áln. og breidd
6 álnir. Austan megin er grjótstöpulliun
9^/íj al. á hæð, 14 álnir á lengd og 6 álnir
á breidd. 60 álnir á landi uppi frá þeim
stöpli er annar grjótstöpull, 8 ál. á hæð og
stór um sig, hlaðinn eða öllu lieldur steyptur
utan um akkeri, sem endarnir á uppihalds-
strengjunum eru festir í. Að vestanverðu eru
tveir sams konar grjótstöplar steyptir ut-
an um akkerin þeim megin. Úr uppi-
haldsstrengjunum ganga niður í brúar-
kjálkana járnbönd mörg með stuttum
millibilum, og liangir brúin í þessum bönd-
um. Milli brúarkjáikanna, sem eru úr
járni, eru járnslár margar og yfir þær
er lagt gólfið úr plönkum; gölfið er hið
eina, sem er úr trje, en að öðru leyti er
öll brúin úr járni. Járnið í heuni vegur
um 100,000 pund, en í gólfið þurftu 100
tylptir af plönkum, og 72 trje. Brúin á að
geta borið 144000 pd.
Ölvesá er 112 álnir á breidd, þar sem
brúin er; stöplarnir sem uppihaldsstreng-
irnir hvíla á, eru ekki fast fram á árbakk-
anum, að austanverðu 3 álnir frá brúninni;
auk þess heldur brúin áfram af þ'eim stöpli
austanmegin árinnar 60 álnir frá honum á
land upp yfir á akkeraklettinn; er það
gjört, af því að áin flæðir þar opt langt á
land upp og mundi því opt verða ófært að
brúnni þeim megin, ef brúin næði eigi nema
rjett yfir ána, eða ef trjebrú væri höfð þar
yfir bakkann, mundi áin brjóta liana af.
Alls er hengibrúin þannig 180 álnir dansk-
ar. Auk þess er um 20 álna löng trjebrú
austur af' henni. Brúin er 4 álnir á breidd;
beggja megin er 2 álna hátt handrið úr
járni. Hengibrúin er öll máluð rauð, en
trjebrúin austur af hvítmáluð. Frá brúnni
eru 20 álnir niður að vatninu og veltur áin
þar fram jökullituð og ægileg. Var ekki
trútt um, að sumum ógaði við að ganga
yfir brúna og líta niður í grængolandi liyl-
dýpið, og það því freinur, sem brúin dúar
undir fæti og sveigist til hliðanna, ef hvasst
er, en þennan hliðarslátt á að taka af lienni
með hliðarstrengjum, sem eiga að koma að
ári og veittar voru til 3000 kr. á þinginu
í sumar.
Kostnaðurinn o. fl.
60000 kr. hafa verið lagðar til brúar-
arinnar, þar af 40000 kr. sem beinn styrkur
úr landssjóði og 20000 kr sömuleiðis úr
landssjóði sem lán til sýslufjelaga Árnes-
og Rangárvallasýslu og jafnaðarsjóðs Suð-
uramtsins, er þau eiga að endurborga á
45 árum. Fyrir þessar 60000 kr. tók
kaupstjóri Tryggvi Gunnarsson að sjer að
koma upp brúnni; aðrir buðust ekki til
þess fyrir svo litið. Ef allt hefði gengið
eptir óskum og engin óhöpp komið fyrir,
hefði liann vel staðið sig við það. En ýms
atvik og örðugleikar við þetta fyrirtæki
hafa valdið því, að hann hefur liaft af því
nokkurn skaða, hve mikinn er oss ekki
kunnugt.
Brúin er smíðuð í Englandi og flutt hing-
að til lands alsmíðuð í stærri og smærri
st.ykkjum. Járnið í brúna varð nokkrum
þúsundum króna dýrara, en ef það liefði
verið keypt svo sem liálfu ári áður, og
mun það hafa verið drætti eða seinlæti
frá stjórnarinnar hálfu að kenna, að járn-
ið varð eigi keypt, er það var í lægra verði.
Brúin kom á gufuskipi frá Englaudi í
fyrra sumar og átti það að leggja liana af
sjer á Eyrarbakka, en þá leyfði eigi veð-
ur skipinu að leggjast þar að, svo að það
varð að flytja liana til Reykjavíkur; varð
þvi að leigja skip með hana austur á Eyr-
arbakka, sem var mikill kostnaðarauki.
í vetur var svo brúnni ekið frá Eyrar-
bakka að brúarstæðinu, og gekk það allt
vel. í fyrra sumar var Tryggvi Grunnars-
son alllengi með nokkra menn við brúar-
stæðið að lilaða stöplana beggja megin ár-
innar. En í sumar liafa með Tryggva
Gunnarssyni verið til þess að koina henni
á ána tveir útlendir ingeniörar, annar
danskur, Riperda að nafni, til umsjónar
frá stjórnarinnar liálfu, en hinn enskur,
Yaughan að nafni, ásamt 6 enskum verka-
mönnum, sem allir komu hingað snemma
í júní og fóru ásamt Yaughan aptur með
Lauru seint í f. m., en Riperda er lijer
enn.
Öllum, sem til þekkja, kemur samau um,
að Tr. Guuuarsson hafi látið sjer einkarannt
um, að þetta verk yrði vel af heiidi leyst,
brúin sem tryggust og rambyggilegust.
Hann liefur og sýnt það með blaðagrein-
um sínum um brúarvörð, að honum er
annt um, að brúin mætti ekki illri með-
ferð og að hún endist sem lengt. Ætti
það, þótt enginn verði brúarvörður-
inn, með öðru fleiru að vera mönnurn á-
minning um að ríða eigi hart yfir brúna,
skemma hana ekki og fara að öðru leyti
sem gætilegast með liana, enda ætti slíkt
að vera hverjum manni ljúft af sjálfsdáð-
um, er þeir athuga, hversu nytsamleg brúin
er og hve mikið hún hefur kostað.
Yegurinn að brúnni.
Alfaravegurinn austur hefur hingað til
legið annarstaðar að Ölvesá en þar sem
brúin er nú komin á liana. Þess vegna
varð að leggja veg að brúnni að vestan-
verðu; hefur verið byrjað á því í sumar;
vagnvegur góður er kominn kippkorn
frá Ingólfsfjalli áleiðis að brúnni, og verð-
ur þeim vegi lokið að ári; til þeirrar vega-
gjörðar voru veittar 5000 kr. með fjárauka-
lögum á þinginu í sumar.
IJm 20 ár
hefur þetta brúarmál verið á dagskrá
keima í hjeraði og á alþingi. Fyrir 20
árum lijer um bil var í Árnes- og Rang-
árvallasýslum farið að kreyfa því að koma
brúm á Þjórsá og Ölvesá. Á sýslufuudi
að Stórólfshvoli 21. máí 1872 kom sjera
Hannes heitinn Stepheusen fram með
uppástungu um það; var þá kosin 9 manna