Þjóðólfur - 18.09.1891, Side 2

Þjóðólfur - 18.09.1891, Side 2
178 Vilji maður nú heimfæra þetta upp á ástæður vorar hjer á landi, þá er, enn sem komið er, sá annmarki á, að garð- ræktin hjá oss, er, eins og margt annað, í bernsku sinni, og að rófur og næpur úr lítilli garðholu, eins og margar gjörast sjer í lagi til sveita, mundi Iítið hrökkva handa mörgu fje. En bæði er það, að engum er vorkunn að stækka garða sína, enda þarf helst að gefa lömbum og vetur- gömlu sauðfje það fóður, sem hjer ræðir um, og sje þurrð á næpum og rófum, eins og vera mun sjer í lagi norðanlands, þá hef- ur reynst vel, að láta lömb og vefurgam- alt inn á nóttunni og liára því ögn af góðu lieyi, helst töðu, þegar grös fara að dofna á haustdag. Að minnsta kosti hef- ur þetta reynst mjer vel, liafl jeg tekið kindurnar inn nógu snemma, og staðhæft get jeg það, að jeg hef aldrei misst neina kind úr pest, sem farin var að jeta nœpur og r'ofur með lyst, en liitt er aptur satt, að kindur eru misnæmar á að jeta kálmeti; en vandinn, að venja þær við það, er lítið meiri, eu að kenna þeim átið. Jeg hef nú um 10 ára reynslu í þessu falli, og er hún sú, að liafi jeg nógu snemma tekið lömb og veturgamalt fje inn á dálitla nætur- gjöf, hef jeg misst eina kind eða enga, þó að fje hafi hrunið úr pest í kring um mig: en hafi jeg dregið það af misskildum hey- sparnaði, þangað til frost og hrím fóru að koma að haustinu, hef jeg misst á stund- um 10—12 af hundraði. Það hlýtur hver maður að skilja, hver viðbrigði það eru fyrir ungt fje, sjer í lagi lömb, og þó einkum dilka, þegar þeir bæði missa græn grös og móðurmjólkina, en eiga að nærast eingöngu á dofnuðu grasi og fjörunni, og það þegar veðrátta er farin að kólna og spillast. Það er óþarfi að gjöra vísindaleg- ar rannsóknir um sjerstakar bráðapestar- bakteríur. Skepnan fær það sem kalla má magakvef, meltingin spillist, blóðið þykkn- ar og hleypur, og dauðann ber bráðan að. Þó það kunni satt að vera að vissu leyti, að bráðapest iiggi fremur í einu landi en öðru, og máske einnig í einu fjárkyni fremur en öðru, þá kennir reynslan mjer, að það er undir meðferð- inni komið á fjenu, sem ávallt gengur í sama landi sumar og vetur, hvort það fær bráðapest eður eigi. Sama var landið, þegar jeg fyrir nokkrum árum missti 12 kindur af 70, ungum og gömlum, og í fyrra, þegar pestin almennt geysaði hjer syðra, og jeg missti eina af hundraði. Nú segja sumir: „vjer höfum eigi efni á, eður ástæður til, að fara að gefa fje á veturnóttum“, en liafa rnenn þá betur efni á að missa 10 og 12 og máske meira af hundraði úr pest? Enda er hje’r eigi um annað að ræða, en að hára sjer í lagi lömbum og veturgömlu framan af haustinu, meðan það er að venjast veðrabrigðum; þegar álíður þolir það stórum betur úti- gang. Sú var kenning gamalla og góðra bænda, áður en vjer öðluðumst búnaðar- skóla og búfræðinga, að fara vel með fje og hesta framan af, og sjá um að engin skepna legði af fyrir miðjan vetur, úr því þyldu þær útigang stórum betur; þessu trúðu þeir Ólafur stiptamtmaður, Magnús Ketilsson og Ófeigur á Fjalli, og varð þeim að trú sinni, — en hver er þá mun- urinn, nema að eins sá, að jeg vil láta hára ungfje fyr að haustinu, en tíðkast hefur, til þess að verja það gegn bráða- pest? Að endingu er ein spurning, sem jeg eigi get svarað. Hún er sú: hverju sæt- ir það, að pestin drepur helst vænstu kindurnar? Er það af því, að þær eru blóðríkari, eða á einhvern liátt viðkvæm- ari gegn veðrabrigðum ? — Þetta hef jeg aldrei skilið, en víst er það, að þeim er hættast. En — dýralækna einna er um það að dæma. Jeg bið yður, herra ritstjóri, að taka það sem á undan fer, eins og það er tal- að, sem litla beuding, en enga vísindalega eða „rökfræðis“lega kenningu. En — hafi jeg satt að mæla, þá er það orð í tíma talað, núna að haustinu til; þeir sem reyna ráðið, munu eigi yðrast þess; um það er jeg fullviss. Bessastöðum, um rjettir 1891. Grímur Thomsen. Ragnarökkur eöa Ragnarök. Hinn nafnkunni franski stjörnuf'ræðing- ur Camille Flammarion hefur í tímaritinu Contemporary Review lýst því, hvernig líf- ið á jarðarhnetti vorum muni líða undir lok, eptir því sem hann kemst næst. Mann- kynið muni frjósa burt af jörðinni 2,200,000 árum eptir Krists burð. Því jörðin kóln- ar öld af öld og til fulls, þegar sólin er hætt að verma hana. ísinn við heims- skautið færist út, svo hitabeltin verða „tempruð“ belti og loks verður hvergi bú- andi nema í lieitum dölum og undir mið- jarðarlínu. Mannkynið erfiðar ekki og stritar, þegar hjer er komið. Jörðin er eins og eitt heimili væri og allt, sem þörf er á, er framleitt eptir óskum með rafur- magnsneti, sem liggur utan um allan hnött- inn. Hið siðasta athvarf og aðsetur mennt- unarinnar verður í miðri Mið-Afríku. Lond- on og New-York, Rómaborg og París eru þá jöklum liuldar. Vísindum, listum og verknaði er varið til þess að auka og efla alla lífsnautn, sem mest má vera. Rafurmagn er brúkað svo mikið, að taug- ar líkamans fá ekki hvild og karlmenn og kvennmenn er útslitið á 25 ára aldri og deyr. Kvennfólkið vill ekki eiga börn með harmkvælum. Þó að öllum auð hins franska þjóðveldis væri lofað þeirri konu, sem fæddi barn, þá mundi engin kona verða í til þess. Um langan aldur hafði kvenn- fólk þá farið með karlmenn eins og karl- í menn fara með kvennfólk nú. Þær höfðu tekið rafurmagnið og allt andlegt magn í hendur sjer, en ljetu þá ala upp börnin. Þeir jarðbúar, sem voru seinastir ept- ir á lífi, flugu í loptvjelum um hnöttinn og leituðu, livort engir aðrir væru á lífi aunarstaðar. Loks kom grenjandi snjó- byiur, sem var hringbylur (cyclone). Hann braut híbýli og sneri um grasrótinni. Tveir elskendur voru hinir síðustu jarðbúar. Þau flugu í loptvjel til hins mikla „pyramidau (þrístrendings), sem stóð upp úr fannfergj- unni, þegar öll önnur mannvirki voru fallin. Hinir síðustu menn komu og leit- uðu skjóls hjá hinum gamla Egyptakon- ungi. Og þau dóu á leiði hans (pyra- midanum) bæði. Hundur þeirra sat hjá þeim. Hann sleikti audlit þeirra og hend- ur. En þau vöknuðu ekki. „Og allur jarðarhnötturinn var hulinu snjó, fenntur“. „Og það hjelt áfram að fenna, um hann allan, drifhvítri smámjöll". „Og jörðin hjelt áí'ram, hún snerist, nótt og dag, og rann um himingeiminn“. „Og sólin hjelt áfram að skína. En með rosalegri, rauðleitri birtu“. Svört verða sólskin of sumur eptir, veður öll válynd o. s. frv. „Og löngu seinna slokknaði sólin algjör- Iega, og hinn dimrni grafreitur, jörðin, hjelt áfram að snúast, á næturþeli, utan um feiknamikinn, ósýnilegan, svartan hnött". Sól tjer sortna, sígur fold í mar, hverfa af liimni heiðar stjörnur. Hjer ber Flammarion þó ekki saman við Völuspá.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.