Þjóðólfur - 16.10.1891, Síða 1
Kamur Ut ð. föstudös-
um — Yerö árg. (60 arka)
4 ltr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. jfili.
ÞJÓÐÓLFUR
Uppsögn skrifleg, bundin
við áramót, ógild uema
komi til fitgefandí'. fyrir 1.
oktðber.
XLIII. árg.
Kvennfólkiö í Ameríku.
Bptir prófessor James Bryce.
II.
Um skólamenntun kvenna mætti segja
margt, en rúmsins vegna geta það ekki
orðið nema nokkrar athugasemdir.
Hið opinbera annast um, að stúlkur fái
jafngóða kennslu sem piltar. Barnaskól-
arnir eru auðvitað jafnt fyrir stúlkubörn
sem drengi. Gagnfræðaskólar og æðri
skólar taka á móti bæði stúlkum og pilt-
um, stundum í sama húsi eða jafnvel í
sömu bekkjarberbergjum, en stundum sín-
um í hverju húsi, en kennslukraptarnir og
kennsluáhöldin eru þó jafnan eins fyrir
hvortveggja. Flestar kaupmanna- og em-
bættismannadætur, einkum í ríkjunum vest-
an til, fá skólamenntun sína í þessum
epinberu skólastofnunum, og það, sem er
merkilegast, er, að miklu fleiri kvennmenn
en karlmenn halda áfram námi í æðri
skólum, bæði þeim, sem leggja aðaláhersl-
una á gömlu málin, og þeim skólum, þar
sem gagnvísindi einkum eru stunduð. Karl-
mennirnir taka fyrir einhverja atvinnu-
grein og halda því eigi námi sínu eins
lengi áfram og kvennfólkið, sem hefur
betra færi á því. Það hefur opt heyrst
talað um, að hindrunarlaus aðgangur að
ókeypis kennslu í fyllsta mæli hefði þann
ókost í för með sjer, að dætur hinna efna-
minni foreldra kæmust upp fyrir verksvið
og starfsvæði, sem efni þeirra binda þær
við; þær yrðu óánægðar með stöðu sína
°g hugur þeirra hneigðist að mörgu, sem
þær gætu ekki veítt sjer.
Háskólamenntun geta ungar stúlkur
fengið í Austurríkjunum í sjerstökum há-
skólum, sem eingöngu eru ætlaðir fyrir
kvennmenn, en í Vesturríkjunum í ríkis-
háskólum, sem venjulega gefa kvennmönn-
um jafnt og karlmönnum kost á að fá ó-
keypis kennslu. Það eru einnig til prívat-
háskólar, þar sem kvennmenn og karlmenn
njóta kennslu í sameiningu, en búa sitt
í hverju lagi, karlmenn sjer og kvennmenn
sjer.
Jeg skal ekki fara út í að rannsaka
verkanir þessarar samkennslu karlmanna
°g kvonnmanna, heldur fara nokkrum orð-
Jleykjavík, föstudaginn 16. október 1891.
um um, hvað mjer hefur verið sagt um
þetta málefni.
Samkennsla karla og kvenna hefur
reynst ágætlega í kennslustofnunum, sem
eru eins og kennslustofnanirnar í Antioch
og Oderlin í Ohio, þar sem lifnaðarhættir
manna eru einfaldir og óbreyttir, þar sem
allir nemendurnir eru úr þeim stjettum,
þar sem umgengni milli ungra manna og
ungra stúlkna er hispurslaus og náttúrleg
og þar sem menn eru yfir höfuð trúrækn-
ir. Engin ósiðsemi hefur leitt af sam-
kennslu karla og kvenna. Hvorirtveggja,
karlmenn og kvennmenn, hafa góð áhrif
hverjir á aðra; karlmennirnir verða kurt-
eisari í framgöngu og kvennmennirnir
rösklegri og einarðari. Við og við kemur
það fyrir, að karl- og kvennstúdent fá ást
hvort á öðru og giptast, er þau hafa lok-
ið prófi. Hví ekki það ? Þess konar
hjónabönd kvað verða því nær ævinnlega
hamingjusöm, enda þekkja þau, karlmaður-
inn og kvennmaðurinn, hvort annað miklu
betur en annars á sjer stað að ölium jafn-
aði. í Vesturríkjunum er einnig látið vel
af samkennslu karla og kvenna við há-
skólana. Þar búa stúdentarnir venjulega
hvar sem þeir vilja í borginni og hittast
því ekki, nema í kennslustundunum í há-
skólunum. Á síðari árum hafa menn þó
farið að útvega kvennstúdentunum sjer-
staka bústaði, en karlstúdentarnir eru látn-
ir eiga sig sjálfir. Það er ekki höfð mik-
il umsjón með stúdentum, af því að þess
kvað ekki vera þörf. Á einstaka stað
varð jeg var við, að karlstúdentunum var
ekki um samkennslu karla og kvenna og
að þeir vildu heldur vera út af fyrir sig.
Það hefur líklega verið af óánægju yíir
því, að karlstúdent, sem var i litlu áliti
meðal karlstúdentanna, gat orðið í mikl-
um metum meðal kvennstúdentanna.
í Vesturríkjunum er umgengni milli
ungra stúlkna og ungra karlmanna mjög
frjálsleg, og hinar ungu stúlkur gæta sín
svo vel sjálfar, að það er á engan hátt
talið ísjárvert. En menn hefur greint
mjög á um, hvort þessi tilhögun, sem hef-
ur reynst svo vel í Vesturríkjunum, er
lieppileg eða ekki í Austurríkjunum, þar
sem allt er líkara því, sem tíðkast í Ev-
rópu. Það er að minnsta kosti ekki nauð-
Kr. 48.
synlegt að taka upp samkennslu karla og
kvenna við háskólana í Austurríkjunum,
því að þar eru fyrir víst 4 kvennháskólar,
þar sem kvennmenn geta fengið ágæta
menntun. Háskólar þessir eru í miklu á-
liti og nemendurnir eru að mörgu leyti
frjálsari en sæma mundi þykja við háskóla,
sem sóttir væru bæði af karl- og kvenn-
stúdentum, svo að engin breyting verður
á þessu þar fyrir það fyrsta.
Það er auðsætt af því, sem að framan
er sagt, að kvennfólkið í Bandafylkjunum
fær meiri og betri skólamenntun en í
nokkru landi í Evrópu og að hún er skoð-
uð þar alþjóðlegt málefni langt um meir
en annarstaðar. Þessum kostum og þeim
anda, sem er undirrót þeírra, má þakka
mikið af þeim áhrifum, sem kvennfólkið
hefur þar í landi. Það finnur, að það er óháð-
ara og hefur sterka meðvitund um þýð-
ingu sína andlega og líkamlega. Sá sið-
ur að láta drengi og stúlkur ganga sam-
an í skóla, hefur lík álirif, þar sem kvenn-
fólkið er sett jafnfætis karlmönnunum í
því að afla sjer menntunar og hvorttveggja
fær fleiri sameiginleg áhugamál. Þessi
samkennsla gerir mjer vitanlega kvennfólk-
ið engan veginn ókvennlegt eða nemur
burt mismuninn á siðferðislegum og and-
legum eiginlegleikum þess og karlmann-
anna. Náttúran er nú einu sinni nógu
sterk til að viðhalda lundernismismun, sem
hún hefur skapað, jafnvel þótt þau atvik
komi fyrir, sem ætla mætti að kynnu að
veikja þennan mismun.
Almenningsálitið eða venjan veitir kvenn-
fólkinu í Ameríku meira frelsi til að gjöra
það, sem það vill, og fara hvert sem það
vill, heldur en í nokkru landi í Evrópu.
Enginn tekur til þess, þótt kvennmaður
ferðist alein yfir þvera Ameríku eða að
ung stúlka af heldra fólki gangi ein á
götunni í borgunum. Ef einhver kvenn-
maður tekur eiuhverja atvinnugrein fyrir,
sem að eins karlmenn liafa fengist við áð-
ur, er tekið miklu minna til þess en í
Evrópu. Þó eru menn i Austurríkjunum
naumast eins frjálslyndir í þessu efni sem
í Vesturríkjunum.
Umgengni milli ungra manna og ungra
stúikna i samkvæmum er alstaðar frjáls-
legri og viðhafnarminni, en á Englandi og