Þjóðólfur - 16.10.1891, Page 3

Þjóðólfur - 16.10.1891, Page 3
199 sagt að láta annað skip koma eptir fjenu á Borðeyri. Fjárflutningur Zöllners til Eng- laiuls verður í liaust likur og að undan- förnu; allt að 20000 fjár mun það alis verða, sem liann flytur til Englands í haust víðs vegar af landinu. Annars kemur síðar nákvæmari skýrsla um fjárkaup hans og fjárverslun í haust, f Hinn 13. júlí næstl. ljest að Lækjar- botnum í Landsveit bóudinn Sæmundur Guðbrandsson. Hann var fæddur þar 17. dag ágústmán. 1815 og ól þar alian sinn aldur. 14. dag júlímán. 1840 kvæntist hann eptirlifandi ekkju Katrínu Brynjólfsdóttur; þeim varð 16 barna auðið og eru 8 þeirra á lífi, hin mannvænlegustu. Þótt Sæmundur heitinn hefði fyrir fjöl- skyldu mikilli að sjá, stóð hann jafnan vel straum af henni, enda var hann tal- inn búliöldur góður og ber eignar- og á- búðarjörð hans órækt vitni um það, sem hann bætti að miklum mun. Um mörg ár var hann lireppstjóri sveitar sinnar og á seinni tíð var hann og i sókna- og sveitanefudum og leysti hann öll þau störf vel af hendi. Hann var fjörmaður hinn mesti og trúmaður og sótti jafnan kirkju sína meðal hinna bestu. Sæmundur lieit- inn var hinn skemmtilegasti maður í allri viðkynningu og hinn gestrisnasti, enda mun Adða Adðbrugðið gestrisni hans. Hans er því mikill söknuður í sveitarfjelaginu, eigi einungis sem hins uppbyggilegasta manns, heldur og hins eptirbreytnisverð- asta. E. Th. Fjallkonu-myndin. Út af auglýsingú í 47. töiubi. Þjóðólfs þ. á. leyfi jeg mjer að geta þess, að Sig- urður málari á engan þátt í þeirri mynd af „Fjallkonunni11 sem stendur framan á Sýnisbók Boga Melsteðs. Jeg teiknaði þessa mynd eptir mynd, sem er framan við fyrra bindið af hinni ensku þýðingu á íslensk- um þjóðsögum, en sú mynd er frumgerð af enskum listamanni eptir fyrirsögn meist- ara Eiríks Magnússonar. Þessa mynd teiknaði jeg eptir og ljet haua sitja á jökli, og var hún prentuð á þjóðhátíðar- myndinni sem jeg gerði 1874, en í skýr- ingunni, sem fylgdi þjóðhátíðarmyndinni, er þessi Fjallkonumynd eignuð Siðurði mál- ara, og er það rangt. Reykjavík, 9. október 1891. Ben. Gröndal. Krókur íl mótl bragöl. Maður einn ofan úr landinu kom einu sinni til Luudúna, og settist aö á gistihúsi einu. Af því að hann var logandi hræddur við vasaþjófa, bað haun skrifarann á gistihúsinu að geyma fyrir sig 20 pd. sterling (360 kr.). Næsta dag bað hann skrifarann um pening- ana, en brá heldur en ekki í brún, er skrifarinn með mesta einlægnÍBSVÍp neitaði, að hann hefði beðið sig að geyma nokkra peninga. Maðurinn fer til málfærslumanns og biður hann ráða. „Farðu“, sagði málfærslumaðurinn, „til gistihússinB og biddu skrifarann að nýju í votta viðurvist að geyma fyr- ir þig 20 pd. sterling; segðu að þú hafir ekki gott miuni, þjer hafi skjátlast með hin 20 pd. og biddu hann fyrirgefningar á þvi. Síðan skaltu koma til mín aptur“. Maöurinn gerir þetta og kemur svo aptur til málfærslumannsins. „Farðu nú“, sagði hann, „aptur einn til skrifarans og biddu hann án þess að nokkur sje viðstaddur um þessi 20 pd. st. Hann mun þegar fá þjer peníngana, af þvi að þú hefur vitni að því, að hann tók við þeiin. Á morg- un skaltu svo taka vitniu með þjer, fara til skrif- arans og heimta 20 pundin, sem þú hafðir beðið hann að geyma. Af því að euginn var viðstaddur er hann afhenti þjer þau, kemst liann ekki undan að borga þjer þau 20 pd. aptur, sem hann ætlaði að hafa af þjer“. Allt fór eins og málfærslumað- urinn sagði og maðurinu varð feguari en frá verði sagt að fá peningana sína aptur. Fyrirspurnir og svör. 1. Mjer er leigð þurrabúð; má jeg þá ekki taka einhleypa húskonu, án leyfis þurrabúðareigandans. 156 Aftökustaður var ákveðinu hjá Klofasteinum hinum efri í Möðrufelishrauni. Hraun þetta gengur niður frá fjalli niður með Skjálgdalsá að norðan, vær því ofan á miðjan flata. Norðan fram með því gengur íiói allmikill og lágur eins og breiður og grunnur dalur allt til íjalls. Úr neðanverðu hrauninu gengur tangi allmikill norður í móana við flóann; tangi þesai er grasi vaxinn, en á honum standa nokkurir ákaflega stórir steinar eins og hús. Tveir þeirra standa svo náið, að að eins má ganga eða ríða á milli. Steinar þessir hafa einhvern tíma í fyrndinni verið einn steinn, en klofnað og fallið í sundur fyrir óminnilega löngum tíma. Þessi staður sjest allvíða til, og svo er þar lands- lagi farið, að mikill fjöldi manna getur verið þar í kring, og sjeð hvað fram fer. — Laugardaginn fyrstan í sumri var hægt og síg- andi frost, himininn lieiður og blár. Útbúuaður sá, er til þurfti, var þar þegar kominn. Sunnan undir steinunum var grafinn niður reka- drumbur mikill, á að giska þrjár álnir á hæð; var liann liöggvinu sljettur á þá hliðina, sem upp vissi; hann lá frá norðri til suðurs, og var lítið eitt upp úr jörðu; lítið eitt fyrir neðan endann þann, er í suður vissi, var fellt ofan í hann þvertrje eitt nokkuru syttra 153 „Mikið óguðlegir geta bölvaðir mennirnir verið að ljúga svona upp á mig“, sagði Bisi, og ljet sem sjer væri um ekkert annara, en að komast sem fyrst til sýslumanns að frelsa sig af áburði þessum. — Það voru 12 dagar liðnír frá því að lík Jóns fannst — það fannst 1. febrúar — þangað til málið var tekið fyrir. Þar játuðu þeir allir þrír að þeir hefðu hjálpast að því að vinna á Jóni, og hefðu þeir gert það eptir hvötum Bisa. Bar þeim öllum svo saman, að engu manaði, eins og frásagan hjer að framan greinir. Síðastur allra var Jón bisi látinn koma fram fyrir rjettinn. Hann var ekkcrt nema auðmýktin tóm, ogr þóttist ekkert vita, annað en það, að hann hefði heyrt það á Helga fyrir skömmu, að þeir bræður mundu vita, hvar Jón væri viður kominn. Fór hann mörgum orð- um um, hve óvandaðir strákar þessir væru, að hafa tekið sig saman um að bendla sig við þetta ódáðaverk; væri allur framburður þeirra „ídel uppljóstur og lýgi“.. Dómur fjell í máli þessu 22. dag febrúarmánaðar í Saurbæ í Eyjaiirði. Hjeldu þeir þar áfram orðrjettum framburði sínum, en Bisi þverueitaði sem fyrr. Yar honum dæmdur synjunareiðr, og vann liann eiðinn með slíkri ró og hugrekki, að flestum reis hugur við. Síð- an fór hann heim til sín.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.