Þjóðólfur - 06.11.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.11.1891, Blaðsíða 1
Kemur ftt & föstudög- um — Verð árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrlr 15. Júll. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn Bkrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda íyrir 1. október. JReykjavík, föstudaginn 6. nóvember 1891. XLIiI. árg. Enn um fjársöluna. Fjársala til útflutnings hefur í haust orðið með langminnsta móti, sem kunnugt er. Eptir þvi sem næst verður komist hefur Zöllner flutt út í haust allt að 22,000 fjár, þ. e. úr Þingeyjar- og Eyja- fjarðarsýslu 8000, af Vopnafirði og Beru- firði 1600, frá Seyðisfirði um 3900, úr Skagafirði 2000, af Borðeyri 4000 og af Suðuriandi um 2500. ZÖllner hefur eptir því flutt út fleira fje en að undanförnu, sem kemur af því, að á sumum stöðum á landinu hafa bæði einstakir menn og fje- lög sent fleira fje út, en þeir höfðu lofað, og fleira en þeir hafa sent undanfarin ár, sökum þess, að þeir áttu einskis annars kost til að fá peninga. Þar á móti hef- ur Coghill ekki keypt nema 2200, í stað- inn fyrir full 40,000, sem talið er að hann hafi keypt í fyrra, en Thordal hefur eklci látið sjá sig á þessu hausti. Þessi apturkippur í fjársölunni kemur bændum víðsvegar um land mjög illa. Þannig var það í Eyjafirði, þar sem Cog- hill hafði boðað markaði, en hætti svo við allt, þegar markaðarnir áttu að byrja, að bændur, sem höfðu ætlað sjer að selja fje og þurftu á peningum að halda bæði til að borga landsbankanum og í afgjöld af landssjóðsjörðum, sem þar eru margar og sem goldið er að mestu eptir í peningum að haustinu, og til fleiri skuldaborgana, hefðu staðið uppi ráðalausir, ef Jón Vída- lín, nmboðsmaður Zöliners hjer á landi, hefði okki hlaupið undir bagga með þeim, og tekið af þeim allmargt fje tii flutnings og sölu á Englandi, og þá þegar látið þá fá nokkuð af peningum upp í væntanlegt andvirði hins selda fjár. Það er mjög liætt við, að allar afleið- iugar þess, að sauðasalan minnkaði svo mjög í ár, sjeu ekki komnar í ljós enn. Mjög er hætt við, að mörgum veiti örðugt að standa í skilum við landsbankann, og að öll peningaviðskipti verði stirðari en undanfarin missiri. Auk þess sem svona fátt er selt af fjenu, er fjeð nú i miklu l*gra verði en hin síðustu ár; gerir það allmikinn mun á andvirði alls fjárins. Það mun varla ofmikið í lagt, þó talið sje, að fyrir þessar 24 þús. kindur, sem fluttar eru út í haust, fáist 70,000 kr. minna en fyrir jafnmargar og jafnvænar kindur i fyrra, og ef til vill verður verðmunurmn miklu meiri, þegar til kemur. Enn er það, að minnstur hluti þessara 24 þús. borgast með peningum; mest af því gengur til að borga vörur, er pöntunarfjelögin hafa feng- ið í sumar og haust. Það bætir nokkuð úr í þetta sinn, að allmikið liefur verið til af peningum víðs- vegar um land, sem nú koma í góðar þarfir. Vonandi er og, að landsbankinu ljetti almenningi sem mest þessi peninga- vandræði, bæði með því að veita áreiðan- legum viðskiptamönnum frest á afborgun þetta ár, og með því að vera sem liðleg- astur í því að veita ný lán þeim, er þess þarfnast. Ein af hinum vondu afleiðingum þessa apturkipps í fjársöiunni er sú, að pöntun- arfjelögin hljóta að lenda í skuldum. Sauð- irnir seljast nú í Englandi fyrir miklu lægra verð, en áætlað hefur verið, og út- lenda varan, einkum rúgur, er miklu dýr- ari en gert var ráð fyrir; af þessu leiðir, að fjelögin hljóta að lenda í miklum skuld- um. En hr. L. Zöllner, sem pöntunarfje- lögin skipta við, er svo reyndur sem dreng- lyndufl, hjálpfús og áreiðanlegur viðskipta- maður, að því má treysta, að hann geri fjelögunum sem Ijettast fyrir að bera þetta áfall. Sofía Gilnsburg. (Frá frjettaritara Þjóöólfs). Höfu 24. sept. 1891. Fyrir fám dögum rjeð þessi nihilisti, kvennmaður, sjálfri sjer bana í fangelsinu í Schlússelburg í Pjetursborg. Hún hafði kom- ist yfir egglaus skæri og sargaði úr sjer lífið með þeim. Fangelsið liggur á ey í Neva-tíjóti Er þar svo illt að vera, að skipt er um varðmenn þriðju hverja viku. Að öðrum kosti yrðu þeir veikir; svo raka- og sagga- samt er þar. Hinir verstu „pólitisku“ glæpamenn eru geymdir hjer í fangelsum neðanjarðar, sívotum og ekki vatnsheldum. Þar er líkt og í fangelsúnum í Venedig. Þar sá bandinginn aldrei ljósglætu, liann hvildi liöfuð sitt á steini, og vatnið náði Nr. 52. honum stundum upp í mitti. Sagt er að fangar í Schlússelburg lifi sjáldan lengur en 3—4 mánuði — og missi þá vitið. Sofía hafði í 10 ár verið skæðust af öllum níhilistum. Enginn níhilisti var svo fífldjarfur, snarráður og slægur eins og hún. Aðrir níhilistar sátu kyrrir í París og Sviss og leynilögregla Eússa gat njósn- að allt um þeirra athafnir. En um Sofíu vissu þeir að eins, að húu var sífellt á ferðum milli Parísar og Pjetursborgar, en gátu aldrei haft hendur á henni. Allir, sem stigu fæti inn yfir landamæri Rúss- lands, voru gagnskoðaðir; sömuleiðis leiðar- brjef þeirra. Hinir rússnesku tollþjónar höfðu Ijósmyndir af lienni og báru þær saman við öll andlit ferðamanna. En allt kom lýrir ekki. Sofía kunni meistaralega að dulbúa sig. Hún var ýmist stúdent, bóndakona, prest- ur, herforingi, kaupmaður eða málflutn- ingsmaður. Hún var jafnfær í öllum bún- ingum og fór mörg hundruð sinnum yfir landamæri Rússlands og ferðaðist um hið volduga ríki og kveikti hug og livatti dug með frábærum ötulleik og elju. En enginn má við forlögum sínum og lítil þúfa varð hennar fótakefli. Árið 1888 kom hún í búð í Pjetursborg og keypti ýmislegt smávegis. Á heimleið- inni saknaði hún buddu sinnar og varð liverft við, því í henni var meira en pen- ingar, nefnilega skrá yfir níhilista og brjef frá þeim. Hún skundaði aptur í búðina að leita að buddunni. En hún kom of seint. Buddan hafði verið opnuð og Sofía gekk í greipar helju. Lögreglulið var fyrir og tók liana höndum. Enginn fjekk að vita, hvað gerðist i máli því, sem höfð- að var gegn lienni. Sagt er, að hún Iiafi veriö pínd til sagna, en ekkert veiðst upp úr henni. Hún var dæmd til dauða, en „náðuð“. Sú náð var verri en dauða- hegning! Norður-Múlasýslu 4. oktbr. (Niðurl.): „Pöntunarfjelag Fljótsdalslijeraðs hefur nú sent með flesta móti utan af sauðpen- ingi. Kom gufuskipið „Constantin“, skip- stjóri Fenger, eptir þeim til Seyðisfjarðar, 29. f. m., og fór þaðan aptur daginn ept-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.