Þjóðólfur - 06.11.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.11.1891, Blaðsíða 2
214 ír alfermt 3880 kindum, þar af 3160 frá fjelaginu, en hitt frá Sig. kaupmanni Johansen. Yar allt það fje yfir höfuð vænt og vel útlítandi. Örum & Wulífs verslan- ir munu hafa sent út um 1600 sauðkind- ur frá Vopnafirði og Berufirði. Matvara öll, lcaffi, sykur o. fl. hefur nú í haust hækkað mjög í verði hjá kaup- mönnum allflestum, enda voru allar þess- ar vörutegundir furðu ódýrar í sumar á Seyðisfirði. Hjá pöntunarfjelaginu er þó allt með sama verði og áður“. Norður-Múlasýslu 2. okt.: „Heyafii varð í lakara lagi á Úthjeraði, en í besta lagi á Upphjeráði, sjer 1 lagi í Fljótsdal, og nýting hin besta. Aptur varð nýting hin lakasta í fjörðum. — Talið er víst, að maður hafi nýlega drukknað í Lagar- fljóti, Björn að nafni frá Blöndugerði; liestur hans hefur fundist öðrumegin, en treyja lians hinumegin fljótsins. — Garð- rækt varð að litlu liði hjer i sumar, fræ kom seint upp vegna þurka; kartöflur spruttu nokkuð“. Eyjafirði 2. okt.: „Hjer er fjarska- leg peningaþröng, sem stafar af því, að markaðir á sauðfjenaði brugðust, að heita má, aigjörlega í þetta sinn. Gramli Cog- hill keypti enga skepnu, hann kom hjer á tvo markaði, en það gekk ekki saman með lionum og bændum, hann reið því hjeðan í reiði sinni. Kaupfjelögin sendu fyrir miiligöngu Jóns Yídalíns fullt svo marga sauði sem að undanföruu, og Ijetu sjer ekki bregða, þó að illar sögur gengu af kjötverðinu á Skotlandi. Þeir einu, sem lijer keyptu á mörkuðum, voru: Tr. Gunnarsson (líklega fyrir Gránufjel.) og Magnús borgari Sig- urðsson á Grund; verðið var 9—10 kr. á veturg. og 13—14 kr. tvævett, fyrir stöku kindur gáfu þeir dálítið betur. Þeir borg- uðu helminginn í peningum og hitt í vör- um. Þó þessar verslanir keyptu ekki meira en ein 2—3 þúsund upp á þennan máta, var það samt mörgum góð hjálp með krónurnar, þrátt fyrir það eru ósköp margir í peningakröggum, bæði landssjóðs- jarða ábúendur og fieiri. Kaupmenn ganga að þessu sinni mjög ríkt eptir skuldum; þeir fá þvi í haust talsvert af sláturfje, en minna er aptur flutt frá þeim af korn- vörunni, sem nú er hjer í afarverði. Yersl- unarskuldir eru víst lijer með meira móti, því kaupmenn hafa verið liðugir á að lána glingrið, og menn aptur eins og vant er nógu heimskir að ganga á agnið. — Sumarið allt frá upphafi má heita að hafi verið ein samanhangandi blíða, grasspretta var í besta lagi, og því heyskapurinn al- mennt ágætur. Það verður þvi sjálfsagt sett með langflesta móti á vetur í þetta sinn. Varla er fje eins vænt og það var í fyrra. — Fjárheimtur eru víða fremur slæmar, og halda menn, að fjeð hafi í sumar óvanalega mikið runnið á fjöll og öræfi. Eyfirðingar hafa í nokkúr ár gjört út 4 meun hvert haust til fjárleita hjer suður um fjöllin. Þeir fara upp úr Eyja- firði hinn gamla „Eyfirðingaveg" vestur að Jökulsá eður í nyrðri „Palla“, sem er gamall áfangastaður á Eyfirðingavegi. Það- an fara þeir suður að Laugarfelli; þar er graslendi fremur gott með fram laugar- lækjunum; þar er því aðalaðsetur leitar- manna á ferð þessari, og þaðan fara þeir í fjárleitirnar að morgni og koma þangað að kveldi. Það er leitað upp að Hofsjökli og með fraih honum suður að Þjórsár- kvíslum og undir Arnarfell, og svo allan partinn austur að upptökum afrjctta Fnjóskdælinga og Eyfirðinga. Eins og sjá má á uppdrætti Ísíands, er partur þessi allstór, enda eru leitarmenn ekki minna en viku í ferðinni og hafa opt fengið hriðjuveður. í haust var ágætistíð allan leitartímann, enda var árangurinn af ferð- inni góður, því það fundust 125 kindur; áður hafa ekki fundist meir en 30—40 í hverri ferð. Kostnaðinn við þessar ferðir, sem opt hefur orðið talsverður, jafna Ey- firðingar fúslega niður á sjálfa sig eptir skepnueign“. Skagalirði 21: okt.: „Hjeðan er ekkert að frjetta, nema stökustu verslunarvandræði; það dett- ur engum lifandi manni í hug að tala eða hugsa um nokkurn skapaðan hlut annan. Siðan út- sjeð var um alla poningamarkaði fyrir sauðfje í kaust, er stanslaus ðendanlegur barlómsjarmur út af peningaeklunni. í allt vor og sumar lofuðu menn óhræddir peningum í haust, því að sá rek- spölur var nú einu sinni kominn á, að þá streymdu peningarnir inn fyrir fjeð. En svo stiflast sá straumur allt í einu öllum á ðvart. Og afleiðing- arnar urðu og hlutu að verða að menn standa uppi ráðalausir alveg. Jeg veit t. d. um marga skuldu- nauta landsbankans, sem skki hafa nein ráð með að borga rentur af skuldum sínum í tæka tíð. Þegar útsjeð var um markaðina, gerðum við tilraun til að fá dálítið af peningum lánað í kaupfjelags- reikning, en það gekk ekki. Nú hafa rnargir hug á að snúa sjer í fjelagi að bankanum til að fá of- urlitla úrlausn í alira bráðustu nauðsynjar; ekki veit jeg samt, hvort úr því verður“. Breiðaíjarðareyjum 10. okt.: „Sumarið hef- ur verið hið besta, er jeg man nokkurntíma, eink- um skarar fram úr grasvöxturinn; hann var svo gðður, að jeg man ekki annan eins hjer til eyj- anna, og nýting áheyjum hin besta; jeg mau vel eptir mikla grasárinu 1846 (þá gekk mislingasðtt), en þetta sumar skarar talsvert fram úr því að grasvexti; kartöflu- og rófuvöxtur hinn besti, kofna- tekja hin besta og æðardúnstekja talsvert meiri en í fyrra og er vonandi, að ef lögð er stundan á að halda áfram að eyða vargi, sem hefur hamlað að auka dúntekjuua, þá muni dúnninn smáaukast. Það er annars mein að því, að allir sem hlut eiga að máli, skuii ekki vera samráða í að eyða vargi og öllu, sem er til fyrirstöðu að auka þessi dýr- mætu hlunnindi (æðarvarpið) á skynsamlegan eða sem kostnaðarminnstan hátt“. Húuavatussýslu 24. okt.: „Engar eru merk- ar í'rjettir hjeðan. Haustið hefur verið, eins og sumarið í heild, einstaklega þurrt og úrkomulaust og frostlítið. I gær var fallinn litill snjór á jörðu og í dag var austanfannkoma, en jörð alþýð. — Skip Höllers kaupmanns á Blönduósi liggur þar enn þá og hefur ekki orðið afgreitt vegna brima. — Fjártaka hefur verið mikil, en ekki hátt verð, 17 a. best fyrir kjöt og 22 a. mör, 25 a. pd. í gærunni, en þær sem eru undir 6 pd. ekki teknar. Hæsta verð hjá Coghill var 14 kr. fýrir 3 vetra sauði, frá 12—13 kr. fyrir tvævetra og 9—10 kr. fyrir veturgamla11. Númsmeyjar á kveunaskúlanum á Ytriey. 1. Álfheiður Guðjónsdóttir frá Croðdölum í Skaga- fjarðarsýslu. 2. Björg Þorláksdóttir frá Yestur- hópshólum í Húnavatnssýslu. 3. Elin Aradóttir frá Ytri-Þverá í Eyjatjarðarsýslu. 4. Elínborg Jó- hannesdóttir frá Bjargi i Húnavatnssýslu. 5. Frið- borg Friðríksdóttir frá Hvammi í Dalasýsiu. 6. Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi í Strandasýslu. 7. Guðrún Jónsdóttir frá Fjallseli í Norðurmúla- sýslu. 8. Guðlaug Einarsdóttir frá Kjappeyri í Suð- urmúlasýslu. 9. Guðríður Magnúsdóttir frá Sauð- haga í Suðurmúlasýslu. 10. Guðrún Sigurðardóttir frá Syðriey i Húnavatnssýslu. 11. Guðrún Ólafs- dóttir frá Skálholtsvík i Strandasýslu. 12. Helga Austmann Guttormsdóttir frá Stöð i Suðurmúla- sýslu. 13. Helga Halldórsdóttir frá Eangá i Norð- urmúlasýslu. 14. Hiidur Sigurðardóttir frá Vopna- firði í Norðurmúlasýslu. 15. Ingibjörg Hóseasdótt- ir frá Höskuldsstöðum i Suðurmúlasýslu. 16. Iugi> björg Ólafsdóttir frá Svínavatni i Húnavatnssýslu. 17. Ingibjörg Sigurðardóttir frá Vopnafirði i Norð- urmúlasýslu. 18. Ingiríður Þorsteiusdóttir frá Grund í Húnavatnssýslu. 19. Jóhanna Guðmundsdóttir frá Stórholtsseli í Dalasýslu. 20. Jónína Einarsdóttir frá Fjallseii í Norðurmúlasýslu. 21. Kristín Ind- riðadóttir frá Ytriey i Húnavatnssýsiu. 22. Krist- in Stepkensen frá Mosfelli í Árnessýslu. 23. Mar- grjet Jónsdóttir frá Hjarðarholti í Dalasýslu. 24. Oddný Þorsteinsdóttir frá Grund i Húnavatnssýslu. 25. Kagnheiður Guðjónsdóttir frá Goðdölum í Skaga- fjarðarsýslu. 26. Kagnkildur Sveinsdóttir frá Grund i Húnavatnssýslu. 27. Sigríður Pálsdóttir frá Fljóts- tungu í Mýrasýslu. 28. Sigurlaug Indriðadóttir frá Ytriey í Húnavatnssýslu. 29. Snjólaug Sigfúsdótt- ir frá Syðri-Varðgjá i Eyjafjarðarsýslu. 30. Soflía Ólafsdóttir frá Guðrúuarstöðum í Húnavatnssýslu. 31. Stefl'anía Guðmundsdóttir frá Djúpavog í Suð- urmúlasýslu. 32. 8teftanía Jónsdóttir frá Vopna- firði í Norðurmúlasýslu, 33. Steinunn Bjarnadótt- ir frá Þórormstungu í Húnavatnssýslu. 34. Svein- björg Bjarnadóttir frá Hafrafelli í Norðurmúlasýslu. 35. Þórey Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum í Suður- múlasýslu. 36. Þórunn Bjarnadóttír frá Hafrafelli í Suðurmúlasýslu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.