Þjóðólfur - 18.12.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.12.1891, Blaðsíða 1
Dppsögn skrifleg, bundin viö á,ram6t, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. Komur út & föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Krlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júll. ÞJOÐOLFUR XLIIL árg. Reykjavík, í'östudaglnn 18. desemlber 1891. Verkhyggni og hagsýni. Opt heyri jeg talað um atvinnubrest hjer á landi og mikið gert úr því. að menn geti ekki lxaft ofan af fyrir sjer, af því að þeir fái ekki vinnu, eða þá að hús- bændur verði að láta hjú sín, einkum að vetrinum, ganga iðjulítil eða iðjulaus skemur eða lengur. Það er að vísu satt, að margir ganga opt og einatt iðjulausir, en það hef jeg aldrei getað kannast við, að það kæmi af því, að þeir gætu ekki fengíð eitthvað að gera, ef þeir væru sjer ót um það, ef þeir vildu ganga að allri vinnu og heimtuðu ekki of hátt kaup. Sama er að segja um húsbændur, að þeir geta æfinlega haft nóg að gera handa hjú- Um sínum, ef þeir eru hagsýnir og verk- hyggnir. En það er meinið og orsökin til iðjuleysisins opt og einatt, liversu hús- bændur eru óverkhyggnir og verkamenn latir og viljalausír að vinna. Litum fyrst á sjávarsveitirnar. Það er kunnugt, að þar ganga á vertíðum mörg hundruð manna iðjulausir í landlegum dag eptir dag. En þurfa þeir að gera það? Nei, segi jeg. Það er mjög áríðandi fyrir sjávarbænd- ur og þurrabúðarmenn við sjó að hafa að minnsta kosti dálítinn túnblett og kálgarð sjer til styrktar, er aflinn bregst. En hversu margir eru þeir, sem liafa ekki svo mikið sem dálitla garðholu? Og er ekki alstaðar svo í fiskiverum lands- ins> að rækta megi meira og minna land o? gera úr því tún eða kálgarða? Og fellur ekki nóg til, sem nota má sem á- burð, svo sem fiskúrgangur, þang o. s. frv.? Þessu lield jeg að fáir geti neitað. Það er nú einmitt þetta, sem menn gætu lagfært, er ekki gefur að stunda sjóinn. í stað þess að ganga iðjulausir í landlegum dag eptir, dag, gætu sjómenn unnið að yrkingu túnbletta og kálgarða, æfinlega þegar jörð er þíð, t. d. haust og vor. Það er vinna, sem borgar sig vei. En að vetrinum í frosti og gaddi er þó ekki hægt að vinna að túnrækt og kálgarðarækt, segja menn. Að vísu er þetta satt að nokkru leyti, en að nokkru Ieyti ekki. Alltjend gætu menn þó að vetrinum ekið þangi og öðrum áburði í kálgarðana og túnblettina. Menn verða einnig að gæta að því, að það þarf að girða túnblettina og kálgarðana, og til þess eru grjótgarðar bestir. Þótt þeir bili á stöku stað eða skarð komi í þá hjer og hvar, þá verður þó ekki grjótið sjálft ó- nýtt, lieldur liggur efnið þar alltaf við höndina til að hlaða aptur upp í skarðið, sem niður hefur hrunið. Að grjótgarða- hleðslu má vel vinna á vetrurn, ef undir- staðan er tekin, áður en frost og snjór kemur. En auk þess er ýms önnur vinna, sem veturinn er mjög hentugur til; aldrei er auðveldara en þá að draga að sjer grjót með þvi að aka því, til húsabygginga, girðinga o. s. frv. Og það er meira en lítil vinna, sem menn í kauptúnum, eink- um í Reykjavík, geta haft af því að höggva grjót. Sumir vilja ekki gera það, ef þeir liafa ekkert við grjótið að gera í þann svipiun eða geta ekki þá þegar komið því út. En þeir mega reiða sig á, að það gengur út fyr eða seinna, ef það er gott, og það er betra að stunda þá vinnu, þótt menn uppskeri ekki þegar arðinn af henni, heldur en að ganga iðjulausir. En sjóróðrarmenn vilja ekki vinna að öðrum verkum en sjósóku eða því, sem að henni lýtur, segja menn; en slíkt má ekki liðast. Útvegsbændur, sem taka sjóróðrar- menn upp á kaup, ættu að taka það fram, er þeir ráða til sín sjómennina, að þeir skuli skyldir að ganga að hverri land- viunu sem fyrir fellur, i landleguui eða þegar sjór verður ekki stundaður, og þessu gætu útvegsbændur fengið framgengt með fjelagsskap og samtökum, og ættu þeir nú þegar að taka sig saman um það fyrir næstu vetrarvertíð. Hreppsnefndir ættu að styðja þau samtök og gætu einnig gert ýmsar aðrar ráðstafanir gegn vinnuleys- inu í landlegum á vertíðum við sjóinn. Þegar nú á hinn bóginn er litið til sveitamanna, þá er iðjuleysi þar yfir höf- uð minna en við sjóinn, enda er nóg að gera í sveitunum á öllum tímum árs. Á vorin og haustin jarðabótavinna auk venju- iegra vor- og liaustverka. Að vetrinum til ættu menn ekki heldur að þurfa að vera vinnulitlir, eins og sumstaðar mun eiga Nr. 59. sjer stað. Um sveitamenn gildir að mörgu leyti hið sama, sem sagt er hjer á undan um grjótakstur og grjótgarðahleðslu. Yet- urinn er hinn hentugasti tími til að draga að sjer grjót til húsabygginga eða í girð- ingar, og grjótgarða má víða hlaða að vetrinum, nema í mestu snjóasveitum eða mestu snjóavetrum, og túnunum hjer á landi veitti ekki af að fá girðingar, og engar girðingar álít jeg betri en grjót- garðana, svo sem áður er sagt. Víða er það í sveitum, að verkfæri öll eru í ólagi á vorum, er útiverk byrja, og á sumrum, er sláttur byrjar, svo að þá verður að eyða hinum dýrmæta tíma til aðgjörðar á amboðum eða til þess að búa til ný. Væri nú ekki nær að gjöra allt slikt á vetrum? Það sjá þó allir, að eins má að vetrinum sem að vorinu eða sumr- inu gera við klárur, orf og hrífur, reið- skap og reipi o. s. frv. Með því að gera allt þetta á vetrum, geta menn komist hjá að eyða margri stund í iðjuleysi og þurfa ekki að klípa af hinum dýrmæta en stutta bjargræðistíma. Þá má síðast en ekki síst minnast á ullarvinnuna, sem víða hefur minnkað mikið á síðustu árum. Það er einhver sú mesta óhagsýni að láta svo mikið af ull í kaupstaðinn, að eigi sje nóg eptir handa kvennfólki að vinna allan veturinn. Verði kvennfólk vegna þess að ganga vinnulítið á vetrum, er það með öðru fleira óafsak- anlegt skeytingarleysi og óhagsýni. Af- leiðingarnar verða auk vinnuleysisins þær, að lcaupa verður útlend fataefni, sem eru bæði haldminni og óhollari. Það eru ekki að eins sveitamenn, heldur einnig sjávar- menn, sem gætu unnið miklu meira af ull en nú á sjer stað — sjávarmenn, segi jeg, því að ef þoir geta ekki átt kindur sjálf- ir, væri þeim nær að fá hjá sveitamönn- um fyrir fiskmeti ull til að vinna úr utan á sig, heldur en kaupa dýrum dómum út- lend fataeíni og þar á ofan láta kvenn- fólkið ef til vill ganga iðjulítið marga stundina að vetrinum. Það er margt ógert hjer á landi, sem þörf er að vinna og vel borgar sig að vinna, og það má á hverjum tíma árs sem er fá nóg handa fólki að vinna, ef viljann, hagsýnina og verkhyggnina vantaði ekki

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.