Þjóðólfur - 18.12.1891, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.12.1891, Blaðsíða 2
242 og ef menn liefðu það jafnan fyrir aug- um, að iðjusemin er móðir auðæfanna og að engin leyfileg vinna er svo arðiítil og lítilfjörleg, að hún sje ekki betri en iðju- leysi. Böndi. Eiýngd nokkurra kinda á sýningu í Lundúnum. Kaupmaður C. Knudsen hefur sent oss skýrslu yfir þyngd nokkurra kinda, er hlutu verðlauu á sýningu í Lundúnum í desember í fyrra. Hann var þá staddur þar og skrifaði á sýningunni upp þyngd kindanna; þær voru allar ætlaðar til slátr- unar. Hver sýnandi hafði sent 3 kindur af sama kyni og á sama aldri og voru þær vegnar í einu lagi. Skýrslan er all- fróðleg til samanburðar við þyngd fjár hjer á laudi, og sýnir meðal annars, að fjeð á Englandi er vænt, þótt ekki sje það látið verða gamalt; íiest af fjenu var rúml. þriggja missira gamalt. í skýrslunni, sem hjer fer á eptir, er hvert fjárkyn út af fyrir sig; í fremsta dálki er tala kindanna, sem alstaðar eru 3 að tölu; í næsta dáiki er aldur þeirra (hve margra mánaða og vikna gamlar þær eru), og í þriðja dálki er þyngd allra þriggja kindanna til samans í dönskum pundum, og er, eins og allir skiija, ekki annað en deila þyngdarupphæðinni með 3, til þess að finna meðalþyngd hverrar kindar. — Skýrslan er svohljóðandi: Southdown fje. Aldur Þyngd 3 kindur 9 mán. 3 vikur 400 pd. allar. Do. 9 ■— 2 — 388 — — Do. 10 — „ - 459 — — Do. 21 — „ — 534 — — Hampshire fje. - Aldur Þy ngd 3 kindur 22 mán. 1 vikur 723 pd. allar. Do. 22 — 2 — 769 — — Do. 22 — 2 — 792 — — Do. 22 - „ - 756 — — Do. 22 — „ - 701 — — Do. 21 — 2 — 776 — — Do. 22 — 2 — 791 — — Oxfordshire Downs fje. Aldur Þyngd 3 kindur 9 mán. 2 vikur 515 pd. allar. Do. 9 — 2 — 479 — — Do. 20 — 3 — 814 — — Eigandi þessara síðasttöldu kinda var auðmaðurinn Rothscild. Af þessu fjárkyni fjekk bóndi einn hjer á landi, Jón Jónsson á Hjaltastöðum í Skagafirði, hrút hjer um árið og hefur það nokkuð breiðst út frá honurn þar fyr- ir norðan. Þyngd 834 pd. allar. 538 — — 854 — — 877 — — 574 - — Þyngd 574 pd. allar. 868 — — 806 — — 784 — — Þyngd 732 pd. allar. Skagafirði 4. des.: „Tíðin allt til þessa tíma hin inndælasta, nú sem stendur frost- hart og í gær síðari hluta dags hríð. Væru peniugaástæður manna betri en þær eru, þá amaði ekkert að almenningi, en það er annað uppi á baugi, því allir berja Ióm- inn, sem von er, því að það var ónota- kjaptshögg fyrir almenning að geta því nær sem ekkert selt af fje í haust“. Húnavatnssýslu 7.des.: „Tíðarfar hjer má alltaf heita gott, þó nokkur snjór sje kominn, þá er samt alstaðar jörð allgóð og veðrátta allstillt. Fje enn þá víðast beytt og hross í haustholdum. Fjenaðar- höld eru góð og lítið hefur bráðapest drep- ið. Heilsufar manna er líka yfir liöfuð gott. Heyföng eru með langmesta móti. Það leikur allt í lyndi, hvað búskapinn snertir, nema verslunin, hún má líka heita drepandi allt annað, og mega menn nú sakna fjársölu þeirrar, er verið hefur til Englands, en það er vonandi að hún verði betri næsta ár eða framvegis. Verst er á- standið með landvöru okkar á mörkuðum ytra, og er það vafalaust oss sjálfum nokk- uð að kenna, hvað verkun snertir bæði á ull og fiski. Góðir og velvaldir vörumats- menn, og verðmunur hjá kaupmönnum ept- ir gæðum vörunnar, er það eina, sem bætt getur úr þessu, en að fá þessu fram kom- ið er allt erfiðara, og þó sýnist sem það ætti að geta fengist með hægu og góðu móti, því þaðyrði beggja hagur, bæði kaup- manna og bænda". Lincolnshire fje. A1 d u r kindur 21 mán. 2 vikur Do. Do. Do. Do. 9 — 20 — 20 — 9 — kindur Do. Do. Do. 3 kindur Cotsivould fje. Aldur 10 mánuðir 36 — 21 — 21 — Leicester fje. Aldur 20 mánuðir Strandasýslu 23. nóv.: Frjettir eru fá- ar hjeðan; sumarið varð eitthvert hið besta hvað þurka snertir, en nokkuð stormasamt, haustið stormasamt með rigningum og snjóhretum, sem kemur sjer mjög illa, því fiskafli hefði verið góður, hefði einhvern tíma gefið á sjó, því að smokkfiskur kom bæði á Reykjarfjörð og Steingrímsfjörð, og hafa víst orðið meiri not af því í Stein- grímsfirði, þar sem gæftir liafa verið betri. Þann 8. þ. m. rak í ofsakafaldsbyl á land jaktina „Betsy Marie“ á Kúvíkum, sem þeir áttu kaupmennirnir J. J. Thorarensen og Riis á Borðeyri, og var allmikið í henni af innlendum vörum, sem hún skyldi fara með til Borðeyrar; varð mikið af því ó- nýtt, en jaktin svo brotin, að líklegast verð- ur ekki við liana gjört“. Tíðarfar er yfir höfuð gott að frjetta með póstum, sem nýkomnir eru; sumstað- ar var að vísu orðið haglítið, en síðustu daga hefur verið hláka, svo að nú er öríst í lágsveitum. Morðiiig'inu Jón Sigurðssou frá Mýri í Bárðardal kom hingað 14. þ. m., fluttur af 3 mönnum norðan frá Akureyri í gæslu- varðhald í hegningarhúsinu hjer, af því að dýrara var að hafa liann í varðhaldi á Akureyri, þar sem 2 menn voru hafðir til að gæta haus nótt og dag. Skipskaði. Skip, sem ætlaði hingað af Akranesi 9. þ. m. með 8 mönnum á, fórst, er það var komið skammt undan landi, og drukknuðu allir, nema einn, Jón Árnason frá Heimaskaga, sem bjargað varð af kili. Þeir, sem druknuðu, voru formaðurinn Sveinbjörn Þorvarðarson heit. hreppstjóra frá Kalastöðum, kvæntur og ljet eptir sig 5 börn, systir hans Rannveig, ung stúlka, til heimilis- hjá móður sinni í Reykjavík. Kristinn Fiusson fyrirvinna hjá stjúpu sinni á Sýruparti, Jón í Presthúsum kvæntur maður, er lætur eptir sig 2 börn, Erlend- ur, ókvæntur maður frá Sjóbúð, Hannes Ólafsson lausamaður, og Einar Halldórsson unglingsmaður frá Bakka. Einn af þessum mönnum, sem drukknaði, hafði fengið sjer lífsábyrgð fyrir 1500 kr., sem var orðin ónýtj af þvi að henni hafði ekki verið haldið við, iðgjöldin ekkiborg- uð. Þeir, sem tryggt liafa líf sitt, ættu vandlega að gæta þess, að borga iðgjöld- in í tíma, til þess að lífsábyrgðin verði ekki ónýt.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.