Þjóðólfur - 22.01.1892, Qupperneq 1
Kemur út & föstudög-
um — Verö árg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR
Oppsögn skrifleg, bundin
viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyrir 1.
október.
XLIV. árg.
ÞJÓÐÓLFUR.
Allir kaupendur Þjóðólfs þetta ár (1892)
fá bheypis bókmenntasögu íslands (síðari
hluta).
Ekkert íslenzkt blað nema Þjóðólfur
veitir gömlum haupendum nokkra auka-
getu.
Nyir haupendur fá auk bókmenntasög-
unnar tvö bindi af sögusafni Þjóðólfs.
Allt óheypis. Blaðið sjálft kemur út einu
sinni í viku og stundum tvisvar eða 60
arkir um árið og kostar að eins 4 krónur,
er borgist fyrir miðjan júlí.
Ny'ir haupendur ættu að gefa sig fram
sem fyrst áður en sögusöfnin eru á þrot-
um. Allur kaupbætirinn (3 bækur) verður
að minnsta kosti fullra 4 króna virði ept-
ir venjulegu bókhlöðuverði, og sjá því all-
ir, hvílík vilkjör blaðið býður.
Síðan um nýár hafa einnig allmargir
nýir kaupendur bætzt við hér í bænum
og í nærsveitunum og verða sögusöfnin
send þeim innan skamms.
Um hluttöku safnaða í veitingu brauða.
(Niðurl.). Þá er eptir að minnast lítið eitt
á þann ókost prestkosningarlaganna, sem
að vísu er slameiginlegur fyrir öll kosn-
ingarlög, en er þó hálfu verri í þessum
lögum en öðrum. Þessi mikli ókostur er
fólginn í því, að prestar og prestsefni,
sem í kjöri eru, geta optast nær litla eða
enga von gjört sér um að ná kosningu lilut-
aðeigandi safnaða, nema því að eins, að þeir
gangi sjálfir eða láti einhverja sendisveina
sína ganga millum kjósendanna fram og
aptur um sóknirnar til að „smala“ at-
kvseðum handa sér nokkru áður en kosn-
ing á fram að fara. Slíkur gauragangur
er miklu óviðurkvæmilegri við þessar kosn-
ingar, en nokkrar aðrar, og getur haft
mjög óheillaríkar afleiðingar í för með sér
að mörgu leyti, bæði fyrir hlutaðeigandi
söfnuð og umsækjendurna. Það ber raun-
ar ekki jafnmikið á þessum æsingum al-
staðar, annaðhvort þar, sera umsækjandi
er að eins einn, eða þar sem einhver um-
sækjandanna getur fyrirfram talizt sem
sjálfkjörinn og um aðra er ekki að ræða,
en það ber sjaldan við, þegar fleiri en
Iteykjavík, föstiidaginn 23. janúar 1892.
einn er í kjöri. Aðalreglan er, að enginn
getur náð kosningu nema með því að eius,
að liann setji himin og jörð í hreyfingu, ef
svo má að orði kveða. Optast nær munu
lielztu atkvæðamenn í söfnuðunum ráða
mestu, hver kosinn verður, með því að fá
aðra kjósendur í fylgi með sér, og sjáum
vér ekkert á móti því, ef hóglega og
stillilega er að farið. Það er og eðlilegt,
að hver sem er í kjöri biðji einhvern
málsmetandi, merkan mann í söfnuðinum
um að styðja að kosningu sinni. Ef hann
gjörir ekki neitt frekar og lætur vera að
berjast sjálfur með hnúum og hnefum fyr-
ir sér er ekki um neitt að tala. En svo
ber það stundum við, að einhver óhlut-
vandur óþokki, sem er nógu ósvifinn til
að traðka öllum velsæmisreglum, tekst
beðinn eða óbeðinn á hendur að gjörast
formælandi einlivers þess, sem í kjöri er,
og slíkum óþokkum gengur stundum furðu-
vel að fá ístöðulitla, fáfróða kjósendur í
söfnuðinum til að fylla sinn flokk. Það
getur opt verið áhrifameira að hafa þessa
þokkapilta með sér, lieldur en marga aðra
merka bændur, af því að þeir, sem nokk-
uð eru vandir að virðingu sinni, hafa
andstyggð á öllum lúalegum æsingum,
er ganga fram úr hófi. Sá prestur, er
nær kosningu með slíkum meðulum, er
sannarlega ekki öfundsverður af þvi. Auð-
vitað eru þessi dæmi sem betur fer frem-
ur fátíð, en þau munu þó stundum hafa
komið fyrir við prestakosningar hér á
landi. Söfnuðirnir ættu að gjalda varhuga |
við að fara eptir ráðum nokkurra óhlut-
vandra manna, þá er um jafnmikilvægt
málefni er að ræða. Þeir sem ekki hafa
neina sannfæringu fyrir sjálfa sig eða vita
ekki, hvað þeir vilja, eiga að hlíta ráðum
hinna vitrustu og beztu manna safnaðar-
ins og fylla þeirra flokk. Það er bein
skylda allra, er sjálfstæða skoðun skortir,
og engan veginn ámælisvert.
Margir umsækjendur brauða, sem verða
svo heppnir að „komast á skrána“, gjöra
lítið eða alls ekkert til að smala atkvæð-
um handa sér, af því að þeir fyrirlíta
slíka aðferð og þykir hún ósamboðin virð-
ingu sinni og því málefni, sem þeir eru
kallaðir til að boða. Þeir vilja heldur
Nr. 4.
sitja á hakanum en gjöra svo lítið úr sér
að „betla“ atkvæði eða beita nokkrum ó-
löglegum ráðum til að komast að og verða
svo söfnuðinum óþægilega háðir á eptir.
Þeir vilja ekki vera þekktir fyrir að láta
ófrægja aðra, sem með þeim eru i kjöri
og ná með því kosningu sjálfir. En svo
skoða sumir þessa aðferð sem órækan vott
um deyfð, áhugaleysi og framtaksleysi um-
sækjanda þess, er í hlut á, og einmitt
þetta afskiptaleysi hans út af fyrir sig
spillir málstað hans hjá kjósendunum. Það
kitlar hégómagirni þeirra, að hver sá um-
sækjandi, sem í kjöri er, komi annaðhvort
sjálfur eða sendi einhvern út af örkinni í
sinn stað til að biðja þá livern og einn
að „vera nú með sér“ við kosningarnar.
Þetta vekur hjá þeim tilfinningu fyrir
þeirra eigin gildi og þeir verða því bein-
línis styggvir við, ef einhver sem í kjöri
er eða einhver fyrir hans hönd „lætur
ekki svo lítið“, að fara á fjörurnar til að
grennslast eptir skoðun þeirra. Ef þetta
er ekki gjört, er það talinn bersýnilegur
vottur um skort á Iítillæti umsækjanda, ef
það er ekki talið framtaksleysi, og verður
það hvorugt honum til mikillar meðmæl-
ingar á kjörfundi.
Þessi skakki hugsunarháttur þarf að
breytast til batnaðar. Þeir sem í kjöri
eru ættu ekki að hleypa ofmiklum vindi
í seglin; þeir ættu að leitast við að sneiða
hjá æsingum, eptir því sem framast er
unnt, og kjósendurnir ættu þá að sínu
j leyti að virða slíka aðferð og láta þá ekki
gjalda varfærni sinnar, en sízt af öllu
mega kjósendurnir láta nokkra ófyrirleitna
æsingapostula tala kjark úr sér með hót-
unum eða láta þá blekkja sig með ósönn-
um áburði og níði um aðra, sem í kjöri
eru. Séu einhverjir þeirra, eða ef til vill
engir þeirra kunnir söfnuðinum, verða kjós-
urnir að fara hálfu varlegar, og verður
þá bezt, ef unnt er, að leita upplýsinga
hjá einhverjum vönduðum, áreiðanlegum
manni, sem trúandi er til að skýra satt
og rétt frá, eptir því sem honum er frek-
ast kunnugt, en sé slíkar upplýsingar
ekki auðið að fá, er mjög sjaldan mun
koma fyrir, verða kjósendurnir að taka
tillit til þeirra meðmælinga, er umsækjend-