Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.01.1892, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 22.01.1892, Qupperneq 3
15 FiskiYerkunariiiálið. 16. þ. m. var haldinn fundur hér í bænum til að ræða og samþykkja fiskiverkunarreglur m. fl. Fundarstjóri var kosinn Gunnl. Briem verzl- unarstjóri í Hafnarfirði, er liafði boðað til fundarins. Yar hann allvel sóttur af bæjar- búum og Seltirningum, en úr öðrum veiði- stöðum hér nærlendis komu sárfáir, og er slíkt ámælisvert áhugaleysi þegar um jafn þýðingarmikið málefni er að ræða sem þetta, er sjávarbændum að minnsta kosti ætti að vera alvarlega annt um að fá kippt í betra horf. Það yrði ekki neitt smáræðistjón, eða lítilfjörlegur hnekkir fyrir alla lilut- aðeigendur, ef svo skyldi fara, að sunn- lenzkur saltfiskur yrði óútgengileg vara á Spánarmarkaðinum, sem talsverðar líkur eru til, ef ekki verða nú þegar reistar rammar skorður við því hirðuleysi, er hing- aðtil hefur átt sér stað i þessu efni. Á fundinum voru ræddar og samþykkt- ar nýjar fiskiverkunarreglur, að miklu leyti samllljóða hinum eldri frá 1886, en þó meiri áherzla lögð á nokkur einstök atriði. Svo voru einnig kosnar nefndir fyrir Reyk- javík, Seltjarnarnes, Yatnsleysuströnd og Njarðvíkur til eptirlits yfirhöfuð en einkum til að sjá um, að reglunum yrði hlýtt í þessum fiskiplássum. Sams konar nefndir á siðar að velja í öðrum veiðistöðum. Að siðustn var rætt um skipan reglu- Iegra fiskimatsmanna (ragara) og kom mönnuin saman um að fela kaupmönnum og helztu bændum að nefna þá, en yfir- valdið léti þá vinna eið og gæfi þeim er- indisbréf. Það er mjög áríðandi, að þess- ari ákvörðun verði framgengt, því að gegni þessir menn skyldu sinni rækilega, fæst fyrst nokkurn veginn trygging fyrir því, að fiskiverkunarreglurnar komi að tilætl- uðum notum. Að voru áliti ættu þessir eiðfestu matsmenn einnig að hafa eptirlit ( með, hvernig kaupmenn gættu skyldu sinn- ar í meðferð fisksins, eptir að hann er kominn í þeirra hendur, því að það verð- ur ekki varið, að sumir kaupmenn hér syðra hafa að sínu leyti stuðlað til að koma þessu óorði á sunnlenzka saltfiskinn á Spánarmarkaðinum, ekki að eins með því að slengja illa verkuðum fiski saman við vel verkaðan, heldur einnig með hirðu- lauslegri meðferð hans yfirhöfuð, útskipun í illviðri o. s. frv. Viðtakandi (kaupmað- urinn) verður að gæta skyldu sinnar í þessu efni, ef vei á að fara, engu síður en sá, er verkar og afhendir fiskinn. Að öðrum kosti koma allar flskiverkunarregl- ur ekki nema að hálfum notum. Aflahrögð. Þeir sem fóru héðan til fiskileita suður í Garðsjó fyrir næstliðna lielgi eru nú flestir eða allir komnir heim aptur, sumir með dálítinn afla en margir með tvær hendur tómar, enda gæftir nær engar, þar eð veðurátta hefur verið mjög stirð og umhleypingasöm. Nýtláinn Guðmundur bóndi Jónsson á Stórafljóti í Biskupstungum, allmerkur maður í sinni stétt. HITT OG ÞETTA. Þl'.jú l'ífl. Eptir aö Karl keisari 5. hafði sigr- að Pranz 1. Frakkakonung í orustunni yið Payia og tekið hann höndum, kom hanu nokkru síðar til Parisar og heimsótti Franz konung, jiegar hann var laus orðinn úr varðhaldinu. Við það tækifæri sagði hirðfífl konungs yið húsbónda sinn: „Nú er eg ekki lengur eina fíflið, því að nú þekki eg þrjú“. „Hver eru þau?“ spurði kouungur. „Eitt er Karl keisari, þar eð hanu dirfist að koma hingað, annað þér sjálfur, þar eð þér not- ið ekki tækifærið til að taka hann höndum, og hið þriðja er eg sjálfur, sem dirfist að tala þannig“. Háskólakennari nokkur, sem opt þótti vera ann- ars kugar, rak sig einhverju sinni á kú. Hann varð þá svo ruglaður, karltetrið, að hann tók ofan hattiun og sagði stamandi: „Eg hið yður auð- 16 Dauðinn hafði með liinni bitru sigð lagt að velli vandamenn hennar hvern eptir annan, og nú stóð hún alein eptir í heiminum, alveg eins og gamla tréð, sem beið dauðadóms síns. Hve margar endurminningar voru þó bundnar við þetta tré, sem hafði staðið þarna fyrir framan gluggaun, frá því að hún fyrst mundi eptir, því að í þessu húsi var hún borin og barnfædd, og þar hafði hún alið all- an aldur sinn. Þarna í trjáganginum á virkisgarðinum hafði hún leikið sér í barnæsku, og þar liafði hún gengið um sem ung stúlka, fyrst ein, en síðar með öðrum. Hún mundi enn einkarvel eptir því, er hún sá hann í fyrsta skipti. Hún sat þarna við gluggann, ein- mitt á sama stað, sem nú. Nú var hún orðin gráhærð, lasburða og hrukkótt í framan, en }>á var hún ung og fríð með rjóðar kinn- ar og glóbjart hár. Hann leit þá upp í gluggann til hennar og þau roðnuðu bæði. Síðar gekk hann á hverjum degi þar fram hjá og loksins tók hann að heilsa henni. Hún tók kveðju hans. Það var ef til vill ekki rétt gjört af henni, en hann var svo blíðlegur á svipinn og kurteis í látbragði, að hún gat ekki stillt sig um það. 13 Nú getið þér haft þá áuægju að vita, að þér eruð jafnheill og hraustur sem áður. En jafnframt verðum við að segja yður, að þér í raun og veru höfðuð öll þau sjúkdómseinkenni, er einmtt koma fram hjá manni,. er blóð hefur misst og er það sönnun fyrir því, að lík- aminn getur stundum þjáðst af hinni heimskulegustu fjarstæðu ímyndunaraflsins“. Efasemd, undrun og gleði yfir því að vera hvorki dauður né dauðvona börðust í brjósti mér, en því næst réð eg mér ekki fyrir reiði yfir því, að læknarnir hefðu kvalið mig svo vægðarlaust. En þegar eg ætlaði að láta í ljósi gremju mína út af þessari meðferð, þaggaði Engler brátt niður í mér og mælti: „Að vísu höfðum við ekki fullkominn rétt til að gjöra slíka tilraun við yður, en við liugðum, að yður mundi þó þykja þetta mun skárra, heldur en að kom- ast í betrunarhúsið fyrir iunbrotsþjófnað, eins og auð- vitað hefði orðið, ef við hefðum selt yður lögregl- unni í hendur. Þér getið kært okkur ef þér viljið, en gætið þér að því, góðurinn minn, livort þér munduð hafa nokkuð gott af því. Eg held ekki. Að öðru leyti viljum við fúslega greiða yður dálitlar skaða- bætur fyrir harmkvælin, er þér hafið þoiað“. „Þegar svona stóð á“, lauk Georg Martin máli sínu, „liugði eg snjallast að fara að ráðum þeirra, og láta !

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.