Þjóðólfur - 29.01.1892, Blaðsíða 2
18
kell allt saman, og verða þannig stærri og
minni kalblettir um allt túnið. Eins er
það, að eptir að rigningar liafa gengið og
túnin eru blaut og gljúp, sem opt á sér
stað einkum vor og haust, þá sporast þau
ákaflega mikið við umferð stórgripa, og
geta allir séð, hve slíkt er ljótt og undir
eins eyðileggjandi fyrir túnin og rýrir af-
not þeirra. Þá gjöra hestar opt ekki svo
lítið tjón, er þeir vaða yíir nýþaktar siétt-
nr og naga þær. Þær eru lausar fyrir
og gljúpar og þola ekki, að stórgripir troði
á þeim; þökurnar stígast í sundur og ganga
úr lagij; það koma holur og dældir i slétt-
una, vatnið sezt þar að og étur sig smátt
og smátt niður, og við það myndast ójöfn-
ur og sléttan þýfist. Á þennan hátt geta
nýjar sléttur opt skemmst og það svo, að
þær bíði þess seint bætur, þegar þá líka
sem víða á sér stað, að ekkert er hirt um
að lagfæra það, sem aflaga fer. Annars
eru menn frámunalega skeytingarlitlir með
túnin, þessa svo að segja einu bletti, sem
ræktaðir eiga að heita. Sí og æ eru þau
undirorpin meiri og minni skemmdum, fyr-
ir hirðuleysi og slóðaskap og þegar þau
svo spretta ekki, á það að vera af allt
öðrum orsökum, svo sem illri eða óhag-
stæðri veðuráttu, vondum jarðvegi o. s. frv.
En þó þetta geti að nokkru leyti haft á- j
hrif á grasvöxtinn, þá er það þó vanalega
annað, sem mestu veldur í því efni. Þeg-
ar tún ekki spretta, er það meir eða mest
að kenna sumpart ónógum og óhentugum
áburði, sumpart ágangi af skepnum eink-
um hestum. Auðvitað getur fleira komið
til greina, svo sem að tún kali, brenni
o. s. frv. Aðalskilyrðin fyrir góðum gras-
vexti á túnum, er nógur og hentugur á-
burður, samfara góðri vörn jafnt alla árs-
ins tíma og góðri hirðingu yfir höfuð.
Þegar túnin eru rótnöguð að haustinu
er þeim miklu hættara við kali en ella.
Að vorinu geta þá ekki hinar ungu og
lítt þroskuðu jurtir notið skjóls af „hánni“,
þegar frost og kuldanæðingar ganga, og
deyja þá opt út. Einnig þurfa túnin þá
meiri áburð; það líkist því, sem þau væru
tvíslegin, en er þó í sjálfu sér miklu Iak-
ara, að það sé gjört á þennan hátt.
Sumir telja að vísu gott aö láta hesta
að haustinu ganga á þeim túnum, sem eru
mjög mosamikil; mosinn á að eyðast eða
mikið að minnka með því móti. En þótt
slíkt kynni nú að vera einhver bót við
lionum, er það að öðru leyti svo mikill
skaði, eins og búið er að benda á, að um
það getur alls ekki verið að ræða, enda
má útrýma mosanum á annan hátt, þó
ekki sé það alstaðar eða ávalit fljót-
gjört.
Ekki gjöra kýr annan eins jarðusla og
skaða túnunum sem hestarnir; þær rót-
naga þau ekki eins. Opt getur og verið
freisting að beita þeim á túnin, síðai-i
hluta sumars, þar sem svo til hagar, að
sumarhagar eru vondir og langt í þá. —
Sauðfé ætti alls ekki að líðast að vera á
túnunum að jafnaði, eða milli þess sem
það má til, svo sem um mjaltir að sumr-
inu (eg gjöri hér ráð fyrir, sem víða á sér
stað, að ær séu mjólkaðar í færigrindum á
túnunum eða í fjárhúsum innan túns). Ef
sauðfé er heima við eða nálægt bæjum að
jafnaði, liættir því við að sækja á hús og
í kálgarða. Við það skemmast þökin á hús-
unum og matjurtagarðar hafa opt orðið ó-
nýtir af sömu orsök, en slíkt getur opt
verið tilfinnanlegur skaði, og því tilfinnan-
anlegri, sem það er. beinlínis mannanna
skuld, hirðuleysi og vanrækslu að kenna.
— Þótt nú vörn á túnum sé ýmist engin
eða þá mjög ófullkomin, eiga sér þó und-
antekningar stað eins og jafnan er, og
þau tún, sem varin eru alla tíma jafnt,
eru líka auðþekkt úr. Það virðist sem
mönnum mætti vera það áhugamál að fara
vel með túnin, og er óskandi að hér ept-
ir verði meiri stund lögð á að verja þau
fyrir skepnum, einkum hestum en verið
hefur. — • En mér mun nú svarað, að það
sé hægra sagt en gjört, og er það að
nokkru leyti rétt. Þar sem túnin eru girt,
er auðvelt að verja þau fyrir hestum, sé
girðing ekki því lítilfjörlegri. Allt öðru
máli er að gegna þar sem engin girðing
er i kring um þau, einkum ef þéttbýlt er
og landþrengsli mikil, en mikið má ef vel
vill. Fyrst og fremst ríður á að leyfa
aldrei neinum skepnum að vera á túnun-
um stundu lengur um hvern tíma árs sem
er nema brýna nauðsyn beri til. En slíkt
kostar allmikla fyrirhöfn og getur því
vörnin aldrei orðið fullkomin, séu túnin
ógirt. Túngirðingar eru því hvervetna
bráðnauðsynlegar og ættu menn að kosta
kapps um, að fá þær gjörðar þar sem þær
vanta, sem víða mun vera. Túngirðingar
eru ein sú bezta jarðabót er menn gjöra,
og þá fyrst, þegar túnin eru orðin girt,
koma aðrar túnbætur að fullum notum.
Ef mjög erfitt er að verja túuin fyrir
hestum, þegar kemur ,fram á sumarið, get-
ur verið gott, að hýsa þá í g'ohmx húsum
yfir dimmasta hluta næturinnar; þeim er
það engu lakara en að vera úti, þegar
þeir fara að veujast því, en gæta ber þess,
að þeir standi ekki of lengi inni. Að hýsa
þá tima af nóttunni, tryggir túnin .fyrir
ágangi þeirra þann tímann, og svo hefur
hýsingin þann kost í för með sér, að með
því móti safnast bezti áburður, er nota
má bæði á tún og í matjurtagarða að
haustinu, sé hann vel liirtur.
Eigi túnræktinni að fara fram, verða
menn að kosta kapps um að bæta þau á
allan liátt; það er ekki nóg að slétta þau,
það verður einnig að girða þau. Meðan
túnin eru ekki girt, verða þau fyrir sí-
felldum átroðningi af skepnum og þar af
leiðandi meiri og minni skemmdum. Það
er þá fyrst, þegar túnin eru orðin girt og
þannig friðuð fyrir hestum og öðrum skepn-
um, að vér getum gjört oss von um veru-
lega framför í þeirri grein.
Mannslát. 19. des. f. á. andaðist að
Búðum í Snæfellsnessýslu uppgjafaprestur
Þorkell Eyjólfsson. Hann var fæddur í
Elliðaey á Breiðafirði 6. júní 1815. Por-
eldrar hans voru Eyjólfur stúdent Gísla-
eon (sonarson Ólafs biskups Gíslasonar),
síðar prestur í Saurbæjarþingum og síðast
í Miðdalaþingum (f 1843) og kona hans
Guðrún (f 1842), dóttir þjóðskáldsins séra
Jóns Þorlákssonar á Bægisá. Séra Þor-
kell ólst upp hjá foreldrum sínum fyrst í
Elliðaey og síðar á Litla-Múla í Saurbæ,
kom í Bessastaðaskóla 1835 og var út-
skrifaður þaðan 1841, var næstu 3 ár í
Reykjavík hjá Jóni Thorsteinsen landlækni
og kenndi sonum hans og fleirum piltum
skóialærdóm, fékk Ásaprestakall í Skaptár-
tungu haustið 1843 og var prestvígður af
Steingrími biskupi 19. maí 1844, kvæntist
s. d. Ragnheiði dóttur Páls prófasts Páls-
sonar í Hörgsdal, fékk Borg á Mýrum
1859 en Staðastað 1874 og flutti þangað
vorið 1875, fékk lausn frá embætti haust-
ið 1889 en hætti prestskap vorið 1890 og
flutti þá að Búðum til Einars sonar síns.
Með Ragnheiði konu sinni, sem enn er á
lífi, átti hann 17 börn, og eru 10 þeirra
á lífi, þar á meðal: Jón dr. phil. í Kaup-
mannahöfn, Eyjólfur úrsmiður í Reykjavík,
Páll (fyr gullsmiður í Reykjavík) nú verzl-
unar-agent í Frakklandi og Guðrún kona
Holgers kaupmanns Olausens í Stykkis-
hólmi.
Séra Þorkell var að mörgu leyti merk-
ur prestur, vel gáfaður, tryggur í lund og
vinfastur, hjálpfús við bágstadda, en átti
ávallt erfiðan fjárhag.