Þjóðólfur - 29.01.1892, Síða 3

Þjóðólfur - 29.01.1892, Síða 3
19 Slysfarir. Moð póstunum norðan og vestan, er komu 24. þ. m. fréttust óvenju miklar slysfarir. Einna mesta eptirtekt heíur þó vakið morðsaga úr ísafjarðarsýslu, sem reyndar er ekki fullsönnuð enn, en nokkrar líkur þó komnar fram gegn hin- um grunaða morðingja, er Sigurður heitir, að auk- nefni „skurður“ (af því að hann einhverju sinni veitti kvennmanni svöðusár með lmífstungu). Til- (lrög þessa atburðar eru i stuttu máli þau, að Salómon Jónsson, húsmaður á Eyri í Önundaríirði, fylgdi skömmu fyrir jólin ásamt Sigurði þessum 3 mönnum úr Önundarfirði yfir í Sógandafjörð, sneri svo heim aptur, er hann var kominn nokkuð áleiðÍB, en litlu síðar sneri Sigurður einnig aptur og kom heim um kveldið, en Salómon ekki, og var þá far- ið að leita hans daginn eptir. Fannst hann þá dauður með talsverðum áverka á höfði á svonefnd- um Klofningsdal, eyðidal milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Yar sýslumaður farinn að rann- saka málið og er mælt, að Sigurður hafi orðið tví- saga eða margsaga. Frekari fréttir ekki komnar. 11. des. f. á. varð maður úti i Helgafellssveit, vinnumaður séra Eiríks á Staðarstað. Á Þorláksmessu drukknaði maður ofan um vök í Blönduósi, Jason Jasonsson frá Kúskerpi. Kona í Víðidal datt ofan stiga á annan í jól- um og hálsbrotnaði. Það er og með tíðindum talið, að vitskertur mað- ur í Skagafirði, Björn Sigurðsson að nafni, ættaður frá Kaldrana á Skaga, beit nærri því nef af kvenn- manni i Fagranesi á Keykjaströnd. Hann ætlaði að bíta hana á barkann, en kom því ekki við. Ekki sleppti liann tökum fyr en snöru var brugðið um háls honuin, en hafði þá veitt konunni svo mikinn áverka, að sækja varð Iækni og tókst hon- um að sauma sárið saman. — Ætti þetta hryðjuverk að minna menn alvarlega á að hafa sterkar gæt- ur á þessum skaðræðismanni framvegis og öðrum vitskertum mönnum yfir höfuð, sem sjaldnast. munu hafðir í böndum, þótt full ástæða sé til þess. Það er fnrða að eigi hlýzt opt slys af slíku hirðuleysi, sem alls ekki ætti að eiga sér stað. Sjálfsmorð. Boskinn maður í Tungunesi i Húnavatnssýslu skar sig á háls á annan i jólum. Hann var geðveikur. Kona í Kúagerði á Skagaströnd, Sigurlaug Jóns- dóttir, ekkja Björns á Harastöðum, hljóp um nótt upp tir rúmi, fáklædd, og fannst morguninn eptir með litlu lifsmarki, en dó að vörmu spori. Gamall maður, Friðrik að nafni, faðir KrÍBtins bónda á Hjalla á Látraströnd, „gekk út undan húslestri og drekkti sér í sjónum“, er skrifað úr Þingeyjarsýslu. Það var milli jóla og nýárs. Bæjarbruni. 7. des. f. á. brann bærinn Hóls- hús í Vatnsfjarðarsveit til ösku um dag; var manna fátt heima og því lítið um björgun á munum. Síldaralli hefur verið óvenjulega mikill á Aust- fjörðum í haust einkum á Reyðarfirði. Þar eru nú 6 síldveiðafélög og á hr. 0. Wathne 2 þeirra. Fjögur gufuskip frá Noregi áttu að koma þangað fyrir jólin að sækja aflann. Wathne sjálfur hefur haft alls 4 gufuskip á leigu næstliðið ár. Á Reyð- arfirði veiddist einnig svo mikið af smáfiski í nóv- ember, að menn komust hvergi nærri yfir að hirða hann Begir „Austri“. Fiskiafli var dágóður við ísafjarðardjúp, er sið- ast fréttist. 1 veiðistöðunum hér syðra enginn afli enn svo teljandi sé; að eins dálítill reytingur 1 Garðsjónum, þá róa gefur. Vcðurátta heíur verið stirð viðast hvar siðan um nýár, að þvi er frétzt hefur. Einna bezt hefur hún verið á Norðurlandi, nema i Þingeyjar- sýslu. Þar var svo mikið illviðri um og eptir há- tiðirnar, að varla varð komizt bæja á milli. „Hef- ur líklega hvergi verið messað um jól eða nýár hér í sýslu“ er skrifað þaðan að norðan 5. þ. m. Landiimerkjadóm um afréttarland í svonefnd- um Fóelluvötnum, dæmdi landsyfirrétturinn ómerk- an 25. þ. m. og visaði málinu heim til nýrrar dóms- áleggingar, en málskostnaður skyldi falla niður. Landaþrætan er inilli Reykjavíkurbæjar og Seltjarn- neshrepps af annari hálf'u, og Guðmundar bónda Magnússonar i Elliðakoti af hinni. Hafði bæjar- stjórnin áfrýjað þessum merkjadómi til landsyfirrétt- arins. Kaupfélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 25. þ. m. Þar var meðal annars samþykkt að panta ekki framvegis nokkrar hinar ónauðsynlegustu og smálegustu vörutegundir. Laun stjórnarinnar voru ákveðin 1% af tillögum félagsmanna, þar í falinn allur aukakostnaður í félagsins þarfir. Félagsmenn voru árið sem lcið milli 80 og 90, flestir hér i bænum, og höfðu þeir verzlað fyrir nær 38,000 kr. í stjórnina voru kosnir: Sigfús Eymundsson bók- sali (formaður), Sighvatur Bjarnason bókari bank- ans (báðir endurkosnir) og Halldór Jónsson banka- gjaldkeri í stað prestaskólakennara séra Þórhalls Bjaruarsonar, er baðst lausnar. Endurskoðunar- menn: Hannes Hafstein landritari og séra Þór- hallur Bjarnarson. 20 Pá heimsótti föileit, grátþrungin kona föður henn- ar. Það var móðir Friðriks. Hún sagði, að son sinn langaði svo mjög til að sjá Maríu enn einu sinni, áður hann dæi, því að hann ætti víst skammt eptir ólifað, að sögn læknanna. Faðir hans hefði dáið úr tæringu og sonurinn hefði erft hana af honum; auk þess hefði hann lesið of mikið upp á síðkastið, því að hann liefði verið að flýta sér að ljúka við embættispróf sitt. Faðir Maríu leit niður fyrír sig, hrærður í huga, og sagði dóttur sinni að fara með konunni, sem var þrútin af ekka. Að lítilli stundu liðinni stóð María við rúm unn- usta síns. Hann var alls ekki svo mjög veikindalegur að sjá. Reyndar var hörundsliturinn snjóhvítur, en hann hafði rauða bletti í kinnunum og augu lians voru svo gljáandi. Hún sat á rúmstokknum hjá honum. Þau héldust i hendur og hann brosti og var svo ánægjuleg- ur á svipinn. Honum virtist, að þau sætu uudir stóra trénu á virkisgarðinum, og töluðu um alla heima og geima, nema um ást. „Heldurðu að þú minnist mín ekki stöku sinnum, þá er þú situr þar á bekknum ?“ spurði hann. „Eg mun opt minnast þín“, svaraði hún. 1.7, Eptir þetta bar svo við, að þau hittust á dansleik og dönsuðu þá saman allt kveldið. Þau sýndust vera fornkunningjar, þau höfðu einuig svo opt séð hvort aunað, og svo lengi haft ást hvort á. öðru — næstum 3 mánuði. Hann bað hennar ekki og þess vegna fékk hann ekki heldur neitt jáyrði, en þeim kom saman um, að þau skyldu hittast daginn eptir á virkisgarðiuum. Það var um vortíma — eius og nú — og trén voru svo fögur í iðgræna vorskrúðinu sínu. Hún settist á bekkinn undir stóra trénu, eins og hún var opt vön að gjöra. Hún hafði tekið hekliverk- efnið sitt með sér, en hún gat ekkert heklað í þetta sinn. Hún var að hugsa um allt annað. Hann kom einnig brátt með bækurnar sínar undir hendinni, því að hann var stúdent og ætlaði að hlusta á fyrirlestra við liáskólann. Þau töluðu margt, en alls ekki um ást. Hamiugj- an má vita, hvað það í raun og veru var, sem þau ræddu um. Þau voru svo ánægð þarna livort hjá öðru og þau voru bæði svo ung og svo óspillt. Eptir þetta hittust þau næstum daglega þarna á bekknum. Þau grunaði alls ekki, að þetta væri neitt ótilhlýðilegt, og því síður datt þeim í hug, að pabbi hennar kynni að standa við gluggann og sjá þau, en

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.