Þjóðólfur - 05.02.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.02.1892, Blaðsíða 3
23 fundið. En engu að síður má telja það víst, að í höndum góðs kvæðamanns myndi bókin verða góð skemmtan fyrir alþýðu. Væri það óskanda, að kvæðalistin legðist eigi íyrir óðal, og að bók þessi næði að glæða liana og fegra. Ritað á Pálsmessu 1892. JRímnakarl. HITT OG^ÞETTA. ÖJjæg'ilcg’ liefnd. Þegar rússnoski hershöfð- inn Kutusov hélt sigur-innreið í borgina Wilna eptir liinn alkunna flótta Frakka 1812, kom forstjóri pólska sjónleikafélagsins ]>ar til hans, og bað um, að sér leyfðist að láta leika sjónleik nokkurn til minningar um pennan dag. Kutusov neitaði [ivi, en krafðist aptur á móti, að liann skyldi láta leika þann sjónleik, er hann hafði látið leika við innreið Prakka í Wilna á austurleiðinni, en hann var fullur af bnífilyrðum til Rússa og viðbjóðsleg- asta smjaðri ufn Napóleon. Leikstjórinn bað sig undanþeginu með auðmjúkum orðurn, en pað stoð- aði ekkert og hann hlaut að hlýða. Um kveldið kom Kutusov með allnn flokk sinn í leikhúsið, til þess að hiudra allt uppþot með ná- vist sinui. Við hvert hrósyrði um Napóleon, er atóð í hlægilegustu mótsögn við flótta hans, klapp- aði Kutusov lof í lófa og sama gjörðu hinir áheyr- endurnir. Það er víst óhætt að fullyrða, að engum leik- endum hefur þótt lófaklapp áheyrenda sinna jafn óþægilegt, sem leikendunum í Wilna þetta kveld. Við livert orð draup kaldur svitinn af enni þeirra, en þó þorðu þeir ekki að breyta eða sleppa neinu af ótta fyrir, að þess yrði stranglega hegnt, sem vott um óhlýðni. Þess þarf ekki að geta, að leik- endurnir urðu alls hugar fegnir og þóttust leystir úr leiðum læðing, er leiknum var lokið. Tvírætt hi'ós. Einhverju sinni ætlaði heimsk- ingi nokkur að skjalla skáldið Longfellow og mælti: „Á hverju kveldi sofna eg með einkverja hókina yðar í höndunum11. Þessar skýrslur frá latínuskóla Bessa- staða og Reykjavíkur: 1841—42, 1845 —46, 1847—48 og 1850—51 kaupir rit- stjóri Þjóðólfs háu vcrði. F r í m e r k i. Svissueskur frímerkjasafnari óskar að komast í viðskiptasamband við frímerkja- safnendur í öllum löndum til að skiptast á frímerkjum við þá (H. 12541 L.). 26 A. Closuit, Martigny (Sciiweiz). Hoilenzkir vindlar, liollenzkt reyk- tóbak (tvær stjörnur) fæst í 27 verzlun Sturlu Jónssonar. 3NTýprentaður leiðarvisir til lífsábyrgðar fæst nú ókej'pis hjá ritstjórunum og hjá Dr. Jónassen, sem einnig gefur allar nauðBynlegar upplýsingar um lífsábyrgð. 28 skemmtileg saga banda ungum börnum með afbragðs- fögrum myndum, fæst á skrifstofu Þjóðólfs með niðursettu verði fyrir 75 aura. 29 Seldur óskilaíenaður í Mosfellslire ppi haustið 1891. 1. Hvitur sauður, 4 vetra, mark: blaðstýft fr., gagnfj. h., hamarskorið v. Hornamark óglöggt. 2. Hvítur sauður, veturg., mark: tvistýft apt., biti fr, h., heilhamrað v. 3. Gráflekkóttur haustgeldingur, veturg., mark: sneitt fr. h., sneitt fr., biti apt. v. 4. Grágoltótt ær, 2 vetra, mark: vaglskorið fr., fjöður apt. h., sneitt fr. v. 5. Mórauður lambhrútur, mark: tvírifað í Btúf h.„ sýlt og 2 stig apt. v. (illa gjört). 6. Gráflekkóttur lambhrútur, mark: sneitt apt. h.„ vaglrifað fr. v. 7. Hvítt geldingslamb, mark: miðhlutað, biti apt. h., sneitt fr., biti apt. v. 8. Hvítt geldingslamb, mark: stúfrifað, biti fr. v.„ stýft, biti apt. v. 9. Hvítt gimbrarlamb, mark: sýlt, gat v. 10. Grábildóttur lambhrútur, mark: sýlt, biti fr. h.„ heilrifað, gagnbitað v. 11. Grátt gimbrarlamb, mark: tvístýft fr. h., biti apt. v. Þeir, sem sanna sér eignarrétt á ofanskrifuðum kindum, geta fengið andvirði þeirra að frádregnuin kostnaði, hjá undirskrifuðum hreppstjóra fyrir næst- komandi fardaga. Mosfellshrepp 31. desbr. 1891. 30 Halldór Jónsson. 24 norðurhluta Englands. Þeir höfðu beðið þar tvær klukkustundir og voru orðnir mjög óþreyjufullir, því að kuldi var mikill með ákafri fannkomu, og það snjóaði inn um gluggann á salnum. Meðal farþega þessara, sem allir ætluðu til Lundúnaborgar, voru 4 kvennmenn. Eiu þeirra hafði verið nokkurn tíma norður í Ðundee að hjúkra viukonu sinni, er lá veik, og var nú á leið- inni heim til sín. Hún virtist vera milli þrítugs og fertugs. Hún var ljómandi fríð sýnum og tjguleg í framgöngu, en fremur alvarleg og raunaleg á svipinn, svo að það var uærri auðséð, að hún hafði orðið fyrir einhverju þungu mótlæti. Hinar þrjár, sem voru syst- ur, fóru að tala við liana og kvarta um, hve kuldinn væri bitur og kvað hún það satt vera og sagðist ekki geta þolað að sjá snjóinn. Um leið og hún mælti þetta kipptist hún við og liorfði um öxl sér út að gluggan- um. Systurnar fóru að livísla um það sín á milli, að hún hefði líklega séð eiuhverja vofu, en hin ókunna kona hoyrði það, og kvaðst hafa verið að horfa á snjóinn. „Mér koin til lnigar voðalegur atburður, er kom fram við mig eina jólanótt í þessu greifadæmi", bætti hún við. „Yeðrið var alveg eins og í dag, svo að það er eðlilegt, að mér sé hann í fersku minni, þar eð eg er nú stödd í sama héraðinu“. Systurnar þokuðu sér nær henni, en vildu þó ekki 21 „Og það jafnvel, þótt þú sitjir þar með einkverj- um öðrum ?“ „Eg mun aldrei sitja þar með neinum öðrum“. Hann tók í hönd hennar og brosti blíðlega. Upp frá þessu kom hún til lians á hverjum degi. Hann sagði í gamni, að þau væru nú að ganga á. virkisgarðinum. En svo var það einn dag, að þau hittust ekki framar, því að liann var látinn. Sumarið var liðið. Laufið féll af trjánum. Yetur- inn gekk í garð og hrímið huldi trén, en svo kom vor- ið aptur og klæddi þau að nýju iðgrænum skrúða. María hafði séð þetta allt út um gluggann sinn. Hún hafði opt grátið svo sáran og henni virtist, að hún væri orðin mjög gömul. Þá er veður tók að hlýna settist hún jafnan á bekkinn undir trénu og heklaði, en hún sat þar ávallt alein. Hún fór öðruvísi að, en móðir hennar, er liafði trúlofazt opt. Hún varðveitti hing fyrstu ást sína alla æfi. Tímans hjól rann jafnt og stöðugt og laufið sprakk út á trjánum og féll aptur af ár eptir ár, og alla þessa áratugi sat María við sama gluggann. Nú sat hún þar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.