Þjóðólfur - 09.02.1892, Page 1
Kemur út A föstudög-
um — Verð Arg. (60 arka)
4 kr. Erlendis 5 kr. —
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR
UppBÖgn Jþrifleg, bundin
viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda tyrir 1.
október.
XLIV. arg. Itcykjayík, þriðjndaginn 9. felbrúar 1892. Nr. 7.
Meiri lestur — Meiri þekking.
„Aum er sjómannsæfi11. Það er alkunn-
ugt. Hún er óblíð og köld opt og tíðum,
bessi æfi. Allir vita, hve miklar hættur
eru lienni samfara. Þar er svo mjótt á
milli lífs og dauða — ekki nema ein veik
skipsfjöl. Og þrátt fyrir þetta lítur þó
svo út, eins og sumir taki ekkert tillit til
þessa, er þeir minnast á landlegu- og
hvíldardaga sjómanna. Margir bera þeim
á brýn leti og ómennsku og segja, að það
sé alsiða, að þeir gjöri ekkert handarvik
1 landlegunum, lieldur flatmagi alla daga
endilangir upp í rúmi og hugsi ekki um
annað en sofa, eta og drekka. Þetta er
auðvitað ljótt, efj það væri satt. En
þetta er ekki sannleikur nema að hálfu
leyti. Þegar vel aflast hafa flestir nóg að
gjöra að hirða um afla sinn þá dagana, er
ekki gefur að róa; sá tími, sem þá verður
afgangs frá þessari vinnu er optast nær
ekki lengri en svo, að sjómönnum veitir
ekki af honum til hvildar. Þá er ekki
tiltökumál, þótt þeir eigi taki sér aðra
vinnu í hönd, því að þeir þurfa að vera
sem bezt afþreyttir til að geta þolað róðra-
skorpurnar á milli og vökurnar, sem um
vorvertíðina eru mjög lýjandi. En í löngum
landlegum, þá er ekki gefur að róa kann-
ske svo vikum skiptir, þá verður sá tími,
er afgangs er umhirðingu aflans, oflangur
til hvíldar, hversu vel sem aftast, og því
fremur ef afli er lítill, en sé hann enginn,
hafa sjómenn auðvitað ekkert um að hugsa,
og þá fyrst má segja, að þeir liggi í ieti
og ómennsku, ef þeir taka sér ekkert fyr-
ir hendur. En hvað gjöra sjómenn þá og
hvað geta þeir gjört ? Þeir sem eru smið-
ir liafa vanalega einhvern smíðisgrip handa
ú milli og sjást því sjaldan iðjulausir, en
hinir, er ekki kunna að smíðum, hafast
óneitanlega lítið að opt og einatt. Margir
stytta sér þá stundir við tafl og spil. Það
er auðvitað saklaus skemmtun, en gagns-
laus, og gætu sjómenn haft annað þarf-
legra fyrir stafni. í löngum landlegum á
vorin geta þeir t. d. unnið að jarðabótum
og annari vinnu, sem þá er opt auðvelt
að fá, en á veturna er allt öðru máli að
Segna, Þá er optast lítt mögulegt íýrir
síómenn, sem ekki eru smiðir, að fá nokk-
uð að gjöra. Hvað eiga þeir þá að haf-
ast að og hvað geta þeir gjört sér til
gagns? Svarið liggur beint við? Þeir
eiga að lesa dagblöð og önnur fræðandi,
nytsöm rit. Þeir eiga að verja tómstund-
um sínum til að afla sér þekkingar á því,
er hverjum manni er nauðsynlegt að vita,
svo að þeir komi ekki eins og álfar úr
hól, vitandi ekki neitt um það, sem fram
fer í kringum þá, og getandi ekki taíað
um nokkurn skapaðan hlut að kalla má.
Sérhver meðalskynsamur maður getur lært
mikið af lestri góðra rita án nokkurrar
kennslu. Það er mjög auðvelt að öðlast
allmikla þekkingu með litlum kostnaði og
án þess að vanrækja störf sín. Yæri
nokkrum þeim tómstuudum, sem hver ein-
staklingur eyðir í leti og ómennsku og til
gagnslausra skemmtana þegar bezt lætur,
varið til að safna sér frekari fróðleiks og
þekkingar, yrðu þeir færri, sem hvorki
vissu upp né niður í neinu eða þyrftu að
blygðast sín sakir vanþekkingar á því,
sem þeim er skylt að vita. Þessi bending
vor snertir ekki eingöngu sjómenn, heldur
einnig alla þá, er að einliverju leyti nota
ekki tómstundir sínar sér til gagns.
Sem betur fer er skoðun almennings
hér á landi um þýðingu blaða og bóka
talsvert farin að lagast á síðari árum.
Lestrarfýsn og fróðleikslöngun er almennt
orðin miklu meiri en áður. Menn eru
farnir að sjá og viðurkenna þau áhrif, er
lestur fræðandi rita getur liaft fyrir mennt-
un og menningu þjóðarinnar, og gamla
margþvælda setningin, að „bókvitið verði
ekki látið í askana“, hún er ávallt meir
og meir að missa formælendur sína. Þetta
„vit“ er einmitt nú á tímum „látið í ask-
ana“ í óeiginlegum skilningi. Þekkingin
eða bókvitið eða hvað sem það er kallað
er skemmtilegur og afarnauðsynlegur föru-
nautur hvers manns á lifsleiðinni.
Það er gleðilegur framfaravottur, hversu
nauðafáir þeir menn nú ;eru orðnir, sem
reyna að verja hina gömlu, rótgrónu hleypi-
dóma, að þekking og menntun sé einskis-
virði og komi almenningi að engum not-
um, heldur komi miklu fremur öllu á
ringulreið, gjöri menn duglausa og áhuga-
lausa til allrar vinnu, hrokafulla og hé-
gómlega. Þessar gömlu apturhaldskredd-
ur eru nú búnar að lifa sítt fegursta, og
það er vonandi, að þær Iíði bráðum alveg
undir lok.
Því meirí sem þekkingin er, því meira
frelsi og almennar framfarir hjá þjóðun-
um. Það er viðurkennd sannreynd.
t
Gestur Pálsson.
Hann Gestur er liðinn. Æ, grútlegt pað er,
að góðmennin skuli svo hverfa.
En þorparar lifa! — já því er nú ver,
að Jieir skuli jarðríkið erfa.
Hann Gestur er farinn. Já gestur hann var,
])ó gestrisni’ ei sýnd væri lionum.
Hann gullfræum sáði, en grjðt hann uppskar,
pað gengur ei ætíð að vonum.
Sem unglingur bjóst hann við bliðu og dýrð,
hann bjóst við þvi sælasta hnossi; —
en heimurinn veitt’ ’onum vonbrygði, rýrð
og viðbjóðsleg svikin með kossi.
Sem fullorðinn reyndi liann freistinga-tál,
— svo féll hann, því dugur var brotinn.
Hann mátti ei standa, því mörkin var hál
og mótstöðukrapturinn þrotinn.
Svo féll hann, en reyndi að reisa sig við,
því rétt honum fannst ei að detta.
Hann vissi hið sanna, en veraldar-snið
hann vélti í ógöngur kletta.
Hann aumkvaði vesæla, elskaði bágt,
hann nnni víst guði og trúnni;
hann hataði lygar og hræsninnar mátt,
hann hataði saurinn á brúnni.
Já glöggt var hans auga, því gestur hann var,
og því gat hann ei annað en fundið
að hræsnin er rétt cins og holgrafið mar,
að hatrið við lygi er bundið.
Hann allt vildi bæta, er aflaga fór,
en alþýða vild’ ekki heyra,
því hún var of smávaxin — hann var of stór;
— og hvað á að rita svo meira?
Hann lifði sem gestur, sem gestur hann dó
og gremju varð lieimsins að þola,
er títt á hann eitruðum eldinum spjó,
svo eyddist og brann hann til kola.
G. Dav.