Þjóðólfur - 04.03.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.03.1892, Blaðsíða 2
Manasses, Maríánus, Maris, Marjas, Mars, Melkíor, Meyvant, Mindelberg, Móses, Ne- hemíe, Niss, Númi, Ólíver, Otúel, Ragúel, Rósant, Rósi, Rósinkar, Rustíkus, Sakke- us, Salma, Sigjón, Sírus, (líkl. Sýrus), Sól- berg, Sumarsveinn, Sören, Tili, Tobías, Tunis, Yalentinus, Valves, Vívat, Vorm, Þeófílas, Þórlindur (líklega samsett af Þór- unn eða Þórdís og Erlendur?) og m. fl. Þorleifur og skólaiönaöarmáliö. Herra ritstjóri! — Af því að Þorleifur fyrv. ritstjóri Þjóðólfs hpldur enn áfram í nr. 9 af blaði yðar í ár að greina rangt frá tildrögum til uppástuugu stjórnarinnar í seinustu fjárlögum um að stofna skóla- iðnaðarkennslu í Reykjavík, þá bið eg yður taka nokkrar línur sem leiðréttingu á ýmsu ranghermi með stuttum athugasemd- um um málið. Þorleifur segir í Þjóðólfs-grein þeirri í sumar, sem liann nú nýlega er dæmdur fyrir, að eg og kunningjar mínir liafi komið því til leiðar,að kennarafélagið sendi lands- höfðingja bænarskrá um að setja á stofn í Reykjavík kennslu í skólaiðnaði. Með því vill maðurinn sagt hafa, að það hafi verið kunningsskapar-makk milli mín og kunningja minna, að fá landsh. til að smeygja þessari tillögu inn á fjárlögin. Ókunnugum manni, sem ekki vissi um undirbúning málsins í kennarafélaginu, gat hafa orðið það á, að fara með þessi ósann- indi af ókunnugleik, alveg óvísvitaudi. En hinn þáverandi ritstj. Þjóðólfs man eg ekki betur en að sé kennarafélagsmaður og eg man ekki betur en að haun væri sjálfur á fundi í kennarafélaginu, þegar sú ákvörðun var tekin að skrifa landshöfðingja og biðja hann að ætla fé á fjárlögum til kennslu þessarar, og hafi svo verið, hlýtur hann að hafa vitað eins vel og aðrir félagsmenu, að uppástunga þessi kom éltki frá mér, heldur málshefjanda á þeim fundi, Birni Jónssyni, ritstjóra ísafoldar, sem á þann heiður, að hafa mælt vel og rækilega fyr- ir þessu nýmæli. En þó að Þorleifur hefði ekki verið heyrnarvottur að því, hvers tillaga þetta var, þá var lionum engin vorkun að greina rétt frá þessu; það var ekki svo langt að fara til að fá áreiðan- lega skýrslu um það. Öll þau vinsamlegu ummæli, sem til mín eru mælt í nefndri Þjóðólfs-grein, eru því byggð á bláberum ósannindum. í seinustu grein sinni um þetta efni í Þjóðólfi (nr. 9) segir sami dánumaður apt- 42 • ur, að frá mér hafi komið uppliaflega sú tillaga, að seinasta þing skyldi veita „11,400 'kr. af landsfé til ad stofna embœtti í shólaiðna(hu. Nei, lierra fyrverandi! Eg get því mið- ur ekki með góðri samvizku tekið við þessari sæmd, sem að mér er rétt, og lát- ið lesendur Þjóðólfs lifa i þeirri trú, að eg eigi liana. En eg vildi gjarnan liafa átt þá uppástungu, að stofna sérstakan skóla til að kenna skólaiðnað, því að eg er sannfærður um, að þessu mjög mikils- verða máli liefði verið bezt borgið á þann liátt. Hið eina, sem eg hef gert til uudir- búnings málinu, er það, að eg hélt fyrir- lestur í kennarafélaginu og skýrði frá á hvaða reki málið væri nú erlendis, og lét í ljósi skoðun mína um það, að mér þætti æskilegt, að skólaiðnaðarkennsla kæmist á í öllum skólum hér á landi, æðri og lægri, að prestaskólanum og læknaskólanum und- anteknum. En eg lagði ekkert til um það, livernig því yrði fram komið. Á þessum fundi fékk málið beztu und- irtektir og var ,ákveðið að halda annan fund til að ræða ítarlegar um það, hvernig koma skyldi málinu til framkvæmda. Þá var samþykkt í einu hljóði uppástunga, sem ehJci hom frá mér, um það, að biðja forseta félagsins að fara þess á leit við landsliöfðingja íýrir félagsins hönd, að hanu ætlaði fé á næstu fjárlögum til skóla- iðnaðarkennslu; og ekki heyrðist nokkurt tíst í þáverandi ritstjóra Þjóðólfs móti þessu ráðlagi. Þvert á móti; þegar hann gat um fundarhaldið í blaði sínu, taldi hann það mjög céshilegt, að þessi hennsla hæmist hér á. Hann liefur þá ekki verið búinn að hafa tal af Páli. Það er fleira, sem er ' athugavert við greinar Þorleifs um þetta mál. Það verður ekki betur séð, en að hann vilji telja mönnum trú um, að stjórnin hafi stungið upp á að veita 11,400 kr. ár- lega til skólaiðnaðarkennslu, eða að minnsta kosti eitthvað þar á borð við á hverju fjárhagstímabiii. Því að þegar liannn er að fjargviðrast yfir, hvað kostnaðurinn sé mikill við þessa kennslu, þá segir liann (Þjóð. 14. ág. f. á.): „á þessu fjárhagsári er farið fram á að fá 11,400 kr.“ Og seinna í sömu grein segir hann, að það væri hneyksli, ef fé væri veitt til skóla- iðnaðar, „áður en landið fær lagaskóla, sem mesta þörf er k ... en þarf ehhi að Jcosta meira, en œtlað er til iðnaðarslcólans11. Sannieikurinn er hér hulinn lesendum Þjóðólfs, ef þeir hafa ekki annað fyrir sér, en það sem í greininni stendur. Sannleikurinn er, að stjórnin stakk upp á 11,400 kr. framlagi á þessu fjárhags- tímabili, en af þeirri upphæð var árlegur lcostnaður að eins 2600 hr., en 8800 kr. voru nauðsynleg gjöld eitt skipti fyrir öll til húsgerðar, verkfærakaupa, kennara- menntunar o. s. frv. Herra fyrverandi meinar yíst ekki, að lagaskólinn eigi að standa bara eitt fjár- hagstímabil. Hann meinar fráleitt heldur, að iagaskólinn verði rekinn fyrir einar 2600 kr. árlega. Allt svo getur hann ekki í alvöru borið þann kostnað saman, sem leiða mundi af lagaskólastofnun, við þann kostnað, sem skólaiðnaðarkennslan mundi hafa í för með sér. Er það þá til að blekkja lesendur sína, að hann gerir sam- jöfnuðinn ? Eða eru þetta eintómir liöfuð- órar? í seinustu grein sinni setur liann þetta atriði enn fram í hýju ljósi. Þar segir hann, að tillaga stjórnarinnar hafi verið sú, „að veita 11,400 kr. af landsfé til að stofna eiubætti í slcblaiðnaði. — Það var feitt embætti! mega menn liugsa; og von er að mönnuuum blöskri þetta ráðlag stjórn- ariunar. Og svo bætist þar við, að stjórn- in á að vera svo samvizkulaus, að láta mig og kunningja mína brúka sig til að stofna þetta óheyrilega feita embætti liauda mér! — án þess sjálfsagt, að hún hafi sjálf sérlega mikia trú á því, að landinu sé það til framfara, að skólamenntun íslenzka æskulýðsins sé aukin með þessari náms- grein. Herra fyrverandi ber þingmönnum á brýn, að þeir beri ekkert skyn á, livað skólaiðnaður er, og því vill hann láta þá fella málið (Þjóð. 14. ág. f. á.). Hann hef- ur auðvitað lifað eptir þessari reglu sjálf- ur. En liann hefur enga heimild til að segja það urn aðra þingmenn, að þeir beri ekki skyn á málið, en þá, sem með ræð- um sínum á þingi lýstu því, að þeir gerðu það ekki. Honum varð að ósk sinni; þeir greiddu allir ásamt honum sjálfum atkvæði móti því. Hann bregður mér um það, að eg hafi af eintómum eigingjörnum livötum viljað styðja þetta mál á seinasta þingi; og til þess að gera það líklegt í augum iesenda Þjóðólfs, hefur hann gripið tíl þess óyndis- úrræðis að segja ósatt frá málavöxtum. Þess háttar aðferð til að koma sér úr klípunni, þykir aldrei falleg, en elcki sit- ur hún bezt á manni, sem einmitt hefur þann atvinnuveg, að segja almenningi frá því er gjörist, eins satt og hann veit bezt. Jbn Þ'orarinsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.