Þjóðólfur - 04.03.1892, Side 3

Þjóðólfur - 04.03.1892, Side 3
43 Bréfkafli úr Skagaiirði 5. febrúar: nTíðarfarið hefur vcrið hér fremur stirt síðau um sólstöður. 2. jan. var aftakahríð með stormi og 12 stiga frosti. Um miðj- an fyrra máuuð kom hláka og síðan hefur tíðin verið betri. Hér austan Hér- aðsvatna er jörð nóg, bæði fyrir útigangs- hross og beitar-sauði. Á útsveitum eru víst jarðbannir,. og vondar fréttir ganga af því austan fjallgarðsins, úr Eyjafirði. Með nýlundu má telja það, að Sauðár- króksbúar fögnuðu Þorrakomunni með blót- veizlu. Það er lífshreyfing fyrir sig. Andlegt líf er hér sára dauft, en víða er pottur brotinn. Meun Ianga til að lesa, en hafa ekkert nýtt til að lesa, nema þar sem blöðin eru keypt. Enda er sannleik- urinn sá, að íslenzk alþýða hefur mest gaman af tröllasögum og galdra. Trúin á gildi hins gamla er ógnarík í huga manna. Viðkvæðið er þetta: allt fer versnandi. Menn líta tárvotum saknaðar- augum tii liðiuna alda, en örvæntingar- augum á framtíðina. Það sem bezt sýnir þetta er það, að þær einu bækur, sem ganga út meðal alþýðu, eru: 1. rímur, riddarasögur, „Hrólfa-sögurnar“, 2. íslenzk- ar fornsögur (nokkuð dræmara) og 3. guðs- orðabækur. Ef við lítum á fyrsta flokk- inn, þá eru víst allir mér samdóma um það, að hann veiti óhollt „sálarfóður". Um hina geta verið skiptar skoðanir; þó finnst mér engum geti blandazt hugur um það, að eitthvað vanti, þó þess konar fróðleik- ur sé fenginn. Fornsögurnar okkar eru dýrir gimsteinar, dýrar Ieifar; það er fjarri mér að neita þvi. Eg hef elskað þær frá barnæsku. Samt verð eg að játa þann sorglega sannleika — eptir því sem mér finnst — að sögurnar vorar eiga sinn þátt í því, að hindra okkur frá því að flytjast með straumnum. Þar sem undrun og aðdáun á fornöldinni á sér stað, þar er hvötin til fram- sóknar i byrjuninni sterk, en þegar fram í sækir lifir andinn sig um of inn í hið liðna ‘og missir sjóuar á hinu komanda. Skyldi þetta ekki eiga sér stað hjá okk- ur? Mér virðist það. Þó vil eg ekki sleppa voninni. Ennþá er líf, þó lítið sé ennþá höldum vér okkat séreinkennum Sem þjóð, og í því tilliti eigum vér sög- ™um okkar mikið að þakka. Þó þurfum vér í þessu tilliti að hafa vakandi auga á timanum. Ungu bókmenntavinirnir okk- ar við Hafnar-háskóla eru ekki eins vand- ir að orðfæri og bræður þeirra voru nú fyrir 50—60 árum: Almanak Þjóðvinafé- lagsins hefur gefið okkur vont eptirdæmi í þessu; þar er bæði hugsað og talað á dönsku. Þetta er hraparlegt, því aiman- akið er ein þeirra bóka, sem' mest er lesiu. Ekkert ætti að vera okkur helgara en móðurmálið okkar. Ef við skeytum ekki um að halda því hreinu, þá er eng- in lífsvon framar“. Eyrarhakka 22. febr.: „Harðindatíð síðan fyrir jól. Optast umhleypingar og snjógangur, þangað til 3 vikur af þorra, síðan hreinviðri með miklum kulda. Öll jörð undir klaka. Tvisvar róið næstliðna viku, en lítið um afla. Bráðkvaddir urðu 2 í Stokkseyrarhrepp í þ. m., nfl. 4. þ. m. Vernharður Jónsson á Ásgautsstöðum, gam- all maður, hættur að búa, og 11. þ. m. vinnukona í Vestri-Móhúsum, Ingveldur að nafni. Hvorugt þeirra var heima statt. Hann hafði gengið að sjó til að gæta kinda og drengur með honum; kvartaði allt í j einu um bakverk og hné niður dauður fram undan Kalastöðum. Hún fylgdi vinkonu j sinni út yfir Hraunsá, glöð og heilbrigð. Á heimleíðinni sást frá Kalastöðum, að hún hné niður þar á túninu, virtist þó með lífi, er að var komið, en varð ekki lífguð. Ef eg verð bráðkvaddur — og jafnvel hvort sem er — vil eg óska, að kúlu sé skotið gegnum liöfuðið á mér um leið og kistunni er lokað til fulls! Er nokkuð á móti því ? Mætti það ekki verða almenn regla?u Nýjungar. Endurbót xnálþráðarins. Hin lengsta fjarlægð milli málþráðarstöðva í Bandaríkj- unum hefur hingað til verið 90 enskar mílur. Nú hefur maður nokkur í San Francisco, J. A. Christy að nafni, lagt mikla stund á að endurbæta málþráðinn, og þykist hafa komist svo langt í tilraun- um sínum, að það megi nota hann þvert yfir Atlantshaf milli New York og Lund- úna, en hvernig hann hugsar sér, að því verði komið í verk, er ekki getið. í nóv. f. á. var uppfundning þessi reynd millum Cleveland i fylkinu Ohio og Chicago og tókst ágætlega, eu fjarlægðin milli þessara staða er 420 enskar mílur. Hlutafélag með 10 milj. króna höfuðstól hefur þegar myndazt í Chicago til þess að færa sér þessa uppfundning í nyt og eiga stórkost- legar tilraunir að hefjast nú í byrjun marzmánaðar. Mikilsverð uppgötvun. Enskur mað- ur, Edvard Field, hefur af tilviljuu fundið, að sambiand af liituðu þurru lopti og gufu framleiðir meiri krapt en gufa eingöugu. Með því að blanda einu rúmmáli af gufu saman við 8 rúmmál af þurru lopti hit- uðu upp í 400 gr. (Fahrenheit) kveðst hann liafa framleitt krapt, er samsvari 10 rúm- málum áf gufu með sömu þrýstingu. í Englandi og á Frakklandi gjöra menn sér vonir um mikinn hagnað af þessari upp- götvun sakir hins afarmikla eldiviðarsparn- aðar, er hún mun hafa í för með sér. Það er mælt, að auðmaðurinu A. Rotschild í París hafi þegar keypt einkarétt að þessari uppgötvun í 4 löndum Norður- álfuunar fyrir 9 miljónir króna, er verða útborgaðar jafnskjótt sem sérstök gufuvél, sem nú er í smíðum samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi, veitir næga sönn- un í þessu efni. Talandi úr er ein af hinum nýjustu uppfundningum Edisons. í því er hljóð- riti (fónograf), sem með mannsrödd hróp- ar upp, hvað framorðið sé við hvern fjórð- ung stundar. Engin skífa er á því, en í þess stað manns andlit og hreyfist munn- urinn, þá er segja skal, hvað klukkan sé. Jafnframt má nota úrið sem „vekjara“. Það má setja það svo, að það á hverjum tíma nætur sem er hrópi livað eptir ann- að með hárri rödd: „Nú er mál að rísa úr rekkju“. Auðvitað má einnig láta það mæla fram einhver önuur orð. Nýprentað rit: Supplement til islandske Ordbeger, Tredje Samling, eptir dr. Jón rektor Þorkelsson, 2.—3. hepti (belta— fleygivakur). Biti þessu þarf ekki að lýsa nánar. Hin alkunna vandvirkni þessa vís- indamanns veitir næga tryggingu fyrir á- gætum frágangi þess að öllu leyti. Það' er nauðsynleg viðbót við hinar íslenzku orðbækur, einkum að því er nýja málið' snertir. Maimslát. 1. þ. m. andaðist hér í bæn- um úr lungnabólgu Jóliann Kristján BriemT eldri sonur liinna góðfrægu höfðingshjóna séra Valdimars Briems á Stóra-Núpi og frú Ólafar Jóhannsdóttur prófasts i Hruna. Hann var fæddur 17. ágúst 1874, scttist í 2. bekk lærða skólaus 1889 og var því kominn i 4. bekk, er hanu lézt. Fráfall hans er ekki að eins mikið sorgarefni fyrir foreldra lians og nánustu vandamenn, er mest hafa misst, heldur og fyrir aðra, er nokkur kynni höfðu af lionum, því að hann var hinum beztu gáfum gæddur, ráðsettur og eiukar háttprúður í hegð-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.