Þjóðólfur - 04.03.1892, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.03.1892, Blaðsíða 4
44 an allri og yfirhöfuð líklegur til mikillar menningar, hefði honum enzt aldur. Sjónleikir. Víkingarnir á Eálogalandi eptir Henrik Ibsen voru i fyrsta sinn Ieiknir í Goodtempiarahúsinu 26. f. m. og og þótti allvel takast, svo erfitt sem efnið í sjálfu sér er. Að voru áliti var Örnolfur (Kr. Ó. Þorgrímsson) einna bezt leikinn og Hjördís, hin langerfiðasta persóna i leiknum, vonum framar (fröken Ólafía Jó- hannsdóttir), Sigurður sterlci (Ól. Kósin- kranz) dável o. s. frv. Leikrit þetta er nú nýprentað og liafa þeir Indriði Einars- son og Eggert Ó. Brím snúið því á ís- lenzku. Sjálfsmorð. Frétzt hefur með mönn- um að vestan, að maður nokkur í Stykkis- hólmi, Jón Jónsson, hafi skotið sig fyrra mánudag (22. f. m.). Hann hafði verið í kirkju á sunnudaginn og á dansleik um kveldið, en keypti á mánudagsmorguninn hyssu í búð nokkurri og þóttist ætla að skjóta rjúpur. Yar þá eitthvað annarlegur á svipinn og var því farið að leita hans von bráðar. Fannst hann þá dauður í hlöðu; liafði liann skotið sig undir kverk- ina, svo að höfuðið var allt sundurtætt. Hafíshroði var sagður kominn inn á Hrútafjörð, er síðast fréttist. Aíiahrögð. í Grindavik, Höfnum og á Miðnesi er sagður ágætis-afli af mjög vænum fiski. í þessum veiðistöðum voru um síðustu helgi komnir á 3. hundrað eða hæst 3 hundraða hlutir. í Garðsjó hefur verið allmikill þyrsklingsafli nokkra hríð og á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn er nú kominn bezti afli (um 300 hlutir er skrif- að þaðan 27. f. m.). HITT OG IÞETTA. Óheppileg' afsökun. Prakkneski listadómarinn Scudo, sem var nokkuð einrænn og opt annars- hugar, kom einu sinni til málarans Ch. Girardet, er hann var einmitt að ljúka við andlitsmynd af kvennmanni. Scudo hrósaði mjög málverkinu, en sagði að síðustu: „En hvers vegna hafið pér málað svona ljótan kvenmnann ?“ „Það er hún móðir mín“, svaraði Girardet stillilega. „Eg bið yður mikillega fyrirgefningar11, mælti Scudo; „eg hefði átt að sjá það undir eins, því að þér eruð lifandi eptirmyndin hennar“. Ferðamaður: „Eg fór á seglskipi frá Ameríku til Hamborgar á sex dögum. Er það ekki eins dæmi? Annar ferðamaður: „Það er alls ekki neitt undarlegt, þegar slíkur vindbelgur var á þilfarinu“. Drykkjumanua rökleiðsla. „Á eg að drekka enn þá einn bjór, eða ekki? Höfuðið segir nei, maginn já,. en höfuðið er miklu hyggnara, og sá, sem er hyggnari, slakar ávallt til. Þess vegna dreklc eg enn þá einn“. Tilgangslaus vinátta. Móðirin: Hvers vegna hefur þú, Lára min! svo Iitla umgeugni við her- foringjadæturnar? Þær eru þó svo laglegar og siðprúðar stúlkur. Dóttirin: Þær eiga hvorki bræður né frændur, svo að það er alveg tilgangslaust fyrir mig að hafa nokkuð saman við þær að sælda, eins og þú sér. „Hérna kem eg með ánamaðka handa þér, systir min!“ „Hvað á eg að gjöra við þá, bjáninn þinn!“ „Af því að hann pabbi sagði, að þú yrðir með á dansleiknum að eins til að veiða“. AUGLÝSINGAR 1 samfeldu m&li með smáletri kosta 2 a. (pakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; meö öðru letri eða setning 1 kr. fyrir Immlung dálks-Iengdar. Borgun út 1 hönd. Lárus Bjarnason yfirréttarmálaflutuingsmaður gegnir öllum réttarslörfum og ídvegar mönnum lán gegn veðrétti. 103 HllS til sölu, stórt og lítið, hvort sem óskað er, með góðum borgunarskil- málum. Kitstj. vísar á. 104 Nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar: Súpuefni í pökkum. Það er einkar hentugt á ferðalagi, þar eð menn geta haft mjög mikið af því með sér. Nægileg súpa lianda 5 manns úr ein- um pakka, sem að eins vegur 25 kvint. Sexmannafar áttróiö með ölium útbúnaði fæst til kaups nú þegar með góðum borgunarskilmálum. Sömuleiðis BÁTUIt. Ritstj. vísar á. 106 Fataefni, nýkomin í verzlun 107 Sturlu Jbnssonar. Verzlun Eyþórs Felixsonar seiur: saltíisk nr. 2, ágætlega góðan, fyrir 10 kr. vættina — minna sé mikið keypt í einu gegn peningum. 108 • Ekta anilínlitir fcrj •p—< 1 fást livergi eins góðir og ódýrir eins og s»r r4- 88 v'rH í verzlun 88 0 c3 Sturlu Jónssonar K E ci Aðalstræti Nr. 14. i— r— c+ •JlþlIUJITUU TIJHH 109 • Jörðin Herdísarvík (eign Krísu- víkurkirkju) fæst til ábúðar í næstu far- dögum. Semja ber við eiganda. no JNTýprentaður leiðarvísir til lífsábyrgð- ar fæst nú ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. Jónassen. sem einnig gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um lifsábyrgð.[m Skotfæri fást í verzlun 112 Sturlu J'onssonar. Skyldu-auglýsing samkvæmt 11. gr. tilsk. 9. maí 1855. í máli því, er séra Pétur M. Þorsteinsson á Stað í Grunnavík höfðaði gegn fyrv. ritstjóra Þor- leifi Jónssyni út af meiðyrðum í 42. árg. Þjóðólfs, 48. tölublaði, var kveðinn upp svolátandi dómur á bæjarþingi Reykjavíkur, að hin átöldu ummæli skyldu dauð og marklaus, en Þorleifur gjalda 50 kr. sekt (15 daga einfalt fangelsi til vara) og svo málskostnað. Þessi dómur var staðfestur í lands- yfirrétti 30. nóv. 1891. 113 Dakkarávarp. Eg undirskrifaður, sein er fæddur og uppalinn á Suðurlandi, en hef nú dvalið allt að 10 árum í Staðarhreppi í Skagafirði, finn mig knúðan til að færa íbúura þessa hrepps, einkum í Sæmundarhlíð og Víkurtoríu, mitt innilegast.a hjartans þakklæti fyrir alla þá velvild og bróðnrlega bjálpsemi, er þeir hafa auðsýnt mér í minni fátækt alla þá stund, er eg hef dvalið hjá þeim. Eg bið góðan guð að launa þessum göfuglyndu mannvinum þessar vel- gjörðir þeirra við mig — sjálfur get eg það ekki. — Hinn snauði maður getur að eins varðveitt minn- ingu velgjörðamanna sinna í þakklátu hjarta. Staddur i Reykjavik 29. febr. 1892. 114 Bjarni Narfason. LAM15SKINN óskast til kaupe. Ritstjóri vísar á. 115 Seldar éskilakindur í Þingvallalireppi haustið 1891. 1. Hvítur sauður, 2 vetra, mark: sýlt, biti apt. h., gat, standfjöður fr, v. 2. Hvítur sauður, 2 vetra, mark: boðbílt apt., stig fr. h., fetúfrifað v. 3. Svört ær, 2 vetra, mark: stýft, gagnbitað h., þrístýft apt. v. 4. Hvitt geldingslamb, mark: miðhlutað, biti fr. h., sfandfjöður apt. v. 5. Hvítt gimbrarlamb, mark: blaðstýft og biti apt. v. 6. Hvítt gimbrarlamb, mark: stýft, biti fr. h. sneitt, apt., biti fr. v. 7. Hvítt geldingslamb, mark: sýlt, gagnbitað h., gagnfjaðrað V. 8. Svart hrútlamb, mark: standfjöður fr. h., stig fr. v. 9. Hvítt lamb, mark: blaðstýft fr. h., sýlt v. Af því að fleiri en einn eiga þetta mark, verða þeir, ef geta, að koma með auðkennis-lýsingu. Andvirðis ofanskrifaðra kinda mega réttir eigend- ur vitja, að frádregnum kostnaði, hjá undirskrif- uðum, til veturnótta 1892. Hrauntúni 12. desember 1891. 116 Jénas Halldórsson. Fundur í stúdentafélaginu annað kvold kl. 8Va,___________________________________117 Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðj an.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.