Þjóðólfur - 11.03.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.03.1892, Blaðsíða 1
Kemur út 6. föetudög- um — Yerð &rg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. .Iftlí. ÓÐÓLFUR Oppsögn skrifleg, bundin við kramðt, ógild nema komi til fltgefanda tyrir 1. oktöber. XLIV. árg. Skrípanöfn—Fleirnefni-—Ættarnöfn, ii. Þó eru kvennmannaheitin sýnu lakari t. d. Abela, Abigael, Agata, Albína, Aníka, Anína, Arey, Atfríður, Baldvinía, Barbara, Bárðlína, Batanía, Bersabe, Bóel, Bóletta, Brigget, Daðína, Debóra, Diðrika, Dilja, Drysjana, Dýrunn, Egidína, Einara, Elína, Elínrós, Elísa (!), Elka, Elsabjörg, Emelína, Emerenzíana, Engilmaría, Erlina, Etilríð- ur, Eulalía, Eyjólfína, Feldís, Fídes, Frið- jóna, Friðlína, Frugit, Guðanna, Duðbil, G-uðjóna, Guðjóný, Guðlína, Guðmunda, Guðrúnbjörg, Gúríe, Gytta o. s. frv. Það er slíknr aragrúi af afskræmislegum og klaufalega samsettum kvennmannaheitum i nafnaskránni, að það er hreinn ógjörning- ur að tína upp helmingiun af því hér. Hvernig lízt mönnum á þessi nöfn og önnur þaðan af verri? Eru þau jafn fög- ur og tignarleg sem allur meginþorri hinna fornu norrænu nafna? Nei, því fer fjarri. Auðvitað höfum vér sleppt úr þessari upp- talningu, í þvi sem hún nær, mýmörgum nöfnum, sem eru engu betri en þau, er vér höfum talið, einkum ýmsum biblíu- nöfnum, karla og kvenna, er hafa náð hér nokkurri festu og samsettum karlmanna- heitum, sem opt eru jafnilla og óhöndug- lega samskeytt, sem kvennmannaheitin. Sigurgissur og Sigursturla eru t. d. ekki neitt sérlega viðkunnanleg. Þó eru hin samsettu kvennmannaheiti optast enn af- káralegri, með öllum iiugsanlegum og ó- hugsanlegum breytingum og afleiðsluend- ingum af karlmannanöfnunum, t. d. Hrein- grét (af Hreinn og Margrét) og Helganna (af Helgi og Anna). Einara, Guðmunda og Jóna o. s. frv. eru t. d. hálf vandræða- leg og þau á „ína og lína“ (Haflína, Magn- ína, Þorstína o. s. frv.) eru jafnvel enn lakari. Margir munu kunna því illa, að vér viljum einnig útrýma biblíunöfnunum og teljum þau ónefni. Þeir munu segja sem svo, að nöfniu úr heilagri ritningu geti varla kallast óhafandi skrípanöfn, og að það beri vott um guðhræðslu og ást á hinni helgu bók, að skira börnin þessum nöfnum. Það getur vel verið, að svo sé, en hins vegar viljum vér biðja menn að Rcykjavík, föstudaginn 11. marz 1892. gæta þess, að hversu fögur og hátignar- leg sem þessi nöfn eru í ritningunni, þá eru þau samt engu rétthærri, viðkunnan- legri eða samboðnari tungu vorri og þjóð- erni heldur en rímnanöfn eða önnur ó- þjóðleg nöfn, sem laumazt liafa iun hjá oss á síðari öldum og aldrei hafa átt hér heima að foruu. í þessu efni skiptir það engu, hvaðan nöfnin eru tekin, hvort heldur úr ritningunni eða annarsstaðar frá, eða þau eru mynduð út í loptið. Þau eru jafn ósamboðin tungu vorri og þjóðerni öll saman. Hér undanskiljum vér þó að sjálfsögðu þau útlend nöfn, sem náð hafa hér talsverðri útbreiðslu, enda vörður þeim trauðla útrýmt. En hvernig á að fá þessu kippt í lag ? Hver ráð eru bezt til þess að breyta hugs- unarhætti þjóðarinnar til batnaðar í þessu efni ? Það er ekki gott að segja í fljótu bragði. Yaninn er svo rótgróinn, hleypi- dómarnir svo margir og tregða almennings svo mikil í því að laga sig eptir leiðbein- ingum, að á þessum skerjum stranda flest- ar umbótatilraunir. ÖUum þorra manna stendur svo hjartanlega á sama, hvernig allt veltist, að þeir gefa alls engan gaum að neinum áminuingum eða uppörfunum til endurbóta. Hvað þetta efni, sem liér er um að ræða, sérstaklega snertir, munu ennfremur margir liafa þá skoðun, að það sé varla þess vert, að því sé hreyft opin- berlega, og sumir munu segja: „Eg held, að vér skírum krakkana okkar þeim nöfn- um, sem oss lízt fyrir því arna. Eg held það standi á sama, hvað barnunginn heit- ir. Hann verður víst eins nýtur maður með Meyvants eða Mars nafninu, eins og þótt liann héti Grettir eða Skarphéðinn41. Svona hugsa eflaust sumir, en vér von- um, að þeir verði þó tiltölulega fáir, sem annaðhvort skilja ekki, eða vilja ekki skilja, það sem vér höfum þegar sýnt fram á. Alþýðu manna yíirhöfuð er að visu ekki fullkunnugt um, hver nöfn séu þjóðleg og forn og hver ekki, en fegurðar- tilfinning hvers einstaks manns kennir honum ósjálfrátt jað gjöra greinarmun á fögrum nöfnum og skrípanöfnum. Sá mun- ur liggur svo í augum uppi. Eptirtektavert er það, að sumir alþýðu- menn hafa nokkurs konar ótrú á íslenzku Nr. 12. fornnöfnunum, einkum hafi fornhetjurnar, er þau báru, verið ólánsmenn í lífinu, t. d. eins og Grettir og jafnvel Skarphéðinn. Menn halda þá, að börnunum standi ein- hver ógæfa af nafninu og kippi í kynið til nafna sinna að því leyti. Hafi forn- hetjurnar ekki verið neinir ógæfumenn, hafa margir þá trú, að menn „kafni und- ir nafni“ og verði aukvisar, ef þeir bera nafn þeirra. Þessi hjátrú á að minnsta kosti sumstaðar lieima hér á landi. Það er oss vel kunnugt um. Að þessari hé- gilju er óþarft orðum að eyða. íslenzku bændasynirnir Móses, Alexander, Cesar og Hannibal kafna miklu fremur undir þess- um nöfnum sínum, heldur en Njáll, Flosi, Kári og Kolskeggur undir sínum. Það er áreiðanlegt. Gott ráð gæti það verið til að útrýma þessum mörgu óþjóðlegu, útlendu nöfnum hér á landi, ef menn færu almennt að leggja niður skírnarnöfnin, og taka sér önnur ný og betri í staðinn. Þá mundu foreldrarnir fremur skirrast við að skíra börn sín skrípanöfnum, sem mörgum manni er stór hugraun að, þá er hann kemst til vits og ára, og vildi gjarnan geta Ios- azt við á einhvern hátt, en það er ekki svo auðvelt. Fyrir nokkrum árum aug- lýsti Meyvant nokkur í blöðunum, að hann legði algjörlega niður þetta skírnarnafn sitt, og bannaði öllum að nefna sig því nafni, en í þess stað kvaðst hann nefna sig Eymund þaðan í frá. Þessi maður (Eymundur Jónsson, merkur bóndi í Dilks- nesi í Hornafirði), sem meira að segja var endurskírður af sóknarprestinum, hann hef- ur ekki kunnað réttvel við Meyvautsnafnið, eða þótt það neitt sérlega fallegt. Hon- um hefur þótt nafnið Eymundur eitthvað smekklegra og viðkunnanlegra, og leyfum vér oss að votta honum viðurkenningu vora fyrir þetta einarðlega tiltæki hans. Það var laglega af sér vikið. En þetta ráð, að Ieggja niður skírnar- nöfn sín og taka sér önnur betri, er samt talsverðum vandkvæðum bundið og ekki gjörandi nema þau séu óhafandi. Fyrst og fremst mundi það valda allmiklum ruglingi, og svo er hætt við, að gjört yrði ofmikið af þessum breytingum, þá er siður þessi tæki að tíðkast, og er þá ekki

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.