Þjóðólfur - 11.03.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.03.1892, Blaðsíða 3
47 Ái'ncssýslu (Biskupstungum) 1. marz: »Hér er tíðindalaust, nema liarðindi og hagleysur síðan fyrir jól. Fénaðarköld allgóð. Bráðapest hefur víða gjört vart við sig, en hvergi til muna. Heybirgðir nægar, einkanlega ef jörð færi að koma upp, sem nú er útlit fyrir, því að nú er hann genginn til sunnanáttar i bili með þíðu. Heilsufar fólks með betra móti. Ekki eru hér miklar framfarir; þó er hér í hreppi jarðabótafélag og lestrarfélag, hvorugt í stórum stýl, enda bæði ung“. Fyrirlestur, er nefndist „Verði ljós“, hélt séra Ólafur Ólafsson í Guttormshaga hér í bænum 3. þ. m. Efni lians var að miklu leyti allófögur en því miður ofsönn lýsing á nokkrum helztu þjóðlöstum vor- um samfara djarfmannlegri ámiuningu og hvöt til frekari framtakssemi. Fyrirlest- urinn var áheyrilegur og fluttur með all- miklum mælskukrapti. Yerður hann prent- aður innan skamms og mun þá verða náuar minnst á hann hér í blaðinu. Harðindi eru mikil um þessar mund- ir. í vikunni fyrir síðustu helgi voru þíð- ur nokkra daga, en með helginni brá til norðanáttar og hefur síðan verið aftaka- frost einkum 8. og 9. þ. mán. Mestur varð kuldinn aðfaranótt hins 9. 201/,, stig á Celsius, en 18 stiga kuldi um miðjan dag hinn 8., og hefur ekki jafnmikið frost komið hér næstliðin 22 ár. Harða vetur- inn 1881 var mestur kuldi 20 stig (að- faranóttina 21. marz). ísalög eru því ó- venjulega mikil nú. Höfn bæjarins er lögð út fyrir Effersey og allar fiskiskútur, sem lágu á henni, frosnar inni, en ísinn svo traustur, að ekið hef'ur verið á sleð- um út í þær vistum og veiðarfærum. Faöir og sonur. Það er auðsætt af grein, sem próf. Þórarinn Böðvarsson hefur skrifað í ísafold 5. þ. m., að hon- um er illa við, að haldið sé á lopti framkomu hans sem forseta við atkvæðagreiðsluua um fjár- veitinguna til skólaiðnaðar á þingiuu í sumar, og er honum það engan veginn láandi, því að opt er sanuleikuv eyrum beiskur. En þótt eg vildi hlífa honuin við frekara umtali um þetta mál, þá kemst eg ekki hjá því að mótmæla sumu af því, sem hann segir i þessari grein sinni. Hann heldur því fram, að hann hafi ekki neitað þingmanni að taka til máls um fyrirkomulag á atkvæðagreiðslunni, og þó stendur það i gjörðabók neðri deildar með lians eigin undirslcript, að hann „neitaði umrœðum uni það“ (sbr. alþ.tíð. B 1140. d.), auk þess, sem það er sannað með vitnisburði alþingismanna Jóns á Reykj- um og Þorláks Guðmundssonar, og gefst mönnum ef til vill síðar kostur á að sjá á prenti orðréttan vitnisburð þeirra. Það er sömuleiðis ranghermt, sem prófasturinn segir, að „öll deildin" hafi „samþykkt“ það fyrir- komulag á atkvæðagreiðslunni, sem hann við hafði, eins og bezt sést á því, sem merkur þingmaður í Norðurlandi skrifar mér; hann skrifar á þessa leið: „Mér þykir það merkilegt, sem Jón á Reykjum skrifar mér, að forsetinn sé ko'minn í inál við þig út af „slöjdinu" í sumar. Jeg hef optlega ásakað sjálfan mig fyrir það, að við skrifuðum eigi þing- menu á móti konum og sýndum fram á, hversu berlega liann b .... 36. gr. þingskapanna, þegar hann ber eigi undir atkvæði deildarinnar skriíiega uppástungu frá okkur 8 . . . og svo var það rang- liermt hjá honum, að deildin samþykkti þessa nýju reglu hans. Henni var beinlínis mótmælt bæði af mér og öðrum“. Að þetta sé rétt ritað eptir mér sýndu frum- riti af bréfi frá alþingismanni i Norðlendingafjórð- ungi, dagsettu 30. des. f. á., það vottast hér með notarialitor eptir nákvæmau samanburð. Notarius publicus i Reykjavík 8. marz 1892. Halldór Daníélsson. Þetta segir þingmaðurinn, sem er fullt eins merk- ur og heiðvirður maður og próf. Þór. Böðv. — Það eru fleiri til frásagnar en Þ. B.; það er víðar guð en i Görðum, þótt i viaunni standi: „Hvergi er nema i Görðum guð, sem gefið hefur oss soninn“. í Þjóðólfi 4. þ. m. ber sonur prófastsins, Jóa Þórarinsson, sig hörmulega undan meðferðinni á þinginu i suinar í skólaiðnaðarmálinu. „Þeir (o: þinginenu) greiddu allir atkvæði móti því“, hrópar hann upp yfir sig, þótt kostnaðurinn væri ekki nema „8800 kr. i eitt skipti fyrir öll“ og 36 Eg gekk því aptur inn í stofuna til þeirra og sett- ist í sæti mitt. Þeir voru enn að reykja, en allt ölið höfðu þeir drukkið og töluðu saman í hálfum hljóðum, eins og engiun hlustaði á þá. „Heldurðu að hana gruni nokkuð?“ spurði Joe og gaut hornauga til mín. Tom hálfhló vfð og mælti: „Nei, heldurðu að hún væri svona róleg, ef hana grunaði nokkuð? Hún veit, að við viljum fyrir hvern mun fá lækninn með okkur, hvort hann vill eða ekki. Það er allt og sumt. Auð- vitað færi hann ekki með okkur, ef haun gæti á ein- hvern hátt komizt hjá því. Hann þyrði það varla, er hann hefur myrt barn mitt og eg hótað honum öllu illu“. „En hvers vegna eigum við að hafa vitni, sem geta kært okkur?“ sagði Joe. Það leið stundarkorn áður en Tom svaraði honum. Hvílíkt voðalegt augnablik fyrir mig! En eg stillti mig og tók að þræða nálina, eins og ekkert væri um að vera. Loksins svaraði Tom dræmt, um leið og hann liristi öskuna úr pípunni: „Nei, Joe, ekki nema það sé óhjákvæmilegt. Það er að eins læknirinn, sem á illt skilið af okkur. Eg er ekki sólginn í annara blóð en hans“. 33 lífi barnsins í hættu til að frelsa líf mannsins míns?’ Þessar spurningar lagði eg fyrir mig. Tom Smith og fylgdarmaður hans tóku nú tvær reykjarpípur mannsins míns, fylltu þær með tóbaki.. kveiktu í þeim og tóku að reykja ákaílega. „Læknirinn hefur eflaust útidyralykilinn hjá sér?“ spurði Tom mig. „Útidyralykilinn!“ endurtók eg. „Nei, hvers vegna skyldi hann hafa hann?“ „Ó! eg spurði svona út í bláinn“, svaraði hann, eu eptir á að hyggja, hafið þér ekki öl hérna heima hjá yður?“ Eg þakkaði guði íyrir, að eg hafði að eins lítið eitt. Þessir níðingar liefðu verið til alls vísir, ef þeir hefðu drukkið sig íulla. „Eg hef dálítið af öli“, svaraði eg og stóð upp, „en það er ekki mikið“. Eg gekk fram í borðstofuna, þar sem öltunnan var geymd. Tom gaf Joe bendingu um að fara á eptir mér, auðvitað til að grennslast eptir, live mikið öl við ættum. Eg skalf af ótta, þá er eg heyrði hið þunga fótatak mannsins á ganginum og í eldhúsinu. Eg hélt, að maðurinn minn kynni að vakna við það, en sem betur fór lieyrði eg ekkert til hans. Þá er við geng- um um eldhúsið lézt Nellie vera önnum kafin við mat-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.