Þjóðólfur - 11.03.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.03.1892, Blaðsíða 2
46 séð, hversu allir yrðu lieppnir í vali nýju nafnanna. Yér teljum því aunað ráð miklu heppilegra og tiltækilegra til að útrýma útlendu nöfnunum, og það er, að prestarnir hver í sínum sóknum leiddu mönnum fyrir sjónir þennan mismun, sem er á innlendu og útlendu nöfnunum, og fengju menn tíl að taka hin þjóðlegu fornu nöfn fram yfir hin sem skírnarnöfn. Vér erum vissir um, að prestarnir geta miklu áorkað í þessu efni, ef þeir vildu. Yér höfum jaínvel þekkt nokkra, er hafa þver- neitað að skíra börn útlendum afkáraleg- um nöfnum og þá hafa foreldrarnir jafn- an slakað til. Pöstferðir. Með auglýsingu um póstmál, sem birt \ er í Stjórnartíðindunum hefur landshöfð- ingi 20. f. m. gert ýmsar breytingar á póstgöngunum, samkvæmt ályktun neðri deildar alþingis. Breytingar þessar, sem koma til framkvæmda, þá er 4 fyrstu ferð- um aðalpóstanna þetta ár er lokið (o: í næsta mánuði), eru einkum fólgnar í því, 1. að aðalpóstferðum vestanpóstsins, norð- anpóstsins og Seyðisfjarðarpóstsins verður fjölgað um 2 ferðir á ári (úr 12 í 14) og aukapóstferðunum, er standa í sambandi við þær, að sama skapi. Tvískipting sú, er verið hefur á þessum aðalpóstferðum að vetrinum til, verður framvegis allt árið. 2. að aðalpóstleiðin um Húnavatnssýslu milli Sveinsstaða og Bólstaðarhlíðar verð- ur um Blönduós. 3. að teknar verða upp nýjar aukapóstferðir og lengdar aukapóst- ferðir,sem nú eru. Þessar nýjar verða teknar upp: 1. Frá Keflavík um Kirkju- vog, Tóptir í Grindavík, Vogsósa og Þor- lákshöfn til Eyrarbakka. 2. Frá Arnar- holti um Keykholt að Œlsbakka. 3. Frá Stykkishólmi (eptir komu norðanpóstsins). um Grundaríjörð til Ólafsvíkur. 4. Frá Flatey að Brjánslæk 4 nýjar á ári. 5. Frá Bæ í Króksflrði (eptir komu Ísaíjarðar- póstsins) að Stað 1 Hrútafirði og önnur (eptir komu aðalpóstsins frá Hjarðarholti) að Kálfanesi í Steingrímsfirði. 6. Frá Arn- gerðareyri að Kálfanesi. 7. Milli ísafjarð- ar og Botns í Súgandafirði 6 nýjar á ári. 8. Frá Sveinsstöðum að Auðkúlu í Svína- dal. 9. Frá Sauðárkrók að Hvammi í Laxárdal. 10. Frá Lóni í Viðvíkursókn að Hólum í Hjaltadal. 11. Frá Akureyri um Hrafnagil að Saurbæ. 12. Milli Foss- valla og Hákonarstaða. 13. Frá Höfða á Völlum (eptir komu Akureyrarpóstsins) um Ás í Fellum að Valþjófsstað. 14. Frá Seyðisfirði um Stakkahlíð að Desjarmýri og önnur að Brekku í Mjóafirði. 15. Frá Eskifirði að Skorrastað. 16. Frá Prests- bakka á Síðu að Borgarfelli í Skaptár- tungu. 17. Frá Odda að Teigi i Fljóts- hlíð. 18. Frá Ási í Holtum að Skarði á Landi. 19. Frá Hraungerði um Arnarbæli í Grímsnesi og Mosfell að Torfastöðum (aukapóstferð að Búrfelli leggst niður). 20. Frá Kotströnd að Úlfijótsvatni. Þessar eldri aukapóstferðir lengjast: frá Útskálum að Hvalsnesi, frá Bíldudal að Rafnseyri, frá Þingeyri að Rafnseyri, frá Kúvíkum að Árnesi í Trékyllisvik, frá Lýtingsstöðum að Goðdölum, frá Tjörn í Svarfaðardal um Reyki í Ólafsfirði að Hraunum í Fljótum, frá Grýtubakka að Þönglabakka og frá Hjaltastað að Kirkju- bæ í Hróarstungu. Ennfremur verður stofnuð póstafgreiðsla á Þingoyri við Dýrafjörð í stað bréfhirð- ingar áður, og 43 nýir bréfhirðingarstaðir teknir upp, sem nefndir haf'a verið í upp- talningu nýrra aukapóstleiða eða lengingu hinna eldri hér að framau, nema Snæfjöll, Mýrar í Dýrafirði, Kollafjarðarnes, Mæli- fell, Búðareyri við Reyðarfjörð, Starmýri í Álptafirði, Hólmur á Mýrum (Hornafirði) og Seljaland undir Eyjafjöllum. 6 bréf- hirðingarstaðir leggjast aptur á móti nið- ur, einn í ísafjarðarsýslu (Vatnsfjörður), einn í Húnavatnssýslu (Reykir), einn í Skagafjarðarsýslu (Lýtingsstaðir), tveir í Norðurmúlasýslu (Hrafnabjörg og Hjalta- staður) og einn í Árnessýslu (Búrfell). Bréfhirðingarstöðum hefur því fjölgað um 37. Með þessu nýja fyrirkomulagi á póst- ferðunum er vonandi, að blöðin geti kom- izt betur til skila hér eptir en hingað til, að minnsta kosti þá er frá líður og allt er komið í rétt horf, því að fyrst í stað má eflaust búast við, að sumstaðar gangi ekki allt sem greiðlegast, meðan nýju bréfhirðingarmennirnir eru óvanir, enda sumir póstafgreiðslumenn naumast færir um svona allt í einu að takast á hendur vandasamari og margbrotnari störf en verið hefur. „SOO kr. og 80 kr.“ Greinin „500 kr. og 50 kr.“ í „Fjallk." — sem vel mætti ætla, að væri eptir bjánann, sem ein- lægt var að skrifa „hvitur hrútur, svartur hrútur", ef meinlega slæmur tilgangur, að vanvirða heið- virða og góða konu, sem hefur gjört kyni og landi sínu sóma, gægðist eigi út um götin á hinum rifna andlega fátæktarhjúp greinarinnar, — er að skop- ast að þingmönnum fyrir, að hafa styrkt frú Torfhildi Hólm til ritverka með lítilfjörlegu fjár- framlagi af landssjóði. En þetta er auðsjáanlega yfirvarp eitt, til þess að koma öðru að, nefnilega að reyna tif að drepa niður framfara-tilraunum okkar kvennanna — maðurinn er auðséð af þeim gamla skóla, sem að eins vill láta kvennfólkið gjöra graut og geta börn — og þykist svo sem vinna fullan sigur og fleiri konur muni eigi fara að fást við ritstörf og önnur þau andans afreksverk, er karlmönnum einurn heyri til að sýsla við, ef hann geti drepið dug frú Torfhildar og þannig hnekkt vinsældum hennar og alþýðuhyfli. Eg skal nú láta höfundinn labba óáhrærðan gegnum vafurloga sinnar ímynduðu ritsnildar og fagurfræði, en að eins leyfa mér að skýra frá því, er öllum ber sam- an um, þar sem eg til þekki, að rit frú Torfhild- ar séu einhver þau skemmtilegustu og aðgengileg- ustu rit fyrir almenning að lesa, og að þau frem- ur flestum, ef ekki öllum, skáldritum á íslenzku, vekji og efli góðar og guðrækilegar tilfinniugar, kristilegt siðferði og kristilega trú í hjörtum þeirra, sem lesa; en það litur nú út fyrir, að höfundinum þyki það jafn þarft — ef ekki öllu óþarfara — en að stagast sifelt framan i almenningi á þessum orðum: „Hvítur hrútur, svartur hrútur“. Það gladdi mig mjög og eg er viss um, að það hefur glatt alla kvennmenn landsins, að þingið viður- kenndi dugnað og hæfilegieika frú Torfhildar með því að veita henni féstyrk til að halda áfram rit- störfum sínum, og eg vona, að þingið haldi hinu sama fram. En ef einhverjar öfundsjúkar húsgangssálir í karlmanns mynd skyldu geta komið i veg fyrir þetta, þá ætti sú mannræna að vera i okkur kvennþjóð- inni — til okkar er auðsjáanlega leikurinn gjörður, þó að eins sé á einn kvennmann ráðizt — að láta hana eigi hafa skaða, en bindast samtökum að kaupa svo rit hennar, að hún geti fengið nokkurn vegin borgun fyrir sína virðingarverðu og árang- ursmiklu starfsemi. Sigríður sveitarltona. Bréfkaflar. Rangárvallasýslu (Hvolhreppi) 13. febr.: „Héðan er fátt að frétta, er tíðindum sæti, nema tíðarfar hefur verið hart síðan viku fyrir jólaföstu. Þá dreif niður mikinn snjó, og hafa síðan verið ýmist hagleysur eða sárlitlar hagasnapir, svo allur fénað- ur er búinn að vera á fastagjöf samfleytt- ar 12 vikur, og þykir það hér löng inni- staða, því úr þessu verður að gefa fénaði, þótt tíð batni, því að jörð er hér ónýt til beitar síðari hluta vetrar. Þó mun allur almenningur hafa nægilegar heybirgðir, þar eð heyskapur varð einkargóður næst- liðið sumar. Heilsufar er almennt gott. Um þessar mundir sofa allar pólitiskar hreyfiugar værum svefni liér um slóðir, en hugsan- legt er, að þær vakni með komu sumar- fuglanna, einkum þá er þingkosningarnar eiga fram að fara á næsta sumri“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.