Þjóðólfur - 16.04.1892, Page 2

Þjóðólfur - 16.04.1892, Page 2
70 Þ getur þó t. d. gert dálítinn mun. Að kvæntur maður nefni sig ættarnafni konu sinnar er alveg óhafandi, enda munu fá dæmi þesg. Ættarnöfn eru nú orðin allmörg hér á landi og sum þeirra spánný, en óskandi væri, að þau fjölguðu ekki mikið hér ept- ir. Vér eigum að varast dæmi landa vorra í Vesturheimi, sem hafa breytt nöfnum sínum og hnýtt við þau svo hégómlegum og meiningarlausum ættarnöfnum, að furðu sætir. íslenzku blöðin vestan liafs hafa með réttu fundið að þessari óskiljanlegu hégómavenju, er eiuna áþreifanlegast sýnir, hve Vestur-íslendingum er lítið annt um þjóðerni sitt, því að þessi aðferð þeirra er hinn vissasti vegur til að glata því sem allrafyrst. Það verður ekki varið. Vér viljum því alvarlega áminna alla landa vora hér, að líkja ekki eptir frændum sínurn vestan hafs í þessu. Það má ef til vill taka þá til fyrirmyndar í einhverju öðru. Því viljum vér ekki neita. Að endingu viljum vér enn á ný taka fram þau aðalatriði, sem vér höfum lagt mesta áherzlu á í þessari grein vorri. Þau eru í stuttu máli þessi: 1. Að börn séu ekki skírð neinum af- káralegum skrípanöfnum, heldur göml- um, þjóðlegum nöfnum. 2. Að þau séu skírð að eins einu nafni, en ekki tveimur og allrasízt fleirum. 3. Að hætt verði að skíra börn ættar- nöfnum annara manna, skyldra eða óskyldra, og allrasízt til fulls með föðurnöfnunum og endingunni „son“. 4. Að slík skírnarnöfn verði ekki tekin upp sem ættarnöfn. 5. Að menn fari varlega í að taka sér ný ættarnöfn. Vér getum ekki annað en lagt mikla áherzlu á öll þessi ofannefndu atriði. Oss er áhugamál, að þetta breytist til batn- aðar, og vér biðjum alla góða menn að styðja að því. Hvað 3 fyrstu atriðin snertir, geta prestarnir gert mjög mikið að verkum til að kippa þessu í lag, eins og vér áður minntumst á. Það skyldi gleðja oss, ef einhverjir vildu íhuga þetta málefni nákvæmar, en vér höfum getað gert. Vér ímyndum oss, að flestir, sem nokkuð um það hugsa, hljóti að fallast á skoðun vora í öllum aðalatriðum. Þetta er ekkert hégómamál. Það snertir tign og sóma þjóðflokks vors og þjóðernis frem- ur en margt annað, er merkara kann að virðast í fljótu bragði. Sýslufundur Dalamanna o. fi. Úr Dala- sýslu er skrifað 1. þ. m.: „Héðan er það helzt að frétta, að nýlega var haldinn hér sýslufundur og var á honum afráðið, að Dalasýsla með hjálp nærliggjandi héraða reyndi að kaupa gufubát til flutninga á Breiðaflóa og er þegar tekið til að safna samskotum í þá átt. Þetta er mesta nauð- synjamál þessa héraðs, einkum til þess að sigling fengist inn á Hvammsfjörð, því þá vona menn hér að geta fengið lausakaup- menn sunnan úr Reykjavík til að verzla við. Einnig kom til umtals sameining búnaðarskólanna á Hvanneyri og í Ólafsdal, en því máli sinnti sýslunefndin lítið, en allir, sem þekkja til á báðum stöðum, hljóta þó að játa, að Hvanneyri er miklu betri skólajörð en Ólafsdalur, enda myndi skólinn á Hvanneyri græða við það að fá annan eins mann og Torfa fyrir for- stjóra. Það er líka atkugavert, að Ólafs- dalur er einstaklingseign, sem alltaf er verið að ausa út almannafé til að bæta, og svo þegar eigandinn fellur frá, þá lend- ir allur ágóðinn hjá skuldheimtumönnum hans eða erfingjum, er svo geta skipað hinu opinbera að taka skólann burt það- an, sér sé engin þægð í honum. Hvann- eyri er aptur opinber eign, og það ættu auðvitað allar eignir að vera, sem bættar eru með fjárframlögum úr opinberum sjóð- um. Sagt er, að sýslumaður vor B. Bjarnar- son ætli að kaupa Sauðafellseignina af Jónasi bónda Guðmundssyni, er keypti hana á síðastliðnu vori, og flytur sýslumaður sig þangað að líkindum nú í vor. — Tíðar- far hefur verið hér fremur kalt undanfar- andi mánuð, með norðan uppþotum og snöggum blotum á milli; heybirgðir munu samt víðast nógar; mest amar hér að vinnufólksleysi, svo nú eru menn farn- ir að sjá, hvílík keimska það var að láta kreppana leggja fé til að koma fátæku fólki til Ameríku. Ekki vinna þeirra börn í landinu“. Nýr kvennaskóli. Úr Snæfellsnes- sýslu er oss skrifað 26. f. m., að í ráði sé, að Eyhreppingar, Miklaholtshreppingar og Staðsveitingar stofni í félagi kvenna- skóla á‘ Stakkhamri í Miklaholtshreppi. Hvatamaður þessa fyrirtækis er talinn hinn ötuli og framtakssami bóndi á Stakk- hamri, Óli Jónsson, er hefur lofað húsnæði fyrir skólann 2—3 ár. Yfir höfuð virðist allmikill framfara- áhugi vera vaknaður á Snæfellsnesi þessi síðustu ár, einkum að því er mennt- un og menningu alþýðu snertir. Barna- skólarnir á Sandi og í Ólafsvík hafa verið fremur vel sóttir í vetur og umgangskennar- ar verið þar víða í sveitum og aukþess smá- skólar í Stykkishólmi og við Hellna. Enn fremur hefur komið til orða að stofna lestrarfélag í Ólafsvík, og gengst „Menn- ingarfélagið“ þar fyrir því. Bindindis- hreyfing er einnig nokkur í Stykkishólmi og í Ólafsvík, og á síðari staðnum hefur verið stofnuð Goodtemplarastúka með 20 meðlimum (en þar eru 200 manns alls). Er varla vanþörf á slíku félagi þar, því að Ólafsvík hefur jafnan verið talin drykkjubæli. Af merkum manni þar vestra er oss t. d. skrifað 25. f. m., að við helztu verzlunina þar (Sæmundsens verzlun) hafi engin nauðsynleg vörutegund fengizt í vet- ur, en brennivin sé nýlega þrotið (!). Það er vonandi, að slík verzluuaraðferð sé bú- in að lifa sitt hið fegursta og að annað snið komi á hana innan skamms. Kirkjufærsludeila. Kirkjan á Fróðá í Snæfellsnessýslu (þar hefur verið kirkju- staður nál. 900 ár) á nú að flytjast til Ólafsvíkur í sumar samkvæmt ályktun héraðsfundar, er landsliöfðingi hefur sam- þykkt. Út af þessari færslu liefur risið allmikill ágreiningur millum sóknarmanna, eða meiri klutans — Ólsa —, sem vilja liafa kirkjuna hjá sér í Ólafsvík, og minni hlut- ans, svonefndra Innsóknarmanna (í Nes- hrepp innri), sem eiga lengra að sækja til kirkju í Ólafsvík. Vilja þeir ógjarnan beygja sig undir meiri hlutann og taka þátt í kostnaðinum við kirkjuflutninginn, en vilja fá kirkjunni og sjóði hennar skipt tiltölulega milli sín og meiri hlutans, en því hefur auðvitað verið neitað. Líklega fellur þessi deila niður án frekari afleið- inga (t. d. fríkirkjustofnunar, sem mælt er,að jafnvel sumum Innsóknarmönnum hafi svifið í hug). Afiabrögð. Um 26. f. m. voru komnir undir Jökli 4—5 kundraða hlutir hæst (á Hjallasandi um 500, í Ólafsvík um 400). Hákarlsafli nokkur við Hellna (40 kútar lifrar í hlut) og á Stapa (um 30 kútar), en nær enginn við Búðir og í Ólafsvík. í Bolungarvík hefur verið allgóður afli í vetur. — Hér á Sviði aflaðist vel í net fyrir bænadagana en lítið á færi. Hvalveiðar hafa lieppnazt dável á ísafjarðardjúpi. Th. Amlie á Langeyri var búinn að fá 22 hvali um 20. f. m., eptir því sem oss er skrifað úr Grrunnavík. Yeðurátta hefur verið hörð um allt

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.